Norðurland - 05.02.1919, Blaðsíða 2

Norðurland - 05.02.1919, Blaðsíða 2
NI. 2 }(eimasfj6rnarf/okkurinn. Ör stutt yfirlit. í dag eru liðin 15 ár síðan ís- land fékk »heimastjórm, síðan æðsta stjórn sérmála þess var flutt frá Kaup- mannahöfn og heim til höfuðborg- ar íslands, Reykjavíkur. Sú breyting var ráðgerð og ákveðin með stjórn- arskrárfrumvarpi því, er varð að lög- um 3. oktober 1903 og komst í framkvæmd, sem kunnugt er, hinn 1. febrúar 1904. Við kosningar þær, er fóru fram til Alþingis vorið 1903, náði Heima- stjórnarflokkurinn (er þá var enn ungur þjóðmálaflokkur) allsterkum meiri hluta í þinginu. Rað féll því í hans hlut að mynda hina nýju stjórn landsins, bera ábyrgð á henni, gagnvart kjósendum og þjóðinni í heild sinni og auðvitað styðja hana til þess að koma á þeim umbótum, sem flokkurinn taldi sér vera á- hugamál. Á þinginu 1905 samþykti Heima- stjórnarflokkurinn að koma íslandi í símasamband við umheiminn og var það framkvæmt með svo mikl- um dugnaði, að síminn var opnað- ur til opinberrar starfrækslu hinn 1. október 1906. Pað mun óhætt að fullyrða, að ekkert hefir haft svo mikil áhrif til góðs, á viðskiftalíf og verzlun íslendinga, sem símasam- bandið og munu lengi uppi nöfn þeirra manna, sem mest og bezt studdu að því, að koma því á. Oddviti Heimastjórnarflokksins kom því til vegar, ásamt helztu flokksmönnum sínum, að með kon- ungsúrskurði 30. júlí 1907 var skip- uð nefnd til þess að ræða og und- irbúa ráðstafanir til nýrrar löggjafar um samband Danmerkur og íslands. Sú nefnd starfaði í Kaupmannahöfn febrúar — maí 1908 og lagði fram frumvarp til sambandslaga milli Dan- merkur og íslands, sem full vissa var fengin fyrir, að Danir vildu ganga að og sem óhlutdrægir ríkis- réttarfræðingar komust svo að orði um, að með því væri íslandi trygt fult sjálfstæði, sem fullvalda ríki. íslendingar höfnuðu því með kosn- ingunum til Alþingis 10. septb. 1908 og þá varð jafnframt Heimastjórnar- flokkurinn í minni hluta og lét af stjórn landsins. Kemur öllum óhlut- drægum íslendingum saman um að á þessum árum 1903—1909 hafi verið framkvœmt meira til þjóðnytja á íslandi en nokkru sinni fyr eða síðar á jafnlöngu tímabili. Pá voru brýr bygðar yfir stórár, vegamálum komið í skipulegt horf, vitar reistir með ströndum fram, skólamálum og alþýðufræðslu hrundið áfram, skattamálalögjöfin tekin til rækilegrar athugunar, kirkjumálum og presta- skipun komið í samræmi um land alt o. s. frv. Á Alþingi 1909 komst fyrst í al- gleyming »bannstefna« sú, sem síð- an hefir bólað á meira og minna með þjóðinni og ekki er enn kveð- in niður. Við alþingiskosningarnar 28. okt. 1911 náði Heimastjórnarflokkurinn aftur sterkum meiri hluta og réði stjórn landsins þangað til í júlí 1914, er Alþingi kom saman eftir kosn- ingarnar 11. apríl það ár. Á þeim árum vann flokkurinn einkum að framkvæmd vega- og samvinnubóta. Við landskosningarnar til Alþing- is 5. ágúst 1916 hlaut Heimastjórn- arflokkurinn helming hinna lands- kjörnu þingsæta og greiddu þeim atkvæði rúmlega þriðjungur kjós- enda, þeirra sem tóku þátt í kosn- ingunum, en við kjördæmakosning- arnar 21. okt. sama ár, náði hann aðeins 12 þingsætum. Pó flokkur- inn hefði því ekki meiri hlutaíþing- inu, er það kom saman (desbr. 