Norðurland - 02.03.1918, Side 1
NORÐURLAN D.
Ritstjóri og útgefandi: JÓN STEFANSSON.
7. blað.
Akureyri 2. marz 1918.
XVIII. árg.
Stjórnin og Landsbankinn
Stjórnin hefði getað sparað
landssjóði 4000 kr. árleg út-
gjöld en gerði það ekki.
Það þótti byrja sögulega, ernýja
stjórnin fór að skifta sér af stjórn
Landsbankans í fyrravetur, skömmu
eftir að hún, illu heilli, hafði tekið
við landstjórnartaumunum. En um
áramótin síðustu, lagði hún fulln-
aðarhönd á það er hún byrjaði á í
fyrra og mun nú telja sig hafa kom-
ið ár sinni vel fyrir borð, eða öllu
heldur þó, ár þeirrar óþjóðalýðs-
klikku, sem sagt er að hafi stýrt
landstjórninni í þessum efnum.
Hvort þjóðin, sem á að borga brús-
ann, telur stjórnina haía komið ár
þjóðarinmr jafn vel fyrir borð-
það er annað mál.
Hið lögfræðilega bankastjóraem-
baetti var búið til af þinginu í sum-
ar sem leið, eins og kunnugt er.
Og þó ógeðslegt sé frásagnar, fylgdi
þegar fæðing embættisins sá kvitt-
ur, að það væri búið til, blátt á-
fram, handa ákveðnum manni, nefni-
lega þeim er nú hefir fengið veit-
ingu fyrir því. Þess er að óska,
þjóðarinnar vegna, að hann reynist
starfinu vaxinn.
Pessi kvittur, er styrktist svo
smátt og Smátt, að hann var nokkru
fyrir áramótin alment talin óyggj-
andi vissa, mun hafa valdið því, að
enginn sótti um þetta embætti,
þegar það var loksins auglýst laust
til umsóknar, nema sá er sagt var
að ætti að fá það. Ymsir lögíræð-
ingar »þreifuóu« fyrir sér í stjórn-
arráðinu um hvort þýða mundi að
sækja um það, en niðurstaða máis-
ins varð hin sama hjá öllum, sú
að sækja ekki, því það yrði árang-
urslaust.
Margir voru þeir, víðsvegar um
land, er litu svo á að stjórnin
mundi ætla Kl. Jónssyni, fyrverandi
landritara, þetta embætti og var það
alment talið óvanalega vel og vit-
urlega ráðið af stjórninni, ólíkt
flestum ráðstöfunum hennar. Land-
ritaraembættið var lagt niður í árs-
byrjun 1917 svo sem kunnugt er,
og þing og stjórn gerðu ekkertþá,
til þess að landið gæti notið starfs-
krafta landritarans áfram. Hann var
látinn verða iðjulaus fyrir hið op-
inbera, maður á bezta aldri og dug-
legur starfsmaður sem kunnugt er,
en landssjóður látinn borga honum
fjögur þús. krónur á ári í bið-
laun, meðan stjórnin er að átta sig
á, hvort hún á að nota starfskrafta
hans, eða láta hann sitja auðum
þöndum.
Landritaralaunin voru 6000 kr. á
ári og sömu laun voru ákveðin
landsbankastjórunum á síðastaþingi.
Stjórnin hefði því audveldlega getað
samið svo um við Kl. Jónsson, að
hann afsalaði sér biðlaununum (eða
eftirlaunum landritaraembættisins),
þessum 4000 kr. árlega, þau ár sem
hann væri bankastjóri við Lands-
bankann og hefði þar 6000 kr. árs-
laun, sömu laun eins og hann hafði
meðan hann gegndi landritaraem-
bættinu. Svo mundi hver hagsýnn
maður hafa farið að, ef hann hefði
verið að semja fyrir sjálfan sig. En
ráðsmanninum á þjóðarbúinu, ó-
stjórninni sem nú fer með völdin
yfir þjóðinni, þótti ekki taka því að
spara þarna 4000 kr. á ári fyrir
landssjóðinn. í hennar garði réði
það úrslitunum, að því er virðist, að
tryggja pólitískum fylgdarmanni
góðan bita. — Skítt veri með hag
þjóðarbúsins! — !
