Norðurland

Issue

Norðurland - 17.11.1916, Page 3

Norðurland - 17.11.1916, Page 3
i85 N! JNtyjar bækur í bókaverziun Kr. Guðmundssonar. Ág. Bjarnason: Almenn sálarfræði. — — Almenn rökfræði. Lagerlöf: Jerúsalem II. O. S.: Afmælisdagar. Jón Kristjánsson: ísl. verzlunarréttur. Jón Trausti: Tvær gamlar sögur. Einar Hi Kvaran: Sálin vaknar. Byron: Manfreð (pýðing Matth. Jochumssonar). Axel Thorsteinsson: Ljóð og sögur. Jules Verne: Dularfulla eyjan. Conan-Doyle: Morðið í Lauritssonsgarðinum. Leikjabók. — Skák. — Bridge. — Davíð Livingstone. — Billy Bray. Frá Fjallkonuútgáfunni: E. Arnórsson: Lög íslands 9. hefti. Vigfús Sigurðsson: Orænlandsförin 1. hefti. Vanadís I. bindi (1. —5.) Hermann Jónasson: Leiftur 1. hefti. Fjallkonusöngvar. Stakkurinn (barnasaga). . Skuggsjáin I, —II. (barnasaga). Symbelína fagra (saga). Styrjöldin mikla 3. hefti. Ljóömæli Hannesar Hafsteins koma með næstu ferð. ar eða aðrar þjóðir liði tjón á sálu sinni. Evrópa hefir lagt fyrir ailar þjóðir veraldar, ógurlega stórfeld og þýðing- armikil verkefni, sem hún alls ekki hefir kunnað nándarnærri úr að leysa. Það er t. d. strfðið milli rfkis og þegna eða einstakra manna, strfðið mi!H auðs og atvinnu, stríðið milli karla og kvenna, strfðið milli andlegs Iffs og hins eínislega, strfðið milli þjóðanna og eingirnis-skipulags og haerri hugsjóns, svo strfðið milli hins margfalda óleysanlega flóka, sem að- skilur verzlunar- og ríkja fyrirkomu- lagsins og hvers manns náttúruhvata, sem þrá einfaldleik og fegurð og lausn frá ytri áhyggjum og efnishyggju. Sið- menning vesturþjóða hefir enga leið fundið enn til að leysa þessar spurn- ingar. Abyrgð Japana er nú öllu meiri. Það er þetta land, sem í nafni allra Asfuþjóða á að ráða þær rúnir, sem Evrópa hefir lagt fyrir allar heimsins þjóðir. Ætli Japan megni nú að blása íffi f þau Iffskerfi, sem nú eru dauð? Mun það megna að setja hjartað í manninum f það hásæti, sem nú er fult af fskaldri eigingirni ? Mun það megna að iáta hina óseðjandi valda- girni rýma sæti fyrir lffrænum og jöfnum vexti og þróun, fyrir sannleik og fegurð? Indland megnar ekki að svara þessu, þvf að þar búa svo sundurleitar þjóðir, með margbreyttum trúarbrögðum. Heimurinn hlýtur að snúa sér til Japan.« Þar næst talar skáldið um yfirgang Evrópu og ágang við aðrar þjóðir, og kallar það ýmist »mannætu-pólitfk«, eða útilokunarstefnu. Evrópa, segir hann, hefir farið styztu leiðina með yfirgang sinn f Ameríku og f Eyjálf- unni: »hún hefir hreint og beint af- máð fbúana um leið og hún settist f lönd þeirra«. í Kanada kemur útilok- unin bezt fram, þvf fá engar litaðar þjóðir búsetu nema af hendingu og þá réttlausar, enda hafðir fyrir féþúfu af auðkýfingum? En átakanlegasti kaflinn f ræðu höf. er samanburður hans á hernaði liðinna tfma og þeirri óskapa eyðileggingu, sem nú stendur yfir. Hann segir: »Hinn gamli hernaður var gamanleikur hjá þessum, aem ætlar sér að gleypa heilar heimsálfur og eyðileggur lönd og borgir með svo skjótum og æðisgengnum atgangi að engin orð mega iýsa. Aldrei hefir öfund og hatur af sér fætt svo ógur- leg drápstól, aldrei alið svo voðaleg- ar vígvélar til að eyðileggja líf og lönd með öllu, sem gömul og ný sið- menning á helgast og dýrmætast. Þessi pólitfska siðmenning er ekki mensk, heldur vfsindaleg, en djöfulleg um leið. Aðferðin er lfk þvf er millfóna- eigandinn sem beinir allri hugsun sinni að einu og sama takmarki, að græða gull og setja sál sfna f veð. Hann svlkur alt sem honum var fyr- irtrúað, riðar veiðinet úr lygum, og óskammfeilni, setur skurðgoð gróða- fýkninnar á öndvegisstall í hofi mamm- ons, hælist um og kallar trúarbrögð sín, ættjarðarást.