Óðinn - 01.07.1905, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.07.1905, Blaðsíða 8
32 Ó'Ð r-N N. Herforírtéjar T^ússa og Japaaa. Auk þeirra fjögra sem myndir voru af í síðasta blaði eru þetta sex aðalforíngjarnir í landher Rússa og Japansmanna í Mansjúríu. Kúroki, Okú og Nodzú hafa stýrt þremur aðalherdeildum Jap- ansmanna í stríðinu, en Nogi hinni fjórðu. Allir voru þeir í orustunni við Múkden, en það er hin stærsta orusta sem nokkru sinni hefur háð verið. Hinir þrír voru foríngjar Rússa í orustinni við Múkden undir yfirforustu Kúrópatkins. Lenewitsch kom í veg fyrir að her Rússa yrði umkríngdur þar af Japansmönnum og varð liann yfirforíngi alls landhersins eftir Kúrópatkin. KUROIiI OKU NODZU LENEWITSCH BILDERLING KAULBARS Nýjar bækur. Vorblóm. Æskufjóö eftir Jónas Guðlaugsson. Rvík 1905. 48 bls. 8vo. Höfundur þessara kvæða er aðeins 18 ára gamall og enn við nám í latínuskólanum. Það er því ekki við því að búast, að hjer sje um þrosk- aða skáldskaparlist að ræða. En honum er sýni- lega mjög ljett um að yrkja og lagleg tilþrif eru til og frá innan um hókina. Verði hann vandlátur við sjálfan sig, hugsi meir um að yrkja vel, en að yrkja mikið, þá er fíklegt að frá honum komi síðar góð kvæði. Andatrú og dularöfl. 2 alþýðufyrirlestrar eftir Bjarna Jónsson frá Vogi. Rvík 1905. 40 bls. 8vo. Það eru nýlcga komnar hjer út 3 bækur um þetta eíni. Al' þeim ætla jeg að þetta kver flytji hollastar og rjettastar skoðanir á málinu. Efnið er að mestu tekið úr riti A. Lehmanns »Overtro og I rolddom«, en sá maður hefur mikið feingist við að rannsaka það sem hjer hefur verið kallað »dularfull fyrirbrigði« til þess að skýra þau sam- kvæmt þekktum náttúrulögum, og er hann fjar- lægur kenníngum andatrúarmanna. Það er höf- undur þcssa bæklíngs líka og telur trú þeirra og kenníngar eiga rót í sjálfsblekkíng. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.