Norðurland


Norðurland - 28.11.1917, Blaðsíða 1

Norðurland - 28.11.1917, Blaðsíða 1
NORÐURLAND Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON. 42. blað. O. Möller kaupm. Hjalteyri. Ole Peter Christian Möller hét hann fullu nafni og var fæddur að Grafarósi 7. ág. 1854. Faðir hans Chr. Ludvig Möller var þá verzlunarstj. þar, en sfð- ar gestgjafi f Reykjavfk. Af systkinum Ole Möllers eru á Iffi þær frúrnar: Kristjana Welskov f Kaupmannahöfn, Anna Claessen landsféhirðis í Rvfk og Hefga, kona sfra Jóns Þorsteinssonar á Möðruvöllum, en dáinn er Jóhann kaupmaður á Blönduósi. Ole sál. flutti með foreldrum sfnum til Rvfkur um 1860, gekk síðar í lærðaskólann og tók 4. bekkjar próf. Árið 1872 gerðist hann verzlunarmaður áSkagaströnd, en þang- að var kominn á undan honum Jóhann bróðir hans. Árið 1875 giftist hann IngibjörguGísladóttur hreppstjóra Jóns- sonar frá Neðri-Mýrum f Húnavatns- sýslu. Verzlunarstjóri íyrir svonefndri Muncks-verzlun á Hólanesi varð hann t88o. Sem verzlunarmaður og verzl- unarstjóri var hann virtur og elskaður af öllum þar vestra, sakir margskonar góðra hæfileika. Árið 1883, við nýár, keypti hann verzlunina, en varð fyrir því mikla slysi að á Þorláksdagsnótt fyrir jól sama ár brunnu öll húsin til kaldra kola, ásamt nær öllum innanstokksmunum og tals- verðu af vörum, alt óvátrygt nema verzlunarhúsin fyrir örlftilli upphæð. Mun það mesti bruni sem nokkru sinni hefir komið fyrir í Húnavatnssýslu Eftir nýár 1884 sigldi hann til Kaup- mannahafnar og kom heim vorið eftir með hús og vörur. Verzlaði hann svo á Hólanesi til þess að hann vor.ið 1888 seldi verzlunina F. H. Berndsen og flutti hann þá til Blönduóss og gerðist verzlunarstjóri hjá Jóhanni bróður sfn- um, en rak jafnframt sveitabúskap á Neðri-Mýrum. Þessum störfum hélt hann til vorsins 1897 að hann fluttist til Hjalteyrar. Á meðan hann var verzlunarstjóri hjá bróður sfnum, blómgaðist verzlun- stórkostlega og munu margir hinir eldri Húnvetningar ávalt minnast hlý- lega Jteirra ára, sem þeir Möllersbræð- ur störfuðu saman að verzlun meðal þeirra. — Þegar Ole Möller kom til Hjalteyrar hafði hann keypt verzlunarhús Gunnars Einarssonar frá Nesi, en bygði sfðar stórt og vandað fbúðar- Og verzlunar- hús þar, hið svo kallaða Möllershús á Hjalteyri, sem síðar er orðið svo mörg- um kunnugt fyrir gestrisni og alla góð- vild Ole Möllers, konu hans og barna þeirra, meðan þau dvöldu þar um 15 ára skeið.—Á Hjalteyri rak hann mest fisk og sfldarverzlun. — í öllum störíum sínum var hann framúrskarandi vand- virkur og samvizkusamur og kom það fram f því meðal annars að um eitt skeið þótti fiskur og síld með hans vörumerki bera af öðrum þessháttar vörum á markaðinum f Kaupmannahöln. Öll árin sem hann var f Húnavatns- sýslu hafði hann á hendi afgreiðslu Sameinaða gufuskipafélagsins danska Reikningar og önnur verzlunareyöublöð fást í prentsmiðju Odds Björnssonar. Akureyri 28. nóvember 1917. XVII. árg. á þeim stöðum sem hann var á og sömuleiðis á Hjalteyri. Vegna þess hve framúrskarandi fær hann var í allri bókfærslu hafði hann með hönd um endurskoðun á ýmiskonar opinber- um reikningum og fjölda margir ein- staklingar Ieituðu til hans í þeim efn- um Árið 1912, við nýár, seldi hann Thor E Tulininus & Co. verzlun sína á Hjalteyri og var eftir það hjá syni sfnum Ludvig—var hann þá farinn að heiisu, sem margfaldur ástvinamissir hefir að sjálfsögðu verið mikil orsök til. Sonur háns Jóhann Jón druknaði af skautum haustið 1900 -- niður um fs á tjörninni á Hjslteyri—og á einu ári 1907—1908 misti hann 3 upp komn- ar dætur á aldrinum 16—22 ára, Sig- rfði, Sigurlaugu og Önnu, öll mann- vænleg frfðleiks ungmenni. Á lífi eru 3 synir bans: Ludvig kaupmaður á Hjalteyri, Jakob ritstjóri »Vfsis« f Rvk, og Haraldur verzlunarmaður ( Haganes- vík. Sfðustu árin lá hann rúmfastur og þjáðist mikið með köflum, en var þá svo lánsamur að fá að njóta hinnar á- gætu hjúkrunar hinnar góðu og mikil- hæfu konu sinnar, sem í bliðu og strfðu stóð honum ávalt við hlið, sem sönn hetja. Gestrisni hans og ljúfmannleg framkoma, ásamt góðum gáfum, olli þvf að heimili hans var ávalt elskað og virt af fjölda manna sem nú minnast hans með söknuði. — Hann dó að kveldi þess 27. okt- — Jarðarför hans fór fram að Möðruvöllum laugardaginn io. þ. m. Kunnugur. Góð er þér hvild í guði, sœmdarmaður, og geislar droitins um þig halda vörð. Hér geymir nafn þitt göfugt, sveit og staður, en grcetur dís við Ijósan Eyjafjörð. kaupir hæsta verði mót peningum og vörum Bald Ryel Odýrar rjúpur. Til þess að rýma fyrir öðrum matvælum í ís- húsi mínu, sel eg næstu daga rjúpur á 15 aura sfykkið. Ctto Tulinius. Hér vann þin dáð sér virðing góðra manna og vinartrygð þtn brást ei nokkurt sinn, hér bœttir þú úr böli smœlingjanna, hve bjart og hlýtt var kringum arinn þinn. Sem mjöllin hvit, er hjúpar nú þitt leiði var hrein þin lund, en viðkvœm, mild og gljúp, en barnsins góða,—hlýtt og sölrikt heiði og hjartans bliðvor lék um sáiardjúp. Pað lagði yl aj þinni hugar-hlýju og hjartanlegri glaðvœrð oss á mót sem föðurhús þar fundum vér að nýju, að fá að kynnast þér var hugarbót. Sem hetja barstu sorgir þinar þungar í þögn, er drottinn son þinn iók þér frá, og dœtur þinar elskulegar, ungar, i ástarfaðmi þínum luku brá. Pau sár,þau sár, þér urðu að œfimeini, sem er nú fyrst i drottins faðmi grœtt, Og árin hinztu herrann veit sá eini hvað hjarta þinu mikið hefir blœtt. Ogguði ncest var h’ ún sem nú þig harmar, þin hjálp og bezta stoð á þrautatið, sem barni hlú’a i ástúð móðurarmar þig elskan hennar vermdi jyr og síð. Guðm. Guðmundsson. Timbur- farmur er nýkominn til verzlunar Carl }íöepfners. S k o t f se r i hlaðnar patrónur nr. 10—12—16 fást í verzlun M. H. Lyngdals Akureyri.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.