Norðurljósið - 15.02.1893, Side 4
20
urin var há vexti, grönn og nett í allri framgöngu;
hún var á mjallhvítum kirtlí með bera handleggi
upp fyrir olnboga. Skautafald hafðí hún á höfð-
inu og gullspöng um ennið, en um hálsinn hafði
hún silfurfesti og hjekk þar við doppa úr gulli,
hjartamynduð. Berar hafði hún axlir og háls og
var þar eigi til hlýinda annað en festin, gull-
doppan og brúðarslæðan, sem eins og hvít hjela
sveipaðist kring um hana alla. Þeir sem fremstir
voru í stólunum og bezt gátu til sjeð í kirkjunni,
störðu á hana eins og einhverja æðri veru, er
aldrei hafði birzt í söfnuðinum fyr og höfðu þeir
því unaðinn mestan, er næstir sátu og stöðugt
gátu horft á hana. Ur yztu bekkjunum var örð-
ugt að sjá fólk það, er í innstu bekkjunum sat,
og vissu það enda mai;gir og kusu sjer þvi held
ur sæti upp á loptinu; söfnuðust þar allir, sem
að gátu komizt fram við grindurnar og var þröng-
in þar svo mikil, að margir hjengu hálfir fram
af þeim.
Þegar brúðurin var komin inn, skipti orgelið
urn róm, en söngflokkurinn brýndi röddina, ræskti
sig, blaðaði í sálmabókinni og hóf svo margradd-
aðan hjónavígslusönginn. Þeir sem bók höfðu
með sjer, eða kunnu sálminn, tóku undir líka.
«Nú er jeg búin að sjá nóg», hvislaði kona
ein í eyrað á grannkonu sinni, er hjá henni sat
á bekk framarlega i kirkjunni. »Mig langaði að
eins til að sjá hana Olöfu, hvernig hún tæki sig
út í kirtlinum hennar Þuriðar á Hól. Jeg hefði
svarið fyrir, að hann færi henni svona vel; hann
er aðeins heldur stuttur*.
«Er hún í kirtlinum hennar Þuríðar? Jeg hjelt
hún hetði efnað sjer hann sjálf».
»JIún Olöf hvernig á hun að geta eignast svona
dýran kirtil, sem er svo bláfátækur auminginn,
að hún á ekki bót fyrir skóinn sinn? Þau eru
bæði útaf dauð. Hefirðu ekki tekið eptir því, að
hún er með skautið hennar Sigrúnar íMörk? Við
ættum þó a,ð þekkja hann, krókinn þann, sem
hallast út í vangann á hverri sem ber hann. Og
festina hennar Þórunnar i Gerðinu hefir hún um
hálsinn. — Hún hefir lánað þetta sitt hjá hverj-
um».
»En hvers vegna eru þau þá að gipta sig?
Ætli þeim hefði ekki verið nær að hanga í vist
einhversstaðar, greyunum?*
«Er það nú ekki si-svona? Oánægjan, möglið,
ófrelsið og kúgunarokið ? Er það ekki vana söng-
urinn hjá hjúunum meðan þau ekki geta farið að
eiga með sig sjálf og komizt inn í hjónabandið ?
— Það væri annars betur að þeim heppnaðist
þetta kindargreyunum».
»Er hann ekki myndarmaður*.
»Jú það held jeg hann sje í handtökum sínum
og meinlaus er hann, en ekkert á hann til. Hann
er sjálfsagt fremur ráðlítill og ekki hefir hann
verið sagður neinn reglumaður».
»Kannske hann sjái að sjer, þegar hann á að
fara að eiga með sig sjálfur».
»Ekki er það ómögulegt*.
Fleira hvísluðust þær á, kunningakonurnar, þótt
eigi sje skráð hjer. En ekki voru þær heldur
hinareinu, er ys gerðu í kirkjunni meðan sálm-
urinn var sunginn, þvi margir voru fleiri að stinga
saman nefjum um brúðhjónin.
Uppi á loptinu að sunnanverðu stóðu stúlkur
tvær og studdu olnbogunum fram á grindurnar.
Þær voru kímileitar og drógu sjölin upp að and-
litinu svo ógjörla sæi framan í þær; þær voru að
hvíslast á, en heyrðust þó óglögg orðaskil.
»Þetta á nú við kollinn á henni Ólöfu, að sitja
þarna við hliðina á amtmanninum*, sagði önnur
þeirra. — Hvað er hún alltaf að tifa kollinum og
góna í allar áttir? En hvað hún getur látið and-
hælislega, sko ! Heldurðu hún sje ekki lukkuleg
með sjálfa sig núna?»
Jú, ensjáðu slörið á henni. Það er í ótal hrukk-
unum, eins og það sje hengt utan á staur».
(Meira).
Hýðingar-hegfnlngin, sem árið 1882 var aptur leidd
í lög í fylkinu Marýland í Norður-Ameríku, og sem aðeins
átti að hafa við eiginmenn, er misþyrmdu konum sínum,
heíir nú nýlega, verið við hötð þar og er það í 5 skipti
síðan lögin öðluðust gildi. Sökudólgurinn heitir Eisen-
berger, þýzkur að ætt, og á heima í borginni Baltimore
Hann heíir um langan tíma verið mjög drykkfelldur, og
helir optar enn einusinni farið illa með konu sína. Eitt
kvöld kom hann heim, dauðadrukkinn, fjekk konunni sinni
ritblý og mælti : »Skrifa þú nú honum bróður þínum að
þú sjert dauð, því nú ætla jeg að rota þíg». Svo rjeðst
drykkjuróturinn á veslings-konuna, lamdi hana i andlitíð
með járnlóði- og kjálkabraut hana, og þegar hún tjeli á
gófið, sparkaði hann í hana með stígvjelunum. Hann hefði
eflaust gengið af henni dauðri, ef menn, sem bjnggu í
sama húsi, hefðu eigi skiiið þau. — Fyrir þetta var Ei-
senberg dæmdur til þrælkunarhúsvinnu og þrettán svipu-
hagga. Sökudólgurinn var færður úr öllum fötum niður
að mitti, bundinn við staur í þrælkunarhúsgarðinum og
hýddur, og mátti að því búnu telja þrettán blóðugar rák-
ir á baki hans. — Það er tvennt, sem er einkennilegt við
þetta; i fyrsta lagi: að ölvan hins seka var ekki talinn.
honum til afbötunar eins og siður er til hjer á landi; eg
í öðru lagi að hýðingar-hegningin, sem fyrir löngu síðan
er numin úr lögum um allan hinn menntaða heim, hefir nú
aptur öðlast þar gildi sem hegning við svívirðilegum glæp,
þar sem álitið er, að engin önnur hegning sje jafnvel lög-
uð, til að hafa betrandi áhrif á hinn seka.
Heiðr.jetting. í síðasta blaði, bls. 16, fyrri dálki, 17.
1. að neðan • »nr. 5« eða »nr. 85« lesist nr. 36.
Nýjar bækur, sem höfundar eða útgefendur
senda ritstjóranum, verður minnzt á í Norðurljósinu
við fyrsta tækifæri.
Norðurljósið
kemur út þrisvar á mánuði, eða 36 blöð um árið,
og kostar að eins
2 krónnr.
Norðurljósið er því ódýrasta blað landsins.
Ritstjóri:
Hjálmar Sigurðarson, realstúdent.
Prentsmibja ísafoldar 1898.