Norðurland - 02.03.1918, Blaðsíða 2

Norðurland - 02.03.1918, Blaðsíða 2
Nl. 20 Salfaður fiskur mjög ljúffengur er enn þá til sölu. Sggert £inarsson. valið úr flokki okkar, þann sem við treystum allra-allra bezt. Við höfum farið svo að kynslóð eftir kynslóð, enda borið það úr býtum, að full- trúar okkar, hvor á eftir öðrum, hafa verið taldir meðal skörunga þingsins. Menn kannast við nöfnin: jón á Oautlöndum, Einar í Nesi, Pétur á Gautlöndum. Við höfum aldrei sent á þing atkvæðaskeþnur (»Stemmekvæg“) né hrossakaupa- menn. Pess vegna verðum við gram- ir við bændur alment, þegar þeir senda á þing þá bændur sem all- flestir eru samdóma um að gerðu bændastéttinni greiða með því að bjóða sig ekki til slíkra starfa Við gerum því þá kröfu til allra bænda á landinu, að senda aðeins þá bænd- ur á þing, sem Hklegir eru til að verða þar að minsta kosti meðal- mennl Hvernig heldur þú að mundi verða tekiö undir þá kröfu í Eyja- firði? . . . X Frá blóðvellinum. WÍ2. Ógurlegar orustur hafa stað- ið á vesturvígstöðvunum undanfarið. Friðargerðinni milli Rúmena og Miðveldanna miðar hægt áfram frið- arkostirnir harðir aðgöngu fyrir Rúmena. - Þjóðverjar ætla að halda uppi lögreglu í Firinlandi og styðja að því að regia komist þar á. (Símasambandið milli Leirvíkur og Aberdeen hefir verið slitið nokkra daga undanfarif, en er nú komið í lag.) X Pjóðaruppeldið. Niðurlag. Með þessari grundvallarhugsun skráðri á skjöld sinn, ýmist með blíðu eða stríðu, lagðist sú kynslóð, sem nú lætur mest á sér bera í landi voru, í víking hversdags-stritsins og líísbar- áttunnar og gerði strandhögg á sam- tíðinni og herjaði á sveitirnar, er sam- ferða urðu á einhvern hátt, og ein- hver slægur var i. Þarna hygg eg að við stöndum við ræturnar, upptökin að hinum mörgu, harðskeyttu og miður réttiátu tilraun- um nútímamanna, að afla sér fjár. Við erum nú að súpa seyðið af öfugu þjóðaruppeldi, — þjóðaruppeidi, sem í raun og veru var rétt og eðiilegt á eina hlið, en sem gekk fram hjá mikil- vægustu og dýpstu sannindum upp- eldisins, þeim að ná efnalegu sjálfstæði f gegnum lífshnossin: sannleik, rétt- læti, frelsi, en lífshnossunum ekki í gegnum auðinn, — þjóðaruppeldi, sem gleymdi eða hirti ekki um þann órjúf- aniega sannleik, að það þarf afburða sierka menn, að réttlœti, samvizkusemi og manngildi, ef þeir eiga ekki að verða menn að verri í hinni örðugu pg harð- snánu baráttu að afla sér auðs. En þarna og hvergi annarstaðar verðum við að leita orsakanna til hinna mérgu misfellna, sem okkkur finst vera, og er, á framkomu manna í þessu efni, — þangað verðum við að beina atyrðum og áfellisdómum vorum um löggjaía vora og styrkbeið- endur og aðra þá, sem við teljum ganga .lengra en góðu hófi gegnir í þessa átt. Eg held að Matthfas hafi haft þetta fyrir augym, þegar hann kvað þetta erindi: Að finna brest hjá breiskum, er svo hægt, pg brotin dæma hart, en tiidrög vægt. Því heimskan sér ei hulda sakarbót, og höggur tréð, en ei þess spiltu rót. En þetta varast vinur sannleikans: hannvægir jafnan breiskleik einstaks manns, og veldishendi visið slær ei blóm, en vonzka landsins fær sinn þunga dóm. Hér er það »vonzka landsins«, skamm- sýni forfeðranna, uppeldisaðferð þjóð- arinnar, sem á að fá »sinn þunga dóm«, en ekki einstaklingarnir. — Vitanlega er sú sjálfsagða og ótvíræða krafa á hendur hverjum manni, hvort heldur sem hann vinnur fyrir land sitt og þjóð opinberlega og út á við, eða hann gegnir störfum f hljóði og kyrð heima fyrir, að hann virði rétt annara manna eins mikils og sinn eiginn, setji þjóðarhagsmunina eins hátt og sfna eigin, og gangi þvf aldrei yfir á þá til þesa að gefa sfnum eigin