Norðurland - 22.04.1918, Blaðsíða 3

Norðurland - 22.04.1918, Blaðsíða 3
m. 45 Nýkomið í verzlun undirritaðra: Sagogrjón. Kartöflumjöl. Hænsnabygg. Kaffibrauð 4 teg. Epli mjög góð, Húsblas til matar. Niðursoðnir ávextir 4 teg. Alklæði og hálfklæði. Húfur og hattar. Silkitvinni< Axlabönd, drengja. Skófatnaður o. fl. Áður komið: ' Rúgmjöl. Fiskilínur. Hafragrjón. Línuönglar. Cakaoduft. Línutaumar Rúsínur. Línubelgir. Sveskjur. Kaðlar. Sæt saft. Netagarn o. fl. Saltfiskur — þurkaður - með góðu verði. og smáfiskur í tunnum er sölu Verzlun S. Sigurðssonar & E. Gunnarssonar. Blaðið >Dagur< er eitthvað að nudda sjer upp við »þingmenn< Eyfirðinga. Ritstjórinn hefir aldrei komið til tals, við kosning- ar í Eyjafirði—ekki einu sinni til þess að »dumpa«. Eyfirzkur k/ósandi. ið þannig fram. Eg þekki eina þjóð sem ekki mundi hafa gert það. Vegna legu íslands i miðju At- lantsbafi. hafa yfirráð Breta á hafinu verið skjöldur vor og skjól. Oss er það lífsnauðsyn að höfin séu frjáls. Vér höfum jaínan hallast mjðg að breskum skoðunum. Andlegur skyld- leiki vor við Breta hefir stundum orðið sterkari meðvitundinni um frændsemi við Norðurlönd. í mörg um sveitabæjum á íslandi er mynd af Gladstone f öndvegi, enda þótt Mn sé klipt út úr myndablaði. Eg minnist þess þegar eg kom í fyrsta sinn til Bretlands. Eg var þá á leið til háskólans f Kaupmannahöfn. Að morgni dags reis hin hrjóstuga Skotlandsströnd upp úr þokunni. Þar var landið sem mig hafði dreymt um og sem eg hafði lesið um frá barnæsku — Mekka allra þeirra sem frelsinu unna. Þér vitið hvað sjaldan það er að draumar ræt- ast, hvað sjaldan reynslan samrým- ist hugsjónunum. En draumar þeir, er mig dreymdi f ljósaskiftunum á íslandi, hafa meira en ræst í hinu bjarta dagsljósi Bretlands. Það er ein af hinum leyndu afllindum Englands, að það tekur opnum örmum öllum mönnum af öðrum þjóðum, sem eru á sama stigi og synir þess. Og þess vegna telja smáþjóðirnar England sjálf- sagðan verndara sinn. — — Sfðan ræddi dr. Jón Stefánsson nokkuð um það, hvernig mundi hafa farið ef hið ensk-norræna rfki Knúts ríka hefði staðið mikið lengur en það stóð, og mælti sfðan: Eg hefi nú sýnt yður íram á það, að íslendingar eru mitt á milli Eng- lendinga og frændþjóða sinna hinna norrænu. Mér þykir það góð tilhugs- rrn ef það gæti samtengt þessar þjóð- ir enn nánar. William Morris áleit, að j.cir tfmar mundu koma, að allir ensk- jr drengir og stúlkur mundu lesa sög- urnar og Eddurnar. Þær eru hold af voru holdi og blóð af voru blóði, mælti hann, en eigi framandi eins og rit Grikkja og Rómverja. England mun komast að raun um það að saga þess er miklu greinilegar og nákvæm- ar sögð í fslenakum bókmentum held- ur en f engilsaxneskum frásögnum og að fsienzkar bókmentir er sameigin- legur fjársjóður Englendinga ogSkan- dinafa, sem óbornar kynslóðir geta ausið af. Danskar, norskar og sænsk- ar bókmentir hafa oftar en einu sinni endurskapast og endurnýjast fyrir það, að rithöfundarnir hafa leitað að Mfm- isbrunni tslendinga. Og vegna þess hvað Englendingar eru skyldir oss bæði lfkamlega og andlega, þá geta þeir sótt til vor samskonar endur- nýjun. England berst fyrir hugsjónum vor- um og vér höfum sent syni vora fram f orrahrfðina til þess að berjast með hinum breaku frændum vorum. í fyrstu sjáltboðaliðsherdeildinni frá Kanada sem fór til Frakklands voru 750 ts- lendingar frá Winnipeg eingöngu. Er það hlutfallslega meira en af nokkurri annari þjóð f Kanada. Þannig höfum vér innsiglað með blóði voru frænd- semis- og vináttubönd vor við Eng- lendinga. Vér höfum þannig fengið þann rétt vorn og íorréttindi, að tengja Bret- land og Norðurlönd fastari böndum og höfum lagt vorn skerf til þess að endurreisa Anglo-Skandinavia. (»Mbl.