Norðurljósið - 31.08.1891, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 31.08.1891, Blaðsíða 1
Stærð 24 arkir Verð: 2 krónur Borgist fyrir lok júli. NORÐURLJÓSID. Verð auglýsinga • 15 aura línan eða 90 a. hver þml. dálks. 16. blað. Akurcyii 31. ágúst li>9l. 6. ár. Síra Havsteinn og isíra Magnús Skaptason. Kirkjufélag landa vorra vestanhafs eða formeun pess hafa uú skýlaust lýst því yfir, að sá niaður geti ekki verið prestur í lúterskum söfnuði, sem ekki trúir hverju atriði í Augsborgartrúaijátningunni, en sérstaklega ekki sá, sem ekki trúir eilífri útskúfun. þetta mál vekur vist allmikla eptir- tekt heima, ptí að pótt peim pyki pað ekki tilkomumikið og íremur skoplegt en hitt. sem litlir kirkjuvinir eru, pykir öðrum pað mjög þýðingarmikið, eius og pað líka er. þeir synir kirkju vorrar hinir vígðu menn pnr vestra, hafa nú svo opt sent móður sinni tóninn ylir hulið, að ekki ætti illa við pótt hún svaradi nú við petta tækifæri og segði: „Og með ykkar anda!." Jeg hennar minnsti heimaalningur hefi nú einn verið svo djarfur að fylgja dæmi hins fræga Farrars og biskupsins af Manchester og ýtnsra fleiri hálúteskra hófuð- kennimanna i sjálfri biskupakirkjunni á Englandi — að eg ekki nefni postula Unitaranna, «guðleysingjanna," sem land- ar \orirkalla — að eg haíi opinberlega afneitað nefndum lær- dómi — eg pessi ótíuiabæri burður, sem séra Havsteinn ekki vildi láta lifa á einu saman brauði —nei! ekki einu sinni i brauði, nokkru lúthersku brauði, eg skal nú leyfa mér i meinleysi en afdráttarlaust, að segja peim síra Hafstein mina meining um aðferð peirra — um leið og es votta síra Magnúsi Skaptasyni mína bróðurlega hluttekning. Áð petta baruunga kirkjulélag, sem í hinu nýja, mikla frelsislaudi hefir sett sér pað fyrir markmið, mikið og lofs- vert markmið, að sameina í kristilegum kærleika og bróðerni sem lútherskt trúartélag sína tvístruðu landsinenn, — að slíkt lélag skuli leggja svo alla áherzlu á orðið lútberskur, og svo ramm-forna pýðing í það orð, að pað setji allt sam- komulag, frið og kristilegan kærleika í veð út af pví, að einhver prestur peirra segist ekki trúa slíkum lærdómi sem eilíf útskúfun, pað virðist mér vera bæði injög háskalegt og mikið gjörræðí. Háskuleg er sú aðferð fyrir pá sök, að slíkt hlýtur að rekja mikið hneiksli, sannfærir engun, sem efablandinn er, heldur æsir efa, og veikir hættulega trú manna á öðru, sem betra er og síður má efa. Hvað sýnir og sanuar reynslan eða sagan. Ijosara en petta ? Fyrsta afieiðingin er nú og orðin sú, að felagið er dottið í tvennt, en ritdeila komin i staðinn, sem fáura muu vera til upp- byggingar. En gjörræðið í pessarí aðferð, einkum pessari „Inquisition" sira H. P. og par af leiðandi stælu, er lika mikið og ólútherskt á vorum dögum. það er fyrst gjör- ræði gagnvart síra M. S. Hvað veit sira H. P. meira en síra M. S. um eilifa útskúfuti ? hefir hann og hinir, sem honum fylgja, nokkuð dómsvald yflr M. S. og hans söfnuði? pessi aðferð er gjörræði gagnvart anda Lúthers og hans siðabótar grundvelli. Hlýtur ekki hver menntaður maður. sem lesið helir ura hinn gamla, mikla reformator, að vera sannfærður um, að hefði hann lifað á vorum dögum, hefði hann ekki trúað slikum lærdómi? Og grundvallarkrafa siða- bótarinnar, er henni ekki misboðið? Var hún ekki og er enn, eða ætti að vera, sú, að leyða samvizkur manna til írjálsrar hugsunar undan munnlegum og jafnvel páfalegum valdboðum? Hver er lútberskari, síra M. S., sem að Lúthers dæmi dtríist að afneita kieddu, sem houum finnst ekki ein- ungis röng, heldur háski fyrir alla guðstrú að prédika, — ellegar