Norðurland - 22.04.1918, Blaðsíða 1

Norðurland - 22.04.1918, Blaðsíða 1
) NORÐURLAND. Ritstjórí og útgefandi: jÓN STEFANSSON. _i -L~Li~Lrj—u'* r - n~in i—»~ii—- ~u-u-~in.— i_i_ ~n — <% i~r<—h^i~~ ~ ~ ~ ~ ‘ ^ ~ ~ ~ m ^ ** * 13. blað. | Akureyri 22. apríl 1918. ! XVIII. árg. -— — - — - - » . - . — _ _ _ _ - - - - - — — — ——* —n~*i ■ ri~M~i r> ri i-m-i nn nrn r. nn »rn~> m i i r~i ■ —■ ftn. — - — — —- — — - Þjóðin hlustai. Pingiö er settl En þjóðin hlustar. Paðan skal vœnta hins brýnandi róms, sem kveður til framsóknar, knýr til verka með krafti vors fylsta sigur-hljóms. En þaðan heyrði ’ún hið siðasta sinni sundrað, mistaka raddafálm, sem feigar hersveitir fylktu þar inni og jlyttu sinn eigin greftrunarsálm. Á hún að heyra enn það sama alsþrota vein úr sölunum þeim? Á hún að finna sig minni og minni mœlda af þessum volœðis-hreim ? — Nú krefst hún hrópsins sem hristir landið og heimtir til sóknar hvern drúpandi krajt, svo hrökkvi hver fjötur bölvi blandin, og bresti hvert þroska og vaxtar-haft. Pá raust á þing vorrar þjóðar að eiga sem þeyti sinn lúður ’inn hvíti ás, og stefni oss fram vorri Bifröst að bjarga frá bergrisum þeim, er hefta okkar rás. Svo þungt eins og niður þúsund strauma þögnina rjúfi hið eggjandi kall, er fylki okkur um vora dýrustu drauma: dagroöa frelsis um strönd og fjaU. Jón Björnsson. Úr Þingeyjarsýslu. 12. tprll 1918. Einhver skamm-stafa rithöfundur fór á stúfana í «Islendingi« í vetur, út af bréfkafla mínum í „Noröur- landi“, þar sem þess er getið, að fóikið hafi naumast fengist f kaupa- vinnu sl. sumar, 9þó að boðið vceri vitlaustkaupm .Höfundur þessi hneyksl- ast á þessu oröatiltæki og spyr þó jafnframt eitthvað í þá áttina, hvað sé *vitlaust kaup*. Jafnvel þó að þessi náungi virðist vera fágætlega blásnauður maður að viti og sann- girni, ætla eg að taka hann tali. — Honum veitir ekki af að skynsamir menn virði hann viðræðu. Heilbrigð- ir þurfa ekki læknis, segir meistar- inn. En áður en eg sný mér að aöal- efninu, ætla eg að ráöleggja honum að lesa rétt mælt mál. Þess vegna mæli eg þessum orðum, að hann gefur í skyn, að eg beri tilhlökkun í brjósti út af þeim misfellum, sem urðu á atvinnuuppgripum síldar- vinnulýðsins við Siglufjörð s.l. sum- ar. Um það mál sagöi eg að eins blátt áfram, *að enn hefði sannast jhiö fornkveðna mál: »Svipul er sjávargjöf.* Og ennfremur: *Þar fór uú um uppgrip fjárins, svo sem kuiinugt er.« Til þess að lesa hlökk- un út úr þeim ummælum, þarf sér- staka náöargáfu einfeldninnar og »premfu*-góöviljaskort. En sleppum því. Maðurinn hefir ekki skapað sjálf- an sig og getur þvi ekki gert að þvf, þótt lítiö hafi þegið af hæfi- Ieikum. Þess meiri er þörfin að sýna lítillæti og tala við hann eins og annað hnjá-kollabarn. Eg ætla nú að forðast allan orðaleik og sneiða hjá sögulegum myndum. Þessi mað- ur veit ekki t. d., að Þorbjörn smjör- hringur var og er söguleg persóna. Rithöf. f *ísl." snýr þessu svo, að bændur megi heita »smjörhringir«, af því þeir selji dýrt smjör! Ein- feldningur þessi veit eigi, að smjör- ið okkar bændanna og aðrar land- búnaðarafurðir vorar, hafa aðeins stigið yfirleitt um helming, síðanó- friðurinn