Norðurljósið - 25.03.1893, Síða 3

Norðurljósið - 25.03.1893, Síða 3
35 Mannalát. Hinn 9. þ. m. andaðist að Kiðjabergi í Grímsnesi, Þorsteinn Jónsson, kanselliráð, fyr sýslu- maður, fæddur 15/io 1814 i Skálholti, sonur Jóns Jóhn- sens umboðsmanns síðar á Stóra Armóti. Þorsteinn útskrifaðist úr heimaskóla 1836 frá Arna biskupi Helgasyni. eins og ýmsir aðrir á þeim tímum, fór þar eptir til háskólans og tók próf í lögum 1843, varð sýslumaður í Suður-Múlasýslu 1847 — 51. Þar eptirí Norður-Múiasýslu til 1861, í Þingeyj- arsýslu 1862—68 og í Árnessýslu 1868—1878, en þá fjekk hann lausn frá embætti. Var settur stipt- amtmaður og amtmaður í Suðuramtinu 1849—50. Var kvæntur Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur, prests Oddsson- ar. Liflr hún mann sinn með 3 sonum þeirra: Gunn- lögi bónda á Kiðjabergi, Haiidóri presti á Bergþórs- hvoli og Jóni Olafi kaupmanni í Rvík. Hinn 19. þ. m. andaðist hjer í bænum Björn Vil- hjálmsson Björnssonar frá Kaupangi við Eyjafjörð einn af lærisveinum lærðaskólans 17 vetra gamail kominn i 3. bekk. Hafði legið í lungnatæringu frá því á ný- ári. Jarðarför hans fór fram í dag. -------5=,$,=;----- Fja]lkonu-«petit“. Ritstjóri Norðurljóssins getur ekki látið hjá líða, að senda ritstjóra Ejallkonunnar kveðju sína með þakklæti fyrir þá sjerstöku umhyggju, er hann ber fyrir Norðurlj. og ritstjóra þess. Eins og ráðinn og reyndur og jafn- framt hluttekningarsamur bróðir befir herra ritstjórinn gjört margt af því, sem í hans valdi hefir staðið til að vekja athygli almennings á blaði voru, enda befir það borið þann árangur, að vjer getum fært ritstj. sEjkon.i’ þær gleðifrjettir, að kaupendur blaðs vors fara stöðugt fjölgandi. Vjer leyfum oss því að mælast til, að bann haldi áfram upptekuum hætti, að minnast blaðs vors sem optast og í sama vináttuanda og hann hefir gjört frá því fyrsta, að hann fjekk þá fregn, að Norðurlj. kæmist í vor- ar hendur, því sh'kt eru þau beztu meðmæli í augum allra góðra og göfugra manna og allra, sem næma tilfinningu hafa fyrir þvi, sem er satt og rjett. —-------------- Frumatriði heilsufræðinnar Eptir A. XJtne. 1. Vjer neytum matar til að halda í oss lífinu, og halda við líkamshitanum og vöðvakraptinum. Hjá börnum eyk- ur fæðan þar að auki líkamsvöxtinn. 2. I fæðunni verða að vera þau efni, sem líkaminn þarfnast. Engin ein fæðutegund felur þau öll í sjer^þess vegna verður að blanda fæðuna, blanda saman fæðuteg- undum af jurtum og dýrum. 3. Maturinn verður að vera ferskur og vel tilreiddur, soðinn eða steiktur. Ávalt verður að tyggja hann vel og hafa matírið góðan. Að lokinni máitíð er rjett, að hvíla sig litla stund, því að þá meltist fæðan miklu betur. 4. Meltingin breytir raestum hluta fæðunnar í næring- arvökva. Þessir vökvi streymir smátt og smátt úr inn- ýflunum inn í blóðið. 5. Hjartað rekur blóðið út um b'kamann. Blóðið streym- ir í stórum og smáum fjaðurmögnuðum pípum, sem heita œðar. Þær. sem flytja blóðið frá hjartanu, heita slagæð- ar (gosæðar), en þær, sem flytja blóðið, til hjartans, heita blóðfeðar. Á þenna bátt flytur blóðið næringuna út til allra líffæra líkamans. 6. Þessi liffæri heita ýmsum nöfnum, allf eptir því, hvað þau gjöra, svo serm meltingarfæri, andardráttarfæri, hreyfingarfæri og skynjanafæri. 