slra H. P., sem vill láta slíka afneitun varða æru- og embættismissi, og fylgir sama anda, pótt með vægari aðferð sé, og siður var lyrir hálfri fjórðu öld, pegar siða- bótin var í vöggu? þessi aðferð er gjörræði gagnvart sam- tíð og framtíð. öll slik aðferð, öll slík bönd tilbeyra horf- innj og beimskari tíð, Hið gamla eroptlega gott og heilagt, en allt gamalt, sem ekki verður varið með góðu, með rök- semdum, pað má ekki verja með valdi. Loks er slík aðferð gjörræði gagnvart íslenzku fólki sérstaklega. Við íslend- ingar erum frá upphati bókmenntað fólk og okkar alpýða á færri spor til sjálfstæðrar og enda vísindalegrar lífsskoðunur en flest annað fólk; vér höfum aldrei verið mtklir biflíu- dýrkendur og stöndum par allt öðru visi að vigi en Englar, Skotar, Norðmenn, Dunir og Svíar; hjá peun trúir enn fjöldi af bænda-alpýðunni að öll biflían sé búkstaflega inn- blásin. Hjá slíkum söfnuðum pykir líka aðferð peírra síra H. P. nærri pví eins og sjálfsögð, og klerkanna röksemd er pessi: „Augsborgartrúarjátning á og skal vera alla daga allra lútherstrúartnanna trúarinutak. þetta er sjálfsagt lifs- skilyrði — ekki sízt hér í Ameríku; hér einkuiu hljóta menn að vera strangir; hér er offrelsið, tálið, trúleysið á allar hliðar, alit færi ella í uppnám, enginn pekkti sína, lýðurinu yrði úlfum, hundum og hröfnutn að bráð, og par að auki líkur safni á afrétt, at'ar-stóru safui af eintómum ónterk- iugum. Allt um pað viljuin við og heimtum f r e 1 s i, við neyðum engan, fari peir sem fara vilja, en veri hinir kyrrir, við heimtum einungis hreina játning, hreint borð, hreina reikninga". Svipað pessu talar lika bira H. P., og pví vil eg svara honum persónulega. Já, kæri síra Hafsteinn, við sumir hér heima pekkjum pessi svör, en við vitum líka, að ykkur, og einkum ykkur löndum vorum, er ómögulegt með pessari aðferð og kenning að halda hreina reikniuga. Við vitum að pið búið innan um prestsligað og í trúarskoð- unum ómyndugt fólk og ófrjálsa söfnuði, par sem sannur kristindómur er yfirskyn. pó bröstulega sé látið; við vitum að pið búið innan um ríkari söfnuði og leitið verald- legrar virðingar og menningar, en par sem auður og völd, svik og sundurgerð, húmbúg og hleypidómar ráða miklu meira en kærleiki, sannleiki, réttvísi og hreinskilni, p a r skapast ekki sannur kristindómur með valdboðum, og pað vald- boðum, sem nálega eingöngu eru studd með hjátrúarhótun- um o^ fornri venju. Hjá íslendinírum situr hjátrúaróttinn utan á og fornvenjan líka; peir standa á betri merg en aðrir og eru allir bóklæsir. Ofsatrú. bjátrú, bókstafstrú er hinn versti klafi, par er venjulega allt í sundurpykkju og uppnámi, 02 par á hinn gamli Belzibúb ætíð opnar aðgöngudyr með sjö anda sér verri. Hin amerísku blðð o? bækur bera vott/ um ógurlega spillin?, öfgar og sundurlyndi. A borðinu fyrir framan mig liggja tvö tímarit paðan á ensku máli, sem dá- vel sýna tvennar öfgarnar. pau piédika sína trúar- og lífs- skoðunina hvort fyrir sig; annað meinar, að sárfáar sálir mtini að ölltim líkindum umflúa eilifa ófarsæld, og kallar sig pó evangelist; hitt kennir, að enginn persónulesur Guð sé til né persónulegur ódauðleiki; pað kveðst vilja sættatrú og vísindi. Kæri síra Hafsteinn, mundu pað ekki vera þessar og pvílíkar öfgar, sem helzt bjóða hverar öðrum heim ? Og mundi ekki aðalháskinn liggja í pví. eins og fyrri, að gleyma lífs-princípi kristindómsins, pessu: „Bræður. elskið hver annan?" Fá, allt of fá friðarins og kærleikans orð berast hingað heim yfir Lið kalda veraldarhaf, frá hinui

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.