Norðurland - 12.05.1917, Blaðsíða 3
n
né slíti þau. Ætla eg ekki að fara um
þetta mörgum orðum að þessu sinni
en benda á eitt atriði, sem er nauð-
synlegt að menn kynni sér og athugí
áður en nsesta þing verður sett; og
það er hvað kosta muni að koma og
halda bannlögum í framkvæmd, og
mætti gjarna halda sig við vínbann-
lögin ein, en þess yrði að krefjast að
áætlunin væri nokkurnveginn ábyggi-
leg. Þess eins yrði að gæta, að hinir
sjálfkjörnu yfirgæzlumenn^ bannlaganna
fyrv. const. prof. juris Ólafur Lárus-
son og cand. jur. Jón Asbjarnarson
mundu verða ódýrari til þessara hluta,
en menn kynni að ætla að slíkir
garpar myndu meta sjálfa sig, við
tyrsta boð. Iðjulausir »jurister og
andre Skurke* eru ótrúlega lítilsvirði
og ódýrir þegar á reynir.
Árni Árnason
{frá Höfðahólum.)
,Um FreyjuKetti og Freyjufár',
hét fyrirlestur sem Steingrfmur Matt-
híasson, héraðslæknir hélt í leikhúsinu
sunnudaginn 22. f. m.
Fyrirlesarinn ræddi aðallega um
sjúkddma þá, sem venjulega fylgja ó-
skfrlífi og sem því miður, eru farnir
að gera talsvert vart við sig í sjávar-.
þorpum vorum.
Fyrst gat fyrirlesarinn þess, að um
langan tfma hefði fæðst fleiri óskil-
getin börn hér á landi árlega, en f
flestum öðrum löndum Norðurálfunnar
í hlutfalli við fólksfjölda. Vér stöndum
í því efni helmingi ofar en Danir og
meira en helmingi ofar en Frakkar
og Englendingar. Af þessu má þó eigi
marka það að lslendingar séu óskfr-
lífari en aðrar þjóðir og mun þetta
mest að kenna óheppilegri hjónabands-
löggjöf; því vitanlegt er, að fjöldi
karla og kvenna lifir saman eins og
hjón, án þess nokkuð sé út á það að
setja, frá siðferðislegu sjónarmiði.
Á seinni árum hefir mikið verið tal-
að um vaxandi óskfrlffi f kauptúnum.
Hvað sem satt kann að vera í því,
mun þó óskfrlífi tæplega vera meira
,hér en annarstaðar f löndum, en þó
nóg til þess, að það stuðli til út-
breiðslu hinna illræmdu óskfrlffis eða
samræðissjúkdóma. Og taldi þvf lækn-
irinn mestu þörf á, að alþýðu væri
bent á þessa hættu og eðli þessara
leiðu kvilla.
Samkvæmt skýrslu f Læknablaðinu,
hafa samræðissjúkdómar á sfðustu 20
árum, aukist mjög í landinu. Fyrir 20
árum sfðan leituðu aðeins 16 sjúkling-
ar með þessa sjúkdóma læknis, en ár-
ið 1914 voru skrásettir 343 það ár.
Reyndar eru útlendingar taldir með í
þessari skýrslu og þeir eru sennilega
allmargir; en meiri hlutinn eru þó
landsmenn. En hættan stafar engu
síður frá útlendingunum.
Því næst skýrði fyrirlesarinn frá því
hvernig ástandið væri í flestum stór-
borgum erlendis. Þar væri sægur
kvenna á ýmsum aldri sem hefði gert
lauslæti að atvinnu sinni. En þar eð
þessar stúlkur veiktust allar fyr eða
síðar af samræðissjúkdómum, þá væri
nú komið svo að þessir sjúkdómar,
væru orðnir mjög tíðir í flestum menn-
ingarlöndum. Einkum væri þeim mönn-
um hætt við smittun, sem ferðuðust
vfða, svo sem sjómannastéttin. Og eins
væri hermönnum f ðestum löndum
mjög hætt við sýkingu, ekki sfzt nú
á dögum meðan á styrjöldinni miklu
stendur.
