Norðurland - 12.06.1920, Blaðsíða 1

Norðurland - 12.06.1920, Blaðsíða 1
MORÐURLAND Eigandi og ritstjóri: JON STEFANSSON. XX. árg. Akureyri 12. júní 1920. 11. blað. Forsikrings-&Genforsikrings-A/s U RANIA Köbenhavn. Stríðsvátrygging. Sjóvátrygging. Brunatrygging. Athugið: Iðgjöld hvergi lægri. t Aðalumboðstnaður á íslandi: Jón Stefánsson, Akureyri. Umboðsmenn óskast í flestum stærri kaudtúnum. Horfurnar. i. Flestum mun það ljóst, að við lifum nú á biltingatíma svo miklum, að þótt einhver spá- maður hefði sagt það fyrir 7— 8 árum, að slíkar biltingar mundu verða í álfu vorri á næstu 10 árum, og raun hefir á orðið, hefðu sjálfsagt fáir trúað því, að slíkt mundi ræt- ast, og enn eru ekki biltingaöld- urnar farnar að Iækka, þær hafa sjaldan risið hærra en nú. Þess- ar biltingaöldur hafa náð til vor íslendinga, skapað hér dýr- tíð á því nær öllum varningi, valdið launahækkun og dýrtíð- aruppbótum embættismanna og annara starfsmánna hins opin- bera, hækkað kaup verkafólks og allra þeirra er vinna að atvinnu- vegum landsins. Hefir það rót komist á alt verðlag og við- skifti, að menn alinennt naum- ast hafa áttað sig á hinni stór- feldu breytingu sem Var að fara fram kringum þá. Aftur hafa ýmsir glöggir og áræðnir kaup- sýslumenn rakað saman miklu fé, við að hagnýta sér sem bezt verðhækkun og viðskifta- kreppu. Nefna sumir það stríðs- gróða. Fram undir þetta hefir raunar virst vandalítið að ná í þann gróða fyrir þá sem við kaupskap fást, þar svo að segja nsestum því hver einasta vöru- tegund hefir jafnt og þétt hækk- að í verði, og því auðvelt að græða á þeim, dragist salan frá innkaupinu, sem bæði kaupmanns hýggindin og flutningakreppan einatt stuðluðu að. Framleiðsluvarningur okkar Islendinga fylgdist fullkomlega með í verðhækkuninni, og sum íslenzk matvara hækkaði jafnvel meira f verði en erlend matvara almennt. Fyrir þá verðhækk- un var öllumeira kapp Iagt á innlenda framleiðslu en nokkru sinni áður og öllu ákafar sótst eftir verkafólki og kauptilboðin hækkuðu ár frá ári. Dýrtíðar- aldan hefir því víðast hvar hjá okkur aukið hagnaðinn af skyn- samlegri framleiðslu og' kaup- skaparstarfsemi, alt fram að þess- um tíma. En eru nú horfur til að svo verði framvegis? Eru eigi horf- urnar að breytast? Pótt ókyrt sé í kringum okkur og tbiltinga- hvassvirði, þá mun nú samt á- stæða til fyrir oss að staldra við og athuga, hvort einmitt nú eru ekki veðrabrigði í lofti og hvort eigi sé nauðsynlegt fyrir oss að viðhafa alla varasemi og að- gæslu ef verðfall og kauptregða væri í aðsígi, sem allmiklar líkur eru til og glöggir menn þykjast sjá fyrir, enda sé verð- fallið þegar á sumum sviðum riðið í hlað. Mér verður þá fyrst að líta á viðskifti vor við erlendar þjóð- ir og athuga hvernig þau horfa við. , Vöruskorturinn í Norðurálf- unni og flutningaerfiðleikarnir stríðsárin og síðan, meðfram fyrir skipaskort, hefir valdið [)ví að allar nauðsynjavörur hafa hækkað gífurlega í verði, og jafnhliða hækkað verð fram- íeiðsluvinnunnar. Launahækkun embættismanna, dýrtíðaruppbætur og kauphækk- ún við alla framleiðslu, virðist því eigi óeðlileg afleiðing verð- hækkunarinnar á allri nauðsynja- vöru erlendrar jafnt og inn- lendrar. En ef ástandið breytist, sem margt bendir á að muni verða, og framleiðsluvörunar, einkum þær innlendu, taka að falla í verði. Hvernig koma þá at- vinnuvegarekendur þessa lands til að standa að vígi, og hvað verður þá til ráða að sjá sér farborða? því hætt er við að vinnukaupið lækki eigi jafnskjótt og framleiðsluvörurnar falla. Hverjar verða þá horfurnar, og hvað verður til ráða ? Um það atriði langar mig til að fara fáeinum orðum í næstu blöð- um fái eg rúm. Bárður. c\> Fyrirhuguð mannvirki sumarið 1920. • Vegagerðir. Á fjárlögum þessa árs eru veittar 350 þús. kr. til vegagerða, en vegna þess, að verkalaun hafa hækkað að mun síðan fjárlögin voru samþykt, er gert ráð fyrir, að ekki verði komist hjá nokkurri umfram eyðslu, með því að ekki þykir rétt að takmarka fram- kvæmdir að sama skapi; umfram eýðsl- an er áætluð um 60 þús. kr. Af nýj- um