Norðurljósið - 15.12.1893, Blaðsíða 2
138
ef sjóinn legði og tjörnina, og mikinn eldsvoða bæri
sn'ögglega að höndum. Yirðist engin ástæða til, að
kenna neinum einstökum manni eingöngu um þá ó-
fulikomleika, sem eru á slökkviliðinu, enda ættihverj-
um manni, sem kominn er til vits og ára, að vera
það full-ljóst, að mál þetta snertir alla bæjarbúa og
þeir biða allir að minnsta kosti óbeinlínis tjón af þvi,
ef stórtjón ber að höndum, enda þótt ekki yrði nema
1 nokkrum hluta bæjarins. Yæri óskandi, að sá dag-
ur kæmi aldrei yfir Reykjavík, að nokkur hluti henn-
ar yrði öskuhrúga ein, en sá dagur hlýtur því miður
að koma yfir oss, fyr en varir, sje ekki slökkimálefn-
um bæjarins komið sem fyrst í miklu betra horf.
Settur sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappa.
daissýslu frá 1. desemb. cand. polit. Sigurður Briem.
Prestakall veitt: Hólmar í Reyðarfirði veittir af
konungi, sira Jóh. L. Sveinbjarnarsyni samkv. kosn-
ingu safnaðarins.
Tiðarfar hefir verið fremur kalt síðasta hálfan
mánuð, 10—17 stiga frost á Celsius mæli og allar lík-
ur til, að illviðri hafi gengið norðanlands.
Aflabrögð hjer lítil nú sem stendur vegna þess,
hve gæftir eru stirðar, að sækja sjó lengra undan landi:
40 í hlut í Garði af stútungi og þorski 12. þ. m.
Kolaskip hingað til Reykjavikur (»galeas« til
Christensensverzlunar?) sást úr Garðinum 5. þ. m. rjett
undir landi. Var farið út í skipið, en skipstjóri var
orðinn svo viltur, að hann hjelt Garðskaga vera Sel-
tjarnarnes, bað hann formanninn að flytja sig til
Reykjavikur fyrir 30 kr. en hann kvaðst ekki hafa
næga skipshöfn til þess, en bauð að koma skipinu til
Hafnarfjaröar eða á Vogavik, en það vildi skipstjóri
ekki þekkjast og varð því ekkert úr. Skipið var
laskað, brandurinn (bugsprydet) brotinn og skipshöfn-
in vatnslaus. Nóttina eptir hefir skipið haldið til hafs
en siðan hefir ekki spurzt til þess-
--------;<>Oo'--------
Watkinsturninn í Windley Park í Lundúnum,
sem á að verða byggður í sama stýl og Eififelturninn
í París, á að verða 1050 feta hár eða nálægt 150 fet-
um hærri en Eiffelturninn. I haust var þessi nýi turn
orðinn 66 feta hár.
Edison hefir nýlega stungið upp á því, að í stað
þess, að mynta peninga úr gulli eða silfri, sem í sjálfu
sjer hefðu ekki annað gildi í sjer fólgið en vanann,
væri hveiti haft í myntir og 1 busheli eða 2 skeppum
þess þjappað þannig saman, að ekki færi meira fyrir
þeim en 1 dollar. Hveitidollar þessi hef'ði ætíð fólgið
í sjer gildi, því hann mætti bleyta út og nota svo
hveitið til matar. Peningar þessir hefðu þannig fólgið
í sjer verulegt gildi og á þennan hátt væri leyst úr
vanda þeim, sem leiðir af þjarki því, er einkum hefir
átt sjer stað i Ameríku á hinum síðustu árum, hvort
heldur eigi að mynta peninga úr gulli eða silfri.
Ameríkana þeim, er Edison talaði við um þetta
efni, leist þó ekki alls kostar á þessa tillögu. Kvað
hann járn vera dýrmætasta málminn og mannkynið
gæti ekki lifað án þess. Hætti mannkynið hinni
heimskulegu eptirsókn eptir gulli og silfri, mundu
málmar þessir falla svo í verði, að þeir yrðu ekki
dýrari en t. d. blý. Þörfin á járni gæti þar á móti
aldrei horfið og þess vegna ættí ríkisstjórnin að gefa
út bankaseðla, er miðaðir væru við verðið á járninu.
Ný frimerki ætlar ríkið Uraguay að láta gjöra
og hefir enskt prentfjelag tekið að sjer að prenta þau.
