Norðurljósið - 30.08.1887, Page 3

Norðurljósið - 30.08.1887, Page 3
— 51 — litlu eru betii en þessi, og hvernig munu þá dómarnir ? þetta er nú hin „dulda hugsun“ sem verzlunarstjúrina er að reyna til að leggja í orð mín, eða vekja grun um að í þeim liggi. þelta er illmælið um dómstólana, sem hann vill fá út úr orðum mínum. Síðasti hlutinn af ritgerð verzlunarstjórans er þannig úr garði gerður að ekki er við hann eigandi, enda flest í honum óskiljanlegt. Hvað meinar verzlunarstjórinn t. d. er hann spyr mig hvort eg hafi ráðfært mig við „pabba“ áður en eg reit í Norðurl? Er það meiningin að gera gabb að föður mínum, Jóni gamla á |>verá, sem alls engin afskipti hefir haft af kanpféiagsmálum? Hvað er það, sem eg „skrökva að dómaranum ?“ Verzlunarstjórinn hefði átt að vera svo ærlegur að segja það afdráttarlaust. Og hver er „synd“ sú, sem hann segir að eg hafi drýgt? Dylgjur þessar skilur víst enginn. í lok ritgerðar sinnar fer verzlunarstjórinn með bein ó- sannindi er hann segir að fjöldi manna hér í sýslunni hafi orðið kaupfélaginu fráhverfir, liklega eptir það að hann hafði „skýrt þeim upp á sinn máta“ frá hinni „annari hlið málsins“. En hann kemst mjög heppilega að orðí er hann segir að þessir menn hafi „komist að öfugri niðurstöðu“. Hið sanna er, að kaupfélagsmenn eru alltaf að fjölga, og einkum fjölg- uðu þeir mjög mikið í vetur eptir að verzlunarstjórinn greip til „óyndis úrræðanna“ sem hann sjálfur talar um. Margir mtinu álita að hann þá hafi komizt að „öfugri niðurstöðu“, og jafnvel einnig þá er hann reit ritgerð sína til okkar þingeyings. (Niður). síðar). Benedikt Jónsson. Nýfundin steingjorð mannsbein. Á nokkrum stöðum bæði á Frakklandi, Spáni og Ítalíu hafa fundizt steingjörð mannsbein. Bein þau, sem vakið hafa einna mesta eptirtekt vísindamanna, fundust við Dússeldorf á þýzkalandi og eptir fundarstaðnum hafa verið kölluð Neanderthalsbeinin; litu pau út fyrir að vera úr inönnum á mjög lágu stigi. Brúnabein- in voru mjög framstandandi eins og á öpum, ennið lágt, mjótt og apturdregið. og framheilinn helir pví verið lítill; öll höfuðbeiniu voru mjög þykk. Menn hafa ekki verið á einu máli um bein pessi fremur en allt annað. Sumir hafa haldið því fram að þau væru úr fornmönnum er staðið hefðu núlifandí mönnum langt að baki að líkamlegu og andlegu atgervi; aðrir hafa mótmælt, og sagt að petta væri að eins undantekning og þykktin á beinunum hefði komið af ein- hverjum sjúkdómi. Við og við hafa fundizt bein, er mjög hafa líkst Neanderthals beinunum, og í sumar sem leið 1886 hafa tveir menn við Spy í fylkinu Namur í Belgíu fundið nokkurn veginn fullkomnar mannsbeinagrindur, er likjast svo hinum fyrnefndu beinum að enginn efi getur leik- ið á því að þau séu af mönnurn sömu kynslóðar, er einhvern- tíina í fvrndinni hafa búið hér í Evrópu. Hjá mannsbein- unum fundust og bein af nashyrningi, hestum, elgsdýrum, hreindýrum, úruxa, fil (dephas primigenius, nú útdauður) hellisbirni og hellishyenu og þar að auki illa tilbúin stein- vopn. Hauskúpurnar eru öldungis eins og Neanderhauskúp- urnar. Neðri kjálkarnir fundust einnig. J»eir eru mjög þykk- ir, tennurnar mjög framstandandi og haka nær því engin eins og á öpum. Enn fremur fundust handleggsbein, lær- og leggbein, öll mjög luraleg, og á neðri lærleggjarhöfðinu sézt það að menn þessir hafa ekki gengið alveg uppréttir. þeir hafa verið mjög bognir í knjáliðunum og að líkinduin stutt niður höndunum er þeir gengu, eins og gorilla orangutan aparnir. Af þessu má sjá að forfeður vorir hér i Evrópu á öndverdri hinni quaterneru eða fjórðu aðaljarðöld1 hafa ekki að eins staðið oss afarlangt að baki, heldur jafnvel venð 1) Sem vnrður 5. jarðöldin ef hin líflauaa