Norðurland - 23.02.1918, Blaðsíða 2
Nl.
14
Umbúðapappíi’.
Lítið eitt enn óselt í
Prentsmiðju
Odds B/'örnssonar.
Gagnfræðanemendur
sem kotna hingað til prófs í vor,
ættu að hafa með sér kornvöru-
og sykurseðla sína fyrir þann
tfma sem þeir búast við að dvelja
hér í bænum.
Gagnfræðaskólanum á Akureyri 22h 1918.
Duglegur sveitamaður,
sem er vanur allri sveitavinnu, kann
vel að búpeningshirðing og er góð-
ur heyskaparmaður, getur fengið at-
vinnu við þessi störf o. fl. hjá und-
irrituðum, frá 14 maí næstk. en
einnig þarf hann að hafa ráð á konu
eða kvennmanni sem sé hreinlát við
mjaltir. — Kaup verður 1000 krón-
ur og ókeypis húsnæði: tvö her-
bergi og eldhús. — Lysthafendur
geta sótt um þéssa atvinnu til 1.
apríl næstk. því fyrir þann tíma ræð
eg engan, en þeir sem sækja og
eru mér ókunnir, verða að hafa í
höndum góð meðmæli frá valinkunn-
um mönnum um dugnað sinn og
góða umgengni o. s frv.
Akureyri 23. febr. 1918.
A. Schiöth.
eða minna. Það er annað, sem verð-
ur uppi á teningnum og hlýtur að
vekja athygli manns. Og það er þetta:
leggi maður saman þá hvöt og þá ár-
vekni, sem manni virðast löggjafar
vorir sýna í þvf að auðgast á þing-
setu sinni bæði leynt og ljóst og gæti
maður aftur á móti að þvi aðstreymi,
sem átt hefir sér stað af bitlinga-
beiðnum til þingsins og taki jafnframt
tillit til ýmsra atburða og hreyfinga,
sem gerast meðal okkar og umhverfis
okkur, — þá kemur upp úr kafinu sú
heildarmynd, sem sýnir, að hér er
ekki alt með feldu hvað kapphlaupið
það snertir að verða fjármunalega
sjálfstæður maður. Hér er eitthvað
meira á ferðinni en yfirborðsvafstur
einstakra manna að auðga sjálfa sig.
Hér liggja dýpri og huldari rætur til
þess, að svo mikið kveður að ágangi
manna til þess að hafa meira fé handa
á milli en þörf sýnist vera á Hér
hljóta að liggja til grundvallar aðrar
margþættari og eldri orsakir en svo,
að til þeirra sé hægt að grípa úr nú-
tfmanum einum saman. Hér eins og
annarsstaðar blytur nútíðin að vera
bygð upp af þeim grundvelli, sem
liðni tfminn hefir lagt. Þar er að leita
að hyrningasteinunum í þeirri bygg-
ingu, sem nú tekur upp krafta og á-
huga landsmanoa — Við skulum þvf
líta yfir f örfáum dráttum, hvernig
fortfðin hefir búið í hendurnar á þeirri
kynslóð, sem nú er farin að láta til
sfn taka og sýna hvert bún fer f sfn-
um aðalstefnum, hvert andlegt vegar-
nesti henni hefir verið fengið á lffs-
veginn, þvf upp af því rfs öll við-
leitni hennar og atför f mikilvægustu
málunum.
Ef segja ætti í sem styztu máli,
hve mest og helzt var lagt á hjarta
ungra og upprennandi manna og kvenna
fyrir 5—6 tugum ára, er þau voru að
Agœtt ís/enzkt
ullarband
fæst í Vefnaðarvoruverzlun
Gudm. Efterfl.
„Qarolim Qesf.“
Samkvæmt heimild bæjarstjórnar Akureyrar-
kaupstaðar hefir stjórnarnefnd »Caroline Rest«
ákveðið að hækka gistingargjaldið upp í 60 aura
fyrir manninn og næturhýsingu hestsins upp í 25
aura frá 1. marz n. k. að telja.
