Norðurljósið - 08.10.1888, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 08.10.1888, Blaðsíða 2
— 54 — sem viðurkenna rétt vorn, pví meiri vissa er fyrir þvi að vér náum honum. Bæk ur. I. Kaupstaðarferðir (eptir Ingibjörgu Skaptadóttur) heitir dálítil skáldsaga, sem Groodtemplarsfélagið á Ak- ureyri hefir nýlega látið prenta. Sagan segir frá manni, sem ungur hneigðist mjög til drykkjuskapar, en pótti áður hinn mannvænlegasti. Hann giptist efnilegri stúlku, og reisti bú. Eptir petta ágjörð- ist drykkjuskapur hans mikið. Hafði liann byrjað búskap- inn með allgóðum efnum, en fyrir ofdrykkjuna og paraf- leiðandi óreglu gengu eigur hans brátt til purðar. Heim- ilislífið varð örðugt, kalt og gleðisnautt. I stuttu máli, með ofdrykkjunni leiddi hann yfir heimili sitt flesta óham- ingju og vanblessun, sem peim lesti optast fylgir. Loks varð einn af æskuvinum konu bans til að bjarga honum úr pví eymdadjúpi, sem hann hafði sökkt sér og aínum í. með pví að fá hann til að ganga i bindindi. |>á batnaði brátt hagur hans, og svo mátti að orði kveða, að öll sú blessun, sem hann áður hatði rekið úr húsum sínurn með ofdrykkj- unni, streymdi nú aptur daglega inn til hans. En pessi viðreisn hans varð einnig öðrum til góðs. Margiraf hinum gömlu slarkbræðrum hans fylgdu dæmi hans, og gengu lika í bindindi. Yarð hann peim nú til fyrirmyndar í hófseminni, eins og hann áður hafði optast verið fremstur í flokki peirra við ofdrykkjuna. Af pessu stutta efniságripi sést, að sagan er skrifuð í peim aðaltilgangi að sýna óhamingju ofdrykkjunnar en ágæti bindindisins. Hefir höf. tekist pað prýðilega. Lýsingin er sönn og blátt áfram, laus við allar öfgar og gifuryði. All- staðar lýsir sagan glöggskyggni og næmri hugsun. Efnið er mikið, en sagt með fáum orðum, og pó mjög ljóst og skipu- lega framsett. Málið er viðast hreint og heflað og laust við tilgerð og tildur. J>að má óhætt setja pessa sögu meðal hinna beztu nýrri smásagna vorra, og pó er hún frumsmíð stúlku, sem & enn er á æskuskeiði. n. |>jóðvinafélagsbækurnar petta ár eru: „Andvari11 „Auðnuvegurinn“ og Almanakið. I Andvara eru pessar ritgjörðir: 1. Æ'fiágrip Tómásar prófasts Sœmundssonar. (Eptir Steingrím Thorsteinsson). Æfiágripið er stutt, en einstak- lega ljóst ög lipurt ritað; pvi fylgir mynd af séra Tómási. 2. Fáemar alhugasemdir um stjórnarskipunarmálið. (Eptir Benedikt Sveinsson). í ritgörð pessari sýnir höf- undurinn hversu stjórnaratferli Hana að fornu og nýju hefir verið Islandi til apturfarar og niðurdreps, hversu hin á- byrgðarlausa útlenda stiórn er óeðlileg og óhagkvæm í sjálfu sér, oghvefsu hin núverandi stjörn beitir valdi sínu gagnvart oss, bæði með lagasynjunum og öðru, til ómetan- legs skaða fyrir land og lýð. Hinsvegar sýnir höfundur- inn hversu sjálfstjörnarkröfur rorar eru sanngjarnar, og hversu ótvíræðan rétt vér höfum til að heimta fulla sjálf- stjörn i vorum sérstöku málum. Hann hrekur mótbárur stjórnarinnar og talsmanna hennar hér gegn stjórnarbóta- kröfunni og sýnir ljóslega hve léttvægar pær eru. Hann efast ekki um að pjóð vor geti fengið sjálfstjórnarkröfunni fullnægt, ef henni endist kjarkur, festa, samheldni og starf- semi. En pessar pjóðdj'ggðir verða að spreta „frá pjóð- inni sjálfri og meðvit ind hennar um pað hvað purfi til pess að ná takmarki frelsis og fullkomnunar gegn um bar- áttuna. Hafi pjóð vor, sem vér sízt efumst um, pá lifandi sjálfsmeðvitund, sem vér köllum