Norðurljósið - 19.11.1889, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 19.11.1889, Blaðsíða 1
Stærð: 24 arkir. Verð: 2 krónur. Borgist fyrir lok júlí. Verð auglýsinrra : 15 aura línan eða 90 a. hver þml.dálks. NORÐURLJÓSIÐ. lí). blað. Akureyri lí). n«v. 1889, 4. ár. ÁGRIP AF EYRIRLESTKUM. ura nokkur almenn málefni. Eptir Guðmund Hjaltason. IV. Fél agslíf. „Islands félag einkvern veikleik hefur óskilsemi möðkum lík sig vefur um hin veiku viðskiptanna bönd. Svo sem hvalur sílda gleypir fjölda sjóður pjarfa jetur auðlegð hölda, tæmd og máttlaus hjálpar fellur hönd. líætir þó úr brestum viðskiptanna bróðurlund og hjálpsöm vinatryggð, ei þarf roðua mannúð frónskra manna mikið fyrir stórra þjóða dyggð.“ Einn af hinum helzlu brestum á félagslífi voru er óskilsemi n. Um hana hetír nú svo opt verið rætt og ritað, að eg lœt nægja þessi fáu orð, sem eg hefi tekið upp úr óprentuðu riti: „Réttvísi í viðskiptum við aðra er einhver hin nauðsyn- legasía dyggð. Væri nóg réttlæti, þá þyrfti siður kærleikans við; væri nóg skilvísi, þá þyrfti síður gjafa við. Óskilsemi eyðileggur lánstraustið — ranglætið kælir kærleikann (Matth. 24.). Menn kenna öðrum svik með að svíkja þá. Ofbeldi stórmenna elur hrekkvísi smáfnenna, Skuldlaus maður er sjálfstæður og frjáls og þarf ekki að lifa á brögðum né beiningum. það er eigi gjöf, sein gef- in er af fé því, er maður lánar eða sníkir af öðrum. Eigi er það heldur gjöf, sem ætlast til launa, eða sem talin er eptir“. Eu þess er að gæta, að þótt Norðmenn og Danir kunni að vera skilvísari eu vér, þá er það ekki því að þakka, að þeir séu í verunni ráðvandari, heldur mest því, að í þeim löndum er miklu harðara gengið eptir skuldum en hjá oss. Menn þora þar ekki eins að refjast. Annar brestur í íélagslífi voru er hin almenna tilhneig- íng til þess að lifa á annara fé. Eptirsókn manna eptir landsjóðsstyrk við hverl eitt smátækifæri, og einkum hinar mörgu og sífelldu bænir uin sveitarstyrk eru einhverjar hin- ar skaðlegustu hindranir sannrar sjálfshjálpar og sjálfstæðis. Og fé það, sem árlega fer til að ala allan þennan sveitar- þjarfaskara, er afarmikið. Með því mætti gjöra margar stór- kostlegar umbætur andlegar og verklegar: stofna skóla og fé- lög, bæta tún og engjar, byggja brýr og vegi, koma upp verksmiðjum og skipastól. Að þessi orð raín séu eigi &vo mjög töluð út í vindinn, get eg sannuð með þvi, að merkir bændur í sveit, sem þó ekki höfðu sér- lega marga ómaga að annast, sögðu mér, að þeim þætti gjöld- in til landssjóðs litilsvirði hjá sveitarútsvarinu. Eg þekki til dæmis búanda, sem býr í sveit, þar sem sveitarþyngsli eru með meira móti, ekki þó í lakasta lagi. Sveitarútsvar hans er 210 kr., en landsjóðsgjöld 28 kr. eða J/7 af þjarfagjöldunum! Fleiri dæmi væri hægt að fá upp á þetta. Og heyrt hef eg llka bændur segja, að það sé hvorki stjórnarófrelsifr né embættismannalaunin, heldur þjarfagjöldin, sem fæli þá frá íslandi til Ameríku. Og gjöld þessi hafa gjðrt suma efna menn ósjálfbjarga. Hér er úr vöndu að ráða, og er til lítils fyrir aðra eins og