Fyrirlesarinn lýsti nú stuttlega helztu
einkennum hinna 3. sjúkdóma sem
hér er um að ræða: lekanda, linsœris
og syphilis.
Lekandinn, (eða þvagrásarbólga) er
nokkurskonar kvef í þvagrásinni með
graftrarútferð. Þó þessi kvilli sje oft-
ast fljótlæknaður, getur hann þó stund-
nm haft slæmar afleiðingar með því
að breiðast til æxlunarkirtlanna, með
að valda þvagteppu og með því að
valda blindu á nýfæddum börnuni.
Linsceri er lítið sár, sem venjulega
læknast fljótt við hjálp í tæka tíð. En
sé vanrækt að leita sér lækninga, get-
ur það orðið að ljótu átusári, sem
seint grær og stundum hljótast af því
ljótar og langvinnar ígerðir í nárunum,
Syphilis getur komið fram í svo
mörgum myndum, að erfitt er að skýra
frá því, nema í löngu máli. Fyrst kem-
ur venjulega bólguþrymill, sem ýinist
hverfur aftur eða verður að litlu sári.
Þessu fylgja svo lítil óþægindi, að
sjúklingurinn hefir engan grun um að
alvara sé á ferðum. En frá þessari
byrjunarbólgu, læsir sjúkdómseitrið
sig um allan lfkamann. Hvað eftir ann-
að koma nú köst af hörundskvillum
og slfmhimnuveikindum, ákaflega
margvísegum , roðaflekkjum, þrymlum,
fleiðruml og kaunum. Þegar köstin
hætta virðist oft sjúklingnum að fullu
batnað, en þá og þegar geta þó kom-
ið ný köst. Þegar sjúkdómurinn er á
háu stigi, koma í Ijós slfmkend æxli
í hinum og þessum holdvefum líkam-
ans; verða þau að Ijótum átusárum,
sem geta eytt mikilvarðandi Ifffærum.
Af þessum æxlum og átusárum getur
stafað, máttleysi, krampar, holdrýrnun
og margskonar örkuml.
Börn syphilisveikra foreldra, sýkjast
venjulega f móðurlífi og verða þau oft-
ast aumingjar til líkamar og sálar, ef
þau ekki deyja skömmu eftir fæðingu.
Miklu algengara er þó, að syphilissjúk
móðir geti ekki fætt fullburða barn,
heldur leysist henni höfn. Sem betur
fer þekkja menn ágætt lyf til að
lækna með Syphilis, en árfðandi er
að sjúklingur leyti sér lækningar í tíma.
Því næst skýrði læknirinn frá ýmsum
ráðstöfunum í útlöndum, sem gerðar
væru til þess að hefta útbreiðslu sam-
ræðissjúkdóma og taldi nauðsynlegt
að samin væru lög hér eins og þar,
til að hefta för þeirra. Einkum væri
nauðsynlegt að banna syphilissjúkling-
um að giftast meðan sýkingarhættan
er mest. En mesta áherzlu lagði þó
læknirinn á skfrlffi, þvf það væri ör-
uggasta vörnin.
Margt fleira fróðlegt kunni læknir-
inn að segja áheyrendum og kryddaði
hann erindi sitt með qiörgum tilvitn-
unum í ýms kvæði.
Áheyrandi.
Svar til forstöðunefndarinnar.
Hinni háttvirtu forstöðunefnd, hefir
eigi þótt nóg að heiðra mig með kveðj-
um sfnum f síðasta blaði »íslendings«,
heldur hefir henni þótt svo mikils með
þurfa, að samtfmis birtist sama grein-
in, með öllum sfnum gögnum og gæð-
um f Norðurlandi. Um leið og eg finn
mig nú knúða til þess, að svara einn-
ig í sama blaði áminstri grein, get eg
ekki annað en þakkað nefndinni hið
óvenjulega mikla liðsinni, er hún ein-
mitt á svo hentugum tíma veitir þeirri
stefnu f skólamálinu, er eg berst fyrir
og mér er áhugamál að nái fram að
ganga.