En var þá fyrv. landritari Kl.
Jónsson landsbankastjórastarfinu
vaxinn? Sú spurning hlýtur einnig
að koma til greina. Eða var bank-
anum verulegur fengur í því, að
landritara væri hafnað, til þess að
ná í þann mann er var veitt em-
bættið?
Kl. Jónsson hefir um svo mörg
ár, gegnt svo mörgum trúnaðar-
stöðum í íslenzka þjóðfélaginu, án
þess að að hafi verið fundið, að
ekki sýnist mögulegt að bera hann
á þessum svæðum saman við miklu
yngri, lítt reyndan mann, að þeim
manni alveg ólöstuðum. Par er
blátt áfram heldur ekki nokkur
samanburður mögulegur, því Kl.
jónsson er kominn í þann sess,
íyrir langa og góða embættisþjón-
ustu, að ef fylgt er þeim reglum
um veiting opinberra embætta, sem
fylgt er hjá siðuðum þjóðum með
óspiltu stjórnarfari, geta ekki nema
2 — 3 af núlifandi lögfræðingum
þjóðarinnar kept við hann, þegar
ræða er uin þau embætti þar sem
embættispróf í lögum er gert að
skilyrði fyrir veitingunni. í fjármál-
um hefir og Kl. J. ávalt verið glögg-
ur og gætinn og hinn mesti reglu-
maður. Sýndi það sig Ijóslega, þeg-
ar hann var bæjarfógeti hér á Ak-
ureyri, að hann var einkar hagsýnn
framsóknarmaður í allri fjármála-
stjórn bæjarins og jafnvel saurblað-
ið »Tíminn« í Rvík (sem er máltól
þeirrar klikku er vildi fá banka-
stjóraembættið handa M. S.) segir
19. jan. um Kl. J., að það sé »a/-
kunnugt að hann skilaði þeim. fjár-
málum, sem undir kann htyrðu, sem
voru á aðra miljón, með sárfárra daga
fyrirvara, svo ekkert varð að fundið«
þegar hann lét af landritaraembætt-
inu. Þá má og ennfremur geta
nærri, hvort það hefði ekki aukið
mjög bæði traust og álit þjóðar-
innar alment á Landsbankanum, ef
Kl. J. svo þjóðkunnur og reyndur
maður hefði komið í stjórn hans,
en ekki óreyndur maður sem fáir
úti um land munu vita nein deili
á.
Stjórnin þykist sennilega geta
þvegið hendur sínar í þessu máli
gagnvart þjóðinni, vegna þess að
engin umsókn hafi komið um banka-
stjóraembættið nema frá þeim manni
einum, sem var svo veitt það. En
það verður kattaþvottur. Pað var
skylda stjórnarinnar eins og þarna
stóð á, að reyna að fá K.I■ /• til
þess að taka við því, þó ekki hefði
verið vegna annars en spara lands-
sjóði hin áður nefndu fjögur þús.
kr. árlegu útgjöid.
En svo er annað, sem gerir stjórn-
inni óhægt um alla vörn í þessu
máli.
Pað kvisaðist undir áramótin, að
stjórninni væri alvara að láta Kl. J.
ekki verða bankastjóra við Lands-
bankann, þrátt fyrir það þó henni
vœri kunnugt um, að hann var reiðu-
búinn til þess að taka við embætt-
inu, ef hún hefði farið fram á það
við hann. Að hann vildi ekki sækja
um það, til þess að láta stjórnina
sem nú situr neita sér um það,
verður honum tæplega láð, eins og
alt málið var í pottinn búið.
Þá gerðist það, að allmargir fjár-
málamenn komu sér saman um að
skora á stjórnina að veita Kl. Jóns-
syni þetta margnefnda bankastjóra-
embætti. Og jafnframt var skorað á
Kl. Jónsson, að láta stjórnina vita,
að hann væri fús til að taka þegar
við embættinu (það talið fullkom-
lega nægilegt, engu síður en þó að
hann hefði afhent beina umsókn
um það). — Og það er víst, að
KI, J. varð við þeirri áskorun.