« Þvf næst segir höf. að þessi sið- menning vesturþjóðanna spái þeim falli, þvf að til séu siðferðislög, sem ekki komi einungis fram á einstökum mönnum heldur á heilum þjóðum. Og þótt menn sjái þess lftil merki um tíma, birtist áhrifin bráðlega og eink- um innanfrá. Og enn segir hann, að þessi pólitfska siðmenning sé æði ung og þó sé hægt að sjá að hún á ýms- um svæðum sé þverbrestasöm og riði til falls; sé ekki f réttu sambandi við Iífið, heldur beri með sér tæringar- merki Örvinglunar og guðleysis. Oss sýnist hin vestlæga siðmenning vera lfk skýjaborgum sem séu að ógna himninum, en þola ekki þyngd sfna heldur hrynji fyrir krafti hins eilífa þegar minst vonum vari. En hin fornu Austurlönd með hug- sjónir sínar, þau þola biðina; hug- sjónir þeirra haldast við f sólskini heimsaldnanna meðan vesturþjóðirnar æða fram þeirra eigingirnisbraut unz þær ná ekki andanum; og þá kemur aftur til kasta austurþjóðanna að blása enn þá einu sinni nýjum Iffsanda. Niðurlag ræðu höf.: Hugsjónír Austurlendirjga. Þar sem Evrópa áfram þýtur á hennar ímynduðu framfarabraut, lítur hún gegnum vagngluggann með fyrir- litningu á hinn óbreytta iðjumann, sem erjar akur sinnj sýnist Evrópu að I Enginn borgar 1 smjör I Og • * rjupur hærra verdi en verzlun Sn. Jónssonar. Zu Auglýsing. Hér með er skorað á alla þá, sem ennþá skulda bæjarsjóði fyrir landshluti af síldarveiði, bæði frá f. á. og nú fyrir yfirstandandi ár, að greiða góðfúslega þessar skuldir til undirskrifaðs innan 25. þ. m., sem bæjarstjórnin hefir falið mér að innheimta. 10. nóvember 1916. Due Benediktsson. TILKYNNING. Allir þeir sem fengið hafa slægjur léðar í landi bæjarins, sem og þeir er einhver jarðarafnot hafa haft af Éyrarlandi eða Naustum, svo sem haga- göngu, grjóttekju, torfristu o. fl. eru ámintir jjm að gefa undirskrifuðum hér um upplýsingar*?fyr- ir 20. þ. m. Annars verður að ákveða gjöld þessi eftir ágizkun. 10. nóvember 1916. Due Benediktsson. maðurinn erji aftur á bak en ekki á- fram, og veldur því hraðinn á vagn- inum. En svo kemur að þvl að sá hraði hættir, og hvað svo? Þar getur komið að, að markmið Evrópu náist ekki eða reýnist fánýt, og menn þá fari að líta öðrum augum á erfiðis- manninn, sem vinnur baki brotnu f sólarhitanum að uppskeru akurgróð- ans. En gróðafýknin þolir ekki biðina, samkeppnin ekki heldur, þvf síður munaðar- og nautnafýknin. En kær- leikurinn þolir að bfða, og jafnvel fegurðin (listin) og þau hyggindi líka, sem mótlætið skapar, svo og auð- mýktin og hin einfalda trúrækni. Alt þetta þolir biðina. Þannig þreyja og þroka austurþjóð- irnar þangað til þeirra tfmi er kominn. Siðmenning Asíuþjóða, eins og þær sjálfar hafa skapað hana, er félagsíeg, ekki pólitfsk, hún er andleg og grund- völluð á hinum ýmsu hlutíöllum mann- lffsins; hún er ekki ágeng heldur eðli- leg (ekki mekatiisk). Erfðadeilur höfð- ingja eða áhlaup og óeirðir utan frá hafa ekki ruglað eða truflað þá sið- menning. En nú hefir Evrópa náð tök- um á austurþjóðunum, svo úr þessu verðum vér ekki lengur út af fyrir oss, svo vér hljótum að taka vorn þátt með þeim í því að lffsgáturnar verði leystar. Nú verður andinn og kjarninn í vorri siðmenning að reyna til að skapa samræmi í lífsskoðunum veraldarinnar í sameining við vestur- löndin. Lengur megum vér Asíumenn ekki dyljast né draga oss í hlé held- ur hljóta vorar hugsjónir enn einu sinni að útbreiðast til að lyfta, styrkja, fegra og fuilkomna mannkynið. En Japanar verða að fara á undan og mega ekki láta sér nægja að apa eftir vesturþjóðunum, heldur vinna að því að bræða saman hið gamla og nýja og skapa samhljóðan f hærri, mildari og mannúðlegri allsherjar- menning.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.