«) A f I i ð i GI e r á. Hve mikið afl má fá úr þessaii á og hvers virði getur það orðið? Fyrir nokkrum árum mældi Jón Þor- láksson, fyrv. landsverkfræðingur, vatns- maguið í Glerá og gerði áætlun um kostnað á ralmagnsstöð við hana, skamt fyrir neðan neðsta fossinn. Einnig höfðu þeir Guðmundur Hlfðdal og Þorkell kennari athugað hana og ieizt þeim heppilegt að taka ána upp fyrir sunn- an Rangárvelli og byggja aflstöð hér íyrir neðan brekkuna, f bænum. Afl- stöð Jóns Þorlákssonar átti að vera einkum til ljósa, hin átti að geta gert talsvert meira, þvf að hún átti að hafa um 6oo hestöfl. Fyrir þremur árum (1915) gerði eg, með aðstoð Jónasar Þór, mælingar af ánni, rétt áður en leysingar byrjuðu, og mældist mér vatnsmagnið f henni þá i*/a m* á sekúndu. Sfðan hefi eg að vfsu athugað ána talsvert, en það var fyrst f vetur, þegar miklu frostin höfðu gengið, að mér gafst færi á að sjá hana eins litla og eg held að hún geti orðið, enda voru þá mælingar gerðar af henni. Kolaleysið og stein- olfuleysið og hinir bitru kuldar höfðu vakið athygli manna hér í bæ meira en fyr á því, hvort ekki mætti nota Glerá til húshitunar jafnt og til eld- unar og Ijósa, og lét rafveitunefndin Þorkel kennara mæla hana rétt eftir að mestu hörkurnar höfðu gengið. Um sama leyti, nfl. hinn 9., 10. og 11. febrúar, gerði eg einnig mælingar af vatnsmagni hennar, með aðstoð þeirra Steindór járnsmiðs og Jónasar Þór, og mældist mér það vera 1 l/t m3 á sekúndu. Hvað Þorkeli kennara mældist það vera, veit eg ekki, enda segist hann þurfa að endurtaka mælingarnar. Sfð- astliðinn miðvikudag mældi eg Glerá á ný, með aðstoð þeirra Jóns Björns- sonar skipstjóra og Björgvins Jóhanns- sonar mótorista. Við mældum ána skamt ofan við brúna, þar sem hún fellur öll f einu lagi, og var hún þar 5 m. milli skara, þegar búið var að brjóta fsinn. Að vestanverðu á 1 m. breidd var mjög lftill straumur f henni, en á 3 m. var hraðinn 1 meter á sek- úndu og dýptin 35 cm., og á 1 m. var dýptin 40 cm. og hraðinn 1 '/3 m. á sekúndu. Var þvf vatnsmegnið f henni, á þessum mælda vegi, 1V2 m. á sekúndu, en alls hér um bil i3fc m3 á sekúndu Vegna þess að nokkur sólbráð var á miðvikudaginn og við mældum kl. 3—4 e. h., vil eg ekki telja vatnsmagnið f henni meira en 1V2 m3 á sekúndu. Mælingar þessar eru að vfsu gerðar með einföldum verktærum, en ekki með vatnshraðamæli verkfræðinga, en við vönduðum mælingarnar því meir, og eg hygg að þær geti ekki verið meira en 5 #/0 frá réttu. Að öllu at- huguðu held eg óhætt að telja á, að Glerá flytji í það minsta \ m3 á sek- ándu, þegar hún er minsí, því í vet- ur eftir mestu hörkurnar, flutti hún, að þvf er mér mældist, heldur meira en 1 m* á sekúndu, eins og áður er sagt; og nálægt þessu mun vatns- magnið f henni vera alt upp fyrir háls- inn, suður af bænum Glerá, þvf að á þeim vegi falla engir lækir, svo telj- andi sé, f hana. Þá er að sjá, hve mikið afl má fá úr ánni á tiltekinni fallhæð og hvers virði það gæti orðið, ef notað til þess að ala rafmagn, eigi aðeins til Ijósa og eldunar heldur einnig til húshit- unar og vélavinnu. Þeir, sem eiga blaðið »Lögréttu< frá 1913, geta séð þar f grein eftir Jón Þorláksson, hvernig orka áa og fossa er mæld og einnig hve mikið afl má (á úr tilteknu vatnsmagni á til- tekinni fallhæð, alt Ijóst og lipurt rit- að. Hins vegar má geta þess hér, að hvar sem 75 lítrar vatns falla 1 m. hæð á sekúndu, þar er orka vatnsins (nfl. 75 1.) það sem kallast eitt eim- hestafl, sem er nokkuru minna en 1 hestafl enskt (nfl. 50 fet-pundum, eða 7V2 kilowatt-metra á sekúndu). Og hvar sem 102 Iftrar vatns falla 1 m. hæð á sekúndu, þar er orka þeirra talin 1 k lowatt, sem er þannig á við 1 >/3 eim-hestafl rúmlega. Og hvar sem 1 m3 vatns fellur 1 m. hæð á sek- úndu hverri, þar má fá úr þvf vatns- magni 10 eim-hestöfl rafmagns til af- nota, þvl ekki þarf meir en 33°lo ork- unnar að eyðast t vélunum og i leiðsl- unni. Sé þvf mögulegt að fá 200 metra fallhæð hér við Glerá, þá getur hún með þvf vatnsmagni, sem hún hafði