Stjórnarnefndin.
yfirgefa föðurhús og foreldraumsjá og
*eSgja ót á fjöll og fyrnindi lífsins,
þá mundi ekki verða auðið að finna
eða benda á gieggri og jafnframt sann-
ari lýsingu á því en í örstuttu æfin-
týri eftir eitt skáld vort, er dó ungt,
Jóh. G. Sigurðsson. Æfintýrið byrjar
á þessa leið:
»Þegar hann var kominn yfir kristni,
varð hann að fara úr föðurgarði, þvf
foreldrar hans áttu mikla ómegð, en
lítið gull Frh.
\
Bannlagabrot.
Skopleg saga er sögð af því í
dönsku blaði, hvernig nokkrum óhlut-
vöndum náungum sænskum tókst að
smygla gúmmf frá Danmörku til Svf-
þjóðar og græða á því stórfé.
Þeir voru margir saman karlar og
konnr og létust vera hjálpræðisher-
fólk, höfðu leigt sér einkennisföt hers-
ins, höfðu meðferðis ýms strengja-
hljóðfæri, stórar básúnur og horn og
bumbu afarmikla, sem tveir urðu að
bera á milli sín. Var sú bumba af
svipaðri stærð og gerð og verið munu
þær sem f fyrndinni stuðluðu að hruni
múrveg ja Jerfkóborgar.
Einn sólbjartan sumardag ( sumar
sem leið kom fiokkurinn á fullsetnum
mótorbát f logninu yfir sundið og
ómaði söngurinn: Fram hallelúja, fram
í strfð! o. s frv. meðan báturinn leið
að bryggjunni f Hornbæk, en það er
baðstaður norðan til á Sjá.landi. Þar
hafast við á sumrin ýmsir heldri borg-
arar Kaupmannahafnar og þeirra fjöl-
skyldur, við böð og slæpingslíf sleikj-
andi sólskinið. Þess konar fólk er ekki
vant að sækja bersamkomur enda gaf
það lftinn gaum þessum herflokk sem
þarna kom og gekk gegnum bæinn
berjandi bumbuna og syngjandi á sym-
fón og saltetfum sálminn.
»Fram með hugmóð vér göngum og hop-
um ei spor.
Voru hermerki lyftum það eykur oss þor.
Heyjum stríðið með djörfung og horfum
mót sól. o. s. frv.
og f broddi fylkingar blaktaði fáninn
»Blóð og Eldur« Fylkingin gekk
rakleitt gegnum bæinn og hvarf inn í
skógarþykknina á bakvið, en þaðan
ómaði enn söngurinn vfðsvegar. En
sem sagt, bæjarbúar gáfu þessu Iftinn
gaum og enginn veit hvað gerðist
frekar inn í skóginum. En að nokk-
urri stundu liðinni kom herinn aftur
til baka, en nú voru ekki bumbur
barðar, heldur farið fremur hljóðlega
og allir liðsmenn alvarlegir á svipinn
Síðan var gengið niður á bryggjuna
og stigið út í bátinn, en við bryggj-
una stóð lögregluþjónn bæjarins, reffi-
legur maður, sem huldi með skugga
sfnum nokkra fermetra forsælis sér
og var að spjalla við tollþjóninn, sem
þar stóð á verði. Báðir þessir borða-
lögðu embættismenn heilsuðu á her-
mannavísu, þegar »Brödrarna och systr-
orna frán hinsidan* fóru fram hjá.
Og um leið og lagt var frá, hóf her-
fólkið hvellróman söng og margradd
aðan:
»Jag ar sá glad for nu ir jag fralst. o, s. frv.
þ. e. »Fögnum brseður frelsi voru,«
og lögregluþjónninn og tollheimtu-
maðurinn hneigðu höfuð sfn og hlust-
uðu með hrifningu á hinn hugnæma
söng. En bumbuna mátti ekki berja
og hljóðfærunum varð að hlífa í þetta
skiftið vegna þess að öll þessi áhöld
voru úttroðin af dönsku gúmf, já auk
þess höfðu bæði bræður og systur
látið vefja utanum sig innankiæða ó-
mældum gúmmíræmum. Og báturinn
leið hljóðlega út á spegilslétt sundið
um leið og söngurinn ómaði en varð
hljóðari og dvfnaði eftir þvf sem hann
færðist fjær og út úr landhelginni.
>Jag ár sá glad for nu ár jag frálst.<
Þessi helgileikur eða »diyina com-
Hústi/sö/u
á Dalvík. Bygt úr steini
10x12 al. að stærð. Neðri
hæð fullgerð, efritilhálfs.