7. Meltingarfæri eru tennurnar, vælindið, maginn, þarm- arnir, lifrin og nýrun. Af því að góð melting er skiiyrði fyrir góðri heilsu, þá verður að sjá um, að meltingarfær- in sje í góðu lagi. 8. Aldrei mega matleifar sitja í tönnunum, er kouia, þegar tuggið er, því að þær fúlna og rotna ogþar af sýkj- ast tennurnar, ætti því iðulega að bursta og skola munn- inn innan úr hreinu vatni. Með því má halda tönnunum heilbrigðum og verjast andremmu. Ef tannsteinn sezt á tennurnar, þá er bezt að láta tannlækni nema hann burtu og holar tennur verður að fylla, því fyr því betra. Maturinn ætti hvorki að vera of heitur nje of kaldur, því að hvorttveggja er skaðlegt fyrir tennurnar. Hæfi- legurjjiti er blóðshiti líkamans (i32JR.). Helzt ætti að sneiða hjá allri sýru (t. d. ediki), því að hún hefiríll áhrifátenn- urnar. 9. Hin meltíngarfærin eyðileggur hvers konar óhóf í mat og drykk. Þegar menn hafa satt hungur sitt og sval- að þorstanum, þá œtti að hœtta að borða. Ekki ætti sjúkur maður heldur að borða, nema hann hafi matarlyst eða eptir læknisráði, Enginn skyldi neyta átengra drykkja. Þeir hafa eyði- lagt heilsu og hamingju margra manna. Það skaðar og flesta að neyta tóbaks. 10. Andardráttarfærin eru barkinn og lungun. Þegar vjer drögum andann að oss, þá streymir loptið gegnum nef og munn, niður barkann og íyllir lungun. Þar fer nokkur hluti loptsins, hið svo nefnda súrefni{lífslopt) inn í blóðið úr loptblöðrum lungnanna. Þessi lopttegund ber blóöið með sjer út um likamann. I stað þess gefur það frá sjer aðra lopttegund, kolsýruna, sem svo berst burtu með andardrættinum. Lopttegund þessi er eitt af þeim efnum, sem fer út af líkamanum oggjörir loptið umhverf- is smátt og smátt óhollt og óhreint. Uti undir berulopti draga jurtirnar til sín kolsýruna sjer til næringar og hreinsa með þvi andrúmsloptið. 11. Loptið, sem vjer öndum að oss, verður að vera svo hreint og ferskt, eins og framast má verða. Þess vegna verður að hleypa nýju lopti inn í íbúðarhúsin, opna dyr og glugga, svo að hið ferska, lifandi lopt geti streymt inn. 12. Skaðlegar lopttegundir, svo sem kolasvælu (kulos) verður að varast. Kolasvæla er eitruð; andi menn henni að sjer nokkra stund, þá gotur hún orðið banvæn. Hún kemur fram, er steinkol eða viðarkol svælast, af því að nægilegt af fersku lopti kemst eigi að þeim. Aldrei skyldi setja pott á glóðir inn í herbergi, til að | hita það upp og aldrei loka spjaldinu fyrir ofninn, fyr en I eldurinn er útdauður. Sakir þess, að menn gæta ekki að þessum varúðarregl- um, vilja til mjörg slys árlega. 13. Þröng föt, mittisbelti og mittisbolir (Snörliv) eru mjög skaðleg bæði fyrir meltingarfærin og andardráttar- færin. Þröngir skór fara illa með fæturna. 14. Hreifingarfærin eru allirlvöðvar líkamans. Þeir eru meir en 500 alls. Þeir valda hverri hreifingu með því, að þeir dragast saman. Yið áreynslu og líkamsæfingar berst meiri næring til þeirra og þá verða þeir sterkari. Doðinn og letin gjöra þá þreklausa og loks ónýta með öllu. En hins vegar má líka skaða þá með ofmikilli áreynsln. Ef þú verður móður við verk þitt og fær hjartslátt, þá áttu að hvíla þig. Hið rjetta er: mátulegt erfiði og nœgileg hvíld á eptir. Bezta hvíldin er rólegur svefn. Svefnleysi á heilbrigðum manni er optast afleiðing af ofmikilli and. legri áreynslu. 15. Skynjanafærin eru augun, eyrun, nefið, tungan og hörundið. Sjónin styrkist við það að beina henni iðulega á þá hluti, sem fjarlægir eru, en veikist, við það, að horfa stöðugt á það, sem er of nærri auganu. Hæfilegt er að hlutir sje 9—10 þuml. (30—35 om.) frá heilbrigðú auga. Alla vinnu skyldi vinna við mátulega birtu. Bæði of lítil og of mikil birta skaðar augun, einkum ef unnið er til lengdar. (Meira).

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.