Norðurljósið - 26.10.1893, Side 2
118
ur úr gömlurn beinum. Efni þetta er aðalefni það
sem er á höfðum kveikispýtna, enda er það eldflmt
mjög. Hefir Playfair reiknað að notkun kveikispítna,
1 stað þess að kveikja eld með eldstáii og tinnu
eins og áður var gjört, spari hverjum einasta íbúa
Bandaríkjanna ungum og gömlum 78 vinnustundir á
ári hverju eða nálægt sama sem 10 virka daga.
þessi 10 daga sparnaður á ári hverju sje 1116
miijón króna virði eingöngu í Bandaríkjunum. Saurindi
manna eru ekki lengur höfð tii að gjöra fosfor úr
heldur til að framleiða ýmsar salttegundir. Þannig eru
2200 smálesta teknar daglega úr saurgrifjunum i Paris'
arborg til þoss að seyða saimíak og ammoníak úr.
Playfair lýsir þvi nákvæmlega hvernig tuskur
sjeu notaðar i ýmsum löndum, og áiítur pappírseyðsl-
una rjettari mæiikvarða menningar þjóðanna heldur
en sápueyðslu, sem almennt hefir áður verið álitinn
rjettasti mælikvarði i því efni. Arið 1887 var eytt á
Englandi 12 pundum af pappir á mann á ári hverju,
i Bandarikjunum 10 pund, i Þýskalandi 9 pund, Frakk-
iandi 8 pund og i Italíu 4 pund. Þegar svartar kápur
eru svo slitnar að ekki er hægt að snúa þeim framar
eru þær sendar til Frakklands, Bússiands og Póllands,
og húfur gjörðar úr þeim. Rauðir jakkar frá Eng'
landi eru sendir til Hoilands þegar þeir eru útsiitnir
og haida Niðuriendingar að það sje hið bezta meðal
gegn gigt þegar þeir eru hafðir á brjóstinu.
Þegar gamlar ullardruslur eru komnar í fjórða
niðurlægingarástandið, svo ómögulegt er að rekja þær
upp og kemba í sundur og hræra þeim saman við
aðra ull, er samt sem áður hægt að gjöra sjer fje úr
þeim. Þá er þeim blandað saman við annan úrgang
svo sem horn og hófa, sem eru sorfnir niður og blóð
úr slátrarabúðum og svo soðnar í járnpotti saman við
viðarkoiaösku og járnrusl, og úr öllu þessu samsulli er
loks gjörður hinn fagri litur, Berlínarblákka.
Þegar úrgangur ýmsra útslitinna hiuta er notaður,
er það einkennilegt, að sum fegurstu efnin eru gjörð
úr hinum allra viðbjóðslegustu efnum. Ananas-oiía er
tilreidd með því að iáta úldinn ost verka á sykur, eða
með því að bræða þrátt smjör saman við vínanda eða
brennisteinssýru. Eitt hinna nafnkunnustu iimvatna,
Eau de Mille Fleurs, er gjört úr fjósavilpu-legi. Þó
er úr engum efnum gjört jafnmargt eins og koltjöru-
gasi svo sem sackharine, tyrkneskur rauður litur og
alls konar aniiíniitir. Krapjurtina, sem tyrkneskur
rauður litur var gjörður úr, er núhætt að rækta, síðan
fundið var upp að gjöra lit þenna úr koltjöru-gasi og
ekki líður á löngu áður hætt verði að rækta indigo-
jurtina af sömu orsökum.
Rottan lýtur út fyrir að vera meðal hinna viðbjóðs-
tegustu dýra, og hvernig mun hægt að nota þær, er
þær eru dauðar? Samt sem áður er notkun þeirra
sjerstök iðnaðargrein. í París er múruð grifja, sem
öllum dauðum hræjum er kastað í og þangað hafa
verið fluttar rottur úr »katakombunum«. Rotturnar
eru mjög gagnlegar: að hjeinsa kjötið af beinunum unz
beinagrindurnar eru fágaðar og þá eru þær teknar til
þess að gjöra fosfor úr þeim. í veggjum grifjunnar
niður við gólfið, er fjöldi af gröfnum holum, hæfilega
löngum til þess að rottan getur komizt inn í þær en
rófurnar standa út úr. Einu sinni á ársfjórðungi
hverjum er gjörð árás á grifjuna. Verða þá rotturnar
hræddar og þjóta inn í holurnar. Eru þær þá dregn-
ar út á rófunum og drepnar og seldar í verksmiðjurn-
ar. Skinn þeirra eru álitin góð verzlunarvara og er
notað í dýrmæta hanzka einkum í þumla á geita-
skinnshönzkum, því rottuskinnið er bæði sterkt og-
teygjanlegt. Lærbeinin voru áður höfð i tannstöngla,
en nú eru þau ekki i týzku framar, en sinarnar og
beinin eru soðin og gjörð úr þeim límkvoða, sem látin
er storkna og höfð utan um brjóstsykur.