byr undir vængina. En það er svo með okkur, svo með þjóðina nú, eins og elfu, sem rennur á vordegi yfir sendna og leir- uga bakkana: hún verður leirug á lit og sendin f straumnum. Hið sama á sér stað með þjóðarelfuna. Hún er nýbúin að streyma um land, full þeirra efna, sem hún ber nú lit, lögun, dýpt og straumþunga af. Við erum ósam- vizkusamir og djarftækir til efna, þeg- ar við sjáum leik á borði f því efni, einmitt af þvf að sterkasti og marg- þættasti þráðurinn frá fortíðinni er þetta: aflaðu þér auðs, svo þú verðir mikill og dugandi maður, f staðinn fyrir að þar hefði átt að standa: verlu rétt- sýnn, sanngjarn og víðsýnn maður og aflaðu þér hœfilegs auðs með þessar einkunnir að lífsreglu. Manngildið fyrst og sfðan auðinn. Eg skal taka það fram, að hér er ekki verið að gera lftið úr auðnum, sem Htilsverðu skilyrði til umbóta og framfara. Síður en svo! Það er hverj um manni augljóst, er lítur yfir að- stöðu okkar ísiendinga gagnvart um- heiminum, og til þroska og eflingar okkar sjálfra innbyrðis, að hér skortir þjóðarauð, efnalegt bolmagn til þess að spyrna stfflunum úr auðsuppsprett- unum. Eitt af okkar djúphyggnustu og glöggustu skáldum á þessu sviði — sem öðrum — segir í aldamótakvæði sfnu: En sýnir ei oss allur siðaður heimur hvers sárlegast þarf þessi strjálbygði geimur, að hér er ei stoð að stafkarlsins auð. Nei. Stór fé! Hér dugar ei minna. Hann Iftur svo á, að okkur gagni ekki að eiga bjargálnamenn, miðlungs- menn eða enn þá minna. í fyrsta lagi vegna þess, að stutt er hér komið á leið með það, að vinna úr auðlindun- um, sem streymt hafa f þúsund ár ó- notaðar, og f öðru lagi af því, að hér er það erfiðara en vfða annarstaðar, erfiðara vegna náttúru, aðstöðu, fólks- fæðar og m. m. Og þetta er sann- leikur, sem nútíð og framtíð, ekki sfður en fortfð, eru knúðar til að beygja sig undir og lifa eftir, ef hér á nokkurntfma að blómgast og bless- ast hagur vor meira en að nafninu tómu, ef vér eigum nokkurntíma að rétta okkur til fulls upp úr fenum og foröðum liðinna alda móti sólþrungn- um degi sannrar lífsauðugrar menn- ingar. En þvf máttu þeir ekki gleyma, sem hvöttu núlifandi kynslóðir, og þvi megum við aldrei gleyma, sem leggj- um óbornum lffsreglurnar, að fyrst ber að afla hins innra auðs, fyrst ber að afla iffsbnossanna, sem felast f þvf að tileinka sér það háleitasta og fegursta f tilverunni,—tileinka sér það á^þann hátt, að verða hluthafi, eigandi f þeim auðæfum, og einn þeirra, sem gefur af sér arð, sem aðrir geta sezt f. Ef við göngum fram hjá þessari megin- undiratöðu, sem allur þjóðlffsþroski verður að byggjast á, en byrjum á þvf að þreyta kapphlaupið að auðlind- unum, byrjum á því að bregða sverð- inu um leið og við sjáum efnin koma í höggfæri við okkur,— þá getum við aldrei vænst þess að verða sannir í mikilvægustu og stærstu athöfnum vorum, heilir og ófúnir í insta kjarna vorum, — ekki við fremur en aðrir; ekki íslendingar fremur en aðrar þjóðir. —í þessum hamramma Hildarleik, sem háður er —og þarf að heyja —til þess að sjá fyrir Iffsnauðsynjum sfnum, auk heldur að safna auði, þá er eins og þvoi yfir hið góða í mannseðlinu, það færist í kaf í brimi og boðum þeirra hranna, sem skella á öllum slfkum mönnum, ef ekki er nægilegur styrkur af hinum innra auði, hinu innra lffs- gildi, til þess að halda beztu og göf- ugustu kröftunum á yfirborðinu. Þvf er það: ef við segjum við eftirkom- endurna: »Verið hamingjusöm, börnin mín, og eignist þið mikið gul!,« en hirðum ekki um hitt: aflið hinna æðri lífshnossa: réttlætis, sannleika, víð- sýnis, og verið hamingjusöm,—þá get- um við aldrei vænst þess, að fá aðra en óreiðumenn á