Norðurland - 23.02.1918, Side 4
Nl.
16
drengskaparvottorð um birgðir þessar á eyðublöð
á sama hátt og móttakendur seðlanna. Heildar-
skýrslu um birgðirnar í hverjum hreppi eða bæ
sendist landsverslun tafarlaust símleiðis, en frum-
skýrslurnar með fyrstu ferð.
6. gr.
Almenn seðlaúthlutun fer fram á fjögra mánaða
fresti og verða seðlar aðeins látnir af hendi, eftir
að fyrsta úthlutunin hefir farið fram, til þeirra sem
skila stofnum af eldri seðlum, með áritun nafns og
heimilisfangs. Undantekning frá úthlutunarreglunni
er önnur almenn seðlaúthlutun, er fari fram 29. og
30. júní þ. á. óg gildi aðeins til tveggja mánaða,
en veiti rjett til fjögra mánaða forða ef hann er fyrir
hendi.
7. gr.
Seðlarnir skulu vera tvennskonar, sykurseðlar og
kornvöruseðlar. Hver kornvöruseðill gildir fyrir einn
mann í fjóra mánuði og er ávísun á 40 kílógr.
kornvöru. Seðillinn skiftist í stofn og 16 reiti, sem
gilda 2>/2 kílógr. hver. Má klippa þá hvern frá öðr-
um en varast skal að skerða reitina sjálfa eða
stofninn.
8. gr.
Hver sykurseðill gildir fyrir einfi mann í fjóra
mánuði. Skiftist hann í stofn og 16 reiti, er gilda
»/2 kílógr. hver, og má klippa þá sundur á sama
hátt og kornvöruseðlana. Við úthlutunina fá þurra-
búðarmenn seðlana óskerta, en af seðlum þeirra, er
grasnyt hafa og aðallega stunda landbúnað, skulu
bæjarstjórnir og hreppsnefndir láta klippa þá fjóra
reiti, sem lengst eru frá stofninum, óg varðveitast
þeir með seðla-afgangi þeim, sem hreppsnefndir og
bæjarstjórnir eiga að standa landsverslun skil á.
9. gr.
Brauðgerðarhús mega eigi selja brauð nema gegn
brauðseðlum, er skulu útgefnir af bæjarstjórnum
eða hreppsnefndum og fást gegn afhendingu korn-
vöruseðla. Við seðlaskiftin fái móttakandi brauð-
seðils 10 % meira kornvöruígildi í brauðseðlinum
en hann lætur af hendi í kornvöruseðlinum. Brauð-
gerðarhús, er þarfnast brauðefnis, afhendi brauð-
seðlana bæjarstjórnum eða hreppsnefndum gegn
jafngildi þeirra í kornvöruseðlum, sem almenning-
ur hefir áður af hendi látið gegn brauðseðlunum.
Sá 10°/o halli, er á þenna hátt vérður við skifti
seðlanna hjá bæjarstjórnum og hreppsnefndum,
bætist þeim upp af seðlaafgangi landsverslunar í
vörslum þeirra, sbr. 4. gr., en skilagrein yfir þá
aukaúthlutun skal senda landsverslun. Brauðgerðar-
húsin sendi síðan kornvöruseðlana með pöntunum
sínum til seljenda brauðefnisins. Með leyfi lands-
verslunar geta brauðgerðarhús fengið aukreitis hjá
bæjarstjórnum eða hreppsnefndum kornvöru- og
sykurseðla til notkunar við innkaup á efni til köku-
gerðar.
10. gr.
í hverri sýslu og kaupstað skal vera bjargráða-
nefnd og skipa hana sýslumaður, bæjarfógeti eða
borgarstjóri ásamt tveim mönnum er hlutaðeigandi
sýslunefnd eða bæjarstjórn kýs.