mikli hófst — jafnframt því sem alt pað, sem vér þurfum að kaupa, hefir þrefaldasí og fjðrfaldast að verði. Ef greinarhöfundurinn trúir mérekki til þessa máls, getur hann lesið um þessi efni í »Tímanum* og Búnaðarritinu þar sem þeir færa fram landshagsskýrslu sannanir í málinu, Páll Zóphoníasson og Eggert Briem Búnaðarfélagsformaður. Þetta er nú •bændagróðinn", sem kaupstaða- búarnir tala um. Eg get frætt höf* undinn á því, að bændur í sveitum halda aðeins við þessi missiri, þeir sem ómagalausir eru og áttu góð bú. Með öðrum orðum: Búin standa rentulaus — höfuðstóll sem nemur þúsundum. Og hjónin sjálf eru mat- vinnungar. Þeir sem ómegð eiga, safna skuldum, eöá þá fara á mis við öll lífþægindi vinna nærri dag og nótt — barnamæðurnar. — Um þetta er nú ekki að tala að því leyti, að flýja undan ábyrgðinni, sem sjálfsskaparvíti valda, ef svo mætti að orði kveöa. En þegar uro hitter að ræða, hvað hagt er að gjalda jólki eins og nú standa sakir, þá verðar að segja sannleikann. í þessu efni segir sannleikurinn sjálfur til niðurstöðunnar. Áður en stríðið hófst, höfðu bændur og hús- freyjur fulla raun við að búa, að komast af. Þá hrukku menn hópum saman frá heygarðshorni bændalífs- ins í kaupstaði og veiðistöður, ung- ir og gamlir. Jafnvel bændur fluttu frá búskap, saddir erfiðleika. Hafi þá verið full erfitt að spjara sig f sveit, hvernig mundi nú ganga, að láta standa í járnum tekjur og útgjöld, þegar hálfu minna fæst fyrir land- búnaðarafurðir af útlendum gæðum og af innlendri vinnuhjálp, en fyrr- um fékst? Petta er það sem ég kallaði vitlaust kaup — kaup sem atvinnan ber ekki rís ekki undir. Sjávarútvegsmenn hafa og orðið að gjalda þetta kaup s. I. ár. Ef til vill þola þeir það vegna stórgróða undan farna tfð. Ef til vill ekki. Þaö skal eg játa að verkafólkinu veitir ekki af kaupi sfnu, eða því sem það hefir fengið. Eg kenni f brjósti um fjölskyldumennina og konurnar, sem ekki hafa annað við að styðjast en kaupið, sem .svipulsjávargjöf* veit- ir. En eg kenni ekki í brjóst um ein- hleypt fólk, sem heimtar hærra kaup en það, sem atvinnuvegirnir þola og bera. Enginn atvinnuvegur verður við lýði stundinni lengur, sem er »altaf að tapa*. Og hvað tekur þá við? Stærilæti sumra einhleypinga, bæði karla og kvenna, er nú orðið svo mikið, að ekki þykir tilvinnandi að vinna fyrir mat sínum þessa síðustu vetur. Þó kostar vetrarfæði 2—300 kr. Þeir sem búa að sjálfs sfn efnum, sjá hvert stefnir; þvf að þeir eru ekki hugsunarlausir. En þeir verða upp- etnir innan skamms, af öllum þeim kröfum, sem aö þeim sækja, nema umbætur fáist, bæði á hugsunarhætti f landinu og á þeim eyðingaröflum, sem geysa um veröldina. Engin dýr- tiðarhjálp megnar að hjálpa þjóð, sem er á glapstigum, eða fjöldi ein- staklinga hennar. En þann mann kalla eg og þi menn á glapstigum, sem sér ekki né skilur dagljósa at- burði, sem gerast á alfaravegi lands- lýðsins. Að svo mæltu sný eg mér frá þessum höfundií *lslendingi" og vona að hann riti af meiri skynsemi næst — ef hann tekur pennann. X Skipaferöir. »SterIiDg« fer í strandferðir i mið- vikudaginn, austur um land frá Reykja- vfk. — »Botnfa< kom f gær til Reykja- vfkur frá Kaupmannahöfn með fjölda íarþega og fullfermi af ýmsum vörum. — »Gullfoss fór f morgun frá Reykja- vfk til New-York og »Bisp« kom með •altfarm. Úr Austur-Húnavatnssýslu. io. marz i 91«. (Veðrátta. — Fóðurbirgðir. — Hvaladráp og háhyminga. — Berndsen og Brynjólfur á Ey. — Mannalát.