Norðurland


Norðurland - 28.11.1917, Blaðsíða 2

Norðurland - 28.11.1917, Blaðsíða 2
N1. 166 Peder Houeland skipherra sem mörgum fslendingum norðanlands og austan er að góðu kunnur, andsðist á heimili s(nu í Stav- angri, 12. marz síðastl. Hann var 56 ára gamall og hafði verið í siglingum við ísland um nálega 20 ára skeið, sem stýrimaður og skipherra og var einn þeirra manna er fyrst lagði í að sigla norðan um land um hávetur í skammdegismyrkri og vitaleysi og því meðal þeirra brautryðjenda sem íslend- ingar ættu að mui a og vera þakklátir. Arið 1906 varð hann fyrir þv( slysi að stranda skipi sínu »Otto Wathnec á Siglunesi. Var það nýbygt og hið veglegasta skip og þótt slysið væri að dómi greindra sjómanna á engan hátt Houeland að kenna tók hann það svo nærri sér að hann mun trauðlega hafa beðið þess fullar bætur. Síðustu árin var hann hér á Akureyri á sumr- in og hafði þá á-hendi sfldarkaup fyr ir hina og þessa síldar-stórkaupmenn. — Houeland var prúðmenni í öllu hátterni og góður drengur um alt. Hann var kvæntur og lifir kona hans hann og ein dóttir nær fulltíða. Frá blóðvellinum, 16/u. Skotspónafréttir til Svíþjóð- ar segja að Petrograd sé að brenna og vetrarhöll keisarans hafi orðið eldinum að bráð. Fullkomin borg- arastyrjöld um alt Rússland — Stór- skotaliðsorustan í Flandern heldur áfram. ,7/n. Bretar eru nú komnir að Jerusalem og búist við falíi borgar- innar á hverri stundu. Þjóðverjar eru komnir í grend við Venedig. Rúss- land er nú gersamlega lokað land en ógurlegar sögur berast þaðan um rán, brennur, morð og hungurdauða. 18/n. Dana-, Svía og Norðmanna- konungar hafa ákveðið fund með sér i Kristjaníu 28. —30. nóvb. á- samt forsætis- og utanríkisráðherr- um allra þriggja landanna til þess að tala um ýmislegar ráðstafanir til tryggingar hlutleysi þeirra. — Ker- enskij hefir sent sendiboða með þau tíðindi til Bandamanna að hann hafi ftngið stuðningmikilsmetinna manna og hafi góða von um að sér takist að bæla uppreistina niður, koma skipulagi á í Rússlandi og halda ó friðin^m áfram að Rússlands hluta. ‘°/n. Húsrnannaflokkurinn undir stjórn herforingja Lenins hefir náð allri höfuðborg ríkisins (Petrograd) á sitt vald og nálega helmingi Mos- kva. Kerenskij flúinn þaðan. Kale- din stefnir til Moskva með ofurefli Kósakkahersveita til liðs við Keren skij. Korniloff hefir bælt niður upp- reistina í öllu Suður-Rússlandi með vægðarlausri hörku, hefir komið skipulagi á herinn og hafið sókn gegn Austurríkismönnum á öllum syðri hluta herlínunnar. 2I/11. Ósamlyndi í frakkneska þing- inu. Clemencau hefir stofnað nýtt ráðaneyti í stað Painlewé, Brezk flotadeild og gríski flotinn hafa skotið á Konstantinopel og gertþar mikil hervirki. 23/n. Mikil sjóorusta milli Breta og Þjóðverja úti fyrir vesturströnd Jótlands. Þjóðverjar hörfuðu undan inn undir Helgoland, annars ókunn- ugt um orustuna og skipatap í henni. Hungurvofan er nú hæstráðandi í Petrograd og Moskva. Bretar hafa náð þýðingarmiklum herstöðvum í Flandern og vinna þar stöðugt á þótt hægt fari Kanadiskar hersveit- ir hafa tekið stóra landspildu af Þjóðverjum í Norður Frakklandi og voru það Skandinavar er þar börð- ust við Þjóðverja. Sannað þykir að hinar ógurlegu stórskotaliðsorustur í