Semja má við
Julíus Björssorj
Dalvík.
oedia« uppljóstraðist seinna og allir
svika Smerdisarnir komust undir manna
hendur. Sannaðist þá að ágóði þeirra
af ofanrituðu smygli voru 9000 krón-
ur.
En þess vegna er þessi saga færð
í fslenzkt letur að ef til vill mætti
hún verða bannféndum vorum til
uppbyggingar eða aðvörunar.
Stgr. M. þýddi lauslega.
Orð—gort.—Bjargráð.
»Orð, orð, innan tóm,
fylla storð, fölskum róm.<
H. Hafstein.
Öllum bæjarbúum er kunnugt hver
ótti gagníók huga fjöldans þegar haf-
fsinn lokaði F.yjafirði skömmu eftir
áramótin, þegar stórhríðin orgaði á
húsunum, þegar heljarkuldinn ætlaði
alt að nfsta og öllu sem Iffsanda dró
að tortíma. Ömurlegra útlit gat ekki
verið um að ræða en þá var, hjá
þeim sem ekki voru því birgari innan
húss að mat og eldsneyti. Og áreið-
anlega var svo ástatt vfðar en f einu
eða tveimur húsum, að Iítið var um
mat og svo örsnautt um efni til upp-
hitunar að fjölskyldurnar lágu að heitá
mátti stöðugt f rúmunum mestan hluta
sólarhringsins meðan frostin voru mest
til þess að sálast ekki úr kulda.
Bæjarstjórnin talaði um að láfa eitt-
hvað til sfn taka til hjálpar. Fulltrúar
»spigsporuðu« um hreysi aumingjanna,
með meðaumkunarblandinn embættis-
svip á andlitinu alla leið út undir
eyru, kinkuðu kolli framan f örbirgð-
ina og sögðu að það væri alveg auð-
séð að »eitthvað þyrfti að gera*. Qg
Ódýrustu og beztu matarkaupin er
saltket
í verzlun
■■rPéturs Pét-®sEr-
^ urssonar. ti
til staðfestingar þeim sannindum er
sagt að frostið hafi verir svo mikið
inni f fbúð eins fátæklingsins, að
»sultardropinn« á nefi skoðunarfull-
trúans, sem þar kom, hafi orðið að
klakaströngli, meðan hann stóð þar
við. — — —
Svo kom bæjarstjórnin saman á
fund. Sigurður dýralækuir, sem nokkrir
kaupfélagsmenn og verkamenn gátu
komið í bæjarstjórnina f fyrra, hélt
þar tölu um þá nauðsyn sem væri á
að »eitthvað þyrfti aðgera*. Hann
mundi þó f fundarbyrjun, hverjir höfðu
kosið hann, en þegar leið á fundinn
og farið var að komast nær fram-
kvæmdum til þess að Ifkna þeim bág-
stöddu virtist hann vera búinn að
gleyma ástandinu sem hann lýsti í
fundarbyrjun. —
Otto Tulinius flutti tillögu á fund-
inum um að kaupa 200 tunnur af
rúgmjöli og geyma til bjargræðis, ef
á lægi. Það var samþykt. Allir sem
opin hafa augu hljóta að geta séð,
að aldrei getur farið svo að bænum
verði þyugsli að þeirri rúðstöfun, en
aítur líklegt að verða til mikillar
hjálpar, þó vonandi sé að ekki komi
til þess.
Sami maður (Otto Tulinius) kom
þvf til vegar, að bærinn útvegaði kol
og seldi þau með miklum afslætti
þeim er óskudu að verða afsláttarins
aðnjótandi. Hver maður verður að
játa, að það »princip« er rétt, að
öllum bæjarbúum, háum og láum, rfk-
um og fátækum, sé gert jafnt undir
höfði, af hállu þess opinbera En svo
reynir á manndóm einstaklingsins er
kemur til þess, hvort hann vill láta
bæjarfélagið gefa sér eða ekki, hvort
hann tekur við kolum með »dýrtíðar-
verði* eða borgar þau því verði sem
hann veil að bærinn verður að gjalda
fyrir þau. Þetta ákveður hver fýíit