Norðurland - 12.06.1920, Síða 2

Norðurland - 12.06.1920, Síða 2
»NORÐURLAND,« XX. árgang- ur, kemur út á hverjum laugardegi til ársloka og aukablöð þegar þörf er á og kostar 5 krónur árgangurinn. Gjald- dagi fyrir 1. júlí. Uppsögn ógild, uema komin sé, skrifleg, til útgefanda jyrir 1. október. Auglýsingar kosta kr.: 1,50 hver cm. dálksbreiddar. Þeir, sem auglýsa mik- ið í blaðinu, fá mikinn afslátt. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Finnur N i e l s s o n Hafnarstrœti 102. Sími 59. Prentsmiðja Björns Jónssonar Norðurgötu 17. Sítni 24. Auglýsingum má skila til afgreiðslu- mannsins og í prentsmiðjuna. Nær- sveitamenn eru beðnir að vitja blaðs- ins, hjá afgreiðslumanninum, þegar þeir eru staddir í bænum. spámanna og trúarboða. Pær eru af- sprengi æstra og truflaðra geðshrær- inga öllu fremur en rólegra rökstuddra hugsana. Af sama togi, segi eg, er sagan um upprisu Jesú frá Nazaret sprottin. Hún er aðeins þjóðsaga hinna ofsafengnu og ástríku en óstýrilátu og landflæmdu Gyðinga og þeirri sögu vilja sumir kennimenn íslands og skrif- finnar, að vér trúum enn, eins og ó- brigðul sannindi væri, og það þó að Gyðingar trúi henni ekki sjálfir, og hæðist að oss nafn kristnum fyrir all- ar trúarjátningarnar, alla heimskuna, hjátrúna og hégómadýrkuninaog hræsn- ina, sem gerir skrum að frumatriðum og sannindi að lýgi; sem hafnar ráð- vendinni, kjarna kristinnar kenningar, ' en setur í staðinn, upprisusöguna, hismið, sem lengi hefir kæft og falið, ef ekki clrepið, kjarna og aðalatriði siðalærdómsins og trúarinnar, að guð vill ekki sakramenti og syndafórnir heldur ráðvant líferni. Pað er sann- arlega ekkert gleðiefni fyrir alþýðu þessa lands, að eitt helsta söguskáld íslands og einnig yfirkennari H. Níels- son, skuli verja kröftum sínum og vera launaðir til þess, að uppvekja og útbreiða úreltar hégiljur, hindurvitni og draugatrú hér á landi, einmitt nú þeg- ar umbyltingar geysa erlendis og mest er þörf heilbrigðar hugsunar, sannsögli og eindregins félagsskapar fyrir almenn- ings heilk En hvaða trúarkerfi getur staðið, sem bygt er á fölskum grund- velli? Og hver getur virt þann siða- lærdóm, sem er gagnsýrður lygum. Myrkur fornaldarinnar og rökkur miðaldanna verða að víkja fyrir upp- rennandi sólu nútíðar þekkingar, menn- ingar og hugrekkis. Menn verða að hafa kjark til þess að heya orustu lífs- ins þó að líkaminn deyi og hverfi aftur til jarðarinnar. Eða því skyldi nokkur, sem reynt hefir lífsins þungu þraut, langa til að þreyta sig á annari og ef til vill þyngri þraut eftir dauð- ann? — Eitt spakmælanna, sem Jesú hafa verið eignuð er: »Vinnið á með- ah dagur er. Nóttin kemur þá, er eng- inn fær unnið.« En hvernig er hægt að vinna, npma maður hafi efni og áhöld til þess? Eða hví skyldum vér dauðlegir menn, forsmá efnið, sem líkamir vorir eru gerðir af og sem vér nærumst af meðan vér drögum andann? Og hví skyldi nokkur orð- mæringur eða skriffinni fullyrða nokk- uð um áframhald meðvitundarinnar aftir dauða Iíkamans, en sjá ekki fyrir, ári lengur, hvað á dagana kann að drífa í þessu lifanda lífi? 9/s 1920. F. R. Arngríinsson. CO Seðlar íslandsbanka. Eigandi og útgefandi »Norðurlands« sendi blað- inu 4 þ. m. svo hljóðandi skeyti »Prívatbankinn í Khöfn. auglýsingir samkv. beiðni íslandsbanka innleysi hann ekki seðla hans fyrst um sinn. * * ■ * Jafnskjótt og blaðinu barst þetta skeyti ieitaði það