Norðurljósið - 29.08.1893, Side 3
95
um fjárforræði ómyndugra, um vogrek, um kosningar
til alþingis, um breyting á útflutningslögunum, (flæmið
ekki fólkið úr landinu), um sameining amtmannaem-
bættanna, um stofnun brunabótasjóðs, um ferðakostnað
þíngmanna og um breyting á iögum um aðför. Telja
má víst, að flest af þessum frumvörpum verði tekin
fyrir á næsta þingi.
Þingsályktanir hafa verið óvenjulega margar bornar
upp á þessu þingi. Fyrir utan þær, sem áður verið skýrt
frá má geta þingsályktunar frá neðri deild, að Lárus
K. Bjarnarson settur bæjarfógeti og sýslumaður á Isa-
firði, verði losaður frá þessum starfa, út af kærum
Isfiröinga í vor fyrir embættisfærslu hans.
Alþingishússjóðurinn. Nefnd sú, er valin var til að
gjöra uppástungur um hvernig sjóð þessum skyldi
varið, lagði til að afgirða skyidi lóðina fyrir sunnan
þinghúsið, um 1800 ferhyrndar álnir og planta hana
skrautplöntum. Samþykkt á fundi í sameinuðu þingi
þingslitadaginn að verja mætti allt að 1500 kr. af
sjóðnum í þessu skyni.
Yflrskoðunarmenn landsreikninganna fyrir árin 1892
—1893 eru kosnir: í efri deild Kristján Jónsson yfir-
dómari endurkosinn og í neðri deild Eiríkur Briem
prestaskól akennari.
Gœzlustjóri söfnunarsjóðsins. í stað L. E. Svein-
björnssonar háyfirdómara, er kosinn var í efri deild
og hefir afsalað sjer þeim starfa, er kosinn Jón Jens-
son yfirdómari.
Kaupstaður á Seyðisfirði er samþykktur af þinginu
og á sýslumaðurinn í Norður-Múlasýslu jafnf'ramt að
vera bæjarfógeti kaupstaðarins. í hinum tilvonandi
kaupstað eru 523 íbúar.
Fjárlögin voru loks samþykkt í sameinuðu þingi
þingslitadaginn, 26. þ. m., og hafði einkum tillagið til
búnaðarskólanna verið valdandi hrakningi þeirra frain
eg aptur milli deildanna. Af breytingum þeim, sem
orðið hafa á fjárlögunum f'rá því, sem skýrt er frá í
síðasta biaði, má einkum telja: Styrknum til Hóla-
skóla breytt í 5000 kr. fyrra árið, 4000 kr. síðara ár-
ið, en Eiðaskóia í 3000 kr. fyrra árið en 2500 kr. hið
síðara — til varnar skemmdum á Steinsmýrarengjum
í Meðaliandi breytt í 750 kr. (í stað 1000 kr.) mót því
að ábúendur jarðarinnar leggi fram '/4 kostnaðarins
eða 250 kr. og verkið sje unnið eptir áætlun og und-
ir umsjón búfræðings, — tíl vörðuvita 750 kr. fyrra
árið, 500 kr. hið siðara (i stað 500 kr. hvort árið).
felldir aukalæknar i efri hluta Árnessýslu og 5 nyrztu
hreppum Húnavatnf sýslu — en einum aukalækni bætt
við í Grýtubakka, Háls og Ljósavatns hreppum í
Suður-Þingeyjarsýslu. Birni Ólafssyni augnalækni
veittur 2000 kr. hvort árið til að setjast að í Rvík.
O. Nickolin tannlækni veittar 500 kr. hvort árið til að
halda áfram tannlækningum. — Yið strandferðastyrk-
inn (25000 kr.) til Jónasar Randulffs er bætt ennfrem-
ur því skilyrði að veita megi öðrum styrkinn, sem
geti gefið tryggingu fyrir, að ferðunum verði haldið
áfram um fjárhagstimabiiið,ef Randulff skyldi bregðast.
