Norðurljósið - 05.09.1893, Síða 4

Norðurljósið - 05.09.1893, Síða 4
100 Verzlun H. TH. A. THOMSEN8 helir fengið með »Lauru« mikiar birgðir af alls konar vörum. Kornvörur og nýlenduvörur þær, er uppgengnar voru. Flesk. Eidammerostur. Niðursoðinn flskur, kjötmeti og ávextir. Anchovis. Laukur. Reyktóbak. Handsápa. Þvottabalar. Vatnsfötur. Kolakörfur. Brauðhnífar. Hengi-, borð- og eldhús-lampar. Emailleruð matreiðslu- áhöld. Bollapör. Málaravörur og m. fl. Vefnaðarvörur, mikið úrval, margbreyttar tegundir. Svart klæði. Karlmannsfataefni úr islenzkri ull o. fl. Yfirhafnaefni. Hálfklæði. Nýtt í svuntur og kjóla. Mislitt plyds og silkiflauel. Bómullardúkar af öllum tegundum, oxford, pique, ljerept, sirz. Sængurdúkur. Handklæðadregill. Serviettur. Bomesi-rekkjuvoðir. Lífstykki. Sokkar. Axlabönd. Karlmannsslipsi, margar tegundir. Nærfatnaður allur handa körlum, konum og börnum. Vasaklútar. Karlmannsvesti. Hálsklútar. Yflrhafnir. Hanzkar úr skinni, ull og bómull. Regnhlífar. Regnkápur handa körlum og konum. Herðasjöl. Svört sjöl. Borðteppi. Gólfteppi. Tvistgarn allavega litt. Kantabönd. Hnappar. Tvinni. Blúndur. Slör. Bobinet o. m. fl. Enn fremur nýkomið nokkur tons Cokes, sem eru mjög ódýrt eldsneyti, og má brúka bæði eingöngu og saman við kol. Verzlnnarskýrslur írá Höfn 21. ág. Fiskverzlun á Spáni mjög dauf, og helzt viö sama, enda er bráðabyrgðar samningurinn milli Danmerkur og Spánar ekki samþykkt- ur enn þá af spanska ríkisþinginu og voðalegir bitar ganga á Spáni (Madrid 40° R. og Barcelona 28° R.) svo ómögulegt er að selja iisk á meðan. Saltiiskur frá Faxaflóa var boð- inn fyrir 42 mörk (37 kr. 38 a.) skpd. en seldist ekki. I Barcelona boðinn iiskur frá ísaiirði fyrjr 48—47 mörk, gekk ekki út og kaupendur vildu bíða unz farmar kæmu í ráð- stöfunarhafnir. Þar voru 5 farmar óseldir, í einn þeirra boðin 39 mörk. Frá ísaiirði voru 2 farmar boðnir á 47 mörk, seldust ekki. Á Bretlandi er verðið einnig mjög lágt og einkum er komið svo mikið af íiski til Leith, sem liggur þar óseldur. Stór þorskur verður naumast seldur fyrir 13—131/- pd. sterl. fyrir tonnið. Smáliskur selzt þar fyrir 15 pd. sterl. og ýsa 12 pd. sterl. (eða sama sem þorskur 32'/s—339/4 kr., smá- iiskur 37‘/2 kr. ogýsa 30 kr., selt bjer á landi). Einkum er þó mögulegt að fá þetta verð í Liverpool, því þangað er ekki komið svo mikið af íiski enn. í Höfn er stór vestíirzkur og austfirzkur fiskur seldur á 34, 34*/2, 35 og 37 kr. skpd. eptir gæðuin. Smáíiskur 34, 35 og 36 kr. og einkargóður Genúaliskur 38 kr. Ysa 30 kr- og allra fallegasta 37 kr., langa 42 kr. skpd. Fisk þann, sem kom með Tbyra verður að líkindum að flytja í geymslu- bús verði bann ekki seldur fyrir lægra verð og fyrir bezta bnakkakýldan fisk frá Patreksfirði fæst naumast meira en 42 kr. fyrir skpd. Góður harðfiskur nýkominn selzt fyrir 130, 140, 150 kr. Gamall og freðinn fiskur seldur fyrir 30 kr. skpd. Af honum óseld um 100 skpd. Lll í mjög lágu verði bæði í Englandi og í Höfn. I Eng- landi enn óseldir um 800 ballar, sem seljast ekki fyrir svo mikið sem 7 pence (52^/a e.). I Höfn liggja en óseldir