Norðurljósið - 25.01.1893, Side 4

Norðurljósið - 25.01.1893, Side 4
12 Þessu er líka þannig varið. Súreínið er það ódáinslyf, sá óviðjafnanlegi »lífs elexír«, sem heldur við liíi allra dýra og orsakarvöxt og viðgang allra jurta jarðarinnar. Þegar vjer, eða önuur af hinum hærri dýrum drögum andann, streymir loptið niður í lungun; losnar súrefnið þarfrá köfnun- arefninu og smýgur í gegn um hina afarþunnu veggi lungna-háræðanna og sameinast þannig blóðinu. Undir eins og blóðið tekur á móti því, er eins og það fái nýtt líf, það er búið að kasta ellibelg í orðsins fyllsta skilningi. — Það heíir hrundið frá sjer öllum skaðvæn- um efnum, t. d. kolsýrunni, er berst burt í andar- drættinum, og blóðið getur því enn á ný endurnært líkamann. Þessi efnabreyting fer stöðugt fram i hvert sinn, er vjer drögum andann meðan lííið varir. Efna- breyting þessi er orsök og uppspretta blóðhitans og allra þeirra starfa, sem fara fram í hinum ýmsu líf- færum líkamans. A sama hátt brýzt súrefúi, sem fólgið er í vatni því, sem hvervetna erbundið í vatninu, inn í tálkn hinna óæðri dýra, t. d. fiska og orma og veldur líkum efna- breytingum og í líkömum hinna hærri dýra. Það kemur til leiðar hita hvervetna þar, sem eitt- hvað brennur, því eins og líkami dýranna getur ekki geymt í sjer lífið án þess, eins getur eldurinn ekki lifað, nema hann hafi það sjer til endurnæringar. Það myndar einnig bláðgrænukorn jurtanna, sem veldur hinum græna lit þeirra, og sem vöxtur þeirra og viðgangur stafar frá. Það leysir i sundur mold og leir, grjót og bergteg- undir, og gjörir jörðina þannig að hæfilegum bú- stað fyrir jurtirnar, — það leysir upp hina hörðustu málma, veldur riðinu á járninu, spanskgrænunni á kop- arnum o. s. frv. Af þv'i súrefnið sameinast þannig næstum öllum efn- um, mætti ímynda sjer, að það myndi smátt og smátt minnka í andrúmsloptinu. En því er ekki þannig varið. Eins og dýrin anda því að sjer, anda plönt- urnar því frá sjer og þannig bætist loptinu upp það, er dýrin og hin dauða náttúra eyðir af því. Að svo búnu skulum vjer virða fyrir oss köfnunar- efnið. Enda þótt köfnunarefnið sje sameinað súrefninu í andrúmsloptinu, eru efni þessi næsta ólík að eðli sínu. Dýrin gætu ekki lifað, ættu þau eingöngu að anda að sjer köfnunarefni, heldur myndu þau deyja næstumá svipstundu og af þessu hefir það fengið nafn sitt. — Þó er ekki svo að skilja, að köfnunarefnið drepi dýr- in við það, að þau anda því að sjer, heldur að eins það, að það getur ekki valdið þeim efnabreytingum* er súrefnið kemur til leiðar í líkama þeirra, og allt líf þeirra er undir koinið. (Meira). Hermennirnir sem voru brenndir lifandi.. (Niðurl.). Allt í einu heyrðust kvein og angistaróp innan í tunnunni og botninn úr benni flaug allt í einu í lopt upp. Allir sem við voru staddir æptu forviða upp yfir sig. Tveir menn í einkennisbúningi gægðust upp úr tunnunni buldir sagi og hefilspónum. »Vægð, berra yfirdómari!« stundi annar þeirra út úr sjer. sDrepið eldinn!