Annars hafa mörg smáríki í Suðnr-Ameríku og Mið-
Ameriku þann sið, að hjálpa við fjárhag sínum með
því, að selja ónotuð frímerki til frímerkjasafnara í
Evropu. Þannig græddi ríkið Honduras 25,000 dollara
1891 og var það jafnmikið og hálfar tekjur þessa litla
ríkis.
Samskonar tiliaga kom fram á alþingi hjer í sum-
ar, en það þótti ekki nægilega »fínt« að nota sjer það.
Chicagosýningin var alls heimsótt af 21,450,910
manns, er borgaði inngöngueyri. Hinn 9. október komn
flestir á sýninguna eða alls 716,881. (A Parísarsýn-
inguna komu flestir 397,150 manns á einum degi). Frá
Evropu komu 200,000 manna á Chicagosýninguna.
Tapið á sýningunni hefir orðið 13 miijónir dollara.
Af þvi hafa Bandaríkin greitt 2l/2 miljón, en borgar-
arnir í Chicago lO'/a miljón dollaru.
Hjá Hindúum á Vestur-Indlandi er ekki leyfi-
legt, eptir trúarbrögðum og þjóðvenjum, að karlmenn
fáist við lækningar á konum. Vegna þessa hefir
kvennfólk þar orðið að láta sjer nægja allsendis ófróð-
ar skottulækningakonur, enda hafa lækningar þeirra
tekist illa. En 1885 tókst frú Dufferin. kona hins þá
verandi jarls Englendinga þar, á hendur, að koma
lagi á þetta. Hefir hún fengið fjölda af enskum stúlk-
um til að læra læknisfræði og flytja síðan til Indlands,
til að hjálpa indverskum konum, safnað miklu fje, er
gefið hefir verið af enskum auðmönnum þeim til hjálp-
ar og nú er verið sem óðast að byggja sjúkrahús á
Indlandi fyrir indverskar konur.
Nýir þingmenn. Prófessor Suiss, einn af for-
kólfum hinna þýzku vinstrimanna í rikisráðinu í Vín-
arborg sagði í þingræðu í haust meðal annars: »Þeg-
ar nýr þingmaður kemur inn í þinglífið, kemur hann
vanalega ekki með annað með sjer en góðan vilja og
svo eða svo margar óljósar frumreglur, er hann hefir
valið sjer fyrir leiðarstein. En jafnvel fyrstu laga-
frumvörpin, t. d. einhver verzlunarsamningur eða fjár-
'agafrumvarpið, hlýtur að kenna honum, hve nauðsyn-
legt er, að hafa næga þekkingu á málunum. Sje hanu
samvizkusamur, reynir hann að afla sjer þessarar
þekkingar, og með því getur hann smátt og smátt á-
lyktað rjett frá eigin brjósti, og eptir því sem timar
líða, fjjölga smátt og smátt þau mál, sem hann getur
látið meiningu sína í ljósi um með gildum rökum.
Hann fær rýmri sjóndeildarhring, og finnur þá fyrst,
hvílík ábyrgð hvílir á sjer. Nú sjer hann greinilega,
að hagur kjósenda sinna getur að einsblómgazt í sam-
ræmi við hag almennings, og að velferð og heiður
föðurlandsins á jafnan að vera efst á blaði«.
Skyldu þessi orð ekki eiga eins vel við hjer á landi.
Sykurgjörð af runkelrófum fer stöðugt vaxandi
i Danmörku, og i fyrra nam hún alls 38,859,204 pd.
Geirfuglinn (alca impennis) sem Geirfuglasker ber
nafn af, er nú útdauður að öllum líkindum. Núkvað
vera til 70 geirfuglaegg og 77 úttroðnir geirfuglar.
Árið 1865 voru nokkur geirfugiaegg seld á uppboði í
Lundúnum, og voru 4 þeirra keypt fyrir 122 pund
sterling 10 shilling (2205 kr.). Árið 1875 keypti Lil-
ford lávarður 2 egg fyrir 207 pund 2 shilling (3727 kr.
80 a.). Árið 1887 var eitt geirfuglsegg selt fyrir 168
pund (3024 kr.) og i marzmánuði 1888 var enn þá
selt eitt geirfuglsegg í Lundúnum fyrir 225 pund (4050
kr.). Eggin eru tæpir 5 þuml. á lengd og 3 þuml.
ummáls. Geirfuglinn sjálfur hefir verið 31—32 þuml...