Norðurljósið - 05.09.1893, Page 1
Kemur út þrisvar i mánuT)i
«.,—15.,—25.), 36 blöð á ári.
YerÖ 2 kr. (erlendis 3 kr.).
Gjalddagi 15. júlí.
NORÐDRLJÓSIÐ
I
4
Afgreiðslustofa Þingholt88tr,3
Uppsögn skrifleg, bundin vi«
áramót, ógild nema hún sje
komin til ritstjórans fyrir
1. október.
VIII. ár.
Reykjavík, þrið.jiidaginn 5. september 1893.
25. blað.
Útlendar frjettir.
Kaupmannahöfn, 22. ágúst 1893.
Danmörk. Konungur og drottning komu heim úr
Englandsferðinni 29. f. m. Þessa dagana er von á
Rússakeisara, Grikkakonungi, hertoganum af Cumber-
iand, konum þeirra og hörnum, prinsessunni afWales
með dætrum sínum og fleiru af skyldfólki þeirra kon-
ungs og drottningar. Fundahöld hafa verið almenn
í sumar eins og vant er þinga á milli; einna mest,
borið á tilraunum til að mynda nýjan pólitiskan flokk
jafnvel af hægri og vinstri mönnum í fjelagi einkum
með því marki að fá ný tolllög og annað sveitabænd-
um í hag. Friðarpostularnir hafa haldið fundi víðs-
vegar um land, og hefur Björnstjerne Björnson haldið
ræður á nokkrum þeirra. Uppskeran stendur nú yfir
•og lítur út fyrir að verði í meðallagi, eða vel það
hvað rúg snertir.
Noregur. Norðmenn gengu af þingi 22. f. m. eptir
að fjárlögin voru rædd og samþykkt. Meðal helztu
afreksverka þingsins er þess getið, að það setti nefnd
til að rannsaka mál Korens flotaforingja; hann hafði
látið gjöra út herskip nokkur í Horten (herskipastöð
Norðmanna) seinast í apríl í vor, dagana sem ráð-
berraskiptin fóru fram, en nokkrum dögum fyr en til
var ætlazt; var búið að ákveða, að gjöra skipin út
til heræfinga í maí og veita fje til þess. Bar Koren
Það fyrir sig, að hann hefði viljað hafa skip til taks
■ef einhver uppþot yrðu í Kristiania 1. maí, sem ekki
þótti ugglaust um, en þingið tók afsökun þessa ekki
•gílda, hjelt að annað muni hafa undir búið og að
Koren jafnvel ekki muni hafa gjört þetta upp á sitt
■eindæmi; sagði hann við það af sjer; nefndin átti
jafnframt að grenslast til um eitthvað öfugan herút-
búnað, sem farið hefði fram um það leyti ráðherra-
skiptin urðu 1884, undir líkum kringumstæðum sem
nú, en um árangurinn hefur lítið heyrzt. Samþykkt-
ur var en konsúlaaðskilnaður og skuli Noregur hafa
sína eigin konsúla frá 1 jan. 1895. Ennfremur sam-
þykkt afnám sambandsmerkisins úr flaggi Norðmanna
nema á herskipum. Síður hefur mælzt fyrir þvi, að
þingið, til þess að lýsa óþóknun sinni á konungi,
færði lífeyri hans niður um 80,000 kr. (úr 336,000 í
256,000) og ríkiserfingjans um 50,000 (úr 80,000 niður
í 30,000) Borðfje það, sem norska stjórnarherranum
i Stokkhólmi hefur verið lagt, 25,000 kr., var afnum-
ið með öllu. Þegar þingi var slitið, voru öll lög þess
staðfest nema flagglögin,
Þýzkaland. 15. júlí samþykkti þingið herlögin, og
var þvi svo slitið þegar á eptir. Verzlunarsamn-
ingur hefur lengi verið á döfinni milli Rússa og Þjóð-
verja, en hvorki rekið nje gengið. Um síðustu mán-
aðarmót hækkuðu Rússar toll á þýzkum vörum um
50 af hundraði og voru þeir þó hærri en á nokkrum
öðrum; svöruðu Þjóðverjar með að hækka tolla á
rússneskum varningi að sama skapi, svo nú má svo
heita, að öll verzlun sje bönnuð mill Rússlands og
Þýzkalands; er báðum það mikið mein og tvísýnt
hvor lengur þolir afleiðingarnar af þófl þessu eða fyr
gefst upp.
