Norðurljósið - 25.01.1893, Side 2
10
206 og þjettast í Suðurumdæminu 256 á hverjum 100
ferh. kílómetrum, eða meira en helmingi þjettbyggð-
ara en norðanlands og austan. Þjettbyggðust af sýsl-
um landsins var Yestmannaeyjasýsla, sem svaraði
3,324 á 100 ferh. kílómetrum. (Hún eraðeinsl7 ferh.
kílómetrar með 565 ibúum). En strjálbyggðastar voru
Þingeyjarsýsla með 66 og Norður-Múlasýsla með 68
íbúum á jafnstóru svæði.
Alis voru árið 1890 10,144 heimili á landinu, og að
meðaltali 7 menn á hverju heimili, þar af sunnanlands
4,146 heimili með 6,7 á heimili, vestanlands 2,340 heirn-
ili með 7,3 á heimili og norðan- og austaniands 3,658
heimili með 7,1 á hverju að meðaltali. — Eðiilegt er,
að fæst fólk sje að jafnaði á heimili sunnanlands, því
þar er stærsti bær iandsins og langflest sjáfarbýli og
þurrabúðir, að tiltölu.
Grænlendingar og siðir þeirra.
Flestum lesendum þessa blaðs mun vera kunnugt
um, að skammt í vestri frá yztu andnesjum lands
vors er landfláki afarmikill, yíir þrjú hundruð mílur
á lengd frá norðri til suðurs, en að minnsta kosti
helmingi mjórri frá austri til vesturs, iand, sem að
mestu er hulið ævarandi ís og jökli, iandið sem fæðir
hafisinn, sem ógnar landi voru og veldur opt nístings
köldu vori og neyðarári — iandið, sem forfeður vorir
fundu og kölluðu Grænland fyrir 908 árum, en landið
sem enginn vissi um norðurendann á fyr en fyrir
rúmu ári síðan, landið, þar sem landar vorir reistu í
»byggðir og bú« á söguöld vorri, á hinum fáu grænu
og gróðurvöxnu blettum, er flnnast á vesturströndinni;
þar var kristni kennd, kirkjur reistar og erkibiskups-
stóll settur á stofn og þaðan fundu landar vorir Ame-
ríku.
Aldirnar liðu. Svartidauði geysaði yflr alia Norður-
álfuna og hefir að likindum borizt til Grænlands. Sam-
göngur þangað hættu um langan tíma, unz landkann-
endur finna það aptur á 17. öld. Á öndverðri 18. öld
tekur prestur nokkur í Noregi, Hans Egede að naini,
sig itpp frá fósturjörð sinni, til þess að kenna íbúum
þessa kalda lands kristna trú, sem hann vissi að gleymd
mundi þar í landi. En i stað þess að hitta þar af-
komendur hinna íslenzku og norrænu iandnámsmanna
eins og hann hafði búizt við, flnnur hann þar annan
þjóðflokk, sem að líkamsskapnaði, siðum og tungu-
máli er gjörsamlega ólíkur Norðurlanda þjóðum. —
Eins og opt á sjer stað, fetar hin veraldiega stjórn
þegar í fótspor kristniboðans. Danir kasta eign sinni
á landið, og þeim eru hinar fáu hræður á Grænlandi
háðar enn í dag.
Þegar Nansen fór skíðaförina frægu yfir Grænland
fyrir nokkrum árum, dvaldi hann veturinn eptir á
Grænlandi og kýnnti sjer siðu og háttu þessarar litlu
og einkennilegu þjóðar, og heflr ritað stóra bók um
þetta efni, og verður hann hafður hjer fyrir heimild-
armann að mestu leyti.
Flestum Norðurálfumönnum myndi alls ekki þykja
Græniendingar fríðir, er þeir sæu þá í fyrsta sinnni.
Grænlendingar eru af þjóðbálki þeim, er kallaðir
eru Eskimóar og byggja allar nyrðstu strendur Ame-
ríku; eru þeir kringluleitir og stórskornir, augun lítil
og dökk og optast skásett, neflð er flatt, mjótt á milli
augnanna en breitt er niður eptir dregur. — Þeir eru
»búlduleitir« og munnvíðir, kjálkarnir stórir og sterk-
legir, og þegar þeir brosa, skín í hvítar tennumar,
og er auðsjeð á öllu útlití þeirra, að maturinn erþeira
fyrir öllu 'óðru.
