Norðurljósið - 26.10.1893, Side 1

Norðurljósið - 26.10.1893, Side 1
 Kemur út þrisvar mánuði 35.,—15.,—25.), 36 blöð á ári. VerÖ 2 kr. (erlendis 3 kr.). Gjalddagi 15. júlí. NORÐURL JOSIÐ. Aígreiöslustofa Þinf/holt88tr.3 Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema hún sje komin til ritstjórans fyrir 1. október. VIII. ár. Reykjavík, flmmtudaginn 26. október 1893. j j 30. blad. Síðustu forvöð. V. (Endir). Eitt af því, sem hefir staðið oss fyrir þrif- tim og valdið móki og framtaksleysi í öllu þjóðlífi voru er, að engir menn hafa safnað neinu auðsafni á þessari öld hjer á landi svo nokkru nemi, sem hafi haft efni og vilja að ráðast í nein stórfyrirtæki, sem þeir og mannfjelagið hefðu gotað hat't lnxgnaö af. Eins ■og áður er tekið fram. eru fjöldamörg gæði ónotuö hjer, bæði á latidi og í sjó og mætti net'na margt fleiru^ •ef rúm væri til. Annar farartálmi í framföium vorum er þekkingarleysi. Vjer erum bókstaflega snauðir að ömrklegri þekkingu. Vjer höfum furðu-vel haldizt í hendur með öðrum þjóðum að því er bóklegt nám snertir, en verkleg lcunnátta, — kunnáttan að hagnýta náttúrukraptana — kunnáttan að hagnýta ónotuð efui -og gjöra þau arðberandi á líkan hátt og aðrar þjóðir —- hvar er hún? Það er einkennilegt, að að eins einn af námsmönnum vorum nú um langan aldur heflr snúið sjer að verklegu námi. Hið andlega nám er fagurt >og veglegt, en það má ekki bera líkamann og lífs- nauðsynjarnar ofuriiði. Eru engin ráð að nokkrum námsmönnum vorum opnist lífvænir atvinnuvegir hjer er iagt hefðu stund á »teknisk« fræði? Oss er miklu meiri þörf á, þeim en tugum af lögfræðingum, guðfræð- ingum og málfræðingum. Öllum hinum menntaða heimi hefir verið umturnað í kring um oss á þessari -öld. Landflákar er áður voru taldir til einkis nýtir -eru nú orðnir að blómlegasta landi. Hvernig voru Hálöndin á Skotlandi og hvernig eru þau nú? Fyrir •dugnað, sparsemi og samtök íbúanna eru þar nú blóm. leg byggðarlög er áður voru óræktaðar auðnir- Þar var jafnvel að minnsta kosti eins mtkii fátækt og hjer •er enn í dag, en nú er þar orðin almenn velmegun. Sje það nokkurs-staðar erlendis að vjer getum læi’t hvað vjer eigum að gjöra til að rjetta við svo nokkru nemi þá er það í Skotlandi. Veðuráttfar er þar furðu líkt og hjer á landi, óstöðugt og rigningasamt, en eðli" lega nokkuð heitara vegna hnattstöðunnar, en þó eng- an veginn að svo miklum mun, að margt eigi ekki hjer við, sem þar. Skotland er mjög skógiitið, en þar er nægð af grjóti til bygginga. Kol eru þar að sönnu •ekki all-lítil í nokkrum hluta landsins, en hjer á landi •er líka undramikill kraptur fólginn í öllum ánum, sem mætti gjöra arðberandi eins og í öðrum löndum. Eigj vinnuvjelar nokkru sinni að sjást hjer, eiga þær að verða knúðar áfram með raftnagni. Hvað kostnaðinn til að nota rafmagnið snertir, stöndum vjer jafnt að vígi og fjall-löndin Sviss, Noregur og Skotland. Raf_ magnsvjelar til að lýsa alla Reykjavík kosta í Amer. íku um 40,000 krónur og jafnvel minna á Bretlandi og -á Norðurlöndum. Virðist því vert”að rannsaka, hvoi’t ekki muni borga sig að lýsa bæinn hjer með rafmagni. Sumum munu virðast þetta öfgar og ómöguleiki. Lát- um