Norðurljósið - 06.01.1891, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 06.01.1891, Blaðsíða 3
1891 NÖRÐURLJÓSIÐ, 3 •— Bjargráðanefnd Akureyrarkaupstaðar hefir haldið fund mcð sér til að ræða um á hvern hátt pví yrði komið til vegar, að sjomenn tækju upp að við hafa lýsi og björgunaráhöld á sjóferðum á opnum bátum og piljuskip- um, er til veiða ganga frá Akureyrarkaupstað. — Nefnd- in ákvað að halda fund með sjómönnum og útvegsmönnum h«r í bænum í p. m., til að fá pá til að taka upp hin nauðsynlegu björgunaráhöld. Sömuleiðis kom til umræðuí nefndinni að gjöra til- raun til að stofna til styrktarsjóðs handa ekkjum og nmnaðarlausum börnum drukknaðra sjómanna við Eyja- fjörð, og gjörðu ráð fyrir að kveðja útvegsbændur og sjö- njenn við, Eyjafjörð til almenns fundar seinna í vetur. J>að væri æskilegt að allar bjargráðanefndir, sérstak- lega við Eyjafjörð vildu fara að dæmi bjargráðanefndar Akureyrar, að reyna að koma mönnum tii að nota bjarg- rað séra Odds Gíslasonar, sem með miklum dugnaði og einlægum álmga vinnur að svo pörfu máli. Séra Oddur hefir komizt í samband við kraptmikil vel- gjörðafelög erlendis, og fengið gjafir frá peim til eflingar bjargráðamálum hér á landi. Yanskil á blöðum, sem komu út í ágúst og september, er kvartað er yfir á Austurlandi, koma til af pví. að pau voru send sem póstfiutningur með ensku fjár- kaupaskipi frá Akureyri til Seyðisfjarðar, en skipstjóri skilaði ekki póstinum á Seyðisfirði, heldur fór með hann til Englands, paðan hefir hann svo komið til íteykjavíkur og síðan verið fiuttur með iandpóstum. Slíkt athæfi skip- stjóra er líklegt að póststjórnin láti ekki átölulaust. SAMTÍNINGUE. — A siðasta fjárhagsári eyddu Bandaríkjamenn 1200 mitj. dollars í öl og brennivín og aðra áfenga drykki. Er pað rúmlega 100 milj. dollars meira en á fjárhagsárinu næsta á undan. — Nýlega varð gjaldprota eitt hið stærsta umboðs- verzlunarfélag í JAmeríku; verzlaði með kaffi, viðarull, matvöru o. fl., hafði stofnsettar aukaverzlanir í 20 stærstu bæjunum í Norðurálfu. Aðalból félagsins hefir verið í Broadway í New-York frá pví pað var stofnað fyrir 37 áruin. Skuldir pess skipta miljónum dollars, — í síðastl. ágústmán. voru í Bandaríkjunum slegnir guii* og silfurpeningar upp á 5,530,600 dollars. í lok sept. mánaðar voru í afgangi í fjárhirzlunni 85,315,869 dollars. — . í sumar er leið hreppti eimskipið Vancowor, — eign Domiuion-Iínunnar — stórviðri rnikið á leið vestur yfir Atlantshafið og er storminn lægði skall á svartnættis- poka svo pykk að ekkert sást frá skipinu, og var pað pví að heita mátti ferðlaust. ísborgir voru á reki hvervetna umhverfis, og á eina peirra rakst skipið með pví heljar- afli, að pað klauf 15 feta djúpa skoru í jakann og féllu pá mörg púsund punda pungir ísmolar í drífu á piljur niður og brakaði í öllum innviðum skipsins. Eptir að skipið náðist út aptur og á flot, er gekk seint, var pað ná- kvæmiega skoðað og var alveg óskemmt, nema hvað losnað hafði ein járnspöng framan á pví, laust fyrir ofan sjávar- mál. Farpegar voru um 600 og urðu meira en lítið hræddir; varð pó með hörkubrögðum haldið í skefjum. Állan-Línan er sú eina lína, sem sendir gufuskip hingað tll lands ein- ungis til að sækja vesturfara J>að hefir línan gert nú í mörg ár, hvort sem margir eða fáir hafa farið og pau ein skip, sem liún sendir, eru útbúin til að flytja fólk sam- kvæmt útflutningslögunum. Eins og að undanfórnu mun Allan-Línan senda skip um miðjan júní næstkomandi til að sækja pá, er vilja flytja með henni, og tekur pá á vana- legum höfnum, svo framarlega sem ís eða aðrar ófyrir- sjáanlegar hindranir ekki banna. J>að er mjög áríðandb að allir, sem til Vesturheims ætla að flytja á næsta sumri og taka sér far með Allan-línunni, gefi sig fram og panti far hjá mér eða agentum mínum svo timanlega, að eg fái að vita tölu peirra ekki síðar enn í síðasta lagi með fyrsta strandferðaskipi í vor komandi, 1891, svo eg geti pantað hæfilega stórt skip í tíma. Hr. Baldvin Baldvinsson, agent stjórnarinnar í Kan- ada, verður túlkur og yfir-umsjónarmaður ineð pví fólki, sem fer með línunni í júnímánuði, eða aðalhópnum á næsta sumri, og fylgir pví alla leið til Winnipeg, og er pví bezt fyrir alla, sem ætla að fara, að sæta pví tækifæri að njóta hans leiðsagnar. Einnig mun eg eins og að undanförnu flytja með dönsku póstskipunum pá, sem heldur vilja taka sér far með peim, svo framarlega sem pau framvegis flytjanokkra vesturfara. Sigfús Eymussdsson. útflutningsstjóri. í „J>jóðvíljanum« nr. 27, bls. 107 stendur greinarstúfur nokkur, sem hefir fyrir Motto: „Læknar eru listamenn“. Grein pessi er svo úr garði gjörð, að ókunnugum má til hugar koma, að eitthvað muni vera misjafnt í fari héraðlækn- is herra J>. Johnsens á Akureyri. En af pví eg er nokkuð kunuugur lækni pessum, pá álít eg pað siðferðislega skyldu mína, að láta opinberlega í ljósi hvernig hanu heíir komið fram, sem læknir við mig, án pess eg ætli að svara nefn.dri grein. Eg hefi fyrir nokkr- um árum síðan lítið eitt farið með meðul, og sem hefir ver- ið J>orgrimi lækni vel kunnugt. Og er svo langt frá að hann hafi amast við pví, að hann hefir hvatt ínig til pess að halda pví áfram, og boðið mér alla pá hjálp, er hann gæti mér í té látið, og líka gefið mér verkfæri, sem pó er ekki nema lækna meðfæri að brúka. Af pessu dreg eg pá ályktun, að ekki muni allt vera s a 11 sem í áminnstri grein stendur. Og höfundur hennar liafi ekki v e 1 glöggvað sig á sannleikanum meðan hann rit- aði grein sína. Stærraárskógi 23. desember 1890. J. Magnússon. T o iii b o 1 a verður h.aldin á Akureyri næsta suinardag fyrsta. Arðinum af henni á að verja til að kaupa kennsluáhöld handa barnaskóla Akureyrar. Eru pað vinsamleg tilmæli mín til allra góðra manna um Eyjafjörð, að peir gjöri svo vel að gefa einhverja muni til tombolunnar. — Gjöfunum veiti eg móttöku og cand. phil, Skapti Jósepsson. Akureyri 30. des. 1890. Páll Jónsson.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.