Norðurljósið - 30.08.1887, Side 2

Norðurljósið - 30.08.1887, Side 2
skipi, umboðslaun erlendis og annan kostnað við pað. Efni- viður í skjólborð, garneringu og innanbyggingu var keyptur hér og kostaði hér um bil 500 kr. — 8500 af zinkrendum (galvaniseruðum) saum 4“—5“—6“ löngum, 650 pd. af zinkrendum boltatein af fjórum tegundum, 750 zinkrendar rær kostaði í innkaupi samtals 270 kr. (af pessu varð nokk- ur afgangur). Ivaðall í reiða, 50 blakkir og 23 zinkrend járnföt á pær, og 500 al. af seíldúk kostaði samtals 830 kr., spiljárn með tvöföldmn krapti 132 kr., landkeðja 60 faðma löng 180 kr. Stjórafærið með dreggjuin og forhlaupurum, vaðarhöld og öll önnur veiðigögn kostaði samtals nálægtl800 kr. |>egar allt var saman talið og skipið albúið til veiða — að undanteknum beitusel — kostaði pað hér um bil 8,700 kr. (að öllum veiðigögnum undanskildum tæp 7000 kr.) og varð pað okkur pannig fullum 3000 kr. ódýrara heldur en «Yonin», sem erlendis var smfðuð. Ef við hefðum haft eyk í byrðing og garneringu pá liefði skipið orðið mesta í lagi 500 kr. dýrara fyrir pað, og með pví «Vonin» hefir tvenn segl en «Æskan» að eins ein. pá getur maður bætt við öðrum 500 kr. fyrir pað. En með pví trauðlega verður gjörður annar munur á skipunum pá höfum við haft beinan 2000 kr. hagn- að af pví að láta smíða skipið hér. Af skipsverðinu eru hér um bil 2000 kr. vinnulaun, og er aldrei nógu mikil áherzla lögð á, hversu mikið er í pað varið að geta tekið pau hjá sjálfum sér. J>að er beinn gróði landsins í heild sinni og um leið sómi fyrir pað; pað gerir einstaklinginn, sem nýtur atvinnunnar, færan til að sjá fyrir sér og sínum og venur hann á iðjusemi og dugnað: hann lærir, honum vex prek og dugur að bjarga sér og hann er glaður í anda yfir pví, að purfa ekki að sitja auðum höndum yfir veturinn. Á Siglu- firði var einnig annað pilskip nú næstl. vetur smíðað hér um bil alveg að nýu, í staðinn fyrir annað er lagt var niður («Christiane»), og auk pess lét Chr. Havsteen verzlunarstjóri stækka og smíða að nokkru leyti upp að nýju eitt af skipum sínum, svo öll vinnulaun við skipasmíðar á Siglufirði hafa ef- laust farið hátt á fimmta púsund kr. Hver áhrif pvílík at- vinna hefir á sveitarfélagið, sem nýtur hennar, er öllum ljóst, enda mun pað fullkomlega sýna sig á Siglfirðingum. |>að eru ekki einungis smiðir sem atvinnu hafa við pessar skipabygg- ingar heldur getur hún að nokkru leyti náð til hvers pess, sem er laglegur í sér og vinnufær, pareð starfið er svo marg- háttað. (Niðurl. síðar). Herra ritstjóri! það hefir spunnist langt blaðamál, og lengra en við mátti búast út af hinum fáu og meinlausu athugasemdum mínurn er fylgdu skýrslunni um kaupfélag þingeyinga í 2. tölublaði blaðs vðar, þar sem sýslumadurinn í |>ingeyjarsúslu, verzlun- arstjórinn á Húsavík og oddvitinn í Húsavíkurhrepp, hafa allir fundið ástæðu til pess að svara athugasemdunum — líklega í því skyni að hrekja þær, og þagga niður slíkar ófyrirleitnar raddir. Hvort þeim herrum hefir heppnast þetta legg jeg undir dóm lesenda blaðs yðar, þ. e. dóm „heilbrigðr- ar skynsemi“ alþýðu manna. En um leið vildi eg beiðast rúms í yðar helðraða blaði, fyrir fáeinar athugasemdir við allt þetta ritgerða moldviðri. Svar sýslumannsins er, eins og við mátti búast, hreint og beint og drengilegt; hann þýtur ekki upp með fáryrðum og fautaskap, heldur birtir dóm sinn um útsvarsmál kaupfé- lagsins umsvifalaust og illyrðalaust; var það hið bezta svar er liann gat gefið, því nú hefir dómur hans „sinn dóm með sér“ þar sem öllum gefst kostur á að kynna sér hann. f>að er því alveg óþarft að fara fleiri orðurn uin hann. Oðru máli er að gegna, þar sem er hin langa ritgerð verzlunarstjórans á Húsavík til okkar .,J>ingeyings-‘ í auka- blaði við Norðurl. 