þá um það. En enginn má búast við neinum fram' förum nema því að eins að reynt sje að feta í fótspor annara þjóða í hverju því, sem náttúra lands vors bendir á, að hægt sje að koma á hjer á landi. Það -er kominn tími fyrir oss að hika ekki við, að ráðast í stórvirki. Vjer verðum að sýna heiminum að vjer sjeum þjóð, — þjóð að meiru en leyfum af frægð for- eðranna', — þjóð sem vilji leggja eitthvað í sölurnar fyrir von um betri daga, — þjóð sem þykir skömm að því, að hafa ekki nema til linífs og skeiðar, en vita gæði landsins ónotuð fyrir fótum sjer, — þjóð sem segi: »Burt með alla forlagatrú. Burt með allar kenn'ingar um víl og vol, — en sjerstaklega niður með allt, sem veldur tortryggni, úlfúö og sundurlyndi, hvort heldur milii heilla stjetta eða einstakra manna innbyrðis«. Knýjum á dyr hins bezta og æðsta hjá landsins sonum og dætrum, f'rá hinum æðsta til hins lægsta og skorum á þau öll aö vera með til að koma landinu upp úr niðurlægingarástandinu. Kennum þeim hverjum f'yrir sig, að álíta það sóma sinn, að hafa lagt þótt ekki sje nema lítinn skerf til framfara landsins. Það er engin einstök stjett sem þarf að taka til starfa, eng- ínn einstakur maður, heldur hver einasti maður, — öll þjóðin í heild sinni. En hvar og hvernig á að afla þess fjár, sem með þarf. til þess að nokkrar framfarir geti átt sjer stað svo nokkru nemi ? Þar eð engir auðmenn eru til hjer á landi, verð- ur þetta að eins gjört á þann hátt, að stofna hlutafje- lög, sem taki að sjer að koma kinum nauðsynlegustu endurbótum á fót. Að sönnu má berja því við, að reynsla sú, er vjer höfum af hlutafjelögum, sje ekki svo glæsileg, að mikil von sje, að margir vilji hætta fje sínu í þeirra hendur. Þau hafi fallið hvert aföðru um koli eins og skýjaborgir. Þetta sannar að eins' það, að þau hafa verið óviturlega stofnuð, sjerstaklega án þekkingar á starfi því, er þau áttu að framkvæma, og þá ekki síður at' því, að stjórn þeirra. hetír ekki verið þannig bundin, að hennar hagur stæði eða fjelli með fjelögunum. Það er á engu viti byggt, að veita neinni hlutafjelagsstjórn engin laun, því þá má ekki búast við að hún leggi sig í líma fjelagsins vegna, en það er ekki heldur á viti byggt, að veita henni föst laun, því þá má eiga á hættu, að hún láti fjárhag þess liggja í Ijettu rúmi, en sjeu laun hlutafjelags- stjórnar miðuð við arð fjelagsins, er hver maður sem vill sjálfs síns hag knúður til að gjöra það, sem í hans valdi stendur, fjelaginu til gagns „Þú átt svo faít, af því þú nýttir eigi smáttu. Þjóðir þær, sem lengst eru komnar i menningu, sýna yfirburði sína yfir hinar, sem styttra eru komn- ar, ekki hvað sízt moð því. hversu þær nota smámuni og þá hluti sem áður voru taldir til einkis nýtir. »Rusl er hlutur á röngum stað«, sagði Palmerston lávarður. Annar lávarður Playfair að nafni hefir ritað um það hversu efaafræðin hefir kennt að nota allskonar úrkast smátt og stórt og gjöra úr þvi verðmæt efni. Segir hann að rusl sje peningavirði, ef menn kunni rjetti- lega að nota það. Tökum til dæmis frumef'ni það er fosfór nefnist, er áður var unnið úr mannasaurindum en nú er gjörðt

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.