Norðurljósið - 10.10.1887, Qupperneq 4
— 60 —
Kondórinn er hefir sézt svifa yfir kæstu tindura And-
esfjallanna í Ameríku eður meir en 18,000 fet frá sjávar-
máli. Ýrazir smáfuglar hafa sézt 15,000 fet uppi i loptinu
og trönur ennpá hærra. En allar pessar hæða mælingar
eru meir og minna óáreiðanlegar eins og við er að búast.
En nú hafa menn komizt að pví fyrir tilviljun með áreiðan-
legri vissu að fuglar geta fiogið miklu hærra en hór hefir
verið sagt, svo hátt að vart er skiljanlegt hvemig peir geta
fiogið í svo punnu lopti. — p>að var einn dag að hinu
frægi stjörnuíræðingur Ilicco i Palermo sá fnglasveim íijúga
f)TÍr kíkirinn, er hann hafði bent að sóluusi til að athnga
sólblettina. flann réði pað af ýmsu að petta r»ru trönur,
og reiknaði nú út hve hátt pær hefðu verið, er hann sá pser,
og komst að þeirri niðurstöðu að p»r hefða verið 29.000
fetíloptiuppi. Á peu-ri hæð er loptið */„ pörtumþjnnra
en við sjávarflöt. Hæsta fja.ll á jörðunni Gárisankar í
Himmalayafjöllunum í Asíu er 28,178 fet.
Fyrir d.rjrkkjumenn. Tveir ítalskir doktorar, Mosso
og Maggiora að nafni, hafa nýlega gjört margvíslogar og
nákvæmar rannsóknir viðvíkjandi áhrifum peim, sem fæðan
og ýms efni, er menn neyta, hafa á proskun vöðvanna peir
sanna með skýlausum rökum, að alkohol dragi úr styrkleik og
starfsemi vöðvanna i stað pess að efla hana eins og sumir
segja. — Ný sönnun fyrir pvi hve ofnautn áfengra drykkja
sé skaðleg.
Dómsdagur. „Hanu mun koma sem pjófur á nóttu“,
segir postulinn Pétur. En nú hefir hinn frægi eðlisfræðing-
ur, William Thomsen, fullyrt að eptir tíu milliónir ára hljóti
pessi dagnr að renna upp yfir jörðina. Hann er peirrar
skoðunar að sólin sé allt af að kólna. Hitinn sem streym-
frá sólunni út í geyminn hlýtur pví að minnka með tíman-
um og með nákvæmum reikningi hefir hann komizt að peirri
niðurstöðu að eptir 10,000,000 ára verði orðiðsvo kalt hér
á jörðunni að ekkert líf geti bærst bér, frostið keyrir pað
allt í heljardróma. |>að er pannig skoðun Thomsens, að
jarðlífið íarist af frosti en Péturs að pað „munií eldi upp-
brenna".
Hjátrú. Á fyrri öldum gengu ýmsar undarlegar sögur
um hýenurnar. Menn fullyrtu að hundar misstu bæði hljóð
og vit ef hýenuskuggi félli á pá, og menn póttust pess
fullvissir að pessi voðalegu rándýr liktu eptir mannsrödd-
inni, til pess að ginna menn til sín og drepa pá. Arabar
balda að pær séu galdramenn, einskonar umskiptingar, er
sé í mannsmynd á daginn, en dýrslíkani á nóttunni.