Eg get þvf miður ekki gert að
því, þó svo líti út, sem hin háttvirta
nefnd þekki ekki aðra geytnslu mat-
væla en súr og salt. Því með hinni
fáránlegu tilvitnun til orða minna á
Akureyrarfundinum, — sem eflaust
hefir átt að vera mjög fyndin, —
gerir nefndin annaðhvort, að fara vís-
vitandi rangt með umrnæli mín á fund-
inum, eða hér er um takmarkaðri
skilning að ræða, en ætla mætti hinni
voidugu húsmæðraskólaforstöðunéfnd,
og má hún eiga heiðurinn af hverju
sem hún frekar vill, fyrir mér. Ann-
ars mun þessi tilvitnun lúta að þeim
ummælum mfnum á fundinum, að
Framkvæmdarstjórn Klæðaverksmiðjunnar
»Gefjun« hefir neyðst til að hækka að
nokkrum mun vinnulaun og söluverð frá
14. þessa mánaðar (maí) vegna gífurlegrar hækkun-
ar á öllu því, sem verksmiðjan notar við fram-
leiðsluna.
pr. Klœðaverksmiðjan „GEF/UN“.
Jónas Þórarinsson.
nauðsynlegt væri á skóla fyrir sveita-
stúlkur, að lögð væri stund á góða
geymslu og hagnýting matvæla, og
munu sveitakonur sfzt vilja telja það
slfkum skóla til foráttu, hvað sem for-
stöðunefndinni sýnist.
Annars væri hinni háttvirtu for-
stöðunefnd vfst bezt, sjálírar sín
vegna, að minnast sem minst á þenna
fupd, svo fámennur sem hann var,
og þvf nær eingöngu Akureyrarkonur
og nokkrir nemendur úr Gróðrarstöð-
inni, sem auðvitað greiddu ekki at-
kvæði, sóttu. Þessar tvær sveitakonur,
sem tóku þartil máls, iýstu þvf yfir, að
þær vildu heldur skóla á Akureyri en
engan skola, en ef þær hefði grunað
það, að skóli í sveit væri táanlegur,
hefðu þær kosið hann heldur, en vildu
samt ekki sakir undirskrifta sinna að
svo komnu greiða atkvæði móti kaup-
staðarskóla. Þetta voru öll mótmælin
gegn mér á fundinum frá þeirra hálfu,
sem nefndin sýnist vilja gera sér
sem mestan mat úr.
Að vitna í slíka atkvæðagreiðslu
sem þessa, þar sem sárfáar sveita-
konur mæta, er þvf markleysa ein,
hvað snertir vilja eyfirzkra kvenna yfir-
leitt, enda er mér persónulega kunn-
ugt, að þessu lík er skoðun margra
eyfirzkra kvenna. Engan skyldi því
undra, þótt nefndin væri upp með
sér a( þessum 777 nöfnum, sem
henni þannig að óvörum i málinu tókst
að ná saman á lista sfna, er þeir skilja
grundvöllinn, sem á bak við liggur.
Sfðan hefir málið upplýsts, þó það
hefi máske orðið á annan veg en hin
háttvirta nefnd ætlaðiSt til. Hún hefir
orðið að þegja við andmælum gegn
fleipri sfnu um fylgi málsins á þingi,
og öllum er það nú vitanlegt, að
sveitaskóli hefir þar mikið fylgi.
Þessvegna er nú eyfirzkum konum
og öðrum konum hér norðanlands,
gefinn kostur á þvf, að láta f ljósi af-
stöðu sína f þessu máli með áskorun
tii Alþingis, sem á bak við standa
margar mætar konur f Eyjafirði og
víðsvegar um Norðurland.
