Norðurljósið - 15.02.1893, Síða 1

Norðurljósið - 15.02.1893, Síða 1
Kemur út þrisvar i mánuí)i (5.—15.—25.\ 36 blöt) á ári. VerÖ 2 kr. (erlendis 3 kr.). Gjalddagi 15. júlí. NORÐDRLJÓSIÐ. Afgreiöslustofa Þingholtsstr. 3 Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema hún sje komin til ritstjórans fyrir 1. október. VIII. ár. Iíeykjavík þriðjudaginn 15. febr. 1895. 5. blað. _ Ný gullnáma. Vjer kvörtum og kvörtum í sífellu, að landið okkar .geti ekki veitt nægileg gæði, svo hægt sje að fieyta fram líflnu. Vjer kvörtum yfir peningaleysinu, korn- leysinu, verzlunarskuldunum, hafísnum, flskileysinu o. fl. o. fl. og er það eðlilegt, því hvert af þessu fyrir sig getur gjört oss ærinn hnekki á ýmsa vegu, enda þótt, að megi yfirbuga flest áf þessu að meira eða minna leytl. Að sönnu getum vjer hvorki ráðið vind- um nje veðuráttufari, en sje vel að gætt, hlýtur þó hverjum heilvita manni að liggja í augum uppi, að ■ afla má hjer miklu meiri forða bæði af sjó og landi lieldur en gjört er. Reynslan sýnir oss, og líffæra- fræðin segir það skýlaust, að maðurinn þurfl að neyta bæði dýi'a og jurtafæðu svo jafnvægi haldist í þroska hinna margbreyttu líffæra iíkamans. — Dýrafæðuna veitir náttúran oss hjer í ríkulegri mæli, bæði af sjó og landi, en þar eð korn getur ekki þrifizt hjer nema ■ef vera kynni að eíns lítið á stöku stað, ef því væri nokkur sómi sýndur, hlýtur þar af að leiða, að ann- aðhvort verðum vjer að kaupa korn frá útlöndum, ■eða rækta hjer einhverja þá plöntu, sem geti komið ■oss í korns stað. Planta þessi er til og vjer þekkjum hana allir. Það eru jarðeplin og þau geta þrifizt hjer mœta vel í flestum árum. Og vjer vitum það, samsinnum það, en gefum því -ekki frekara gaum. Þrátt fyrir það, þótt vjer sjáum, ýmsa landa vora spara sjer mikið fje með jarðeplaræktinni kaupa ýms- ir enn þá jarðepli frá útlöndum ! En óræktað land, sem mætti gjöra að hinum bezta jarðeplagarði, liggur rjett fyrir utan bæjarvegginn svo miljónum dagslátta skiptir. Yerzlunarskuldirnar liggja á oss eins og farg, en hver ráð eru betri til að afnema þær en að auka framleiðsluna innanlands, svo, vjer þurfum ekki að kaupa jafnmíkið frá útlöndum ? Einyrkinn eyðir mörgum dögum, opt heilli viku til að sækja hálftunnu af rúgi í kaupstaðinn. Skyldi liann ekki geta fengið eins mikla björg handa heimilinu ef hann notaði vikuna til að koma sjer upp jarðeplagaiði ? Hvað gjörir sjómaðurinn þegar landlegurnar eru ? Hann kvartar yfir atvinnuleysi og að ekkert sje hægt að starfa því enginn þarfnist eitt einasta handarvik. Sjer hann engan blett ónotaðan, svo sem 3 faðma á hvern veg, sem hann megi nota handa sjer og sín- um, til. þess að efla sjer eina skeppu af jarðeplum með soðningunni, svo hann þurfi ekki að láta helm- inginn af fiskinum, sem hann aflaði í dag, í búðina til þess að kaupa brauð ? Er oss viðhjálpandi ef vjer gjörum ekki sjálflr það, sem í voru valdi stendur til þess að bjarga oss ? Jarðeplaræktin er einmitt sú atvinna, sem reynslan sýnir, að getur margborgað sig fremur enn flest ■annað. Að sönnu hafa jarðeplin engan veginn annað eins næringargildi eins og korn, en sje ræktun þeirra sómi sýndur, áburður og útsæði vandað eins og kostur er á, má fyrir það spara mjög mikið kornvörukaup. Jarðeplaræktunin er ein af- hálfnotuðu gullnámun- um hjer á landi, sem gefur margfallt tryggari arðs von enn vinna margra gullnemanna í Kaliforniu og Astralíu. Reynum því að nota þau fáu ár, sem eptir eru af þessari öld þannig, að engin jarðepli þurfl að kaupa frá útlöndum árið 1900. Og reynum einnig að nota þau þannig að vjer þurf- um ekki að kaupa að tiltölu jafn mikið korn og nú um næstu aldamót. Grænlendingar og siðir þeirra. (Framh.) Eins og kunnugt er lifa Grænlendingar eingöngu af veiðum, einkum selaveiðum. Hafa þeir sjáflr lagað báta sína og veiðarfæri eptir þörfum sín- um, og er nærfellt aðdáunarvert, hversu vel þeim hef- ir tekizt að bjarga sjer með jafn fátæklegum efnum og fyrir hendi voru. Veiðibátar Grænlendinga, er þeir nefna »Kajak» en vjer húðkeip er 16—17 feta langur, en 22 þuml. breið- ur um miðjuna að ofanverðu en töluvert mjórri í botn- inn. — En þar eð húðkeiparnir eru lagaðir að stærð eptir ræðara þeim, sem notar þá, eru þeir misvíðir um miðjuna svo þeir sje mátulegir fyrir ræðarann að smeygja sjer niður í þá. Aptur á móti eru þeir allir fleygmjóir í báða enda. Innviðir húðkeypsins eru úr trje laugböndin úr greni eða furu er þeir kaupa af Norðurálfumönnum, en rangirnar úr víði, er þeir finna í dalbotnunum heima hjá sjer. Að utanverðú og að ofan eru húðkeiparnir klæddir með selskinni og að eins með einu hringmynduðu opi um miðjuna er ræð- arinn smeygir fótunum í þegar hann sezt í bátinn. Enginn kjölur er undir húðkeipunum, enundirbáðum endum eru drög úr hvalrifjum, sem hlíflr húðkeipnum fyrir ísreki þegar hann er á floti og eins þegar hann er settur yfir grjótið. Beinhnappar eru hafðir á báð- um endum hans, sumpart til prýðis og sumpart til hlífðar. Grindina innan í húðkeipinn búa karlmennirnir sjálflr til en kvennfólkið verkar skinnið og saumar það utanum hana og þykir háðung mikil fari það illa eða sje of slakt. Áður en skinnið er saumað á er það bleytt svo vel, sem unnt er, svo það hrökkvi saman og verði stríðara á, er það þornar. Innan í opinu á miðjum húðkeipnum að ofanverðu er gjörð úr trje, og er húðkeipurinn þar 11—15 cm. á dýpt, en dálítið hærri fyrir framan opið svohægra sje að komast ofan í hann. Botninn er mjög flatur1 og er sætið ofan á röngunum vanalega klætt með margföldu útslitnu skinni úr gömlum bát og þar ofan á bjarnarfeldur til þess að gjöra sætið mýkra. Húðkeiparnir eru svo Ijettir að þá má bera langar leiðir á þurru landi. Fyrir framan húðkeipshringinn eru 5—6 skinnstroff- ur, og 3—4 að aptanverðu og notar ræðarinn þær til þess, að stinga í þær veiðarfærunum og öðrum

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.