Ef'nafræðin er þannig eins og nýtin húsmóðir, sem
notar allt, hversu ijelegt sem það er. Hestskónöglum
sem týnast á götunni er nákvæmlega haldið saman
og vjer fáum þá aptur t. d. í sverðum eða fallbyssum.
Aðalefnið í blekinu sem jeg er núna að skrifa úr var
ef til vil einu sinni brotin gjörð á gamaili tunnu.
Pottbrotum er hrært saman við hrosshófa, spæni og
verstu ullartuskui' og úr öllu þessu er gjörður glæsileg-
ur blár litur, sem sjá má á hálsklútum kvennanna og
ailt göturuslið og gassorinn er notað í hin ilmsætustu
ilmvötn. (Review of Reviews).
-----sas-----
Grænlendingar og siðir þeirra.
(Framh.). Grænlendingar eru mjög sólgnir í kaffi,
svo að kaffidrykkjan er nærri því orðin að lesti á
vesturströndinni. Hafa þeir það sterkt og drekka.
naumast minna af því en tvœr stórar »spilkomur« i
einu 4—5 sinnum á dag. Enda þótt þeir segi að það
fjörgi sig mjög, hafa þeir orðið varir við, hve skað-
leg áhrif það hefir á heilsu þeirra, og þess vegna fá
ungir menn mjög iítið eða alls ekkert kaffi, til þess.
þeir verði góðir veiðimenn, því þeir segja, að það sje
komið af kaffidrykkju, hvað margir eidri menn eru
svimagjarnir, svo þeir eiga örðugt með að halda jafn-
vægi á húðkeipunum. Nýrri tilraunir í líffærafræð-
inni hafa einnig sýnt, að «kaffiinið«, aðalefni kaffis-
ins, hefir þau áhrif á taugakerfið, að veikla einkum
þá hluta þess, sem útheimtast til þess, að geta haldið
sjer í jafnvægi.
Grænlendingar halda mest af tóbaki næst kaffinu.
Á vesturströndinni er tóbakið einkum reykt og tuggið,
en flestir Austur-Grænlendingar og margt kvennfólk
vestfjarða tekur í nefið. Og það er ekki sem alira
nettast að sjá ungar stúlkur troðfylla nasirnar svo-
tóbaki, að það hangi niður á efri vörina. Neftóbak
sitt merja þeir, sósuiaust munntóbak, sem þeir hafa
skorið áður í smáagnir og þurkað yfir lýsislampan-
um. Tóbakið geyma þeir í hornbaukum. Eskimóar
eiga ekkert orð í máii sinu i stað þess er vjer heils-
um, kveðjum eða segjum: »verði þjer að góðu«, en f
þess stað er kærkomnum gesti rjettur tóbaksbaukur-
inn. Gesturinn tekur i nefið og rjettir heimamanni
baukinn sinn til sömu afnota. Þegar þeir kveðjast,
fara þeir að á sama hátt.
Vestur-Grænlendingar tilreiða munntóbak sitt.
þannig; Fyrst taka þeir stórar danskar leirpípur
hálfar af reyktóbaki, siðan er vatni hellt í pipuna svo-
að tóbakið verði gagndrepa, og að því búnu er pípan
fyllt með þurru tóbaki, kveikt í henni og reykt, unz;
eidurinn kemst niður að vatninu og deyr í pipunni.—
Að svo búnu er óreykta tóbakið, og sósan tekin úr
pipunni, hnoðuð saman og höfð fyrir munntóbak.
Stjórnin hefir, sem betur fer, bannað að selja.
Grænlendingum brennivín, en Norðurálfumenn, sem
þar búa, hafa leyfi til, að kaupa það heiman frá sjer
og mega gefa Grænlendingum það. Fá þeir það vana-
lega þegar þeir eru skipverjar hjá Evi'ópumönnnm eða
hafa verzlað við þá. Þeir sem eru í vinnu hjá dönsku
verzluninni, hinir svo nefndu lcifakar, fá eitt brenni-
vínsstaup á hverjum morgni, en veiðimenn geta ekki
náð sjer í nokkurt tár.