« veinaði binn. »Upp úr tunnunni, þið myrkranua andarb skipaði yfir- dómarinn — og veslings hermennirnir skriðu út úr hinu þrönga fangelsi sínu, þaktir sagi og hefilspónum frá hvirfli til ilja — en allir þeir er við voru staddir veltust um af hlátri að horfa á þá. »Það eru gestir vinnukonauna okkar, sem hafa orðið heldur naumt fyrir«, mælti yfirdómarinn. »En yður her- menn segi jeg nú að eins það, að þið skuluð fela ykkur hinum megin við runninn þarna, og jeg harðbanna ykkur að láta kritnta í ykkur eða að hreyfa legg eða lið. Hafið þið skilið mig? Að öðru leyti skuluð þið ekki verða fyrir neinum óskundac. Hermennirnir skulfu enn þá eins og hrísla, en þegar þeir voru horfnir fyrir runnana, var slegið eldi í tunnuna. Að svo búnu sendi yfirdómarinn eptir Rósu og Stínu, og hafði barnfóstran, sem var nýkomin til brennunnar, frætt þá, er þar voru, á. því, að þær stæðu báðar þegjandi eins og saltstólpar í kolniðamyrkri i eldbúsinu. Stína og ftósa komu að lítilli stundu liðinni náfölar og skulfu eins og hríslur. Þær höfðu greinilega sjeð, að unnustar þeirra höfðu leitað sjer fylgsnis í tunnunni, en þær gátu ekki vænt þess, að þeir hefðu sloppið úr heöni aptur, án þess enginn hetði orðið var við. Var svo að sjá, eins og voðaleg hræðsla gripi þær báðar allt í einu. »Ef aumingja mennirnir hefðu r.ú af eintómri hræðslu----?« En þær höfðu ekki hug í sjer til þess að bugsa u en litu örvæntingai'fullum augum á tunnuna, sem stóð í björtu báli. »Stúlkur«, tók yfirdómarinn til roáls með bystri rödd, »það kom viðbjóðsleg fitulykt úr tunnunni, þegar bún tók að brenna. Hvað hafið þið látið í hana? Hafið þið kast- að í hana kjötleyfum og beinarusli? — Þið megið til að meðganga það«. Báðar meyjarnar æptu veinandi upp yíir sig og fjellu á knje. jíFitulykt! Drottinn minn!« æpti Stína og kreisti sam- an hendurnar: »Hann heíir verið brenndur lifandi!« »Herra yfirdómarí! þjer halið brennt tvo menn — tvo hermenn«, veinuðu þær báðar í einu hljóði. »Eruð þið gengnar frá vitinu stúlkur!« mælti yíirdóm- arinn, sem átti bágt með að halda niðri í sjer hlátrinum. »það er reyndar satt, að mjer heyrðust undarlegar stunur og vein í tunnunni, þegar kviknað var í henni«. »Þeir eru brunnir, — þeir hafa verið brenndir lifandi!« æptu stúlkurnar á ný. Allir aðrir, sem við voru staddir, ráku upp skellihlátur. Yfirdómarinn skipaði nú stúlkunum að standa upp, sem flóðu allar i tárum. »Komið þið nú!« kallaði hann því næst með hárri röddu, — og jafnskjótt komu »hermenn- irnir. er höfðu verið brenndir lifandi«‘og höfðu þeir haft tíma til að átta sig dálítið og dusta sagið af einkennis- búningum sínum. Stína og Rósa lustu upp fagnaðarópi og köstuðu sjer í faðma sinna upprisnu unnusta. Nú gátu þær ekki heldur varizt brosi, er þær hugsuðu um, að tveir jafn hugaðir hermenn hefðu látið brenna sig lifandi afeintómri hræðslu. Yfirdómarinn var ánægður ylir þvi, að hafa skemmt annig gestum sínum, lýsti yfir friði og fyrirgefningu og auð hermönnunum i staupinu, en þar með skyldi öllum veitingum í eldhúsinu lokið. — Stína og Rósa lofuðu bót og betrun, — en af efanum í útliti yíirdómarans og frúar- innar mátti sjá, að þau reiddu sig ekki statt og stöðugt á loforð þeirra. Chaiselongue og fjaðrastólar eru til sölu í W. Christensens verzlun. Fæði, geta þingmenn og aðrir einhleypir menn fengið hjer næsta sumar með lœgstu kjörum. Ritstj. vísar á. Forngripasafnið opið hvern miðvikud. og laugard. kl. 11-12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. llja—2^2 Landsbókasafnid opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán mánudag, miðvikudag og laugardag kl. 2—3 Málfirdðarstöðvar opnar í Reykjavik og Hafnarfirði hvern rúmhelgan dag kl. 8—9, 10—2 og d—5 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. mánudag í hverjum mánuði kl. ð—6. Ritstjóri: Hjálmar Sigurðarson, realstúdent. Prentsmibja ísafoldar 1893.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.