1916), var hann samt mannflesti flokkur- inn þar og tók við forustu í sam- steypuráðaneyti því, er þá var mynd- að (í ársbyrjun 1917). Á því tímabili, sem síðan er lið- ið, hefir verið örðugt um flestar framkvæmdir, vegna hins mikla ó- friðar, er geysað hefir um nálega allan heim og Heimastj.fi. verður heldur hvorki þakkað né kent um stjórnarathafnirnar á þessum ár- um, því hann hefir síður en svo verið einráður um þær. F*ó verður að geta þess, að það var einmitt ráðherra flokksins (yfirráðherrann), sem átti mikinn þátt í því, að samn- ingar þeir tókust milli Danmerkur og íslands, sem taka af allan vafa um það, að ísland er nú frjálst og fullvalda ríki. * * * Heimastjórnarflokkurinn stendur á þeim tímamótum, sem eru glæsi- legust í sögu hvers þjóðmálaflokks: þvi takmarki er náð, sem hann setti sér í öndverðu fyrst og fremst, því takmarki, að ísland yrði viður- kent fullvalda ríki. Með þessum orðum er því þó ekki haldið fram, að það sé starfsemi flokksins ein- göngu að þakka. »íslendingar vilj- um vér allir vera.« Og það mun sannast vera, að hugur hvers ís- lendings hefir stefnt að sama marki í þeim efnum, þótt menn hafi greint nokkuð á um leiðirnar. Eftir því sem litið hefir verið á þingflokkaskiftinguna á Norðurlönd- um, þá sem aðallega hefir auðkent sig með nöfnunum »hægri« og »vinstri«, leikur ekki efi á, að Heima- stjórnarflokkurinn hefir frá upphafi verið framsækinn »vinstri«-manna- flokkur og getur hver sem vill sann- fært sig um það, með því að bera þau mál, sem Heimastjórnarflokkurinn hefir komið í framkvæmd (síma- lagninguna o. fl.) saman við þau mál, sem vinstrimannaflokkarnir á Norðurlöndum (hver í sínu landi) hafa haft á stefnuskrá sinni og fram- kvæmt. F*ó eru þau einkenni, sem tákna hreina »vinstri«-mannastefnu, alment séð, enn gleggri í þátttöku og afskiftum Heimastjórnarflokksins undanfarið í þeim atriðum, er vita að afstöðu íslands út á við, gagn- vart öðrum ríkjum. Á þeim svæðum hefir Heimastjórnarflokkurinn rekið hreina »vinstri«-mannapólitík. Á síðustu árum hefir ýmsa flokks- menn Heimastj.fl. greint nokkuð verulega á, í máli, sem þar hefir þó aldrei verið gert að beinu^fokks- / heildsölu: Vefnaöarvörur ýmiskonar, hvit léreft, tvisttau, sirz, flónel, kjólatau, karlmannafataefni, hálfklæði. Skófatnaður, karla og kvenna. Höfuðföt, hattar og húfur. Jón Stefánsson. Aktueyri. Sími 94. máli — því miður. F*að er bann- stefnan. Menn hefir ekki aðéins greint á um lögin um aðflutnings- bann áfengis, heldur ef til vill og jafnvel einna minst um þá grein bannstefnunar. Ágreiningurinn hefir verið um bannstefnuna í heild sinni, anda hennar og áhrif hennar á þjóðlífið alt, viðskiftafrelsi manna og athafnafrelsi á öllum svæðum. F’ar er að verða svo skörp skilgrein- ing meðai skoðana ýmsra þeirra manna, sem framarlega hafa staðið í flokknum, á undanförnum árum, að lítil von mun um samvinnu áfram innan vébanda flokksins. Pví er nú spurningin sú, hvort flokkurinn jafnframt því, að hafa náð aðal- takmarki sínu, því er hann setti sér í fyrstu, sé nú ekki í þann veginn að færast á hnignunarskeið, eða jafnvel hvort hann sé ekki að leysast sundur. Ef svo íer, getur hann vel gert það með góðri samvisku, að því leyti, að hann hefir haldið velli og náð sigri í aðalmáli sínu, svo hann þarf ekki að halda fylktu liði lengur þess vegna. '4 Ákureyri. Bœjarlífið I höfuðstað Norðurlands hefir verið með daufasta móti það sem af er vetrinum og veldur þar vafalaust allmiklu um, að „Hótel Akureyri« er lokað. ^Vill oftast fara á þann veg, í bæjum þar sem enginn opinber daglegur samkomustaður er til, að hver og einn kúrir í horni sínu meira en ella og að menn hittast sjaldnar- Er óskandi, bæjarins vegna, að úr þessu rætist bráðlega og gildaskálinn verði starf- ræktur eins og að undanförnu. Veðrátta hefir verið svo góð í allan vet- ur hér nyrðra, að elztu menn muna varla aðra eins blíðu. Kunna og margir betur að meta en undanfarin ár, því að frostgrimdin sú í fyrravetur er ölium minnisstæð — —/ Það er og víst, að mörgum kaupstaða- og þorpsbúa hefði orðið kalt í vetur hefði tfð- •ífl verið harðlynd og þá hefir ekki síður góðviðrið komið sér .vel, að því er snertir fóðurbirgðir kvikfjáreigenda. Kosning á 11 fulltrúum í bæjarstjórn Ak- ureyrar samkv. hinum nýju bæjarstjórnar- lögum fór fram síðastl. þriðjudag. Tóku þátt í þeim 798 kjósendur og er það raeiri þáttaka í bæjarstjórnarkosningum hér en nokkru sinni áður. Kosið var um þrjá lista og hlaut A.