Norðurland


Norðurland - 04.07.1917, Side 3

Norðurland - 04.07.1917, Side 3
Nl. ib3 ijchannong8 Monument Atelier Köbenhavn 0. III. Katalóg gratis. Þingmálafundur. Árið 1917 þann 15. júní var þing- rnálafundur haldinn á Þverá í Öxna- dal. Tilkynning um fundinn hafði ver- ið send til þingmanna kjördæmisins, en hvorugur þeirra mætti. Fundar- stjóri var kosinn Brynjólfur Sveinsson á Steinsstöðum, en skrifari Bernh. Stefánsson á Þverá. Hér fara á eftir ályktanir fundarins, í þeim málum er hann tók til meðlerðar: 1. Búnaðarmál. a. Fundurinn telur æ.kilegt að landssjóði sé fengin kaup- réttur á fossum, námum og jörðum er ganga úr sjáifsábúð. b. Fundurinn mælir með frestun þjóðjarðasölulag- anna. c. Fundurinn skorar á alþingi og landsstjórn að taka til athugunar vátrygging búpenings. 2. Samgöngumál. a. Fundurinn tel- ur bættar samgöngur á sjó og landi aðal-lyftislöng búnaðar og velmegun- ar landsmanna; felur því þingmönnum kjördæmisins, að fylgja því fram á þingi, að landssjóður veiti lé til sam- göngumála, sérstaklega til vegagerða. Sérstaklega skorar fundurinn á þingm. að sækja um alt að 1000000 kr. styrk úr landssjóði til framhalds veg- arins fram Þelamörk. b. Fundurinn Iftur svo á, að þegar þingið sér fært fjárhagsins vegna, að ráðast ( járn- brautarlagningu, þá sé hagfeldast og almennast gagn fyrir þjóðina að byrj- að sé á járnbrautatlagningu frá Reykja- vfk til Ákureyrar. 3. Skattamál. a. Fundurinn telur rétt að endurskoðun á skattalöggjöf- inni sé látin blða. þar til meira jafn- vægi er komið á verðgildi peninga en nú er. b. Fundurinn vill að lands- sjóði sé fengin einkasala á steinolfu. c. Fundurinn telur rétt að útflutnings- gjald á síld sé hækkað frá því sem nú er. 4. Sparisjóðir. Fundurinn skorar á alþingi að breyta sparisjóðslögunum þannig, að framkvæmd þeirra verði umsvifaminni, og að þeir sparisjóðir er hafa minna veltuíé en 4000.00 kr. séu undanþegnir lögunum. 5. Launamál. a. Fundurinn telur ó- heppilegt, að fjölga embættismönnum landsins frekar en nauðsyn krefur og skorar þvf á þingm. kjörd. að greiða atkvæði á móti allri ónauðsynlegri embættismannafjölgun. — b. Fundur- in iítur svo á, að heppilegast sé að láta launamálið bíða, þar til strfðinu linnir, en verði það mál samt sem áður tekið fyrir á næsta þingi, þá er það álit fundarins, að tilnefndar upp- hæðir í áliti launanelndarinnar séu nægilega há laun, og skorar þvf á þingm. kjörd. að greiða atkv. á móti hærri launum en þar eru tilnefnd. r 6. Dýrtíðaruppbót. Fundurinn telur dýrtíðaruppbót sfðasta þings óþarfa og óréttláta, skorar því á þingmenn kjördæmisins, að greiða atkvæði á móti aliri dýrtfðaruppbót á næsta þingi. (Samþ. með 13 : 8 atkv ). 7. Afertgisbannlögin. Fundurinn vill að áfengisbannlögin séu borin undir þjóðaratkvæði. 8. F-lokkaskiftingin og afstaða þing- manna kjördœmisins. Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir flokksafstöðu 2. þingmanns kjördæmisins Einars Árna- sonar. (Samþ. í einu hljóði.) Brynjólfur Sveinsson Btrnh. Stefánsson (fundarstjóri), (skrifari). \ Auglýsing. Stjórnarráðið hefur ákveðið að framfærsla verðs á landsjóðsvörum sem kaupmenn og kaupfélög hafa til útsölu sé 10°o, miðað við verð hverrar vöru eftir kostnaðarreikningi hennar þegar hún er komin á útsölustað. Má framfærsla eigi vera meiri nema að fengnu samþykki verðlagsnefndar eða landstjórnar. Petta birtist hérmeð. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar 3. júlí 1917. 9*áII Cinarsson. ■------------------------—H Lárus Thorarensen verzlun Strandgötu Oddeyri. Nýkomnar eru miklar og vel valdar birgðir af vefnaðarvöru af ýmsum tegundum sem seld er svo ódýr sem unt er. Þar af má sérstaklega nefna b o 1 d a n g mjög þétt og gott og s t ú f a s i r z Komið og skoðið meðan birgðirnar endast. Hvergi betri kaupl Lárus Thorarensen Nœstliðið haust 1916, var mér undirritaðri dregið hvftt hrútlamb, með mínu rétta fjáiAiarki: Stúfrifað hægra, hvatt og biti framan vinstra. Lamb þetta á eg ekki, og óska eftir að réttur eigandi gefi sig fram, semji við mig um markið og taki á móti verði lambsins að frádregnum kostnaði. Reykjum í Hjaltadal 20. marz 1917- Sigurveig Friðriksdóttir. Fjármark Höskuldar GeirfinnssonarJNúpum í Aðal- dal er:Biti framan hægra,|sneiðrifað fram- an, biti aftan vinstra, selur sívalt járn, hentugt til bryggjubygginga, skrúfrær og spenniskífur af sömu stærðum. Sig. Bjarnason. Jarðarför Sveinbjarnar sonar okkar I fer fram laugardaginn 7. þ. m. | og hefst frá heimili okkar ki. 12 á I hádegi. 1 Elin Sveinbjarnardðttir. Vilhjálmur Júlíusson. 8 JVl Zadigs þvottaduft með fjóluilm er ómissandi hverri húsmóður. Hin gamla aðferð að nudda þvottinn upp úr sápuvatni er orðin úrelt, allir vita að fatnaður og dúkar slitna óhæfilega með þeirri þvotta-aðferð og eru því að hætta við hana, en taka upp þvotta- aðferð með M. Zadigs þvottadufti f staðinn. Duftið er leyst upp í vatni þvotturinn svo lagður f þann lög og þegar hann hefir legið þar hæfilega lengi, er aðeins skolað úr honum, r\N þess hann sé nuddaður. ZADIGS ÞVOTTADUFT SPARAR því mikið erfiði og tfma, SPARAR sápu og sóda og slítur ekki þvottinum. Biðjið þvl kaupmenn yðar um ZADIGS ÞVOTTA- DUFT. Þa| fæst f öllum vel birgum verzlunum og ryður sér hvervetna til rúms. Þvf það er margfalt ódýrara og betra en sápa og sódi. Sápur ogilmvötn.tannmeðalið »Oral«, Lanolie Hudcréme, raksápuna Barbe- rin, og gólfþvottaduftið fræga frá M Zadig konungl. hirðverksmiðju í Malmn ættu allir yngri og eldri, að kaupa. Kjebenhavns Margarinefabrik framleiðir hið vandaðasta smérlíki sem unt er að fá, notar aðeins hreint og óskemt efni, og litar alls ekki marga- rínið, en selur það hvftt eins og á- sauðasmér, svo allir geti fullvissað sig um að engu misjöfnu sé blandað f það. Margarfnið fæst í 1 og 2 punda skök- um, 5 og 10 punda öskjum og stærri dunkum og er þrátt fyrir gæði sín hið ódýrasta srnérlfki sem flutt er til lands- ins, enda fer neýzla þess vaxandi ár frá ári. Areiðanlegir kaupendur fá lang- an gjaldfrest. Pantanir sendist annað- hvort beint til verksmiðjunnar, Bro- læggerstræde 9 Köbenhavn, eða Jóns Stefánssonar Akureyri. Borgið »Norðurland«!

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.