—bjóðmála-ónánaegja.— Vaxandi þraellyndi?) Fréttir eru fáar, nema eitthvað af ótfðinni. Sfðan frostin minkuðu er sf- feld óstilling, stormar af öllum áttum og úrkomur, hrfðar og rigningar á víxl. Haglaust mun nú sem stendur f öll- um sveitum og annars hefir nálega f allan vetur verið sffeld innistaða á sauðfé, og atlur þorri hrossa fyrir löngu kominn á gjöf. Ekki örlar á heyleysi ennþá, og munu fáir hér f sveit f bráðri hættu, og þeir vera all- margir, sem gefa talsvert fram á sum- arið, hvað sem tautar — Þú hefir vfst frétt um hvalina, sem voru unnir á Skagaströnd. Þeir voru báðir hnúfubakar og báðir karldýr. Þeir voru unnir skamt fyrir innan kaupstaðinn, fram undan Vindhæli, en utan fiskhelgi. Aðalforgöngumaður að drápi þeirra og vinslu var Carl kaupmaður Berndsen, og voru f félagi með honum 30 menn, flest sjómenn og aðrir úr kaupstaðnum, auk þriggja bænda þar úr grendinni, sem hleypt var með að öðrum hvalnum. Auk þess- ara manna var að þessu starfi Brynj- ólfur Lýðsson, bóndi á Ytri-Ey, sem er smiður mikill og smfðaði lagvopn, skutil og annað, er með þurfti við þetta. Hvalurinn var seldur afaródýrt, 20 au. spikpundið, 16 aura rengi og 12 aura bæxli og sporður. Þó mun hlutur hvers manns úr hvölunum gera yfir 300 krónur, og að auki er skurð- arhluti um 30 utanfélagsmanna, sem fengu að komast að skurði á öðrum hvalnum. Er óhætt að fullyrða, að hver hvalur hafi lagt sig nál. 6000 kr. — Auk þessara hvala voru drapnir áður 4 háhyrningar f fiskhelgi undan Syðii-Eyjarlandi, og var Brynjólfur á Ey einnig aðalmaður að drápi þeirra, með tól sfn og tæki, Hinn 28. febrúar dó á Árbakka á Skagaströnd Ingibjörg Hallgrímsdóttir, ekkja, ættuð úr Skagafirði, 84 ára gömul, móðir Sigurlaugar Sigurðar- dóttur, konu Ólafs Björnssonar, bónda þar. Hún lá stutt og var hin ernasta fram að banalegu lngibjörg sál. var væn kona og frábærlega dugleg og vel verki farin, áhugamikil og ósér- hlffin. Hér er lftið talað um stjórnmál, og þó er það vfst, að sjaldan eða aldrei hefir óánægja með athæfi þings og stjórnar verið magnaðri en nú, og er það að vonum. En það er eins og komið sé upp úr á mönnum, sem kallað er, og skil eg ekkert f þeim sljóleik almennings og blaðanna, að þegja við annari eins óhæfu eins og t. d. fjársóun sfðasta þings er. Eg las fjárlögin nýlega, og hefir mér aldrei blöskrað neitt meira á minni æfi, en að sjá svart á hvftu aðra eins óhæfu eins og þar má Ifta. Eg get ekki ann- að séð af fjárlögnnum og atferli stjórn- arinnar, en að landið sé á hraðri ferð út i gersamlega eyðilegging fjárhags- lega, svo þeirra hluta vegna megi sleppa öllu hjali um sjálfstæði, fána o. s. frv. Þá er bannmálið þokkalegur stimp- ill á sfðasta þingi og undarlega þykir mér Eyfirðingar skapi farnir, ef þeir þola fulltrúum sfnum framkomu þeirra

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.