f vetur, gefið á þeirri fallhæð nálægt 2000 hestöfl rafmagns hér f bænum og grendinni. Auðvitað getur hún alið meira, þegar hún er meiri. Hvers virði þetta afl getur orðið, ef notað til Ijósa, húshitunar, eldunar og iðju, geta menn gert sér hugmynd um, þegar þess er gætt, aft til véla- vinnu gildir hver hestaflstund rafmagns á við 1 pund af kolum, en til hús- hitunar gildir hver hestaflsstund raf- magns aðeins á við V2 pund af góð- um ofnkolum, brendum f góðum ofni; svo að hvert hestafl rafmagns, notað 6000 klukkustundir á ári (nfl. 20 klst. á sólarhring um rúma 9 mánuði) gildir til húshitunar á við hálfa aðra smálest af góðum ofnkolum, brendum í góðum ofni; 1200 hestöfl rafmagns, þannig notuð, geta þvf gefið jafnmikinn hita eins og 1S00 smáléstir af góðum ofn- kolum. Til eldunar gildir hestaflstund- in lítið eitt minna en til hitunar, en hvert hestafl rafmagns, notað til eld- únar 8 klst. á dag árið um kring, gildir á við % smálestar ofnkola, svo að ef 600 hestöfl eru notuð þannig til eldunar, gilda þau á við 400 smálestir af kotum. Hinn tfmann, sem ekki er verið að elda, má auðvitað nota þetta afl til húshitunar og annars; og á 3000 klst. gilda þau á við 300 smálestir af ofnkolum. Til ljósa þarf bærinn, séu beztu lampar notaðir (nfl. '/2 watt-lamparnir inni i húsum og bogalampar til gatna- og hafnarlýsinga) aðeins 80 hestöfl, segjum þó 100 hestöfl. Þetta verður ljósara, þegar menn vita, að með ‘/2 watt-lömpum getur hvert hestafl (nfl. 736 watt) gefið 1472 normal-ljós, eða lýst nálægt 73 lampa, hvern með 20 normal-ljósa birtu. 2100 íbúar þurfa þvf, ef maður ætlar aðeins 1 lampa á mann, einungis 30 hestöfl, segjura 40 hestöfl, rafmagns alls til húslýsingar; 40 hestöfl eru þá eftir til gatna- og hafnarlýsingar, sem auðvitað geta gefið þar jafnmikið ljósmagn. Séu 100 hest- öfl ætluð til ljósa, ætti það að nægja bænum, þótt hann stækki talsvert. Verðmæti rafmagns til ljósa, saman- borið við steinolfu, sést á þvf, að 1 hestafl rafmagns, notað til ljósa 3000 stundir, gildir, ef beztu lampar eru notaðir, á við 5 föt af steinolíu, þótt beztu netlampar séu notaðir, annars á við alt að 10 fðt; en steinolfa getur með beztu netlömpum kept við gas. Séu 80 hestöfl ratmagns notuð til ljósa, eins og hér er gert ráð fyrir, gilda þau á við 400 föt af steinolfu á ári. Þau 100 hestöfl, sem enn eru eftir af aflinu, mætti auðvitað nota til ým- iskonar vélavinnu og iðju. Séu þau þannig notuð 3000 klst. á ári (nfl. 10 klst. á dag), giidi þau á við 150 smá- lestir af kolum; hinn tímann má auð- vitað nota aflið til annars. Menn sjá af þessu, að flytji Glerá 1 m3 á sekúnun, þegar hún er minst, og sé það afl notað, með beztu tækj- um, til húshitunar, eidunar, Ijósa og iðju, á lfkan hátt og hér er sagt, þá getur það afl gilt á við rúmlega 2600 smálestir af kolum, og auk þess að minsta kosti 400 föt af steinolfu. Séu nú kolin seld á 30 kr smálestin í smákaupum, gerir það nálægt 80 þúsund kr. á ári, og 400 föt af stein- olíu á 35 kr. fatið, — lægra mun það varla fara fyrst um sinn — gera 14 þús. kr.; 94 þúsund króna virði getur þvf Glerá gefið af sér á ári, sé mögulegt að fá 200 m. fallhæð; en það held eg mögulegt með þvf að taka hana upp við Selgilslæk og setja aflstöðvar þar sem hentast er, og nota aflið sem bezt. Hvað kostnaðurinn yrði er líkiega ómögulegt að segja, meðan ófriðurinn stendur, og jafnómögulegt er lfklega að fá vélarnar, þó þær séu okkur fult eins þarfar og steinolfa og kol. Hæð- armælingar ætti samt að gera sem fyrst og einnig fullkomnari og ná- kvæmari niælingar á ánni sjálfri, svo menn geti sem fyrst gert sér rétta hugmynd um, hve mikið afl má fá úr ánni, án afarkostnaðar. Eg segi þetta ekki til að álasa neinum, né af fordild, heldur til að sýna, hve mikið vantar enn á það, að fullkomnar mælingar séu til á Glerá,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.