Norðurljósið - 28.07.1891, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 28.07.1891, Blaðsíða 2
54 N0RÐURLJÓ8ÍÐ, 18ðt 6. Um afnám hæstarettar (íellt í efri deild). 7. Um hafnsögu í Reykjavík sömuleiðis 8. Um friðun á skógi sömuleiðis. 9. Um sölu pjóðjarða i N. D. Tvö lög eru afgreidd af pinginu: Tiðaukalög við útflutningslögin og Lög um kirkjugjald af húsum. TVlagsskapai'- og ImgsuiiarleysL — =XOUKOX—— Satt er það, að margt er það, sem stendur oss íyrir þrifum íslendingum, hafís og kuldi, grasbrestur og óhentugt tíðarfar, og ýmislegt — margt af náttúrunnar völdum. Eti þegar vér erum að hnippa í tíðarfarið og forsjónina, og sitt hvað anuað, sem oss kemur í hug í það og það skiptið, þá verður oss sjaldan eða aldrei að hugsa oss það, sem ef til vill stendur oss mest fyrir þrifutn. það er þelta dsemalausa bugsunarleysi, sem er orðið eins og drepsótt — eða öllu heldur þjóðarsótt lijá oss. J>egar vér sitjum saman inni á rúmunum, og höllum oss aptur á bak hver í sínu horni, þá gotum vér vel spjallað um sitt hvað eina^ það íer vel um vorn elskulega líkama, ef vér höfum nóg í maganum, og vér erum þá enda færir um, að dæma skilyrðislaust um hiu mikilvægustu málefni, stjórnar-, verzlunar- og fjárhags-mál, sem að minnsta kosti einn af hundraði hefir nokkurt vit á, en hinir ekki. En það sem oss kemur sizt til hugar, er það, að hugsa nær oss; vér höldum, að vér getuin dæmt um það, sem fjærst oss er, og sem vér ekki getum skilið eða náð til, en það sem næst oss er, viljum vér ekki hugsa um, eða tala um, nema þá einstöku sinnum. Eg er viss um, að þetta er að fara í vöxt; það er ávöxtur af misskilinni hálf- menntun. Hugsunarleysi vort kemur auðsjáanlega fram í öllum félagsskap. Yér liöfum hér félög í héruðum, bæði fram- fara- og búnaðarfélög og lestrarfélög. pað er líf alls félags- skapar, að sem flestir taki þátt í félögunum. Annars vantar þau bæði framkvæmdarmagn og fjárráð. Menn eru undar- lega tregir á það, að gauga í þau, enda þótt menn sé nú íarnir að sjá það, að þúfnasléttun, garðar og skurðir sé mjög gott, og sé almennt allmikið farnir að gefa sig við því. En það er í því sem öðru enn svo viða, að hver vill pukra sér^ en ekki vera í félagi. £>að er sjálfsagt, að það er hægt að rista ofan af þúfu, og skera skurð án þess að vera í félagi með árstillagi; en það eraðgætandi, að framfara- og búnaðar- félög eiga að hugsa um fleira en að róta til jörðunni. það þarf einnig að fá sér verkfæri til þess að gera það með, gera sér það léttara, og komast að hægri vinnuaðferðum. J>að er félaganna að gera slíkt. J>að þarf ekki að vera í félögum til þess að hlaða upp kálgarð, en þai er iélaganna, að vera í úLegum með fræ til káltegunda, og afla leiðbeininga til þess, að gera sér sem mestan gróða af því. Til alls slíks þarf íé, og það fé fæst ekki nema því að eins, að menn séu fúsir á, að sjá af einhverju litilræði í félagssjóð. Sama er með lestrarfélögin, þau eru svo aum, sem fremst má verða. J>að er ekki mikill bókaafli, sem slík félög geta haft fyrir svo sem 10—12 kr. á ári. Margirvilja lesa bækur, sem út koma, en of fáir vilja vinna það til að offra fáeinum aurum, eða svo sem einni krónu á ári til pess að geta notið þess. Margir eru hér í sumum sveitum, sem lesa dönsku, en ekki er auðið íyrir menn að nálgast danska bók eða kaupa hana; það vant- ar íé, fyrir utan það, að hér á Norðurlandi er fast að því loku fyrir skotið með að vita af útlendum bókum eða nálgast þær, þó