mig að reyna að koma með ráð. Samt vil eg segja: Mætti ekki ráða úr sveitar- vandræðunum með því, að bruka sveitarféð til að veitaþjörf- unum atvinnu, heldur en að láta þá eta það upp í iðjuleysi og óþakklæti eins og opt á sér stað? Yæri ekki rétt að reyna að venja hina lötu og vanþakklátu þjarfa afað heimta sveitaríé eins og sjálfskyldu fyrir ekkert? Og þótt aðeins þriðji eða fimmti partur af þjarfafénu gangi til þess að borga þeira fyrir vinnu, sem sveitiii skyldar þá til að vinna í henn- ar eða þeirra þarfir, hvWsu mikið verk yrði þá ekki unnið með því? En hvað á þá að láta þjarfana gjöra?Séu þeir sjúkling- ar, börn eða gamalmenni er eigi hægt að herða að þeim. En séu þeir fullhraustir og hafi þeir nokkurn afgangstíma frá að vinna fyrir sínum fáu skepnum, er rétt að reka þá til að tína saman steina bæði vor og haust til þess að byggja með veggi, túngarða, brýr og brautir fyrir bændur, sea þurfa að gjalda til sveitar. Hver veit nema þjörfunuin tæk- ist þá með timanum að reisa sér minnisvarða af reisulegum grjótgörðum, brautum og brúm? þá gerðu veslings þjarfarn- ir meira en vorir háttvirtu og háttlofuðu forfeður, sem með sínum Orms og Grettis kröptum ekki nenntu að byggja al- mennilegt steinhús eða grjótgarð, sein gæti staðið þeim til minningar en oss til upphvatningar. En nú stendur svo opt á, að þjarfarnir mega ekki fara frá heimiium sínum til þess að vinua fyrir sveitarstyrknum hjá bændum þeim, sem styrkinn eiga að gjalda. Og bænd- ur þeir, sem eiga jörð þá er þjarfurinn býr á, er ef til vill utansveitar og segist ekki kæra sig neilt umaðjörð þeirra 6é bætt og vilja ekkert borga verk þjarfsins. Yæri þá ekki reynandi að láta þá bændur, sem sveitarstyrk þurfa, búa á landsjóðsjörðum og setja þau lög, að allt, sem að sveitarþjarf- urinn vinnur að því að bæta hana, skuli borgast honum úr landsjóði, þó á þann hátt, að fé það, sem þjarfurinn átti að fá af sveitarsjóði fyrir það, sem hann vinnur, renni í land- sjóð ? Eitt ráð við sveitarþyngslum er og gott: Henntunin á að koma þeim anda inn hjámönnum aðálíta það synd að gipt- ast eða eiga börn áður en þeir eru orðnir svo færir, sjálf- stæðir og menntaðir, að þeir geti gjört börn sín að sælum og gagnlegum meðlimum félagsins. V. B ú n a ð u r. „íslands bústjórn einhvern veikleik hefur, eyddar jarðir snauður yfirgefur. flýr úr landi, fögur eyðist sveit; þúfnaherinn krýndur mosakrónum kollhár gnæfir opt hjá lötum flónum. bægir framför burt úr þeirra reit. — Yíða samt er veldi hans á móti volduglega byrjað frelsisstríð, byggjast vegir, brýr og hús af grjóti betur nú en fyrr ákappatíð“. Hægfara eru framfarir vorar i búnaði ekki síður en öðru. Liti maður yfir sumar sveitir á útkjálkum landsins, þá sér maður jarðir, sem annaðhvort eru að fara í eyði, eða eru komnar í eyði. Á öðrum stöðum þrengja menn sér saman í þéttbýli, og ætti þvílíkt ekki að vera til skaða ef jörðiu vœri vel ræktuð. En jarðræktin tekur ekki mjög miklum framförum þrátt fyrir búnaðarskólana og búfræðingana. gÁ

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.