-listinn 28 atkv. B.-listinn (verka- menn) 416 atkv. og C.-listínn (Kaupmenn og iðnaðarinenn) 326 atkv. en 28 atkv. urðu ógild. Kaupfélagsmenn kusu með verkamönn- um. B.-listinn kom að sex fulltrúum og eru það: Erlingur Friðjónsson, Böðvar Bjarkan, Ingimar Eydal, Sveinn Sigurjónsson, Hall- dór Einarsson og Þorst. Þorsteinsson, en af C.-listanum komust að eins fimm að: Otto Tulinius, Ragnar Ólafsson, Sig, Hlfðar, Júl- íus Havsteen og Sigurður Bjarnason. Endurskoðendur bæjarreikninganna voru einnig kosnir á þriðjudaginn. Var kosið um tvo lista og hlaut A.-listinn 502 atkv. en B.-listinn 178 atkvæði. Kosnir voru því báð- ir mennirnir á A-listanum: Kristján Karls- son bankaritari og Ólafur Thorarensen fyrv. bankagjaldkeri. Símfréttir frd útlöndum. Mikil gremja i Pýzkalandi yfir fregn- um sem borist haja út af friðarþing- inu um fyrirœtlanir Bandamanna við- vikjandi nýlendum Pjóðverja. Ógurleg hermannauppreist i Petro- grad gegn harðstjórn Maximalista. Uppreistarmenn hafa öll Kronstadt- vigin á valdi sínu. Sagt að takmark uppreistarmanna sé að koma aftur á keisarastjórn en með þingbundnu ráða- neyti og stjórnarfyrirkomulaginu i heild eftir brezkri fyrirmynd. fapanar neita þvi að eylönd sunnan við Miðjarðarhafslinuna híti hinu fyrir- hugaða alþjóðabandalagi. (Petta er auðsjáanlega eitthvað afbökuð sim- frétt.) Megn óánœgja víða i Bretlandi yfir því að múgurinn telur Bandamenn á friðarþinginu vera langt of vœga i kröfum og skilmálum gegn Pjóð- verjum og hinum sigruðu yfirleitt. Verkfallshreyfingar hefir orðið vart i nokkrum brezkum borgum. Brezka stjórnin ráðgerir að halda öllum járnbrautum i brezka rikinu og láta starfrækja þœr á rikisins kostnað um 2 ár frá því að tullkomnir friðar- samningar komast á. Vopnahléð hefir enn verið framlengt um óákveðinn tíma en Miðveldin hafa til frekari tryggingar orðið að afhenda undir yfirráð Breta tvo þriðju hluta af verzlunartlota sínum. Bandarikin hafa takmarkað hina tröllauknu aukning herskipaflotans sem þingið var búið að veita fé til. \ 4 ll m / á ð 0 g ./ö g. — „ Willemoesx fór 31. janúar frá Kaupmannahöfn og „Sterling" fer þaðan 9. febrúar, bœði til Reykjavik- ur hlaðin vörum þangað og til manna víðsvegar um land. — Látin er frú fakobina Thomsen ekkja dr. Gríms Thomsens á Bessa- stöðum og hinn þjóðkunni mentaþulur Guðmundur Hjaltason. — Danski rithöfundurinn E. Korne- rup kom til Reykjavikur á „Botniu“ og flutti þar þrjá fyrirlestra: um jack London, um Suðurhatseyjar og um Suður-Ameriku. Kornerup fekk góðar viðtökur syðra og fór svo heim aftur á „Botnia". — Sjórnaður á vélbátnum „Harpa“ fön að nafni úr fökulfjörðum, skaut sig i hjartastað. á sunnudagsmorgun- inn og var þegar örendur. Skipverjar fluttu likið á land i Reykjavík. — Kennaraskólastarfið á Eiðum er auglýst laust til umsóknar með 2000 kr. árslaunum. Skólastjórastarfið et áður veitt séra Ásmundi Guðmunds- syni i Stykkishólmi. — Bœjarstjórn Reykjavikur hefir samþykt að taka tilboöi, sem hún hefir fengið um lán til rafmagns- stöðvarinnar. Lánið á að vera 2 milj- ónir króna, en afföll verður að greiða af þvi 5 kr. af 100 og 5lli af hundr- aði l vexti. Fyrsiu þrjú árin verður lánið afborgunarlaust en greiðist sið- an á 20 árum. Landssjóðsábyrgðar er krajist fyrir láninu og fyrsta veðrétt- ar l rafmagnsstöðinni, auk ábyrgðar

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.