pjóðarmeðvitund í pess orðs sanna skilningi, sé hún svo hyggin, að hún sjái lands- réttindi sín, eigi að eins sem eins konar fornmenjagrip, heldur fjársjóð pann, sem henni ber að hafa með höndum og færa sér í nyt til tullnægju lífspörfum sinum, pá mun og reynslan kenna henni smátt og smátt, hverjar leiðir hún á að ganga. til pess að ná vilja sínum, sem henni er ranglega bannað. Ititgjörðin er öll mjög skarplega samin, og full af röksemdum og sönnunum, en sumstaðar nokkuð^bituryrt. Yér ráðum hverjum manni, sem nokkuð hugsar um stjórnarmál íslands að lesa hana rækilega. 3. Ferðasaga frá Vestíjörðum (Eptir porvald Thorodd- senh Höfundurinn segir frá ferð sinui um Isafjarðarsýslu sumarið 1887. Frásögnin er bæði alpýðleg og vísindaleg, og mun almenningi geðjast vel að henni eins og öðrum ritgjörðum hans. Höf. sýnir pað með pessari ritgjörð sem öðrum ritgjörðum sínum, að hann er meistari i pví að rita um vísindaleg efni pannig að öllum pyki skemmtilegt að lesa pað, jafnframt pví sem pað er fræðandi. 4. Frélsi og rettur (Eptir Pál Briem) í ritgjörð pess. ari sýnir höfundurinn að frelsið er aðalskiliyrðið fyrir öll- um framförum hverrar pjóðar. J>að er frelsið sem hefir hafið Englendinga, Norðmenn Bandarílyamenn og Canada- menn til framfara. En aptur hefir kúgun og harðstjórn sökkt öðrum pjóðum niður í villumyrkur vanpekkingar og vansældar. Grein pessi er mjög fróðleg og skemmtileg. 5. Um söfnunarsjób íslauUs (Eptir Eirík Briem). 6. Um ómaqaframfœrslu (Eptir Arnljót Ólafsson). |>etta er langlengsta ritgjörðin í Andvara, enda er efnið umfangsmikið og flókið. Ritgjörðin lýsir mjög miblum lærdómi og fróðleik. En ekki er öðrum en lögfræðing ætlandi að dæma um hversu áreiðanleg hún er í öllum atriðum. J>ótt vér efumst um að almenningur geti fært sér í nyt allan fróðleik ritgjörðarinnar, ættu allir, eiukum hrepp- stjórar og hreppsnefndir, að kynna sér hana ýtarlega, pví hún gefur margar mikilsverðar npplýsingar, sem örðugt er að fá annarstaðar. III. Auðnuvegurinn (Eptir William Mathews). Bók pessi er rituð i peim tilgangi að kenna mönnum að komast pann- ig áfram í heiminum, að menn verði sér og öðrum til gagns og sóma í hverri stöðu sem er. Bókin er einstak- lega vel rituð, en pví miður mun hún ekki verða að tilætluðum notum, pví mönnum hættir of mjög við að láta slíkar á- minningar og ráðleggingar, sem pessi bók hefir að geyma, eins og vind um eyrun pjóta. IV. Almanakið. Hið merkasta í Almanakinu eru æfisögu- ágrip tveggja Breta, Gordons og Stanleys, er báðir hafa getið sér hina mestu frægð. J>ví fylgir mynd af peim báð- um. |>á er mynd af Schiellerup prófessór, árbók íslands og annara landa, ýmsar skýrslur, smásögur, skrítlur o. fl. Skrítlurnar eru margar heldur ómerkilegar og öllu lakari en í almanakinu í fyrra. Aptur eru par nokkrar vel vald- ar sögur af |>orsteini heitnum á Skipalóni. Væri óskandi að fleiri pesskonar sögur kæmu í almanakinu framvegis í staðinn fyrir hinar útlögðu smásögur og skrítlur, sem fáar eru sil skemtunar og engar til fróðleiks. Gísli Brynjúlfsson. Lærdómsmannsins liðinn er dagur ljóma brá hann fyrst yfir pjóð, pegar ungur, andríkur, fagur ísalands á pinginu stóð ; fyrirmyndir fornaldarinnarj fagurlega málaði hann; hrifinn krapti heimsmenntarinnar. Hafnarskóla upplýsa vann. Yinur íslands varst pú án efa, vildir jafnan fræða pinn lýð,' fáir vildu gaum að pví gefa,

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.