Frakkland. Þess hefur áður verið getið, að misklíð
var komin á milli Frakklands og Siam. Gekk eins og
í sögu segir, þegar Norðurálfuríki munar í landskika
í öðrum heimsálfum og ekki alvilltar þjóðir við að
eiga; Frökkum og Siamsmönnum lendir saman en or-
sakir mjög óljósar; svo heimta Frakkar skaðabætur
fyrir óskunda þann, sem þeir hafa orðið fyrir, en Siam
neitar að greiða þær. Safna Frakkar þá her á landa-
mærunum og leggja herskipum fyrir utan mynni Me-
namfljótsins, sem höfuðstaðurinn, Bangkok, liggur við,
og þegar það ekki hrífur, sigla þeir tveimur fallbyssu-
bátum upp til Bangkok. og komast slysalítið fram hjá
köstulum þeim, er liggja niður með fljótinu, enda var
það í náttmyrkri. Nú þóttust þeir viðbúnir, að láta til
skarar skríða, og 19. júlí hótuðu þeir, að setja hervörð
með öllum Siamsströndum, ef þeir ekki innan tveggja
sólarhringa hefðu fengið 3 mill. fr. út í hönd, en lof-
orð fyrir 5 mill. í skaðabætur, auk skaðabóta til priv-
atmanna, og land allt austan Mekongfljóts norður að
23° norðurbreiddar. Siam færðist undan í flæmingi og
vænti auðsjáanlega hjálpar frá Englandi og frá Sín-
verjum, því að nafninu til er Síam skattland Sínverja.
En þegar þetta brást og Englendingar meira að segja
rjeðu til þess, ijet Síam undan, eptir að hafa verið í
hersátri um vikutíma; Frakkar fengu allt sem þeir
vildu, og stórtíðindum var afstýrt. Á Frakklandi,
einkum sunnanverðu, hefur allmikill fjöldi ítalskra
verkamanna atvinnu, en Frökkum er ekki miklu bet-
ur við þá en Ameríkumönnum við Sinverja, því þeir
spilla fyrír öðrum með því að vinna fyrir iægra kaup.
Lendir því ekki ósjaldan í ryskingum með þeim, þó
sjaldan sem nýlega í Aiguez Mortes; rjeðust Frakkar þar
á ítali, drápu um 15 og særðu um 30 að minnsta kosti;
sumir segja dauða og særða miklu fleiri. Á Ítalíu
urðu menn ókvæða við, og allmikil uppþot hafa orðið
þar víðsvegar, sem sýna, að grunnt er enn á því góða
milli ítala og Frakka, þó verra hljóti naumast af i
þetta skipti. Ducret, sem gefið hafði Boulangersliðun-
um Dérouléde og Millivoye hin fölsuðu skjöl, er dæmd-
ur í eins árs fangelsi og 100 fr. bætur, Norton nokkur,
sem skjölin hafði »búið til«, þriggja ára fangelsi og
100 fr. bætur, og þar að auki einn fyrir báða og báð-
ir fyrir einn 1 fr. í skaðabætur til Clémenceau. Af
kosningunum eru engar greinilegar frjettir komnar
enn þá, en út lítur fyrir, að allir höfuðpaurarnir sjeu
kosnir aptur.
England. Umræðurnar um stjórnarskrá Ira gengu
sem vænta mátti greiðara eptir að þingið hafði sam-
þykkt, að þeim skyldi lokið á ákveðnum tíma, og
voru sunjar greinir laganna samþykktar án umræðu
vegna tímaleysis; allmiklar breytingar hafa samt orð-
ið á þeim, því Gladstone hefur tekíð nokkurn hluta
þeirra, og það jafnvel hinar helztu, aptur, t. d. um
fjárforráð íra og afskipti þeirra af ríkismálum; það
sem eptir var, lauk parlamentið við 20. f. m., og skömmu
seinna kom Gladstone með ný fjárhagsákvæði, sem
einnig voru samþykkt, en helzt lítur út fyrir. að eng-
inn sje allskostar ánægður með stjórnarskrána, einkum
eins og hún lítur út nú, og sízt írar sjálfir; sumir halda
því að það geti naumast verið Gladstones alvara að