Norðurljósið - 15.12.1893, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 15.12.1893, Blaðsíða 3
139 lángur og græugulur að lit, 2 síðustu lifandi geir- fuglarnir fundust fyrir utan Reykjanes við Faxaflóa 1844 og eru hamir þeirra geymdir í náttúrusafninu i Höfn. Rafmagnspöstur. Á svæðinu miili bæjanna New York og Brooklyn hefir aðalpóststjórn Bandríkj- anna afráðið að gjöra tilraun með að flytja póstinn með rafmagni. Brjefapokarnir eiga að rúma 3000 brjef og á að flytja hvern þeirra í stálvírsvagni, en áptast í vagninum á að vera hreifivjel, er stendur í sambandi við rafmagnsþræði, sem liggja milli járn- brautarteinanna. Rannsóknarferð i Mið-Asíu. Náttúrufræðing- urinn sænski dr. Sven Haain, er getið var í sumar í blaði þessu, hefir ekki komizt af stað í þessa ferð fyr en í haust; 17. oktbr. lagði hann af stað frá Stokk- hólmi, ætlaði að verða um 2 ár í ferðinni. Tekjur Danmerkur í fjárlaga frumvarpinu fyr- ir fjárhagsárið J/4?94—sl/3'95 eru áætlaðar 56,027,265kr. 2 aur., en útgjöldin 55,672,983 kr. 42 aur. eða hjer um bil 28 kr. á hvert mannsbarn í ríkinu. Af tekjunum eru: beinir skattar: 9,874000 kr. af járnbrautum um 18millj. kr, áður kostnaður er dreginn frá, en járnbrautirnar eru 229 mílur að lengd; tekjur af »Klasse-iotteriinu« 1,039,000 kr. Af gjöldunum erborðfje konungs 1 míllj. kr. Friðrik krónprins fær 120.000 kr. Lovise krónprins- sessa 11,200 kr. Valdimar prins 24,000 kr. Hvorhinna 7 ráðherra fær 12,000 kr. á ári, rikisráðið kostar 107,000 kr. og ríkisdagurinn 200,000 kr., rentur af ríkisskuld- inni rúmar 6 millj. kr. til hers og flota 17,191,000 kr. og aukalega 2,233.000 kr. eða alls 1972 millj. kr. þ. e. meira en þriðjungur af öllum rikistekjunum. L -------------------------^—— Prestur nokkur í Ameríku var truflaður meðan hann var að halda ræðuna af nokkrum tilheyrendum, sem voru að masa og hvíslast á. Hætti prestur þá ræðunni og mælti: »Það kom fyrir mig fyrir nokkrum árum, þegar jeg var í prjedikunarstólnum, að ungur maður sat heint á móti mjer, sem var sí og æ að hlægja og skæla sig í framan. Hætti jeg þá ræðunni meðan jeg gaf manninum stranga áminningu. Eptir messu kom annar maður til mín og mælti: »Yður heflr æðimikið yfirsjezt, herra prestur, því maður- inn, sem þjer ávituðu. er fábjánic. TJpp írá þessu hefl jeg aldrei snúið mjer beinlinis að þeim, sem hegða sjer ósæmi- lega í kirkjunni. því jeg vil ekki eiga það á samvizkunni, að hafa gert fábjánum rangt til«. Það var dauðaþögn í kirkjunni það sem eptir var af messunni. í verzlun W. Christensens fást allar nauðsynjavörur. Kartöflumjöl. Meieriostur. Limburgerostur. Spegepölse, ágæt. Gerpúlver. Vindlar. Reyktóhak, ýmsar tegundfr. Jólakerti. Encore Whisky, Cognac og Portvín. Margbreyttur glysvarningur, mjög hentugur í jólagjafir, og margt fleira. Allt selt með lægsta verði mót peningum út í hönd. Piano-verzlunin „ S k a n d i n a v i e n Verksmiðja & sölusalir Kongens Nytorv 22, K.höfn. Eiginhandar smíði og útlend hljóðfæri, er verðlaun hafa hlotið,, Byrgðir af Orgel Harmonium. Öll seld með 5°/o afslætti mót borgun út í hönd, eða mót afborg-un. Eldri hljóðfæri eru tekin í skiptum. Verðlisti með myndum sendist ókeypis. Jólagjafir Itaiula börnum. Stígvjelaði kötturinn, 2. útg., með 6 ljómandi litmyndum og skemmtilegum skýringum. eptir þjóðskáldið Stgr. Thorsteinsson, fæst hjá Kristjáni Þorgrímssyni og öllum bóksölum hjer í bænum. Verð: 75 aurar. Cokes, >n,ið‘ko1 °g vínber fást í verzlun H. Th. A. Thomsens. L j ó ð m æ 1 i eptir Steingrim Thorsteinsson, önnur útgáfa, aukin, með mynd af skáldinu, er ný- komin í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Kosta í kápu 3 kr., í skrautbandi 4 kr. 50 aura. Fyrri útgáfa ijóðmæla þessara er iöngu uppseld og mikil eptirspurn eptir þeirri síðari. Ætti því þessi nýja útgáfa að vera kærkomin öllum þeim, er unna fögrum skáldskap. Bókin er prýðilega vönduð að öll- 11 m frágangi, og eru í henni mörg ágæt kvæði, sem ekki eru áðnr prentuð. Til jólanna. í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, eru ný- komnar ýmsar skemtilegar hækur i skrautbandi, einkar hentugar til jólagjafa.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.