Norðurljósið - 10.10.1887, Page 3

Norðurljósið - 10.10.1887, Page 3
59 — 24. s. m, kom „Camoens“ hingað að sækja sauði þá er Coghill hafði keypt og hingað voru reknir. Varð Camoens að liggja hér sökum storma og illviðra til pess 29. Fór ‘hann pá héðan með fjölda fjár og hesta. Sama dag kora annað gufuskip („Horseguards") hér innáfjörðinn og ætlaði að sækja hingað sauði en vegna þess að Camoens var þá búinn að taka pað, sem keypt var, snéri það þegar til Húsa- víkur, og tók þar markaðssauði þá, sem þangað voru reknir. „Grána", kaupskip Gránufélagsins, er legið hefir inni' lokuð í ís á Austfjörðum síðan í sumar, er nýlega komin á Siglufjörð. Tíðarfar. 26, og 27. sept rak niður stórfenni í sumum sveitum norðanlands. í úthluta J»i*geyjarsýsls var sumstaðar ókleyfur snjór í byggðum og fé fenati; en *«mstaðar inn til dala sást varla föl á jörðu. Svipaðar fréttir eru Mgðar úr S kagafjarðarsvslu. þann snjó hefir nú tekið aptur, en fremur hefir verið vætusöm tíð, og stundum köld. Skipstrand. Nýlega strandaði kaupskipið MIda“ ná- lægt Kópaskerjum átti að fara á Borðeyrl. Einn af skip- verjum drukknaði. Skipskrokkurinn er sagður heill, en sigl- ur brotnar og reiði slitinn. Yestnrfarar fáeinir fóru héðan með Camoens um daginn. Dánir. Nýlega er dáinn gagnfræðingur J>orbjörn Magnús- son í Saurbæ, nngur maður og efnilegur. Hann varlfrændi og uppeldisonur séra Daníels Halldórssonará Hólmum. Einnig er nýlega látinn hinn góðfrægi prestaöl dungur síra Jón Austnxann að Stöð í Stöðvarfirði. «Thyra» kom í dag. Engar merkar íréttir af Suður- eða Yesturlandi. Persónuleg pólitík. J>ví miður er persónuleg pólitik, sem svo er kölluð, allr* þjóða mein. Hvernig stendur svo á þvi ? J»að stend- ur svo á þvi, að pólitískar skoðanir eru nær æfinlega eigi algildar skoðanir, þannig að þær eins og sanni sig sjálfar, heldur eru einmitt persónulegar, hans eða mín — og þó helzt mín eigin skoðun. En eigin skoðanir verða eðlilega kapps- og metnaðarmál, þar sem mál- og rit- frelsi á sér stað. J>etta sanna öll allsherjar deilumál. Og svo myndast flokkar, menn ólíkra eða gagnstæðra skoðana. Og svo festist bardaginn, svo vex kappið, og svo fer að syrta að eli svörtu, eins og á Stiklastöðum. þá koma refsinorn- irnar, ástríðurnar, einkum og sér i lagi, tortryggnin til mótflokksins sú óvild og sljógskyggni gagnvart réttri afstöðu málsins hinumegin, sem ætið slær meiri eða minni myrkva á allt málið allt deiluefnið, enda stundum svo, að málefnið sjálft og þess sannleiki og sigur hverfur fyrir hinu persönulega, eða verður meðal fyrir augnamið. Sé kappið byrjað, er fi okkadráttur byrjaður, og með honum er máls- ins sigur í veði. f>etta þurfa allir menn sem vilja talaeða rita um politík, að leggja sér á hjarta, fyr enn á bólminn er komið. —• x. t Bj&rn Benidiktsson Blðndal. (Til ekkju hans Gróu Blöndal.) Syrg þú ekki, svanni kær, sálin lifir Guðs í hendi þó að dagur æfi endi, enginn sem að varnað fær. Erfitt þó sé opt að skilja aldaföðurs hulda ráð verður hans að hlýta vilja hentast oss í lengd og bráð. * * * Ö hve fljótt og óvænt bar eyrna þinna til hin þunga sögn, er látinn sagði hinn unga sem að eitt og allt þitt var. Hver má lýsa harmi þínum hans við spurða dauðafregn, er með bitrum broddi sínum brjóstið nísti þitt í gegn. Hver er þyngri sorg en sú sem að skilnaðstundin veknr, þegar straumur tímans tekur ástvin burt, sem elskar þú? Hvað er þyngra en tregatárin tryggðavinar moldum hjá? viðkvæm harma verða sárin vakin hjartans rótum á. Ein er bót, er sérhver sál samt við stærsta hefir meini: Hærra öllu harmakveini hljómar Drottins Iíknarmál. Dimmum sorgar drunga eyðir Ðrottins náðarsunna skær, og á myrkar lífsins leiðir Ijóma friðar björtum slær. * * Gjarnan vildi’ eg geta sagt góða sprund þér hjálparyrði, harmi gegn sem huggun yrði, er hefir Drottinn á þig lagt. Ei eg get né megna meira, mælska léð þó væri snjöll, en þig að hvetja huggun heyra hans, sem þerrar tárin öll. Hannes S. Blöndal■ £r dýraríkinu. 1. Fyrir skömmu fann læknir einnfót- brotinn svöluunga í hreiðri og var hrosshári vafið um bein- brotið. Hann vafði hárið utanaf fætinum og yfirgaf hreiðr- ið. Skömmu seinna kom móðir ungans og er hún sá hvern- ig komið var tók hún hárið og vafði því aptur rækilega ura brotna fótinn. 2. Fiskarnir hafa aldrei haft orð á sér fyrir gáfur. En það þykir þó fullsannað, að ýmsir fiskar geta gjört sig skilj- anlega hver fyrir öðrum bseði með því að gefa frá sér hljóð og svo með ýmsum hreyfingum. Karfar t. d. þegar þeir finna eitthvert æti, þá fara þeir opt langar leíðir til þess að tilkynna það öðrum bræðrum oínum, er ovo fylgja þeim að ætinu. Hér á landi heyrir maður opt talað um fiskakon- unga eða fiskamæður, er menn hugaa sér eem leiðtoga eða foringja annara fiska; hjátrúin hefir skapað ýmsar kynjasög- ur um þá, er leitt hefir til þess að fróðir menn hafa álitið allt slíkt hégiljur og hindurvitni. En nú hafa náttúrnfróðir menn þóttst taka eptir þvf með fullri vissu að þ etta á sér stað hjá sumum fiskum t. d. urriðanum. það er opt að einn urriði vanalega hinn stærsti íer í broddi fyrir heilli fylkingu, er fylgir honum hvert sem hann fer. Hið sama er og að segja um ýrnsa sjávarfiska t. d. síldina o, fl. 3. 29,000 fetuppi í loptinu. Margir fuglar geta flogið ótrúlega hátt oglagað sig eptir þéttleika loptsins betur en öll önnur dýr. Á íslandi er ö r n i n n annálaður fyrir há- fleygi. „Örninn flýgur fugla hæst“ o. s. frv.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.