Norðurljósið - 10.08.1886, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 10.08.1886, Blaðsíða 2
— 2 áriðandi að eitthvert norðlenzkt blað hiklaust fylgi stefnu þeirra, En eins og nú er ástatt, er pess ekki kostur, nema með pví að stofna nýtt blað. Enda hafa peir látið ser niikið umlmgað um, að blað petta kæmist á fót. Eins og boðsbrjefin Ijetu í ljósi, var pað œtlun vor, að láta blað vort sneiða sig hjá politík að mestu levti nema pví. sem talizt getur með almennum fréttum, en aptur á nuíti flytja mönnum fróðlegar ritgjörðir um ann- að og ýinislegt til skemmtunar. En nú ætlum vér að breyta pessu og gefa politiskum ritgjörðum rúm i blaði voru ekki sið- ur en öðru; og vonum vér að almenningi verðí pað ekki móti skapi, pví að menn hafa einmitt nú i ár sýnt almennari og meiri áhuga á politík og öllu, sem að landstjórn lýtur, en nokkru sinni áður. Vér munum líka láta hvertblað flytja lesendum sínum ýmislegt annað til fróðleiks og skemmtunar. Munum ver á allan hátt reyna að fullnægja kröfum sann- gjarnra kaupenda, og hvorki spara tíma né annað til að leysa þetta verk svo vel af hendi sem oss er auðið. Hvað skoðun vora snertir á helztu áhugamálum pjóð- ar vorrar. pá skulum vér taka pað hér fram með fáum orðum. að blað vort mun fylgja pví fast fram: að stjórnin verði gerð innlend sem mest má verða, cmbættum skipað haganlega og laun embættismanna sniðin eptir efnahag pjóðarinnar. að vel sé farið með landsfé, og pví ekki kastað út í bláinn. án pess að hafa nokkra vissu fyrir pví, að pví verði varið samkvæmt tilgangi peirra, sem veita. að ping og stjórn gjöri allt, sem hægt er til að greiða samgöngur, efla atvinnuvegi og auka menntun al- pýðu. Allar ritgjörðir umpessi atriði, er ganga í pá stefnu, er vér munum fylgja, er oss sönn ánægja að taka í blað vort, og sömuleiðis fróðlegar ritgjörðir um annað efni, góða og greinilega fréttapistla og skemmtilegar, stuttar sögur, hvort heldur pær eru pýddar eða frumsamdar. En sérstaklega viljum vér biðja bændur að senda oss við og við áreiðanlegt yfirlit yfir búnaðarástand í sveitunum, uni i'ramfaratilraunir, félagsskap, jarðabætur, fjárrækt, fiskiveið- ar o. fl. Páll Jónsson. Peningaleysi og fjáryeitingar. Varla mun í mannaminnum pví likt peningaleysi, sem nú er. Kveður svo ramt að pví, að svo má heita, að næstum öll viðskipti manna, sem peninga parf til, sé stöðv- uð. Vilji pað til, að einhver bóndi eignist krónu, geng- ur hún óðar í skyldugjöld hans til opinberra stétta, eða í aðrar sknldir. íslenzku vörurnar eru fallnar svo í verði að pær hrökkva bændum naumast til að kaupa fyrir helztu lifsnauðsynjar peirra; og sé eitthvað afgangs, er pað lagt inn í gamlar kaupstaðarskuldir. Engar vörur er hægt að selja fyrir peninga, pvi að kaupmenn hvorki hafa pá, né vilja kanpa íslenzkar vörur gegn peningum, vegna pess, að peir hafa á síðarí árum beðið talsverðan halla á sölu peirra erlendis. pessi peningaskortur hefir nú verið um nokkur ár, pótt nú keyri úr hófi. Mun hann eiga mikla rót í pví, að kaupmenn hafa litla peninga flutt inn i landið, en gengið hart eptir skuldum sínum, og við pað hafa peningar peir, sem áður voru í veltunni hjá bændum, dregizt útúr landinu. Einnig hafa viðskipti manna við Englendinga síðustu árin fært minni peninga inn í landið en áður, bæði af pví að hestar og sauðir hafa heldur lækkað í verði, og menn hafa tekið fyrir pá mikið af vörum en minna af °pening- um. pað er ekki gott að sjá, hvern endi pessi viðskipta- pröng hefir, en helzt lítur út fyrir, að fjöldi manna verði öreigar áður en lýkur, eða að minnsta kosti bindi svo eig- ur sínar við kaupmenn og aðra skuldheimtumenn, að peir verði ekki fjár síns ráðandi. Ná pegar hefir fjöldi Lbænda veðsett kaupmönnum allar eigur sínar, og mega svo bú- ast við á hverri stundu, að allt verði tekið af peim og peir standi