Norðurljósið - 28.07.1891, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 28.07.1891, Blaðsíða 1
VerA auglýsinga: 15 aura línan eða 90a.hver þml.dálks. Stœrð 91 arkir Verð: 2 krónur. Borgist fyrir lok júlí. NORÐURLJÓSIÐ. ,4 ,)lað> Akuroyri 28. júli 1891. G. ár. A1 þ i n g i Reykjavik 21. júlí. í síðasta blaði gátum vér pess, að 21 lagafrumvðrp frá stjórninni hefðu verið lögð fyrir alpingi. bíðan hafa 37 frumvörp komið inn á pingið frá pingmönnum, og eru pessi hin helztu: Stjórnarskr árfrumvarpi ð er að mestu sam- hljóða fr.umvarpi pingsins 1887. Neínd í pví máli: Bene- dikt Sveinsson, Sig St., Sk. Th., Sig. Jenss., Sig. Grunn., Ól. Ól., Jens Pálsson. L ausam a nna f ru m vörpin. Annað peirra sam- liljóða frumvarpi neðri deildar 1889, hverjum manni 21 árs heimilt að leysa sig undan vistarskyldu gegn 1 krónu :gjaldi fyrir karlmann, og 50 aura íyrir kvennmann. Hitt vill ekki veita yngri mönnum en 25 ára lausamennskuleyíi fyrir 10 kr. fyrir karlmann, en 5 krón. fyrir kvennmann. Nefnd: Sk. Th., f>orl. Guðm., P. Br., G. Halldórsson. þóknun til hr e ppsnefnda. Frumvarpið fer fram á að veita gjaldkera hreppsnefndar 4°/# i innheimtu- laun, ef meiri hluti gjaldenda sampykkir. A sama hátt má veita 50 kr. póknun á ári fyrir bókfærslu og bréfa- gjörð, allt úr sveitarsjóði. Nefnd: Sig. Stef., Eir. Br. J. J. N. þ. E p ti r 1 a un a f r u m v a r p í ð er samhljóða frumvarp- inu frá 1889, og sömuleiðis ellistyrksfrumvarpið. Nefnd: A. J., E. Br., Indr. Einarsson. L aunahækkun starfsmanna bankans. Frum- varpið fer frarn á að hækka laun bókara og féhirðis bank- ans upp í 2000 kr. (bankastjórinn ekki nefndur á nafn). Nefnd: Sig. Stef., E. Br., Sk. Th., L. Hall., J. J. N. 1*., Mun nefnd pessi ætla sér að taka bankamálið í heild sinm til athugunar. Utanpjóðkirkjumenn. Frumvarpið fer fram á, að hver sem segir sig úr pjóðkirkjunni, skuli frá peim tíma vera undanpeginn öllum lögboðnum gjöldum til pjóðkirkj- unnar. Eptirleiðds skulu prestaköll veitt með pessum fyrirfara, en peir prestar sem nú eru í embættum, skulu fá uppbót úr landssjóði. Nefnd: Sk. Th., Sig. Stef., L. H , Sig. Gunnarss., Ól. Ól. Strandferðir og vegir. Frumvarpið fer pvi fram að landssjóður haldi uppi á sinn kostnað gufuskipsferðum umhverfis landið eigi skemur en 7 mánuði á ári, með far- pegjarúmi fyrir 100 manns og vörurúrai fyrir 50 smálestir. Vegir séu aðalflutningabrautir, er aðalvörumögn héraða er flutt um að verzlunarstöðum og frá, séu pað akvegir, að öðruleyti er skipting veganna eins og í vegalögunum frá 1887. Nefnd: Jens Pálss, Sk. Th., Sig. St., |>orv. Ker. Arni Jónsson. Almenn pjóðjarðasala. Frumvarpið er sam- hljóða frumvarpi um sama efni, er sampykkt var í neðri deild 1889, en efri deild pá felldi; ábúendur eiga allir að hafa rétt til að kaupa ábýlisjarðir sínar fyrir verð er samsvari 25 földu eptirgjaldi hennar sanngjarnlega metnu. Nefnd: A. J. Ól. Br., J. J>ór. Ullarverksmiðja. Frumvarpið fer fram á