Norðurljósið - 06.07.1889, Qupperneq 2
46
NORÐURLJÓSIÐ.
1889.
Álþinsíi var sett 1. júlí. Voru þá ókomnir 4 þing-
menn: læknir Þorvarður Kjerúlf, síra Lárus Halldórsson,
(sem er ókominn enn til þings), síra Sveinn Eiríksson og
læknir Þorsteinn Jónsson. Klukkan 12 gekk landshöfð-
ingi og þingmenn í dómkirkjuna og voru við guðsþjónustu-
gjörð. Prófastur síra Þórarinn Böðvarsson prédikaði. Var
þar fjöldi fólks viðstaddur. Að lokinni guðsþjónustu gengu
þingmenn til þinghússins, og beið þá múgur og margmenni
við dyrnar, er ruddist inn í þinghúsið á eptir þingmönn-
unum með miklum ákafa og gauragangi. Höíðu lögreglu-
þjónarnir fullt í fangi með að halda svo í hemilinn á
mönnum að ekki yrðu stórkostlegar hnippingar og hrynd-
ingar. Allir vildu verða fyrstir til að komast á áhorf-
endasvæðið, en það er svo lítið, að ekki rúmast þar nema
örfáir menn, og er það mikill galli á jafnmiklu og veg-
legu húsi sem alþingishúsið er.
Þingmenn gengu fyrst í sal neðri deildar í þinghús-
inu. Las þá landshöfðingi upp umboð sitt til að setja
þingið og lýsti yfir að alþingi væri sett.
Jakob Guðmundsson, sem er elztur allra þingmanna,
gengdi fyrst forsetastörfum, og kvaddi sér til aðstoðar
Eirik Briem og Þorleif Jónsson. Var þá prófað kjörbréf
hins nýkosna þingmanns Jóns Jónssonar á Sleðbrjót og
var kosning hans tekin gild.
Þessu næst voru kosnir embættismenn þingsins.
Forseti sameinaðs þings var kosinn Benedikt Kristjánsson
og varaforseti Eiríkur Briem, og skrifarar sameinaðs þings
voru kosnir Þorleifur Jónsson og Sigurður Stefánsson.
Elzti þingmaður neðri deildar, Grímur Thomsen,
stýrði þar forsetakosningu. Til forseta var kosinn Bene-
dikt Sveinsson og til varaforseta Ólafur Briem. Skrifarar
neðri deildar voru kosnir Páll Ólafsson og Sigurður Jens-
son.
í efri deild fór forsetakosning þannig, að Árni Thor-
steinsson og Bened. Kristjánsson fengu 6 atkvæði hvor.
Gekk svo þrisvar sinnum. Var þá varpað hlutum um þá
og kom upp hlutur Bened. Kristjánssonar. Var siðan Árni
Thorsteinsson valinn fyrir varaforseta. Skrifarar í efri
deild voru valdir Jón Ólafsson og Jón Hjaltalín.
Að endaðri þingsetningu gengu allir þingmenn kl. 5
til landshöfðingja og sátu þar fram á kvöld í veglegri
veizlu.
2. júlí voru þessi stjórnarfrumvörp lögð fyrir neðri
deild: 1. fjárlagafrv. árin 1890—91, 2. fjáraukalagafrv.
1886—87, 3. fjáraukalagafrv, 1888—89, 4. um samþykkt
á landsreikningum 1886—87, 5. um tekjur presta, 6. um
aðflutningsgjald af kaffi og sykri, 7. um hækkun á tóbaks-
tollinum, 8. um heimild til að selja jörðina Á í Kleifa-
hreppi, 9. um stofnun sjómannaskóla á íslandi, 10. um að
bannaðar verði fiskiveiðar með botnvörpum, 11. um var-
úðarreglur til að forðast ásiglingar.
Þá voru og lögð fyrir efri deild þessi stjórnarfrum-
vörp: 1. um stjórn og aga á íslenzkum verzlunar- og
fiskiskipum, 2. um könnun skipshafna, 3. um dagbókahald
á íslenzkum skipum, 4. um að ráða menn á skip o. fl.,
5. um bann gegn eptirstæling peninga og peningaseðla,
6. um lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina, 7. um upp-
eldisstyrk óskilgetinna barna, 8. um viðauka við útflutn-
ingslögin 14. jan. 1876, 9. um útmældar lóðir á löggiltum
kauptúnum, 10. um viðauka við lög 9. jan. 1880 um breyt-
ing á tilskipun um sveitastjórn á íslandi.
5. júlí voru þessar nefndir kosnar í neðri deild: 1. Fjár-
laganefnd: Eiríkur Briem, Sigurður Stefánsson, Páll Briem,
Þorleifur Jónsson, Jón Jónsson, Árni Jónsson og Sigurður
Jensson. 2. Landsreikningsnefnd: Ólafur Briem, Páli Ó-
Jafsson og Þorvarður Kjerúlf. 3. Frumvarp til laga um
tekjur presta. Nefnd: Gunnar Halldórsson, Þorlákur Guð-
mundsson, Páll Ólafsson, Þórarinn Böðvarsson og Árni
Jónsson.
