Norðurljósið - 29.07.1890, Síða 1
Stærð 12 arkir
Yerð: 1 króna.
Borgist fyrir lok júli.
NORÐURLJÓSIÐ.
Verð auglýsing’a :
15 aura línan eða
90 a. hver þral.dálks.
7. blad.
Akurcyri 29. júlí 1890.
5. ár.
Frettalmiður ,,tsafoldar‘‘.
Undir fyrirsögninni ,.kjörfundur Eyfirðinga“ flvtur „ísa-
folct 28. júní fiéttapistil frá Akureyri, og er það stór furða,
hvernig höfundurinn, í ekki lengra máli, hefir getað hrúgað
saman öðrum eins ósannindum. Hann gefur pannig í skyn
að peir Eyfirðingar, er kusu Skúla sýslumann, hafi kosið út
í bláinu, með pví að ekkert hafi verið hægt að toga út úr
honum um skoðanir hans í stjórnarskrármálinu, annað en
pað, að hann vildi innlenda stjórn.
Ótrúlegri fiéttaburð en þetta er nú ekkihægtað hlaupa
með, pví auk þess að Skúli sýslum. hetír manna mest ritað
um stjórnarskrármálið, síðan seinasta pingi sleit, pá bélt
liann fjóra undirbúingsfundi í kjördæminu, og lýsti par
grcinilega áliti sínu á ágreiningsatriðunum milli meiri og
minni lilutans í stjórnarskrármálinu. A kjörfundinum fór
hann heldur eigi dult með pað, að hann væri minnihluta
maður, og skoraði ítarlega á Einar Asmundsson, að lýsa
skoðunum sínum á efrideildarfrumvarpinu, með pví að mál-
ið liorfði nú svo sérstaklega við að kjósendur yrðu að fá
greinilegri skýrslu um skoðanir lians, en pær að hann hefði
fylgt fram stjórnarskrárfrumvarpinu 1885.
Og- einmitt af pví, að Eyfirðingum var pað fullljóst, að
Skúli var eindreginn mótstöðumaður „miðlunarinnar“,
pá hikuðu peir sér ekki víð að taka hann íramyíir Einar,
sem hafði ekki fyr enn á kjörfundinum Iátið í ljósi skoðun
sína á stjörnarskrármálinu, eins og pað lá nú íyrir, sem
varla gat komið svo glögglega fram í einni ræðu að menu
væru ánægðir, en samt munu kjósendnr ekki hafa dregið pað
út úr tölu hans að liann væri mikið sinnandi miðlunar-
mönnum eins og «ísafold» á öðrum stað bendir að lionum,
og ætlum vér að Einar vilji helzt frá biðja sér pann heiður.
Ósannindi eru pað( að Skúli hafi farið «í flæmingi und-
an að svara spurningum" er fyrir hann voru lagðar. |>vert
á inóti svaraði hann peiin skilmerkilega, nema fyrirspurn
amtmannsins, er hann lýsti yfir að hann fynndi ekki ástæðu
að svara, og gáfu margir fundarmenn honum rétt í pví.
Að hreift hafi verið á kjörfundinum fyrirspurnum „um
tolla o. fl.“, eru helber ósannindi, par var ekki með einu orði
minnst á neitt mál nema á sljórnarskrármálið.
Frjettaritarinn heldur að pað hafi spilt fyrir Einari, að
amtmaður og Hjaltalín voru honum meðmæltir, og kann pað
satt að vera ; en óhœtt var honum að bæta því við að meðmæli
„ísafoldar“ hafi lieldur ekki batað, pví traust pess blaðs er
ekki orðið uppá marga fiská hér í kjördæminu síðan pað tók
að tala annarlegum tuugum í stjórnarskrármálinu; peir kunna
að láta betur í Reykjavik pessir döusku tónar, en uppí sveit-
unum. Enda ætti og ritstjóri »Isafoldar“ að temja sér að
vera sannorðari urn almenn málefni, en hann hefur verið í
vetur, pað er kemur til vilja vor Eyfirðinga í stjórnarskrár-
málinu, og gjöra oss kjósendum minni gersakir uin ósjálfstæði
og að vér kjósum af öðrum hvötum en sannfæringu.
Getur verið að ritstjóranum hafi sárnað kosningar úrslitin,
en pau voru heldur eigi gjörð til að gleðja hann.