vegalagningum má sérstaklega nefna þessar: Húnvetningabraut verður fullgerð að þjóðveginum hjá Vatnsdalshólum. Sú akbraut liggur frá Blönduós og verður um 22 km. á lengd. Byrjað verður á lagningu Hvamms- tangabrautai, sem aðeins verður urn 5,5 km. og á að ná á þjóðveginum nálægt væntanlegri brú á Miðljarðará hjá Reykjum. Byrjað verður á vandaðri endur- byggingu Flóavegarins. Verður vegur- inn allur púkkaður; hefir verið útveg- uð vél til að mylja grjótið og veg- valtari til að þjappa því saman í veg- imrtn. Allar brýr og aðrir timburhler- ar yfir ræsi, verður gert upp úr járn- bentri steinsteypu. Kostnaður var 1919 áætlaður 200 þús. kr. og skal greið- ast að a/a úr rtkissjóði en V» hluta greiðir sýslusjóður Árnessýslu, þó greið- ist kostnaður við útvegun mulningsvél- ar og vegvaltara að öllu úr ríkissjóði. Norðurárdalsvegi f Borgarfirði verð- ur haldið áfram, og kemst hann vænt- anlega upp áð hraunbrúnni norðan við bæinn Laxfoss. Langadalsvegi f Húnavatnssýslu og Hróarstunguvegi verður haldið áfram, ennfremur nokkrum öðrum akbrautum með smá fjárveitingum. Til umbóta á fjallvegum verður var- ið um 12 þúsund krónum. Tillög til akfærra sýsluvega verða um 50 þús. kr., og kemur jafnmikið á móti frá hlutaðeigandi sýslufélögum. Til við- halds þjóðvega og flutningabrauta þeirra, er rikissjóði er skylt að annast verður varið alt að 100 þús. kr. Brúargerðír. Alþingi 1919 samþykti lög um brú- argerðir. Verða samkvæmt þeim all- ar brýr gerðar úr járni eða járnbentri steinsteypu og fyrir lánsfé, og því ekki sérstakar fjárveitingar til þeirra fram- kvæmda, en landsstjórnin ákveður, hvaða brýr skuli gerðar á hverju ári. Þannig hefir nú í ár verið ákveðið að gera brýr á þessar ár og eru brýrnar Hestar á þjóðveguin: Jökulsá á Sól- heimasandi, Reynistaðará í Skagafirði Brúará í Árnessýslu, ennfremur að gera nýjar brýr í stað gamalla trébrúa á þessar ár: Elliðaárnar, Leirvogsá í Mos- fellssveit, Hólmsá á Mýrdalssandi, Gufu- á í Borgarfirði,'Kópavogslæk á Hafn- arfjarðárvegi, auk nokkurra fleiri smá- brúa. Loks er ráðgert að byrja á næstkomandi hausti á undirbúningi undir brúargerð á Eyjafjarðará. Lang- stærstar þessara brúa eru brýrnar á Jökulsá og Eyjafjarðará. Fannig er Jökulsárbrúin samtals um 230 metrar á lengd, og er ekki búist við að hún verði fullgerð fyr en 1921. Geir G. Zoéga. (»MbI.«) co Draumar, efni, draugar. Nú er dagur kominn. Ríða dauðir menn? Skáldið Vilh, Shakespear lætur eina hetjuna sína segja: »We are such stuff as dreams are made of.« P. e. «Vér erum drauma svipir.* Líf margra lík- ist draumi. En mikill munur er,á draumi og vöku. — Hinsvegar lætur Eddu skáldið Sigrúnu frá Sefafjöllum, und- rast yfir því, að Helgi unnusti hennar skuli birtast henni, snemma morguns þeysandi gegnum skýin.hertýgjaður eins og þegar hann og rekkar hans þustu fram til atlðgu kveldið áður við Freka- stein. Flestir fulltíðamenn vita, að æstar geðshræringar, áköf bræði, djúp sorg jafnt sem ofsagleði, geta svo truflað sjón manns, heyrn og tilfinningar, að maður þykist sjá, heyra og jafnvel snerta eitt eðpr annað, sem maður verður alls ekki var við þegar geðs- hræðingin líður frá. — Þesskonar sjón- ir, heyrnir eða »fyi;irbrigðir« eiga upp- runa sinn í æsingu taugakerfisins eða truflun þess, en alls ekki í áhrifum umheimsins. En hvað eru draumar? spyrja menn. -*■ Deyfð eða dáleiðslu hugsun, en hugsunin er samstarf athugana, skiln- ings og vilja. — Að halda þessar sjón- ir, heyrnir og »fyrirbrygðir« vera raun- veruleg og reglubundin atvik en ekki ofsjónir eða blekking skynfæranna, er sama sem að gefa tilhneiging um sínum tauminn og setja vitl&ysuna til valda. Sigrún brjáluð af sorg þyk- ist sjá unnusta sinn Helga, þeysa til atlögu eins og í lifanda lífi, og fylgir honum í dauðann. En Helgakviða er ástar og orustuljóð og sýnir einkum það, að þegar sú saga gerðist, gátu konur mist vitið af sorg og menn mist rænu af bræði, og þori eg að segja, að alveg eins inuni vera því farið með sjónir og »vitranir« ýmsra austrænna

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.