um 1000 ballar, einkum sunnlenzk ull og lakari norðlenzk ull- Kaupendur bjóðast ekki. Nafnverð á hvitri vorull mun vera 55 a. pundið »brutto«. Þar var dálítið af beztunorð- lenzkri ull selt á 66—64 a. Mislit norðleDzk ull selzt á 43 a. sunnlenzk á 42 a. haustull 441/* e. og mislit haustull á 341/* e. pundið »brutto«. Ljóst hákarlslýsi gufubrœtt selt á 301/2 kr. og pottbrœtt á 30 kr., dökkt hákarlslýsi á 25—24 kr., dökkt þorskalýsi á 27—26 kr. en Ijóst þorskalýsi að eins °8 kr. allt fyrir 210 pd. »netto«. Af því sjezt, að meira er ; eptir dökku en ljósu þorskalýsi. I Noregi gengur verðið niður á við og búast má viö lægra verði einkum á pottbræddu ljósn hákarlslýsi. Sauðakjöt er falað en ekkert óselt. Boðið 45 kr. en ekki selt. Meðalverðið 43 kr. fyrir 224 pd. »netto«. Sauðskinn söltuð 3,40—4,00 fyrir búntið (2 skinn) ptir gæðum, fyrir þurkuð 2,00—2,25 stykkið eptir gæðum. Lamb- skinn seld fyrir 85 kr. hundraðið af hvítum og 200 at mislitum. Sundmagar seljast nú ekki. Yerðið 25 a. pundið »netto«. Tólg 26—27 a. pundið. Æðardúnn 8—9 kr. pundið eptir gæðum. ------s/s/s------ Barðarstrandasýsla veitt frá 1. okt. næstk. yfirdóms- málaflutningsmanni Páli Eínarssyni. Ingeniör Sigurður Thoroddsen farinn norður í Húna- vatnssýslu, til að skoða brúarstæði á Blöndu. Canada. íslendingar í Winnipeg hjeldu hátiðlegan ís- lendingadaginn 2. ágúst eins og vandi þeirra er með söngv- um, ræðuhöldum, glímum og kappnlaunum. Ræðurnar hjeldu þeir Einar Hjörleifsson, Jón Olafsson, síra Hafsteinn Pjetursson og síra Matthías Jochumsson, þá nýkominn frá Chicagosýningunni. Hví taka Islendingar heima ekki upp að halda þjóðleg- ann hátíðardag? Chicagosýniugin. 1. ágúst höfðu komið á sýninguna 7 milljónir manna eða nálægt helmingur á móti því, sem gjört var ráð fyrir, en þá bafði verið opin hálfan timann, sem ákveðið hefur verið, eða í 3 mánuði. Komizt hefur til orða, að flytja sýninguna eða að minnsta kosti nokkuð hennar til San Francisko er benni er iokið í Chicago. Herra Sigfús Eymundsson nýkominn til Winnipeg, ætl- aði að ferðast um íslendingabyggðir þar vestra. Tómt rugl kvað það vera, að hann hafi ætlað á Chicagosýning- una. Farþegar með Laura 1. þ. m. cand. med. & chir Olafur Finsen, frk. Ingibjörg Bjarnason, skraddari til And- ersens og 4 Englendingar, fara 2 þeirra til Geysis, en bin- ir 2 til Krísivíkur og Heklu. Nýkomiö í W. Christensens yerzlun: Steinolía (Royal daylight) Cokes Smíðakol Leirtöi. Kex, kringlur, tvíbökur, ostur á 0,30 pd. Spegepölse ágæt á 1,00 pd., laukur, niðursoðnar grænar baunir, rússiskar grænar baunir, sardínur, hindbersaft og kirsebersaft. Spil, barnaspil og almanök (1894). Ofnsverta og skósverta. Encore Whisky og Wachenheimer Champagne. Týnzt hefur milli Bessastaða og Reykjavíkur ofurlítið vasakver, sem i eru skrifaðar vísur «frá almennu sjónar- miði». Logþinges arit 1893. Finnandi er beðinn að skila benni annaðbvort til Jónasar Jónssonar Laugaveg 8, Rvík, eða á skrifstofu þessa blaðs. Ritstjóri: Hjálmar Sigurðarson realstúdent. Prentsmiðja ísafoldar 1893.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.