Flandern viku eftir viku hafi mik- il á veðráttu. Wilson segir Ameríka hafi lagt í ófriðinn til þess að tryggja mannkyninu frelsi það sem allar þjóðir eigi rétt til. (Vegna símslita vantar skeyti síðustu dag- ana) X Strandferðaskipíð ,SterlÍng‘ strandaði á innsigling til Sauðár- króks á mánudagsmorguninn, á að giska 3U mílu norðan við kaupstað- inn. Veður var dimt, molluhríð, en sjór hægur. Með flóði um dáginn losnaði skipið og komst inn áSauð- árkrókshöfn, er það ekki talið mik- ið skemt, en er þó nokkuð lekt, þó ekki meira en svo að dælur skipsins (sem þó eru sagðar í ólagi) hafa vel við lekanum. Vörur hafa verið fluttar í land á Sauðárkróki svo sem auðsynlegt hefir verið tal- ið og var haldið þar uppboð í gær á allmiklu af landssjóðssykri er vatn hafði komist að og keypti Kr. Oísla- son kaupmaður megnið af honum. «Geir« fór áleiðis norður frá Reykjavík, kl. 2 í fyrrinótt, til hjálp- ar við »Sterling" og á honum Emil Nielsen framkvæmdarstjóri. Hefir ofviðri tafið ferð »Geirs" en vænt- anlegur er hann til Sauðárkróks á hverri stundu. X Akureyri, Einat H. Kyaran skáld og rithöfundur kom hingað á Sterling um daginn og dvel- ur hér um tíma. Skólastýra barnaskólans, frk. Halldóra Bjarnadóttir, hefir sagt upp stöðu sinni við skólann. Yfirmatsnefnd Eyjafjarðarsýslu þeir Páll Bergsson kaupmaður í Hrfsey og Hallgr. Hallgrímsson hreppstjóri á Rifkelsstöðum eru hér staddir þessa dagana til þess að endurskoða jarðamat undirmatsnefndarinuar. X höfuinalezt tilboti. Þegar það fréttist í haust, að stjórn- in mundi ekki sjá sér fært að láta Gagnfræðaskólann hér starfa f vetur sökum kolaskorts kom Þorsteinn kaupm. Jónsson á Seyðisfirði, er þá var stadd- ur hér, að máli við skólameistara og bauðst til að gefa skólanum 30 smá- lestir af Tjörneskolum svo framariega að skólanum yrði haldið uppi í vetur. Mun skólameistari hafa látið stjórnar- ráðið vita um þetta tilboð þegar f stað. — Eins og þegar er kunnugt, varð áú niðurstaðan, að kensiu var frestað fyrri bluta vetrar, hvað sem síðar verður. Engu að síður hvaðst Þorsteinn standa við loforð sitt, með þeirri breytingu, að kolin gengju til heimavistanna, sem ekki mundu sfður þurfa þeirra við en stjórnin, þar sem fátækir nemendur ættu í hlut. Stjórn- in aítur á móti mundi hafa nóg kola- ráð til þess að reka skólann, eins og nú er komið á daginn. Var þetta vel hugsað af þeim heiðursmanni. En hann íét ekki hér við lenda, heldur bauðst hann til að afhenda kolin hér á bryggju Skóverzlun M. H. Lyngdals Hafnarstræti 97 Akureyri fékk með e.s. »Sterling« mikið af útlendum s k ó f a t n a ð i þar á meðal hina margeftirspurðu »H e d e b o«-s k ó af öllum stærðum Ennfremur ísaitmsskó (morgunskó) bæði karla og kvenna og eru þeir mjög hentugir til j ó 1 a g j a f a. mr Til solu er: Kútter ”Talisman“ með rá og reiða (tvenn segl) í góðu standi. Fjórir vélbátar einn með 11 hestafia »Gideon"-vél, annar með 8 hesta „Dan“- vél, þriðji með 7 hesta »Dan“-vél og fjórði með 6 hesta »Dan"- vél. — Bátarnir eru allir í mjög góðu standi og í þremur þeirra nálega nýjar vélar. Þeim geta fylgt, ef kaupendur óska, fullkomin veiðarfæri hvort heldur til þorsk- eða sildveiða eða hvortveggja. Þrjár batavélar ein ný 8 hesta „Dan", önnur dáiítið