En stjórnin sat við sinn keip og
veitti embættið þeim sem það var
ætlað, þegar það var búið til. —
Hún vissi að hún gat fengið einn
af mikilhæfustu og reyndustu em-
bættismönnum þjóðarinnar í embætt-
ið, en skeytti því engu og veitti það
nálega óreyndum manni. Hún hefði
getað sparað landssjóði fjögur þús.
kr. árleg útgjöld við veiting em-
bættisins, en vildi það ekki eða
gerði það ekki. Hún neitaði opin-
berum starfsmanni um vinnu, neyddi
hann svo að segja til þess að taka
_/VÍð »biðlaunum« fyrir að sitja auð-
um höndum, til þess að veita þeim
manni embætti sem baktjaldavalds-
klikkan í Reykjavík sagði að ætti
að fá það, þegar það var búið til.
Petta er sagt hér opinberlega, til
þess að stjórnin fái ástæðu til þess
að hreinsa sig af því ámæli sem
hún hefir fengið af þessu máli, ef
hún getur. »Norðurlandi« væri á-
nægja í að flytja eitthvað henni til
varnar, ef hún hefir föng á að bera
það fram.
En ef hún getur ekki fært neina
vörn í málinu, eða gerir það ekki,
er hér enn Ijóst dæmi um hina
herfilegu siðspilling og rotnun, sem
nú situr að völdum í efstu sætum
hins íslenzka þjóðfélags.
„Á beitarhúsum —
— við músaveidaf1!!
(Bréfkafli úr Suður-Þingeyjarsýslu til
bónda í Eyjafirði. — 16. febrúar 1918.)
Það þarf ekki að fara neinar graf-
götur um það, hver sé höfundur
hins snjalla bréfs héðan úr Þing-
eyjarsýslu sem prentað var í ein-
hverju blaði »NorðurIandsfl fyrir
jólin, þar sem komist var svo að
orði um alþingismenn vora, að
ýmsir þeirra »væru bezt komnir á
beitarhúsum við músaveiðar undir
eftirliti skynsamra bænda" — því
ekki hefðu þeir einu sinni verksvit
til músadrápsins eftirlitslaust!
Þetta er áreiðanlega talað út úr
hjarta ails þorra bænda á Norður-
landi þar sem eg þekki til, þótt
sárt sé að þurfa að viðurkenna það,
en sárast þó að vita til þess, að
meiri hluti þeirra þingmanna sem
skipa ættu þennan músaveiðaflokk
eru úr bændastéttinni og allir að
heita má kosnir í landbúnaðarkjör-
dæmum. Bændum ógnar nú alment
svo háttalag ýmsra stéttarbræðra
sinna á Alþingi að þar er engu á
bætandi. — Þó um sé að ræða
menn, sem eru allgóðir bændur og
vel látnir heima fyrir, þarf meira
en það til þingsetu, svo að i lagi
verði. Sérstaklega er það ístöðuleys-
ið, sem virðist verða höfuð-einkenni
flestra, þegar á þing er komið, auk
svo mikillar altnennrar fáfræði og
þekkingarleysis — að því er ein-
staka snertir — að öldungis er
til vansæmdar fyrir bændastéttina
í heild sinni. Þetta má sanna með
tilvitnufium í Alþingistíðindin ef
vill og væri reyndar réttast, svo
ekki líði saklausir þingbændur fyrir
seka.
Við Suður-Þingeyingat erum sam-
mála um að sjálfsagt séfyrir okkar
kjördæmi (sem að heita má ein
göngu landbúnaðar-kjördæmi) að
senda bónda sem fulitrúa okkar til
Alþingis, en við tökum ekki ein-
hvern og einflvern vitgrannan, ó-
sjálfstæðan og þekkingarlausan hlöðu-
kálf til þess, heldur höfum vtð ávalt