Nokkrir kjósendur.
Aðalfuiulur amtsráðsins
í Norður- og Austuramtinu fyrir 1890, var haldinn á Ak-
ureyri 16.—18. f. m. af amtmanni J. Havsteen og amts-
ráðmönnunum Einari Asmundssyni í Nesi og Benidikt
Blðndal í Hvammi. A fundinum gerðist pað er hér segir:
1. Urskurðaðir reikniugar 1889 sex sjóða, sem eru undír
stjórn ráðsins.
2. Af Búnaðarsjóði var veitt:
a, Gísla Sigmundssyni á Ljótsstöðum í Skagafirði fyrir
að hafa fundið upp taðkvörn 45 kr.
b, Guðjóni Arnasyni á Dálkstöðum á Svalbarðsströnd fyr-
ir heppilegar dýralækningar 25 kr.
c, til kostnaðar við sýningu á Oddeyri 100 kr.
3. Urskurðaður reikningur jafnaðarsjóðsins 1889.
4. Samin áætlun um tekjur og gjöld jafnaðarsjóðsins 1891.
Akveðið var að innheimta skyldi sem jafnaðarsjóðsgjald
2000 kr. fyrir s. á.
5 Alyktað að greiða af jafnaðarsjóði kostnað við nám dauf-
dumbspilts, Gísla Sigurðssonar á J>vottá í Suðurmúlasýslu
á daufdumbraskólanum í Kaupmannahöfn, eu ferðakostu-
að piltsins skyldi faðir hans greiða.
6. Akveðið að veita séra Oddi V. Gíslasyui á Stað í Grinda-
vík 300 kr, á næsta ári af jafnaðarsjóði til pess að ferð-
ast um amtið og leiðbeina mönnum í ýmsu sem lýt-
ur að bjargráðum á sjó, sjósókn og sjávarútveg.
7. Kvennaskólanum á Laugalandi veittar 300 kr. af jafnað-
aðarsjóði.
8. Kvennaskólanum á Ytri-Ey sömu upphæð.
9. Urskurðaður reikningur amtsbókasafnsins 1889 og safn-
inu veittar 200 kr. af jafnaðarsjóði.
10. Sampykkt að Vallnahreppur i Suðurmúlasýslu sé eptir-
leiðis sérstakt yfirsetukvennaumdæmi.
11. Samþykkt að María Sigurðardóttir á Höfðahúsum í
Suðurmúlasýslu fái eptirleiðis 20 kr. árlega af sýslu-
sjóði fyrir Ijósmóðurstörf, sem húu hefir haft á hendi í
Fáskrúðsfirði um 40 ár.
12. Alitið vel til fallið að Akureyrarkaupstaður greiði ekk-
ert jafnaðarsjóðsgjald framvegis, og taki aðsér aðnokkru
leyti þau útgjöld sem fyrir hann hafa verið greidd úr
jafnaðarsjóðnum (sbr. 60. gr. sveitarstjórnartilskipunar-
innar).
13. Vennjulegar skýrslur um Hólaskóla framlagðar Reiku-
ingar skóla og skólabÚ3 1838—89 úrskurðaðir.
Ályktað að stjórnarnefnd skólans skyldi fengið til um-
ráða búnaðarskólaié Eyfirðinga og Suður-f>ingey:nga,
samkvæmt lhbr. 4. sept. 1889. Sampykkt að mæla
með pví við lundsh., að ef frumv., frá alpingi 1889,
til laga uin að skipta amtinu í tvö ömt yrdi staðfest,
skyldi pað, livort Norður-þingeyingarsýsla ætti að taka
pátt í Hólaskóla eða Eyðaskóla undir pví komið, livort
hún kysi heldur að vera partur úr Norðuramtinu oða
Austuramtinu. Samið frumvarp tíl reglugjörðar fyrir
Hólaskóla. Akveðið að greidd skyldi, með fyrirvara um
endurborgun tíund af Hólum í Hjaltadal par til hæsta-
réttardómur væri genginn í máli um tíundarskyldu
Arnarness við Eyjafjörð.
14. Reikningar Eyðaskóla 1885—86 urðu enn eigi úrskurð-
aðir sökum vantandi upplýsinga, og skyldi skólastjórniu
hafa látið pær i té fyrir árslok. Fram komu skilríki