17. apríl næstl. Verzlunarstjóriun verður svo reiður og illyrtur yfir því að fá ekki „að silja í friði“ að varla er gerandi fyrir aðra en orðháka að eiga orðastað við haun, enda er litlu að svara, nema persónlegum fúkyrð- um, seui ekkert snerta málefnið. Og af hverju reiðist verzl- unarstjórinn mér svona? Allt sem eg hefi um hann sagt er einungis það að í almæli sé að hann ráði miklu í hreppsnefnd Húsavíkurhrepps, og virðist mér það fremur mega telja til lofs en lasts, nema svo sé, að honum sjálfum þyki minnkun að framkvæmdum nefndarinnar. Sé þær góðar og gagulegar þá finnst mér að hann ætti að vera hróðugur af því að hafa fengið viðurkenningu opinberlega; en í pess stað bregður hann mér um hnútukast, og að eg hafi „skrækt í skugga“. Að segja að sá „skræki í skugga“ sem ritar í blöðin, er ó- skiljanleg vitleysa, því hann talar í áheyrn allrar þjóðarinnar en þyki verzlunarstjóranum mannsnafn vanta, þá sýnir hann að eins með því að hann hugsar meira um persónur en mál- efnið, enda ber ritgerð hans vott um það, og af engu er hann eins hróðugur og því að hann þekki höfundana í Norðurljósinu. Hvort athugasemdir mínar hafi verið sprottnar af óvild og „illgirni11 getur hver maður séð, sem les þær hleypidóma laust, en pað viðurkenni eg fúslega að eg met Iangt um meira heill almennings, og réttlæti í viðskiptum, en gróða 0rum & Wulífs-verzlunar, eða jafnvel hagsmunir verzlunar- stjórans á Húsavík ef það getur ekki samrýmst, sem raunar þarf ekki að eiga sér stað, ef verzlunin vildi laga sig eptir þörfum almennings, sem hún á alla tilveru sina undir. J>essa skoðun mína verður verzlunarstjórinn að meta sem hann vill og getur, og eins hina, að eg get ekki álitið þá aðferð, sem höfð hefir verið við Húsavíkurverzlun, að miða til almennings heilla, og heldur ekki verzluninni til þrifa. Yarla mun verzlunarstjórinn vilja eða geta neitað því að honum sé „illa við“ kaupfélagið, svo berlega og opt hefir það komið fram í viðskiptum við kaupfélagsmenn, og er ein- mitt aðaltilefnið til þeirrar miskliðar, sem nú er orðin á mill- um verzlunarinnar og fyrverandi viðskiptamanna liennar. Yerzlunarstjórinn skellir allri skuldinni á viðskiptamennina, og brigzlar þeim um svik og pretti1, einmitt þcgar þeir eru að kljúfa þrítugan hamarinn til að borga verzlun hans skuldir sinar; en þeir kenna aptur verzluninni um allt saman. og telja hana óhagkvæma okurverzlun. Og hver á hér að skera úr málum? Hver anner enn heilbrigð skynsemi og hlutarins eðli. sem verzlunarstjórinn metur svo Iftils að hann líkir því við skötufót (sic), og segir um það að belra sé að veiía röngu tré en engu. Samt sem áður mun Húsavíkurverzlun hljóta að lúta atkvæði þessa dómstóls, og falla úr sögunni, ef hann dæmir hana óhæfa; hann hefir velt þyngra hlassi en henni, þótt gömul sé. Og hversu ólíklegt sem verzlunar- stjóranum þykir það, þá kýs eg þó hiklaust að hafa heldur fylgi heilbrigðra skynsemisdóma en lagalegra dómstóla el'peir geta ekki samrýmst. Sönnun þá sem verzlunarstjórinn vill fá hjá mér fyrir því, að þetta sé í raun og veru, get eg að vísu með engu móti látið í té, því eg verð að játa að egskil ekki hvað hann vill, eða hver sönnun er fólgin í pví, mér Iiggur jafnvel við að efast um að í því sé nokkur „heilbrigð skynsemi“. En aðra sönnun get eg fært til, sem eg vona að allir skilji. Verzlunarstjórinn veit eflaust að áður voru það lög hér á landi. að ef maður verzlaði með einn fisk annar- staðar en á því kauptúni, sem honum var skipað að verzla í, þá varðaði það stórsektum og eptir þessum lögum voru menn dæmdir, jafnvel frá eignum og æru fyrir að kaupa færi á óleyfiilegum stað, til þess að bjarga lifi sínu og sinna. Og þetta voru „lagalegir11 dómar. Meira að segja. dómar- arnir hlutu að dæma svona, lögin skipuðu það. En er nokk- ur heilbrigð skinsemi í slíknm lögum og slíkum dómum? Getur verið að verzlunarstj. vilji heldur hafa fylgi slíkra „laga!egra“ dóma en heilbrigðrar skynsemi, og máske líka að slík lög væru enn í gildi, en eg, fyrir mitt leyti kýs það ekki. Og það munu vera nokkur lög til hjá oss enn, sem 1) Sjá ritgerð hans í aukabl. Norðurljössins. B. J.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.