Norðurljósið - 26.10.1893, Page 4

Norðurljósið - 26.10.1893, Page 4
120 en þá flaug mjer í liug, að ef jeg hreyfði mig óvarlega kynni jeg að steypast niður í Cayugafliótið — hreyfingar- laus eins og steinn — bundinn á höndum og f'ótum. Jeg skalf af hræðslu og hætti við þessa árangurslausu áreynslu. En .íeS gaf legið lengi þannig, því tunglsljósið, sem skein nær því ægilega skært í fyllingu,— bægi vatnaniður- inn djúpt undir hrúnni og dauðaþögnina, sem að eins var rofin öðru hvoru af fugiakvaki langt í burtu, — hið eina merki nokkurrar lifandi veru — allt þetta var svo ægilegt og olli mjer óumræðilega angist og kvíða. En járnbraut- arteinarnir. — járnbrautarteinarnir. Ó, hvað þeir kvöldu mig! Skilningarvit mín særðu mig svo hræðilega, en þau voru hluti af sjálfum mjer og jeg gat ekki hætt að finna til. Brúarstólparnir hrærðust Htið eitt fyrir ölduganginum, Jeg hjelt að jeg heyrði, að járnbrautarlest væri að nálgast og hárin risu á höfði tnjer. Yatnaniðurinn óx, en jeg var rugiaðri en svo, að jeg þekkti hljóðið; mjer fannst jeg heyra lestina koma og svo var eins og hjarta mitt hætti að slá allt í einu, til þess að berjast hitt augnablikið enn þá á- kafara. Það ber við sumt, herrar mínir, sem óskiljanlegt er: meðal annars er mjer ómögulegt að skilja, hvernig jeg lifði af þessa nótt. Eitt stóð ljóst í huga mjer, jeg hlaut, jeg mátti til að skipta á einhvern hátt um legurúm, svo jeg iægi á milli járnbrautarteinanna, ef jeg vildi komast hjá því, að deyja voðalegum dauða, ef til vill á næstu mínútu. Og mjer heppnaðist það. Jeg strengdi hverja taug og hvern vöðva með einhverjum ofboðskrapti, sem mjer er ekki hægt að lýsa, dró mig í kút, barðist um unz jeg var svo móður, að mjer lá við að sprynga, og loks komst jeg niður á milli járnbrautarteinanna, eptir að jeg hafði að m.jer virtist barizt við það í heila eilífð þótt það hafi auð- vitað að eins verið í fáar mínútur. Yar mjer borgið ? Jeg hafði ekki tima til að hugsa um það, eða gleðja mig við að vona það, því allur líf's" kraptur minn var sameinaður í að eins að hlusta. Jeg heyrði langt í burtu hið reglulega einmanalega hljóð, sem er auðþekkt í gut'uvjelum, fyrst heyrði jeg það óijóst og svo smátt og smátt greinilega. Næturkyrrðin hvarf smátt og smátt fyrir þeim suðandi og öskrandi nið vagulestar- innar, sem færðist nær með undra hraða sem er einkenni- legur járnbrautum Ameríkumanna. Jeg hugsaði: Nú er lestin ekki nema þúsund skref frá mjer — nú fimm hundr uð, og eins var og allar ógnir helvítis f'æru i gegnum mig — en jeg hreyfði mig ekki, — .jeg lá eins og jeg væri orðinn að steini. Jeg reyndi að æpa, en heyrði ekki tii sjálfs mins. og hvernig átti þá fólkið i vögnunum að heyra til mín. Allt í einu virtist m.jer jeg sjá ljósglampa bregða fyr- ir, sem svo varð snögglega dimmur aptur og jeg heyrði þrurougný eins og himnarnir væru að hrynja; fast fyrir ofan mig. ef til vill ekki nema eina línu fyrir ofan höt'uð mjer, þaut ófreskjan át'ram, — rojer var borgið. Yfir mjer heyrði jeg skröltið og dunurnar sem hált'ærðu mig. Þá greip dauðans angist mig á ný. Krókur kræktist í mig sem var i keðju sem hjekk niður úr aptasta vagninum en það rifnaði úr frakkanum mínum og .jeg datt aptur — allt hringsnjerist fyrir augum mjer, tnnglið, brúin og klettarn- ir og jeg fjell í öngvit á ný. Þegar jeg raknaði við aptur lá jeg í rúmi rainu og sá að eins kunningja mína í kringum mig.—Jeg skal fara fljótt yfir söguna. Einn brautarvörðurinn haf'ði fundið mig eptir þessa voðalegu nótt. Hann hafði þekkt mig og flutt mig til Auburn. Jeg hafði legið hálf'an mánuð fyrir dauð- anum og það leið langur tími áður .jeg yrði heilbrigður. En þegar jegar jeg leit í spegilinn í fyrsta sinni eptir að jeg var kominn á fætur, sá jeg men.jar þessarar skelfilegu nætur á hári míuu«. Læknirinn þagnaði. Föla andlitið hans, æsingin í svip hans og svitinn. sem hrundi í stórum dropum af enni hans, benti á, hversu þessi endurminning hafði hrifið á hann og að sagan hafði valdið honum mikilla geðshræringa. Vjer höfðum staðið á öndinni, því saga hans hafði þannig gagntekið oss, en smátt og smátt tókum vjer að gleðjast á ný og gengum lengi í matsöluhússgarðinum og hlustuðum á aðrsr sögur unga læknisins úr landi frelsis- ins, undranna og æfintýranna. 20^“ Þeir, sem ekki enn þá hafa borgað Norð- urljósið, erubeðnir að gjöra það sem allra fyrst. Ritstörf e<>a kennslu vill Hjálmar Sigurðarson fá nú þegar, nokkrar stundir á dag. Nýprentað: Dauð^stundin, kvæði eptir Bjarna Jónsson, stúd. mag. í Kaupinannahöfn, fæst hjá öllum bóksöl- um. Kostar 25 aura. Signrður Kristjánsson. Nýprentaðir Barnasálmar eptir Valdímar Briem fást hjá öll- um bóksölum og kosta í bandi 50 aura. Sigurður Kristjánsson S m á s ö g u r handa unglingum. nýprentaðar á Akureyri, er Ólafur Ólafsson í Dakota í Ameriku hefur safnað, kostar 80 aura, og fást í Reykjavik h.já Sigurði Kristjánssyni. Stafrófskver eptir Eirík Briem f'æst hjá öllum bóksölum. Kostar 25 aura. Sigurður Kristjánsson. Ritstjóri: Hjálmar Sigurðarson realstúdent. Prentsmiðja ísafoldar 1898.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.