Efast eg ekki um það, að þær
konur bæði f Eyjafjarðarsýslu og ann-
arstaðar á Norðurlandi, er höfðu svo
lofsverðan áhuga fyrir húsmæðraskóla-
málinu, að þær vildu vinna til þess
að mæla með skólanum, þótt hann
ætti að vera bæjarskóli, muni nú því
fremur gefa honum meðmæli sfn, þeg-
ar farið er fram á hann í sveit, ein-
mitt eins og þær helzt kjósa sjáltar.
Þetta er svo einfalt mál, að það þarf
engrar skýringar við. Hér er aðeins
að ræða um hækkað markmið f fram-
sóknarbaráttu, en enga stefnubreytingu,
og svo þroskaðar veit eg að eyfirzkar
konur muni vera, að þær láti ekki slá
ryki f augu sér i þessu máli, þó reynt
verði.
Hinn auglýsti kvennaíundur mun
eiga að vera eitt snjallræði forstöðu-
nefndarinnar í þessu máli, og má eg
þakka fyrir kurteisina, að til hans er
þó boðið nokkrum dögum eftir það,
að eg verð flutt alfarin í fjarlæga
sýslu. En ekki kæmi mer það óvart,
þá ekki fjölmentu eyfirzkar konur á
S a«o
OtM «
.S<S
•o
B
•O O
r*
Cfi
biDi
<D
n)»0 «
C O^
.2 £5 «
•r* -r ^
il p .
4 - s g
OícfO
< « S tí
.5-g ea>
, g'nl
.tO ns
; Jí o.
5 n.
» u* sr
•2,->«2 P>
-
5 Zw «
• ei>. _
í o » E
'2 2
Kj0benhavns Margarinefabrik
framleiðir hið vandaðasta smérlíki sem
unt er að fá, notar aðeins hreint og
óskemt efni, Og litar alls ekki marga-
rínið, en selur það hvítt eins og á-
sauðasmér, svo allir geti fullvissað sig
um að engu misjöfnu sé blandað f það.
Margarfnið fæst í i og 2 punda skök-
um, s og 10 punda öskjum og stærri
dunkum og er þrátt fyrir gæði sín hið
ódýrasta smérlfki sem flutt er til lands-
ins, enda fer neyzla þess vaxandi ár
frá ári. Areiðanlegir kaupendur fá lang-
an gjaldfrest. Pantanir sendist annað-
hvort beint til verksmiðjunnar, Bro-
læggerstræde 9 Köbenhavn, eða Jóns
Stefánssonar Akureyri.
þann fund, og fengi þá nefndin að tala
þar við sjálfa sig, enda mun henni
koma það bezt, að ekki sé verið að
óþarfa aðfinningum við það, sem hún
vill vera láta, og nógu fjölmenn er
hún sögð, til þess, að ráða nokkru
um afl atkvæða á fámennum fundi.
Eg veit ekki hvort til nokkurs er
að mælast til samkomulags, og þó
ættum við að geta skilið hver aðra,
í svo einföldu máli. Við syeitakonur
höfum ekkert á móti heimangöngu-
skóla á Akureyri, sem sniðinn væri
eftir kröfum og þörfum kvenna þeirra
er þar eiga heima. Vildum meira að
segja styðja kaupstaðakonur til þess
að fá þá hugmynd framkvæmda. En
við munum beita okkur móti allri sam-
steypu kaupstaða og sveitaskóla á
Akureyri, eða f bæjum yfirleitt, og
munum heldur kjósa það, að fram-
kvæmdir skólamálsins bfði um nokkur
ár, ef við svo fengjum myndarlegann
sveitarskóla með fyrirmyndar heimilis-
sniði, er hefði jörð og bú til afnota.
Þetta er sú heildarstefna f málinu, sem
við álftum heillavænlegasta fyrir land
og lýð, og henni munum við fylgja
fast fram til sigurs, gegn hverskonar
tálmunartilraunum, eða persónulegu að
kasti hinnar háttvirtu nefndar.
3. maí 1917.
Jónína S. Líndal.