frumöld er með talin. Bún kallast og Mannöld, því þá kemur maðurinn fyrst fram, sbr. þorv. Thor. Andvara VI. bls. 69 og 92. skemur á veg komnir en hinar aumustu nú lifandi villi- þjóðir. Hvort vér séum afkomendur þessara þjóða verður ekki sagt með neinni vissu því á milli þeirra og vor er staðfest svo ómælilegt tíma djúp. Steingjörð beinagrind úr lival hefir fundizt í Norður- Ameríku 3300 fet yfir sjávarmáli. Hún er 30 fet að lengd. Mringfjöllin í tunglinu. Eins og allir vita, er mikill hluti af yfirborði tunglsins myndaður af risavöxnum hringfjöll- um. Sú skoðun hefir veið almenn að þetta væru útbrunnir eldgígir, því ekkert nema stærðin greindi þau frá eldfjöllum jarðarinnar. En stærðin er líka svo ákafleg að hún kemst ekki í samjöfnuð við neitt samskonar á jörðunni, því marg- ir af þessum tunglgígum eru margar mílur að þvermáli og því óskiljanlegt að þeir hafi myndazt á sama hátt og eldgígir jarðarinnar. Yísindamenn hafa þvi reynt til að finna aðrar líklegri orsakir til myndunar þessara hringfjalla en eldgos, og hafa ýmsar kenningar komið fram í því efni. En nú fyrir skömmu hefir hinn heimsfrægi ameríkanski vísindamað- ur John Ericson (Jón Eiriksson) komið fram með spánýja kenningu fjarstæða öllum öðrum. Hann álítur að sífeldur kuldi ríki á yfirborði tungisins, og jaínvel í glaðasta sólskini sé þar ekki minna en 120° frost. þetta byggir hann bæði á sjálf sín og annara athugunum. Skoðun hans er því sú, að mánafjöllin séu hræringarlausar jökulmyndanir, er orðin séu hörð sem berg af langvarandi og stöðugum áhrifum þessa heljarfrosts. Honum telst líka svo til að eptir þessari jökla- kenningu hljóti land og sjór upprunalega að hafa verið í lík- um hlutföllum á tunglinu og nú er á jörðunni. Tjörnnos eða T j ö r n e s ? Eg hefi, herra ritstj., nokkurum sinnum rekið migáí blaði yðar og víðar hinaröngu mynd, — að minni skilningu —, af þessu örnefni, nfl. Tjörn-nes. Iinyndið líklega þér og aðrir yður, er svo ríta, að það sé dregið af t j ö r n. En fyrst er uú það, að á plássi þessu er varla til pollur, hvað þá heldur nokkur tjörn. Og í öðru lagi, ef það væri dregið af tjörn, ætti það að heita T j a r n n e s. Á Hólssandi hér, milli Axarfjarðar og Hólsfjalla, og einnig á Hólsstíg, milli Núpasveitar og Sléttu, heita: T jarnstæði; er það af því, að þar situr vatn í lautum fram eptir sumrum og allt sum- arið, þá er illa viðrar, eptir leysingar á voruin. Hið rétta nafn er því efalaust: Tjörnes. Og skal eg nú reyna að færa sönnur á það. í útgáfu okkar Bjarnar Jónssonar af Eyrbyggju, Akureyri 1882, bls. 110. er vísa. þar sem mannkenningin: tjör-rínar-týnir, eða, ef skipt er til, á að vera: rínar-tjörs-týnir, og á tjör hér auðsjáanlega að þýða : e 1 d u r (sbr. skýringu mina á bls. 150. í Eb.). Víðar kemr og þetta orð: tjör fyrir í fornum kveðskap í merkingunni: e 1 d u r. Og vér höfum enn í dag í máli voru náskylt orð þessu, nfl. týra, er þýðir: lítið 1 j ó s, allt svo : diminutivum af orðinu : t j ö r, er lík- lega er karlkyns. Nú skal eg segja yður skrítna sögu viðvíkjandi örnefn- inu Tjörnes, að það sé sama og : E 1 d n e s. Nóttina milli 22. og 23. októb. mán. 1885 var eg einn á ferð af Húsavík út Tjörnesið. Fór eg sem leið liggur út hjá Héðinshöfða og ofan í fjörurnar hjá Köldukvísl. og reið þær út, eins og leið liggur allt að Hallbjarnarstaðakambi. Veðri var þannig farið að norðaustan hríðarritja var og það allmikil í éljunum. Tungl var í fyllingu og óð optast í skýjum. J?á er eg var skammt kominn út í fjörurnar, sá eg bál mikið þar sem eg átti von á að Hallbjarnarstaðakamburinn væri, og var það slíkt heljarbál, að eg hefi aldrei annað eins séð, þá er það

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.