að^pær komi út, nema með afarkostum. En þáð verða menn þö að Vita og finna, að þeim aurum er vel varið, sem varið er til þess, að mennta sig, bæði með bóklestri og til búnaðarframfara. En svo er um þsð sem ann'að, að ekkert fæst hema nokkuð komi á móti, og enginn verður menntaður maður, maður, sem er trúandi til þess, að tala með í velferðarmálum þjóðfélags og sveitarfélags,- svo að lið sé að, nema hann hafi varið nokkrú til þess Og hve miklu léttara er honum þá, að vera sér úti nm menntunarefni sín í félagsskap við aðra en einn síns liðs. En þetta er það^ sem menn nenna ekki eða viija ekki hugsa út í. Menn vilja dæma aðra, en enginn ■»-' nei, fáir vil eg segja — geta feng- ið sig til þe;s, að vera að dæma sjálfa sig. Annað er þetta dæmafáa persónulega hugsunarleysi, sem nú er orðið eins cmóðinss eins og taugaslekjan á unga kvennfólkinu. J>að kemur í fám stöðum áþreifanlegara fram, en hjá mörgu vinnufólki nú á dögum. J>ess Paradís er að hafa seni mest í kaup, en sem minnst að gera, dekra sem mest við sína eigin persónu, en hugsa sem minnst um hag húsbændanna og auðið er. J>að er hugsunarleysi þeirra, að- vilja ekki reyna að gjöra allt sem bezt þeim er auðið, því að vinnumennskan er þó auðsjáanlega mörgum, eða á að vera, skóli undir þann tíma, þegar þau fara að eiga með sig sjálf. J>að er hægt að vera heimtufrekur i vist, þegar allt á að heimta af öðrum, en stundum fer það af, þegar komið er í sjálfsmennskuna. Enda sýnir það sig bezt, að það eru of- margir af þeim, sem þótti skömm til alls koma í vinnu- mennsknnni, og bárust þá á eins og heldrimanna synir og dætur, verða að aumustu og þyngstu sveitarvandræðum, þeg- ar þau fara að eiga með sig sjálf. Hefðu þau vanið sig á það í vinnumennskunni, að vinna húsbændum sínum eins og þau væru að vinna sér, og fara með þeirra efni eins og þau ættu það sjálf, mundi einatt betur fara, en því miður er þetta sjaldnar en optar svo. J>eir, sem þannig hafa verið fleiri eða færri ár í vinnu- mennsku, en aldrei hugsað um neitt, nema að reyna að sleppa sem bezt út af öllu, heimta sem mest en láta sem minnst á móti, geta ekki orðið félagsmenn, þegar þeir fara að eiga með sig sjálfa. Sá sem aldrei hefir haft þann metn- að í sér hjá öðrum, að reyna að vera öðrum fremri — nema ef til vill í hégómaskarti og heímtufrekju — hann fær seint þann metnað i sig síðar, að verða maður í sveitar- eða þjóð- félagi. J>að eldir eptir af því sama, sem áður var, að reyna að vera sér sjálfum sem mest, en þó sízt í því sem helzt skyldi, en heimta svo af sveitarfélaginu og hreppssjóðnum það, sem þeir þykjast þurfa með, til þess að lifa sem áður. J>að verður þvl að hugsa í tíma en ekki I ótima; það verður að byrja á því, að v i I j a verða maður til þess að v e r ð a maður. Stórmennska og heimtufrekja, fín föt og fullur magi með sem minnstri vinnu, gerir engan að manni, heldur alvara og mannræna. Snemma verða menn að finna það í félagsskapnum, að margar hendur vinna létt verk — en þó því að eins, að engin höndin liggi á liði sínu, heldur leggi sitt fram af alúð og áhuga; þá, en ekki fyrr, er vou til þess að félagsskapur verði að liði á landi voru. Ypsilon. 20. júlí 1889 kom út í amer. blaði eþtírfarandi grein. En þar eð kona sú, sem greinin hljóðar um, er íslenzk, ætt- uð ng uppalin hér norðaölands, ímyndum vér oss, að út- legging greinar þessaíar Verði vel tekið. Greinin er svo- hljóðandi:

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.