Óðinn - 01.07.1905, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.07.1905, Blaðsíða 3
ÓÐINN. 27 Framfarir þeirra fyrirtækja, sem Thor E. Tulinius hefur tekist á hendur, s)7na, að það hlýtur að vera óvenjulegur dugnaðarmaður, sem á bak við þau stendur. Hve greiðlega honum gekk að koma á fót hlutafjelaginu »Thore« sýnir líka, að hann hefir náð áliti í Danmörk. Eftir skýrslum, sem komið hafa fram í l)löð- unum, hefur »Thore«-fjelagið liaft góðan áhata á skipaútgerðinni, þrátt fyrir þau slys sem það hefur orðið fyrir. Það hefur styrklausl keppt við »Sam. gufuskipafjel.«, sem árlega fær stóran styrk úr landssjóði, og hefur »Thore«-fjelagið hoðið miklu betri kjör, svo að það flytur nú íleiri farþega milli landa en »Sam. gufuskipafjel.« Samgaungur þær sem »Thore«-fjelagið hefur haldið uppi hafa verið mikils virði fyrir Island, meðal annars fyrir þá sök, að það hefur sýnt mönnum, að óþarfi er að kasta árlega út stórfje úr landssjóði til þess að fá viðunandi gufuskipa- samhand við útlönd og umhverfis strendur landsins. Þrjú kvœði. Eftir Guðm. Giiðmundsson. 1. ÁLFVEIG. Hún sagðist iil pess vera fædd, að vísa mjer á það, hvar vonir mínar blunduðu’ undir klaka, — hún sagðist eiga vorsins gl og sólgeislanna bað, hún sagðist skgldi biðja þær að vaka. — Svo dró hún upp fegurstu frostrós á gluggann. Hún sagðist til þess verafædd, að hefja huga minn iil liugsjónanna stóru, göfgu, björtu; hún sagðist skgldi opna mjer inn háa himinn sinn og liefja mig úr koti þraungu’ og svörtu. — Og brosandi’ í Surtshelli síðan mig leiddi’ hún! Hún sagðisitilþess vera fædd, að græða sjerhvert sár, er sviðið hefði mjer um llfsins daga, — hún sagðist skgldiþerra mjer af hvarmi höfug iár og hugga mig við gígjustreingi fíraga. — Svo lagði’ hún mig eitruðum eldflein í hjartað. 2. PERPETUUM MOBILE. Þess leituðu víðfrægir vísindamenn, en varð ekki ágeingt neitt. Og skörpustu hugvitsmenn lreila sinn við það liafa um aldir þregtt. Þeir neituðu’ í virkileik vœri það til, — í virkileik til er það samt. Það erjeg semhef’sæmdinaaðfinna þaðfgrst, í »fgsik« þó nái jeg skammt. vPerpetuum mobile« ið frœga jeg fann, en sá fundur mig gleður ei! Jeg einmitt það fann, þar sem óskaði’ eg síst: Það er ástin í brjósti þjer, meg! 3. NORÐAN FRÁ HAFI. Man jeg einum mosasteini grœnmn undir seinast sáumst við, — sólin skein mn lágnœttið. Hún á öldum íshafs köldum reisti glóðrauð tjöldin guðvefjar, gglltan skjöld og hjálm liún bar. Djúpið svarta sveipað skarti glóði, okkar hjarta og liuga vann himins bjarta valkgrjan. Okkur báðum björtum spáði’ hún dögum, yfir láð og lög hún bar leingi þráðu vonirnar. Lögðu’ á ftótla frá oss ótti’ og kvíði; feldi hljótt á hárin mín heilög nóttin tárin sín. Hana grunað hafa mun, að stundum verður unun elskunnar andláls-stuna gæfunnar. Oft er síðan sól að víði hnigin, - nú er blíði blóminn minn burt með prýði’ og Ijómann sinn. En á hjarnið ískalt stjarna blikar, svefns er varnar sorg og þrá, — saklaust barn hún minnir á. Þá jeg Ijóðin læt með hljóðum svala, sorgaróð jeg sgng til þín, sgstirin góða’ og vinan mín.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.