Norðurljósið - 06.07.1889, Page 1
Stærð: 24 arkir.
Verð: 2 krónur.
Borgist fyrir lok júlí.
NORÐURLJOSIÐ.
Verð auglýsinga:
15 aura línan eða
90 a. hver þml. dálks.
12. blað. Reykjavík 6. júlí 1889. 4. ár.
f
Síðastliðinn miðvikudag barst sú sorg-
arfregn hingað í bæinn, að alþingis-
maður
Jón Sigurðsson
á Gautlöndum sé dáinn. Hann dó i
Bakkaseli í Öxnadal 26. f. m. Orsök-
in til dauða hans var afleiðing af byltu
þeirri, er hann fékk á Öxnadalsheiði á
suðurleið til þings. Helztu æfiatriða
þessa merkismanns verður síðar getið
í blaði þessu.
iwmiiiiii bi .......
Forsetakosningin í efri deild.
Nú er svo komið ráði alþingis í sumar, að engu
máli verður komið í gegnum þingið, sem ekki er sam-
kvæmt vilja hinna konungkjörnu þingmanna. Sú regla
er nú upptekin við forsetakosningu í efri deild, að aldurs-
forseti hefir í því máli atkvæðisrétt sem aðrir þingmenn.
Af þessu heíir leitt á síðasta þingi og nú, að jafnmörg
atkvæði hafa fallið á tvo menn, sinn úr hvorum flokki,
konungkjörinna og þjóðkjörinna þingmanna. Heflr það því
verið að ráði gjört að velja um þá með hlutkesti. Nú í
ár hefir hluturinn faliið þannig, að forseti er valinn úr
flokki hinna þjóðkjörnu. Þeir verða því í minni hluta er
til atkvæðagreiðslu kemur um mál, er flokkarnir standa
andvígir hvor öðrum.
Eflaust má telja það eitt hið stærsta pólitíkst axar-
skapt, er gjört hefir verið á síðustu árum, er þessari um-
töluðu reglu við forsetakosninguna var smeygt inn í efri
deild, og virðist jafnnauðsynlegt fyrir báða flokkana á
þingi, að reyna að ráða bót á þessu sem allra-fyrst. Báð-
um flokkunum getur verið það jafnmeinlegt að forseti sé
valinn á þenna hátt, enda mun slík aðferð við forseta-
kosningu á þingi hvergi eiga sér stað nema hér.
Þessi vandræði þingsins sýna eitt með öðru, hve afar-
nauðsynlegt það er að fjölga tölu hinna þjóðkjörnu þing-
manna í efri deild, ef úrslit málanna á þingi eiga að geta
sýnt hinn sanna þjóðvilja á íslandi. Enda mundu þá ekki
verða þar jafnrammir flokkadrættir, og meira sjálfstæði
einstakra þingmanna koma í ljós. Meðan flokkarnir eru
jafn-fjölmennir er fremur hætt við, að þeir neyti allra
bragða til að halda sér fast saman, hvor í sínu lagi, án
þess að allir einstaklingar flokksins fylgi af fullri sann- j
færingu málum þeim, sem barizt er fyrir. Af slíkum
flokkadrætti getur leitt og leiðir opt tortryggni og óskyn-
samlegt kapp og þráa milli þingmanna, er drepur nið-
ur bróðurlegri samvinnu þeirra, réttri einingu og á-
huga. Þessu er nauðsynlegt að hrynda í lag. Yæntum
vér svo góðs af þinginu — jafnt hinum konungkjörna flokki
sem hinum þjóðkjörna — að það gjöri allt sem í þess
valdi stendur til að fá svo breytt fyrirkomulagi efri deild-
ar þingsins, að slíkri vandræða reglu við forsetakosning-
una, sem nú tíðkast þar, þurfi ekki að beita framvegis.
Til þess þarf ekki að breyta stjórnarskránni.
Svo sem áður er ávikið getur hinn konungkjörni
flokkur ráðið úrslitum allra mála í efri deild í sumar. Er
því ekki þess að væuta, að stjórnarskrármálið, í því formi,
sem það liefir verið flutt að undanförnu, né önnur þau
mál, er sá flokkur hefir barizt á móti, nái fram að ganga
á þessu þingi. En nú vill svo vel til, að margir hinna
konungkjörnu þingmanna hafa optsinnis játað það opin-
berlega, að stjórnarskrá vorri sé mjög ábótavant og að
þeir vildu draga stjórn vorra eigin mála meira inn í
landið en nú er, enda þótt þeir hafi ekki álitið þá aðferð
rétta, er þjóðin hefir fylgt í því efni. Líklegt er nú að
þeir gjöri einhverja tilraun í þá átt að auka sjálfsstjórn
vora, hvort sem það kostar stjórnarskrárbreytingu eður
eigi. Má vænta þess, að þeir sem séð hafa svo marga
galla á aðferð þeirri, er þjóðin hefir fylgt í stjórnarskrár-
baráttunni, en játa þó kröfurnar, sem fram á er farið, í
sjálfu sér réttar og vilja gjarnan að þær fáist uppfylltar,
að þeir reyni nú að finna þann veg, er stefnir beint að
takmarkinu. Mun þá ekki þurfa að óttast, að þeir ekki
fljótlega nái fylgi allrar þjóðarinnar, hvað sem áður hefir
á milli borið. Aptur á móti er hætt við, að menn efist um
þeirra góða vilja og mikla áhuga á þessu máli, ef þeir
stíga ekkert spor í þá átt á þessu þingi, er miðar til að
efla sjálfstjórn vora.
Kafli úr bréfi úr Þingeyjarsýslu.
Það hefir vakið töluverða eptirtekt hér, hvernig strand-
ferðunum er háttað þetta ár, að því er snertir komu strand-
ferðaskipsins á Húsavík. — Að undanförnu, þá er ferðirn-
ar norður um land hafa verið miklu fleiri, hefir það aldrei
fengizt, að skip hafi komið við á Húsavík í fyrstu og síð-
ustu ferð (maí og október). En nú, þegar ferðirnar eru
svona fáar, — nú kemur skip við á Húsavík í fyrstu og
síðustu ferð, en að eins einu sinni þar að auki, og það á
ferð frá Reykjavík, er oss kemur að mjög litlu eða engu
gagni. í vetur, þá er áætlanin birtist, spurði maður mann,
hvernig á þessu myndi standa og gat enginn svarað því.
En þá er skipið kom, 17. maí, þóttumst vér sjá, hvað valda
myndi. Skipið kom með 7 Færeyinga til Húsavíkur, er
þangað eru fluttir *í þágu verzlunarhússins 0rum & Wulf,
og sem ætla að stunda fiskiveiðar við Skjálfanda í sumar.
Októberkoma skipsins á Húsavík, er náttúrlega til þess,
að taka þessa sjómenn á Húsavík aptur, og flytja þá til
heimkynna sinna.
Skammt frá Húsavík eru búsettir 5 alþingismenn og
eru 3 þeirra á sjötugsaldri. Þeir geta ekki notað skip til
þingfarar; áætlunin er ekki miðuð við þarfir þeirra og
þægindi. — En hagsmunir og vilji eins dansks verzlunar-
húss og fárra sjómanna af Færeyjum er látið sitja í fyrir-
rúmi.
Þannig lítur almenningur þessa héraðs á þetta.