að veitt sé lán úr landssjöði, 12,000 kr. á ári í 10 ár eða alls 120,000 kr., til pess að koma á ullarverksmiðju. Láuið sé vaxtalaust 10 fyrstu árin, en borgist siðan með 6% á 28 árum. Verksiniðjan sé að veði fyrir láninu. Nefnd: B. Sv., Sig. Stef., Sk. Th., G. Hall., J. J. N. J>. Kjörgengi kvenna. (Frá Sk. Th. og Ól. Ól.) Frumv. fer fram á, að veita ekkjum og öðrum ógiptum konum er standa fyrir búi eða eiga með sig sjálfar, kjör- gengi í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn, sókna- og héraðsnefndir með sömu skilyrðum og karlmönnum. Séreign og myndugleiki giptra kvenna. (Frá sömu.) Frumnarpið fer pví fram, að pað skuli vera sér- eign giptrar konu, er hún á á giptingardegi, eða hún síð- ar kann að eignast við arf eða gjöf, nema öðru vísi sé á- kveðið í hjúskaparskiltnála. Giptar konur eiga að verða hálfmyndugar og fulhnyndugar á sama aldri sem karlmenn. Óheimil er bönda hverskonar umráð yfir séreign konunnar nema hún sampykki. Menntun kvenna. (Frá sömu.) Frumvarpið vill veita konum aðgöngu til kennslu og burtfararprófs á öllum menntastofnunum landsins, og jafnan rétt við karlmenn til kennslustyrks , og uðgang að öllum embættum að afloknu prófi. Búseta fastakaupmanna. (Frá Sig. St.). Frumv. samhljóða írv. neðri d. 1889, er efri deild felldi. Fasta- kaupmönnum, sem hér eptir byrja verzlun á íslandi, gjört að skyldu að vera hér búsettir. Dómsvald hæstaréttar. (Frá B. Sv. og Sk. Th.). Frv. fer pví fram, að afnema dómsvald hæstaréttar í ís- lenzkum málum, en gjöra landsyfirréttinn að æðsta dóm- stól, c% auka jafnframt tölu dómenda við hann um 2 dóm- ara með 3,500 kr. launum Háskóli á íslandi. (Frá B. Sv.). Frumvarpið fer fram á, að stofnaður sé háskóli í Reykjavík með prein deildum, guðfræðis, læknisfræðis, og lögfrreðis deild, tveir séu lögfræðiskennarar, anuar með 3,500 kr. launum, en hinn með 2,400 kr. Breytingar á kosningarlögum til alpingis. (Frá J. Hjaltalín.) J>ingfararkaup. (Frá J. Hjaltalín, Sigli. Árnas., Friðr. Stef.) Um að gjöra Seyðisfjörð að kaupstað. (Frá |>orv. Ker., Sig. Gunn.) Um ráðstafanir viðvíkjandi aðfluttum ósútuðum húðum. (Frá J. Jónassen, J>orv. Ker., J>- Guðm.) Eptirfylgjandi pingsályktanir hafa verið bornar upp: 1. Um að setja reglur fyrir útbýtingu pess fjár, sem veitt er búnaðarfélögum. (Flutningsm. Sig. Stef.) Nefnd: Sig. Stef., Páll Ól., Ben. Sv., Arni Jónss., Sv. Eir. 2. Um að setja nefnd til að íhuga og gjöra tillögur um ferðir landpóstanna ásamt fleiru er par að lýtur. Nefnd: Jens Pálss., Sig. Gunu., Ól. Ól., Ól. Briem, J. J. N-Jflng. 3. Ura uppmæling á Hvammsfirði. (Jens Pálsson). 4. Um skoðun á brúarstæði á jpjórsá. (Ól. Ól.) Fallin frumvörp: 1. Um makaskipti á pjóðjörðum í Yestmannaeyjum í N. D. 2. Um sölu Helgustaðanámanna í N. D. 3. Um afuám Péturslamba í N. D. 4. Um almannafrið á helgidögum pjóðkirkjunnar f N. D. 5. Um breytingar á prestakallalögunum í N. D.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.