þegar Brehm ferðaðist um Afríku, sagði Aali pjónn
hans við hann hér um bil á pessa leið :
„þessir menn, sem eru í álögum, fyrirdæmdir af Allah,
geta með tilliti hinna illu augna sinna stöðvað blóðið í æð-
um hinna trúuðu, látið hjarta peirra hætta að slá, purkað
upp innýflin og truflað skynsemina. Einn höfðingi vor,
Chursched Pascha, lét brenna mörg porp — Guð launi
honum pað — par sem galdramenn pessir höfðu hæli. ]pó
eru peir enn mjög margir, og til mesta tjóns fyrir hina
trúuðu. Höfðingi pessi dó ungur, og pað var ekkert ann-
að en tillit pjnna vondu augna er lagði hann í gröfina. Eg
segi yður satt, að eg hefi sjálfur verið hætt kominn, en al-
máttugur guð hjálpaði mér og opnaði augu min. Eg ætlaði
eittsinn á samt bróður minum að reyna að veiða fjóra
pessa vítis myrkraanda, sem voru að flúgast á um úlfalda-
skrokk. En eg var i tíma varaður við pví af vitrum höfð-
ingjasyni. Hann sagði; „,,{>ið trúuðu! hlustið á rödd pessara
skepna, sem pið álítið hýenur; líkist hún dýrsrödd? Eng-
an veginn ! Likist hún ekki miklu fremur kveinandí harma-
tölum manna? Yissulega! O, trúið mér! pessar verur,
sem pið álitið dýr, eru stórsyndarar, sem kveinaog veinayfir
hínum voðalegu iliverkum sínum. Og líkist ekki pessi
rödd djöfullegum hlátri ?* Trúið mér að pað er paurinn
sjálfur sem mælir af munni peirra. J>essi meinbölvuðu
kvikindi hafa valdið miklu og mörgu tjóni, Eg pekki ung-
an mann, sem bar visinn fót alla æfi eptir að hann drap
©itt petta skrýmsli. Gætið ykkur pví góðir bræðurl“ Við
hættum við áform okkar, og alla nóttina heyrðum við vælið
úr hýenunum, og svo var að heyra eins og þessir satans
pjónar væru alltaf að rifast og bítast, þetta voru ekki dýr
— pað voru erkigaldramenn — synir hins vonda.
Svona er hjátrúin mögnuð sumstaðra í Afríku.
*) itödd lijenaana likist stundam voðaleguui kuldahlátri.
Auglýsingar.
Hér með lejfi eg mér að mælast til þess, að þeir, iem ikulda
mér fyrir 1. og 2. irgang Norðurlj. og fyrir augljsingar, borgi
mér, ef þeim er unnt, ekki síðar en í lok októberm. n. k. Lika
skora eg fastlega á þá útsölumenn, sem enn hafa enga grein gjört
fyrir þvi, hve mörg eintök þeir hafa selt af 1. og 2. árg. líorðurlj.
að tilkynna mér það hið fyrsta hvað þeir hafa selt.
Vanti kaupendur og útsölumenn Norðurljóssins eitthvað af
blöðunum, gjöri þeir svo vel að láta mig vita það hið fyrsta, svo eg
geti bætt úr því.
Páll Jóusson.
Bárulœgir.
Eggert Laxdal á Akureyri selur bárulægja, einskonar kúta
fyllta hampi og steinolíu, alveg ómissandi fyrir sjómenn til
að lægja stórsævi í hvassviðri og hafróti.
"C’ptirleiðis verður greiði seldur hér ferðamönnum svo sem:
matur, kaffi, rúm, hey handa hestum o. s. frv.
Einarstöðum 25. sept 1887.
Haraldur Sigurjónsson.
— Frá nóvember næstkoraandi sel eg öllum ferðamönnum
greiða, án pess pó að skuldbinda mig til að láta peim allt
í té.
Litlutjörnum í Ljósavatnsskarði 4. okt. 1887.
Olafur Hallgrímsson.
&CS" Björn Símona rson g,u 11 s m i ð u r á Akureyri
selur við m j ö g lágu verði koffur, belti, skúfhólka, brjóst-
nálar, ermahnappa, kragahnappa, armbönd, úrkeðjur og karl-
mannsúr og kvennúr. — Hann tekur og úr og klukkur til
aðgjörða.
Allar smíðarnar eru einkar vel vandaðar.
Fundið kapsel með flauelsbandi. Geymt bjá ritstjór-
annm.
— Mig vantar tvær kindur af fjalli, bíldótta, tvævetra á
gelda og dilkhrút, bæði brennimerkt LYFSALI O. Th. Hver
sem kynni að verða var við kindur pessar, er beðinn að koma
peim til mín hið fyrsta mót sanngjarnri póknun.
Akureyri 5. okt. 1887.
0. Thorarensen (lyfsali).
Hjá Jakob Díslasyni [á Akureyri fæst keyptur
nýr og vandaður ssófatnaður, hjá honum fást og skóaðgerðir fljótt
og vel af hendi leystar.
Ábyrgðarmaðnr og ritstjóri: Páll Jóesson.
Prentsmiðja: Björns Jónssonar.