uppi blásnauðir, ef peir geta ekki staðið í skilum á rjettum tíma. Vera má, að bankinn bæti dálítið úr peningaskortin- um, og viðskipti manna verði greiðari, pegar seðlarnir breiðast út um landið, en einkum verður gjaldheimta sýslu- manna og annara skattheimtu- og tollheimtumanna, sem skyldir eru að taka pá með ákvæðisverði, talsvert hægri. |>egar bændur eru í pessari peningapröng, og sjá naumast ráð til að bjarga sjer og fjölskyldu sinni frá hungri og klæðleysi, pá er ekki að furða, pótt peir horfi á pað blóðugum augum, er pingið eyslandsfé á báðabekki, eins og landssjóður væri ðtæmandi eða bændur ópreytandi að bera i brunninn, hversu mikln sem úr honum er ausið. Hjá bændum heima í sveitunum eru 5—10 krönur stórfé, fé, sem til er í fárra pyngju; en á alpingi eru opt 5—10 hundruð kr. smárreði, sem einu má gilda í hvers vasa hringla. Bændur sjá petta fullvel, og pað er von peim sárni pað, pví að meginhlutinn af fé pví, sem pingið hefir til umráða er pínt útaf peim — vesalings bændunum, sem mega ganga hungraðir og klæðlitlir, og svo að segja taka brauðið frá munninum á sársoltnum börnuuum og selja peim, sem bezt býður, heldur en að undanfolla að borga pá skatta og skyldur, sem ping og stjórn leggur á pá. En allt petta mundu bændur bera með pögn og polin- mæði og blessa hvern sinn blóðdropa er hrýtur í sjóð hinna, ef peir sæju að fénu væri jafnan vel varið, en pað finnst peim ekki, og einmitt pað er orsökin til pess, að ýmsar fjárveitingar síðustu pinga hafa orðið næsta óvinsælar. Vér skulum engan dóm á pað leggja, hvort pingmenn hafa ætíð greitt atkvæði eptir beztu sannfæringu, pegar um fjárveitingar var að ræða, en pó viljum vér halda, að svo hafi verið. En hitt er víst, að pær hafa sumar verið með næsta litlu ráði gjörðar. Eigum ver einkum við ýms- ar smafjárveitingar , er síðustu ping hafa mjög tamið sér, t. a. m., að veita mönnum nokkur hundruð krónur til að sigla til útlanda til að nema hitt og petta, sem peir ef til vill hafa enga hæfilegleika eða vilja til að læra. Hversu opt hefir ekki embættismönnum og öðrum verið veittur styrkur til að framkvæma eða gjöra eitthvað , sem alls ekki sýnist peim ofvaxið að afkasta, ef peir lieíðu nokk- urn vilja á pví, að gjöra meira eða láta fleira eptir sig liggja, en pað, sem staða peirra beinlínis útheimtir. Og hversu margar krónur hafa ekki verið veittar ungum mönn- um, er hafa sagzt ætla að sigla og verða vél- fræðingar og vélasmiðir? Og svo hefir náttúrlega allt átt að ganga hjá oss með eimi og eldi, mylnum og maskinukrapti, pegar peir kæmu aptur úr utanför sinni. Jú, peir hafa flestir eða allir skotizt til Danmerkur eða Skotlands og dvalið par dálítinn tíma. En hvað hafa peir svo lært? Fáir mikið og sumir ekkert. Enda er ekki við betra að búast, pegar féð er fengið í höndur allslaus- um unglingum, pví að sjaldan er pað meira en pað, sem peir purfa nauðsynlega til pess að draga fram lífið, án pess að geta nokkuð gefið sig við lærdómi, gengið á skóla eða ferðazt um til að skoða vélar og verkfæri. |>etta hljóta pingmenn að sjá, að minnsta kosti hafa peir nú margra ára reynslu fyrír pví, að petta gengur optast pann- ig. -Ætti nokkurt lið að verða að slíkum fjárveitingum, yrðu pær að vera svo miklar, að fjárpiggendurnir gætu ekki einasta siglt, heldur einnig lært. Ætli menn að kynna sér vélar nokkuð til hlítar, og einkum ef menn ætla að verða vélasmiðir, purfa menn að ganga á skóla, pvi að'til pess útheimtist ýmiss konar lærdómur, sem ekki verður numinn af pví að líta tvisvar eða prisvar á einhverja vél eða verksmiðju erlendis. Án hans verður öll pessi í- myndaða vélfræði og vélasmíði eintómt kák , humbúg og vitleysa. |>á eru aðrar fjárveitingarnar engu vinsælli. |>að eru pessar sifelldu launaviðbætur embættisinanna á hverju

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.