Nú eru ekki nægar kornvoru- eða sykurbirgðir
fyrir hendi t landinu eða einhverjum hluta þess til
þess að selja gegn þeim seðlum, sem þegar hefir
verið úthlutað, og skulu þá bjargráðanefndir í sam-
ráði við landsverslun gera áætlun um hve birgðirn-
ar endist lengi og skipa fyrir um hve miklum hluta
seljendur varanna megi veita móttöku af úthlutuð-
um seðlum, þar til nýr forði bætist við í landið eða
landshluta þann, sem um er að ræða. Ef bjargráða-
nefndum þykir ástæða til, skuiu þær og setja ákvæði
um skamt einnar eða fleiri kornvörutegunda vegna
skorts á þeim að tiltölu við aðrar tegundir og skulu
þá seljendur rita aftan á stofn seðilsins hve mikið
af þeirri vörutegund, sem þannig er skömtuð, sje
seld í hvert sinq, svo og nafn verslunarinnar, þann-
ig að sjeð verði á seðlinum hve mikið eigandi hans
hafi þegar fengið keypt af vörunni.
Póknun fyrir störf bjargráðanefnda greiðist úr hlut-
aðeigandi sýslu- eða bæjarsjóði.
11. gr.
Sje kornvara keypt þannig að ekki standi á 2lh
kilogr. getur seljandi gefið kaupafida viðurkenningu
fyrir að hann eigi óafhent það sem vantar á að
hann hafi fengið fult kornvöruígiidi seðilreitsins (2l/2
kilogr.).
12. gr.
Kaupmenn og fjelög, er panta kornvörur og syk-
ur hjá heildsölum innanlands eða landsverslun, skulu
senda með pöntunum sínum kornvöru- og sykur-
seðla, er svara til vörumagns pöntunarinnar. Sje það
óframkvæmanlegt vegna þess að pöntun sendist
símleiðis eða af því að seðlar eru eigi innieystir,
skulu þeir sendir svo fljótt sem unt er. Fyrir seðla-
sendingar þessar greiða sendendur ekki burðargjaid.
Engar pantanir má afgreiða án samþykkis lands-
verslunar og skal þess ávalt getið hvort seðlar hafi
fylgt pöntun eða ekki þegar samþykkis er leitað.
13. gr.
Innflytjendur kornvöru og sykurs skulu, jafnskj^tt
og þeir fá þær vörur frá útlöndum, tilkynna lands-
verslun hve mikið þeir hafi fengið af hverri vöru-
tegund. Mega þeir eigi selja vörurnar nema gegn
seðlum, sbr. þó 12. gr. Seðlana skulu þeir senda
landsverslun jafnótt og þeir fá þá í hendur.
14. gr.
Nú telur landsverslun nauðsyn bera til að flytja
kornvöru eða sykur frá einum landshluta í annan,
og skulu þá vörueigendur skyldir að hlíta fyrirskip-
unum þeim, er landsverslun kann að gera um ráð-
stöfun varanna.
15. gr.
Fyrir rýrnun kornvöru og sykurs við flutning og
sölu, eða ef vörurnar verða fyrir skemdum, fá hlut-
aðeigandi kaupsýslumenn hæfilega seðlafúlgu hjá
bæjarstjórnum eða hreppsnefndum eftir ákvörðun
og fyrirmælum landsverslunar.
16. gr.
Bjargráðanefndir skulu hafa á hendi eftirlit með
því, að steinolíu, sem berst til umdæma nefndanna,
verði skift niður eftir þörfum í umdæminu, og ber
kaupmönnum og öðrum, sem hafa keypt steinolíu
af innflytjendum, að hlýða fyrirmælum nefndanna
um úthlutun og sölu olíunnar. Hinsvegar verða inn-
flytjendur að hlíta ákvörðun landsverslunarinnar um
skifting á innfluttri steinolíu milli umdæmanna.
17. gr.
Smjörlíki má ekki selja nema eftir ráðstöfun hlut-
aðeigandi bjargráðanefndar, sem setur reglur um
söluna.
18. gr.
Landsverslunin annast allar frekari framkvæmdir
reglugerðar þessarar.
19. ^r.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða
sektum alt að 10 þúsund krónum og fer um þau
mál sem önnur lögreglumál.
20. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og er með
henni numin úr gildi reglugerð 11. apríl 1917 um
aðflutta kornvöru og smjörlíki, reglugerðir 18., 21.
og 26. apríl 1917 um viðauka við reglugerð 11.
apríl 1917 um aðflutta kornvöru og smjörlíki, reglu-
gerð 16. maí 1917 um breyting á reglugerð 16.
apríl 1917, reglugerð 7. ágúst 1917 um úthlutun
og sölu steinolíu, reglugerð 5. september 1917 um
notkun mjölvöru og um sölu á landssjóðssykri,
reglugerð 30. nóvember 1917 um festun á fram-
kvæmd ákvæða um sykurseðla og reglugerð 14.
desember 1917 um afnám ákvæða um höft á bakstri
bakara.
Petta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut
eiga að máli.
í stjórnarráði íslands, 23. janúar 1918.
Sigurður Jónsson
Jór) Hermannssoi).
Heilsa og langlífi.
Botnlangabólga.
Fyrir nokkrum árum skrifaði eg
grein með þessari fyrirsögn hér i blað-
ið, þar sem eg brýndi fyrir fólki, hve
árfðandi væri að leita læknis strax
íyrsta daginn sem veikin gerði vart
við sig, því strax á öðrum sólarhring,
hvað þá heldur slðar, gæti hjálpin
komið of seint.
Aí því að reynslan hefir sýnt að
það verður aldrei of oft sagt almenn-
ingi, fiun eg mig knúðan til að rita
um það á ný. í öllum stórbæjum er-
lendis, er það orðin föst regla að
senda alla sjúklinga með botnlanga-
bólgu á sjúkrahús jafnskjótt og hægt<
er eftir byrjun kastsins, og sjái lækn-
arnir það að um alvarlegt kast sé
að ræða, er óðara gerður botnlanga-
skurður á sjúklingum ,þó komið sé með
hann á næturþeli, jafnt sem allan
tíma dagsins. Þessi regla þarf að
komast á hér á landi alstaðar þar
sem hægt er, eins og f kaupstöðum,
þar sem sjúkrahús eru, eða í nágrenni
við þau. Með þessari aðferð má frelsa
fjöldamörg mannslli sem annars væru
í veði.
Fyrir fólk f sveitum langt frá bæj-
um er því miður ilt að koma þessu
við, það er oft ekki hægt að senda
eftir lækninum fyr en á öðrum sólar-
hring og þar sem sá sólarhringur fer
þá f læknisvitjunina verður fyrst á
þriðja dægri að ræða um flutning til
sjúkrahúss og þá er það oftast um
seinan ef veikin er alvarleg. — Sem
betur fer er hún það nú ekki f mörg-
um tilfellurn, en það er einungis lækn-
irinn sem getur sagt hvort botulanga-
kast muni verða vægt eða ekki. Þesa
vegna nauðsynlegt að læknirinn fái
sjúklinginn til athugunar hið allra
bráðasta. Og þar sem langt er til
læknisins þá á ekki að vera að eyða
tfmanum f að sækja hann, heldur koma
með sjúklinginn tll hans. Það er ekki
víst að til uppskurðar komi, en bext
er að hafa vaðið fyrir neðan sig.
Botnlangabólgan byrjar vanalega
snögglega með verkjum kringum nafl-
ann eða hægramegin f kviðnum. Venju-
lega er ógleði og uppsala þessu sam-
fara, enn fremur hiti, stundum með
kölduköstum f alvarlegustu köstunum.
Þegar veikin hefst með miklum
verkjum, uppsölu og uppþembu sam-
fara hita og án þess nokkrar hægðir
komi eða enginn vindur berist niður
þá er hætta á ferðum og langtrygg-
ast að bregða við hið bráðasta sam-
dægurs og flytja sjúklinginn á sjúkra-
hús. Áríðandi að gefa ekki sjúklingum
neina næringu meðan ógleðin er og
verkirnir, heldur aðeins soðið vatn
lítillega að dreypa í. Heitir bakstrar
lina oft verkina og meinlaust getur
verið að gefa inn 10-20 dropa af ó-
píum.
En hafi maður komist klakklaust
gegnum fyrsta kastið, er áhættuminst
að láta gera botnlangaskurð á sér
heilbrigðum til að gyrða fyrir köst
seinna. Skurður á heilbrigðum manni
má heita hættulaus og sárið grær
fljótt.
Steingrímur Matthlasson
Prentsmiðja Odds Björnssonar