brúkuð 4 hesta „Dan“ og þriðja >Alpha« 4 hesta. Lysthafendur semji við Þorsfein Jónssori kaupmann, Dalvík. endurgjaldslaust. í fyrstu var svo til ætlast, að þau yrðu afhent eystra og skólion sæi um flutninginn híngað. Þetta er svo óvenjulegt höfðings strik, og ber vott um svo frábœra góð- vild til skólans og áhuga fyrir slarf- semi hans, að það má með engu móti liggja í láginni. Annars er það löngu alkunnugt, hve hlýjan hug nemendur þessa skóla hera til hans, þó fáir séu þess mynd- ugir, að sýna það svo áþreifanlega í verki, en Þorsteinn er gamall Möðru- vellingur eins og eg. X Yfir fjöll og heiðar. Ferðasögubrot eítir Steingrím Matthíasson. f Þjófadölum. Frá þvf við fór- um úr Reykjavík hafði verið stöðug rigning á okkur — ósvikin sunnlenzk rigning — og nú hröðuðum við okk- ur norður undan rigningunni til að komast í sólskinið norðMlauds. En heptarnir voru ekki nóg™ fljótir svo að við vorum farnir að vökna þrátt fyrir allar verjur. Og nú áðum við í Þjófadölum til að athuga okkar gang Við höfðum séð fimm vikna gamlar töður gular og gagndrepa á túnunum f Biskupstungum og vegna rigningar og sólarleysis höfðum við f þetta skifti farið varhluta af náttúrufegurðinni og landskostunum í þeirri góðu sveit, sem annars minnir á þar sem best er í Þingeyjarsýslu. Víð höfðum ætlað okkur að fara Sprengisand norður, en urðum að hætta við það vegna rign- inganna sem gerðu allar ársprænur vitlausar. Hvftá höíðum við farið yfir á ferju og sfðan valið leiðina norður Kjöl vestanmegin við Kjalhraun. Gerð- um við það til tilbreytingar. Riðum upp með Fúlukvísl og athuguðum djúpu, þröngu gljúfrin sem hún renn- ur í. Á einum stað eru þau svo þröng að ganga má yfir um og sagt er að gangnamenn á haustin rétti þar hvor- ir öðrum kindur yfir. Þjófadalir liggja norðan við Hrútfell upp við Langjökul. Höfðum við hugs- að okkur þá vistlegri, þvf þar er sagt að útilegumenn hafi haldið til fyr á öldum Einkam er getið nokkurra skólapilta frá Hólum sem lögðust þar út; — kjánar, að kjósa sér ekki held- ur vist á Hveravöllum. Dalirnir eru að vísu nokkuð grösugir og mikið er þar af fjallagrösum, en innibyrgðir eru þeir og útsýni þröngt svo að þegar vetrar geri eg ráð fyrir að vistin sé þar svipuð og »syrgisí dölum frosti’og þokumkvöldu, þar sem að enginn geisli sólat glæðir graslausar hæðir«. (G Th.) Við vorum orðnir slæptir af rign- ingunni — vatnstígvélin gagnsósa, svo við vorum rakir í fætur, reiðtygin að biia, tjaldið gagndrepa og tífalt þyngra en áður og tveir hestarnir farnir að meiðast í baki; því í rigningum er mjög erfitt að komast hjá því að vermibólur komi undan reiðtygjum og smittast þá einn hestur af öðrum þeg- ar skift er um hesta — Annars vor- um við vei tygjaðir gegn rigningu eins og bezt gerist. á ferðalagi, f góðum olíutötum (jökkum, ekki kápum, þær eru þungar og óhentugar, og skósíð- um brókum). En eins saknaði eg sem eg er annars vanur að hafa — hlífð- arvetlinga úr olfudúk tii að hafa á höndum utanyfir venjulegum vetling- um. Það er mesta þing, sem allir geta látið búa sér til og er ætíð þægilegt að haía þurrar hlýjar hendur. Og fyrst eg fór út í þessa sálma vil eg geta þess að svonefndar waterproof-regn-

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.