urnsagn- --i---i--II- - i i—nfi i—■— i <-in r i»» | ■ ji i-p- ar bankastjórans hér, með því að blaðinu voru ókunnar ástæð- ur að mestu léiti fyrir þessari breytingu, og taldi því réttara að flytja ekki fregnina skýring- arlausa, þar sem það veit að útgefandi þess, hefir gætt þess að hlaupa ekki með mikilsvarð- andi viðskiftafréttir nema fullar heimildir lægju fyrir. Hinsvegar of naumur tími til að snúa sér til hans um skýringar. Um- sögn bankastjórans er á þessa leið: Ráðstöfun þessi vitðist vera gerð til frekari tryggingar því, að fyrirmæli reglugerðar stjórnarráðsins 26. apríl þ. á. komi að tilætluðum notum, en þar er svo ákveðið, að farþegum, sem héðan fara til útlanda, sé bannað að hafa meðferðis meiri peninga en nauð- synlegt sé til ferðakostnaðar, nema samþykki viðskiftanefndar komi til. Nú er það auðsætt, að torvelt er eða ó- mögulegt, að hafa eftirlit með því að þessum fyrirmælum sé hlýtt, enda mun það þejfar hafa komið I ljós, að mis- brestur hafi orðið á því. Allir vita, að íslandsbanki vill ekki að svo stöddu, auka skuldir sínar utanlands, þar sem hann hefir um nokkurn tíma undan- farið synjað um sölu ávísana á við- skiftabanka sína erléndis, en vitanlega væri ekkert með því unnið, ef seðlar bankans yrðu í þess stað viðstöðu- laust sendir út úr landinu; hér er því að ræða um hið cinasta úrræði, sem bankinn gat gripið til í því skyni að sporna við aukning skulda sinna er- lendis. Vonandi þarf þessi ráðstöfun ekki að valda mönnum tilfinnanlegra óþæginda, því sjálfsagt er eigi svo lít- ið af dönskum seðlum í umferð hér í landinu, að þeir nægðu ekki í bUi hánda ferðamönnum >til nauðsynlegs ferðakostnaðar«; auk þess má vel vera að seðlar Landsbankans haldi áfram að ganga utanlands eins og áður; loks má gera ráð fyrir því, ef útlendingar skyldu koma • hingað til fiskveiða og j-JÉRMEÐ tilkynnist vinum og vandamönnum, að útgerðar- maður, Fribrik Einarsson, hefir í dag andast ,á heimili sínu hér í bæ Strandgötu 45. Jarð.irföriu verður ákveðin síðar. Akureyri 12. júní 1920. Aðstandendur hins látna. / fjarveru minni annast herra konsúll O. C. Thorarensen afgreiðslu fyrir vátryggingarfélagið »Ú R A NI A«. Akureyri 22. mai 1920. Jóti Stefánsson. síldarkaupa í sumar, að töluvert rakni úr með peningaviðskifti við útlönd áður Iangt um líður. CO Einkaskeyti. (Frá Khöfn.) Viðsjár eru með Svíum og Finnurn út af Álandseyjunum. Finnar vilja leggja eyjarnar und- ir sig, og. setja nú fjölda Álendinga í varðhald. Blaðamannafundur fyrir Norð- urlönd hafði verið ákveðinn í Helsingfors á Finnlandi, er nú hætt við hann. Líkur þykja til að íhaldsstjórn muni setjast að völdum í Pýska- landi. Enginn einn flokkur náði þar meirihluta við nýafstaðnar kosningar. , \ Stjórnarskifti hafa orðið í Ítalíu Giolitti orðinn forsæisráðherra. Hafnarverkfallinu hér hætt. Jón Stefánsson. Hungur. Niðurl. Árið 1785 tók ekki betra við, því þá gjörði harðan vetur, sem kallaður var »Stúfur«. Er til þess tekið hve frostið var hart um ársbyrjun, að þá »fraus pottflaskan af messuvíni á altarinu í Kirkju- bæjarklaustri og varð að krapa. Pá voru um nýár aðeins 4 kýr á öllu Langanesi. Svo kom hafísinn og lá fyrir Norðurlandi fram á haust. Mannfellir var svo mikill að í meðalsókn þar sem 20 voru vanir að deyja á ári burtkölluðust nú um 200. Eitt sinn fundust 10 manneskjur dauðar úr hungri og máttleysi milli Krísuvíkur og Njarðvíkur. Alls dóu þetta ár 5047 fleiri en fæddust og er talið að á öllu harðindatímabilinu 1779—1785 hafi að með- töldum þeim sem dóu úr bólu 1786 hafi dáið fjórði hluti alls fólks á íslandi úr hungri og far- sóttum.