í efri deild voru þessi mál til umræðu: 1. Frumvarp
til laga um lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina. Nefnd:
Júlíus Havsteen, Árni Thorsteinsson, E. Th. Jónassen.
2. Frumv. til laga um uppeldisstyrk óskilgetinna barna.
Nefnd: Sighvatur Árnason, Arnljótur Ólafsson, Jakob Guð-
mundsson. 3. Frumv. til laga um að fá útmældar lóðir á
löggiltum kauptúnum. Nefnd: Júlíus Havsteen, Árni Thor-
steinsson, Arnljótur Ólafsson, Lárus Sveinbjörnsson, E. Th.
Jónassen.
Aðrtlfundur í liinu íslcnzka kcnnarafélagi var
haldinn í Reykjavík 3. júlí 1889 í leikfimishúsi barnaskól-
ans í Reykjavík.
Á fundinum mættu 24 félagsmenn (kennarar) og enn
fremur bættust félaginu á fundinum 21 nýir félagar.
Rædd voru lög félagsins og gjörð breyting á fyrstu
grein þeirra.
Fundurinn fal stjórn félagsins að fullnægja 2. gr.
laganna (er hljóðar um útgáfu á tímariti) svo fljótt, sem
auðið væri. Einnig var stjórninni falið að sækja um hæfi-
legan styrk úr landssjóði til útgáfu tímarits.
Þessir voru kosnir embættismenn félagsins: for-
seti: B. M. Ólsen. Fulltrúar: Björn Jensson, Jón Þórar-
insson, Jóhannes Sigfússon, Þórhallur Bjarnarson, Morten
Hansen og Þorvaldur Thoroddsen. Varaforseti: Jón Þór-
arinsson. Varafulltrúar: Sigurður Sigurðsson og Stefán
Stefánsson. Endurskoðunarmenn: Björn Jónsson og séra
Eiríkur Briem.
Kom til umræðu frumvarp til laga um menntun
alþýðu. Eptir tveggja stuuda allfjöruga umræðu var á-
kveðið að fresta fundi til næsta dags, og var kosin 3 manna
nefnd til að íhuga málið til næsta fundar.
Fimmtudaginn 4. júlí var haldinu framhaldsfundur í
hiuu íslenzka kennarafélagi á sama stað og daginn áður.
Var á fundinum lagt fram: „Frumvarp til viðaukalaga
við lög um uppfræðing barna í skript og reikningi 9. jan.
1880“. Eptir langar umræður var samþykkt tillaga um,
að skora á alþingi, að semja lög um alþýðumenntun á lík-
um grundvelli og nefnt frumvarp er byggt á.
Samþykkt var svohljóðandi ályktun: Kennarafélagið
skorar á alþingi, að setja nánari ákvarðanir en hingað til
um styrkveitinguna úr landssjóði til barnaskóla og um-
gangskennslu og þá sérstaklega að binda eigi styrkveit-
ingu til skólanna eingöngu við nemenda fjöldann. Þá kom
fram tillaga um, að skora á alþingi, að sjá svo um að al-
þýðuskólakennurum verði greiddur vegur til að mennta sig
sem kennara.
Fundurinn taldi réttsýnt, að kaupa mætti verkfæri
fyrir nokkuð af landssjóðstillagi til skólanna.
Kennari Stefán Stefánsson hreyfði því að nauðsynlegt
væri að koma upp opinberu náttúru gripasafni, og skýrði
frá að íslendingar í Kaupmannahöfn hefðu fyrir nokkrum
árum stofnað félag til að koma á slíku safni. Á fundin-
um var sýndur sá vísir, sem þegar er orðinn sem árang-
ur af tilraunum þessum. Fundurinn vildi stuðla að því,
að koma á stofn sérstöku náttúrufræðisfélagi.
Kosin 3 manna nefnd til þess að gjöra tillögur um
rithátt í íslenzku, sem gæti orðið almennur fyrir land allt;
nefndin skyldi hafa lokið starfi sínu á næsta ársfundi.
Lesið upp bréf í ljóðum frá Guðm. Hjaltasyni um
barnauppeldi og kennslu.
Á fundinum voru sýndar ýmsar myndir, kort, og fleiri
kennslu áhöld, er kennari Morten Hansen hefir útvegað til
sýnis á sinn kostnað. Vottaði fundurinn honum þakklæti
sitt fyrir það starf'.
Gufuskipið Pulthrt frá Newcastle kom hingað 3. þ. m.
norðan um land. Hafði haft meðferðis vörur frá Zöllner
til ýmsra pöntunarfélaga hér á landi. Með þessu skipi
barst hingað fregnin um
Ját Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum. Þaun dag