þing, sem láta fá tækifæri ónotuð til þess að moka glæð unum f sinn eigin arin,—aldrei vænst þess, að vera önnur en sú þjóð, sem notar landsjóð fyrir bitlinga- og öl- mususjóð, og aldrei búist við öðru en að mæta daglega þeim mönnum, sem kúga þá, sem þeir ná yfirtökunum á efnalega. Þetta kann að þykja beiskt á bragð- ið; en reynslan lýgur aldrei. Og hér er það hún, sem kveður sér hljóðs og lýsir ástandinu. — — — Þjóð vor stendur á vegamótum. Einn bendir til þessarar handar, ann- ar til hinnar, og báðir segja að þetta sé stefnan, sem hún eigi nú að taka. Aldrei sfðan á landnámsöld hafa eins miklir og margháttaðir kraftar btotist um f henni eins og nú. Hún er eins og þrungin af straumum, sem flæða um, margkvfslaðir og stefnulausir, á meðan þeir fá ekki farvegi að sam- einast f. Verkefnin blasa við þúsund- um saman. Allir sjá, að einhverstaðar þarf að byrja, á niðurrifi á einum stað og upphieðslu á öðrum, en enginn veit hvar hetzt skal beina kröftunum að.— Aldrei hefir þvf verið meiri þörf á fyrir landslýðinn fslenzka en qú að taka af alhug og innri hvötum undir það, er Hannes Hafstéin kvað eitt sinn, er hann kom af hafi og sá strend- ur fósturjarðarinnar hefjast úr sæ; >Land mitt! Þú ert sem órættur draumur, óráðin gáta, fyrirheit. Hvernig hann ræðst þinn hvirfingastraumur hverfulla bylja — enginn veit. Hvað verðuj úr þínum hrynjandi fossum? Hvað verður af þínum flöktandi blössum ? Drottinn, lát strauma af lífsólarljósi læsast í farveg um hjartnanna þel, Varna þú byljum frá ólánsins óai, Unn oss að vitkast og þroskast. Gef heill, sem er sterkari ea Hel.« Jón Björnsson. Þessi ritgerð var upphaflega fyrir- lestur, er höfundurinn flutti á Dalvfk í vetur. Borgið »NORÐURLAND.« E m b æ 1 t i. Um hið nýja bæjarfógetaembætti í Reykjavík sækir Jóh. Jóhannesson bæj- arfógeti á Seyðisfirði. Tollstjóraembættið er sagt að falli í hlut Jóns Hermannssonar skrifstofu- stjóra eða Magnúsar Torfasonar bæj- arfógeta á ísafirði. Þeir sækja báðir um það. Þeir prófastarnir Jón Halldórsson á Sauðanesi og Skúli Skúlason í Odda sækja báðir um lausn frá embætti. X S1 y s f a r i r Níðingsbrajrð? Agúst Flygenring kaupmaður f Hafn- arfirði var á keimleið úr Reykjavfk, frá landsverzlunarstörfum sfnum þar, á miðvikudaginn var. Hann var rfðandi og fór mikinn, sem leið liggur, en alt í einu var sem kipt væri fótum undam hestinum, svo hann lá flatur á vegin- um, en Flygenring fleygðist langt af honum. Hann viðbeinsbrotnaði o g meiddist auk þess mjög mikið, koo ist með naumindum aftur á bak hesti sfn- um og heim og hefir legið rúmfrjstur sfðan þungt haldinn. Þegar Flygenring komst á fætur, sá hann að sfmaþráður hafði verið strengdur þvert yfir veginn og hafði það valdið falli hey.tsins, en menn höfðu íarið um veginn rétt á undan og ekki orðið neins varir. Liggur grunurá, að um sé að ræða alvarlegt tilræði við Flygenring og er rannsókn hafin < málinu. * / M a n n a 1 á t. j Húsfrú Arndls Sigvaldadótiir, kona Jóns Guðjónssonar á Kálfskinnj á Ár- skógsströnd, andaðist að heimili sínu 28. febrúar, eftir langa og þjáningar- mikla sjúkdómslegu, höfðu læknar ný- lega, gert á henni mikinn holdskurð, en árangurslaust. Hún var f röð íremstu kvenna smnar sveitar, góð. kona og vel látin, Þau hjónin áttu eirta uppkomoa dóttur Steinunni að nafnL—Jón bóndi hefir legið sjúkur undanTarið og var enn rúmfastur er kona 'hans andaðist. X Hafíslausf er nú umhverfis alt Norður- og Aust- urland svo langt sem séð verður á haf út. En Eyjafjörður er en lagður, frosinn saman bafís og lagfs allla leið sunnan frá Leirunni og út fyrir Raqðu- vík. X

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.