« Um manndauðann fá menn beztu hug- mynd við að bera hann saman við það sem nú er venjulegt. Pá var manndauði 126%o eða meiri enn nokkru sinni, en nú um 157oo. i Árin 1812—1813 eru síðustu verulegu hallærin, sem sögur fara af hér á landi, þó auðvitað hafi verið oft síðan. Pau hallæri voru sumpart að kenna vetrarhörkum og fiskleysi, en sumpart dýrtíð sem afleiðing af Napoleonsstríðunum. Voru þá ærin vandræði og dýrtíðin svo mikil að aldrei hafði slík verið; var mikil neyð af verzlunarólaginu og seðlatallinu. Bjargleysið var þá mikið kringum Reykjavík og voru tukthússfangar um haustið send- ir heim á sveitir sínar og skólahaldið í Reykjavík mjög bágborið. Pá var mikil umferð af flökkur- um og uppflosnuðu fólki, og miklir stuldir og gripdeildir. Um dýrtíðina og ástandið orti síra Pór- arinn í Múla í Tíðavísum sínum: »Ekki rísa undir má, enginn vinna til endist, geypiprísum öllu á, átján sinnum hærra en fyrst. Aflabrestur alstaðar, íslands skerða vesalt táp heltök verstu höndlunar hörð árferð, og skepnu dráp.« IX. Pessi fáu atriði sem nú eru talin úr okkar sult- arsögu nægja til að sýna, hve svart hefir verið á- standið oft tíðum. Pað er engin furða þó vík- ingsþrótturinn forni hafi rýrnað í meðferðinni og þjóðin hafi minkað líkt og hestakynið. Lág og dimm moldargöng, baðstofukytrur og kuldinn hafa líka stuðlað til. En svo er þó fyrir þakkandi, að enn er kjarni óskemdur í þjóðinni svo að enn má endurfæðast líkamlegt jrfnt sem andlegt atgjörvi eins og vel hefir komið í Ijós síðan, þjóðinni fór að líða betur eftir miðja nítjándu öld. Og vissu- lega mun framtíðin glæsileg, ef eins stefnir fram og gjört hefir um hríð. Hjá Pjóðverjum féllu úr hungri um 700 þúsund manns meðan á styrjöldinni stóð. Og öllum þyk- ir ægilegt. En livað liefði sagt verið, ef mannfell- irinn í hallæri þeirra hefði numið 10 miljónum? Pað hefði þó varla jafnast á við hallærismanndauða vorn á seytjándu og átjándu öld þegar talið er, að þrívegis hafi á fárra ára tímabilum dáið um 9000 manna úr hungri og hungursóttum — níu þúsund manna af þjóð, sem þá taldi aðeins um 50 þúsund. Hallærin hjá okkur orsökuðust ekki af styrjöld- um eða umsátri óvinahers eins og hjá Pjóðverjum, heldur af óáran náttúrunnar, sem varð fátækri þjóð ofurefli við að etja. Er. sumpart olli siglingateppa og ólag á verzlun við útlönd. En erum við nú orðnir þeir menn, að við þurfum aldrei að kvíða hallœrum og hungurdauða framar? Eldfjöll eigum við enn sem fyrrum. Harðindi og hafísar heimsækja okkur enn. Grasbrestur kem- ur fyrir og fiskileysi getur enn að höndum borið. Við höfum að vísu eignast skipakost talsverðan, og erum færari um enn áður að viða að oás björg. En betur má ef duga skal, Verzlun og saragöng- ur geta komist í engu minna ólag nú enn fyr á tímum. Og nú er slíkt ólíkt hættulegra okkur enn þá. Því aðgætandi er, að samgöngurnar verða að vera margfalt fjörugri nú enn þá, af þvi við höf- um nú löngu iýnt því niður, ack lifa eingöngu af landsins eigin gœðum eða þvi nœr eingöngu. Framleiðslan af matvælum í landinu er að vísu margfalt meiri enn fyr á öldum. Ekki yantar okkuf síld né saltfisk ué saltkjöt og jafnvel ekki liangi-

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.