Kynblendingar þeir á vesturströndinni, sem eru
komnir af Eskimóum og Norðurálfumönnum, eru að
áliti okkar Norðurálfumanna fegri en óblandaðir Eski-
móar. Eru þeir vanalega nokkuð likir suðurlanda
þjóðum, dökkir á hár og mórauðir á hörund með dökk
augu og augabrýr, er meðal þeirra opt laglegt fólk
bæði karlar og konur. Eru sumir þeirra að útliti tölu-
vert líkir Gyðingum. En óblandaðir Eskimóar eru þó-
án efa hraustlegri og harðgjörari á svip.
Eskimóar eru engir dvergar eins og margir Norður-
álfumenn imynda sjer. Að sönnu eru þeir ekki jafn-
háir að meðaltali eins og Norðurlandabúar, en þó eru
meðal þeirra menn, sem eru undir 3 álnir á hæð. Að
ytra áliti eru þeir sterklega byggðir einkum efri hluti
líkamans. — Karlmennirnir eru herðabreiðir og bringu-
breiðir, með gilda og þreklega handleggi. Aptur á móti
eru þeirmjaðmagrannirog mjófættir, ogeru þeir því bogn-
ir í knjáliðunum og skjögrandi í göngulagi, er þeir taka
að eldast, og leiðir slíkt eðlilega af því, að þeir eru
hnepptir i »kajak« sinn eða róðrarbát, mestan hluta
æfinnar.
Kvennfólk Grænlendinga er óvenjulega mjótt og sí-
valt um mjaðmirnar, miklu mjórra en kvennfólk í Norð-
álfu, sem er miklu flatvaxnara og þykir slíkt ekki auka.
fegurð hinna grænlenzku kvenna. Aptur á móti eru
þær undra handsmáar og fótnettar.
Grænlendingar eldast mjög fljótt og er einkum kvenn-
fólk þeirra leiðinlegt við ellina, hrörlegt, rauðeygt og
sköllótt og ekki ólíkt frosnu epli. Samt sem áður eru
þær góðlegar þótt aumingjalegar sjeu, og ólíkar ýms-
um gömlum konum vor á meðal, sem líta út líkt og
steingjörðar beinagrindur.
Eskimóar, sem ekki hafa blandað blóði við Norður-
álfumenn, eru mórauðir eða gulgráir á hörund og helzt
móguli liturinn æðilengi í ættinni hjá kynblendingum.
Eykur óhreinlæti allmjög hinn dökkva hörundslit
þeirra, einkum hinna eldri, enda segir Hans Egede,
að kvennfölk þeirra þvoi sjer ekki öðru vísi en skafl
svitinn af andliti sínu og sleiki hann.
Nýfædd börn eru ljósari á hörund og kváðu þau
hafa dökkbláan kringlóttan blett á mjóhryggnum, og
þaðan dreiflst dökkvi liturinn út um allan líkamann.
Hvað klæðnað Grænlendinga snertir er það einkenni-
legast, að kvennfólkið er klætt líkt og karlmenn og
er búningur þess töluvert fegri og hentugri en þung.
lamalegi og ljóti kvennbúningurinn okkar.
Yfirhöfn Grænlendinga á Suður-Grænlandi er hinn
svo nefndi »tim.iak«-, er hann gjörður úr fuglahömum,
og snýr fiðrið inn. Er hann í lagi líkt duggarapeysu
og steypt yfir höfuðið þegar farið er í hann. Að ofan-
verðu er fest við hann hetta úr svörtu hundskinni,
sem smeygt er upp yfir höfuðið í illviðri, en þess í
milli látinn hanga niður um hálsinn og líkist hún þá
svörtum kraga. Um úlnliðinn er »timiakinn« einnig
bryddur með svörtu hundskinni og fóðraður utan með
bómullartaui. Brækurnar eru ýmist úr selskinni eða
vefnaði frá Norðurálfu, en skófatnaður Eskimóa er
eins konar stígvjel er »kamikar« eru nefnd úr vatns-
heldu rotuðu selskinni. Innan í þeim eru hafðir skinn-
s okkar og snýr hárið inn, en fyrir illeppa er haft hey
innan í stígvjelunum.
Kvennbúningurinn ermjög líkur búningi karlmann-
anna. í Snður-Grænlandi hefir kvennfólkið yfirhöfn
úr fuglahömum, hettulausa með háum hundskinnskraga
og er valið í hann svo svart og gljáandi skinn, sem