Ölmusur handa latínuskólanum settar 5500 kr. hvort
árið. Veittar allt að 250 kr. hvort árið til að gefa
út kennslubækur handa prestaskólanum í stað fyrir-
iestranna, sem þykja tefja námið svo mjög. — Veittar
4000 kr. til að kaupa timburhús af Stefáni kennara
Stefánssyni á Möðruvöllum til afnotavið ábúð jarðar-
innar Möðruvalla, sem er landssjóðseign, og afnota
fyrir skólann. Til sira Ólafs Helgasonar, daufdumbra
kennara 150 kr. hvort árið til að borga með aðstoð-
arkennara. Til sundlaugarinnar í Laugarnesi 500 kr.
mót þvi að Reykjavík leggi til það, sem á vantar og
fjeð borgist, er verkinu er lokið. — Til að vinna að
útgáfu fornbrjefasafnsins, einkum registurs, 800 kr.
hvort árið. — Til Geirs Zoega adjunkts til útgáfu
ensk-íslenzkrar orðabókar og síra Jónasar Jónasson-
ar á Hrafnagili til útgáfu dansk-íslenzkrar orðabók-
ar, 800 kr. kvorum fyrra árið, er útborgist því að
eins, að vissa sje fyrir því, að bækurnar komi út.
Ellistyrkurinn til Óiínu Vigfússon hækkaður í 160 kr.
(úr 100 kr.) á ári, en ellistyrkurinn til Jóns Halldórs-
sonar numinn burt. Fellt að veita iandlækni Schier-
beck 2500 kr. í þakklætis og virðingarskyni.
—------------------
Prestskosningu, að Breiðabólsstöðum B Vestur-
hópi, hefir hlotið sira Hálfdán Guðjónsson í Goðdöl-
um. Auk hans voru í kjöri þeir síra Bjarni Þórar-
insson að Hvanneyri og síra Kristinn Daníelsson að
Söndum í Dýrafirði.
Prestakall öveitt. Goðdalir í Skagafjarðarpró-
fastsdæmi (Goðdala- og Ábæjarsóknir). Metið 770 kr.
77 au. Veitist frá næstu fardögum. Augl. 23. ág.
Embættispróf á prestaskólanum tóku þessir stúd-
entar, dagana 10.—25. þ. m.:
Bjarni Símonarson I. eink. 49 stig
Sveinn Guðmundsson I. — 46 —
Jes Anders Gíslason I. — 45 —
Júlíus Kr. Þórðarson II. — 37 —
Vigfús Þórðarson II. — 35 —
Björn Lárusson Blöndal II. — 33 —
Bjórn Bjarnarsson II. — 31 —
Magnús Þorsteinsson II. — 29 —
Guðmundur Jónsson II. — 23 —
Spurningar í hínu skriflega prófi voru:
Trúfræði: Að iýsa eðli kristindómsins og höfuðyfir-
burðum yfir aðrar tegundir átrúnaðarins.
Siðfræði: Hvernig skoöar kristindómurinn hin stund-
legu gæði, hvernig ber aö afla þeirra og
hvernig á að fara með þau.
Biflíuskýr.: Rómverjabrjefið III, 21.—28. v. (incl.)
Ræðutexti: Efesusbrjetið I, 3.—6. v. (incl.).
Bæjarbruni að Látrum í Mjóafirði við ísafjarðar-
djúp, hjá Ásbirni bónda Kristjánssyni. Eldurinn kom
upp um nótt, og brann allur bærinn með öllu fje-
mætu og tveim kúm, en fólkinu var bjargað af Gunn-
ari Halldórssyni i Skálavík, er býr gegnt Látrum,
hinum megin fjarðarins. Þríbýli er á Látrum, og auk
bæjar Ásgeirs brann einnig annar bær að mestu og
meiri hluti lausafjár.
Heyafli er óvenju mikill hjer sunnanl'ands. Á
Arnarbæli í Ölfusi voru fyrir nokkru komin um 1400
hestar í garð; en nýting hin bezta þangað til fyrir
tæpri viku, að brugðið hefir til votviðris. Fylgdar-
menn þingmanna að norðan segja öndvegistíð, en gras-
vöxt ekki meira en i meðallagi á harðvelli eða jafn-
vei vart það.
Sjálfsmorð. Miðaldra kona, Margrjet Jónsdóttir að
nafni, að Bóli í Biskupstungum, er lá þungt haldin,
rjeði sjer bana í rúmi sínu 6. þ. m. með knifi, að lík-
indum af' ofraun af líkamlegum þjáningum.
Settur læknir í Norður-Múlasýslu, 14. iæknishjer-