Óðinn - 01.02.1907, Blaðsíða 3
Ó Ð 1 N N .
83
hverju einu á sem óbrotnastan og eðlilegastan hátt,
og þó að til þess þurfi einmitt oft mikinn lærdóm
og glögt auga, þá er þó síður hætt við, þegar
þeirri reglu er stöðugt fylgt, að hinn »mikli lær-
dómur« þjóti með menn út á kviksyndi, eins og
sumum hefur orðið, jafnvel fræknum mönnum.
Þessi heiibrigða skynsemi Finns, ef svo mætti kalla
það, hefur opt orðið honuni liðdrjúgt vopn, og
skal jeg þar að eins minna á viðureign hans við
Búgga, jötuninn norska. Búgge Iiafði, eins og
kunnugt er, lagt þar á allan mátt sinn og megin-
kýngi að sanna, að mikill hluti hugmynda og sagna
norrænu goðafræðinnar væri af kristnum toga
og kominn vestan um haf með víkingunum, og svo
var kunnátta hans römm, að margir góðir menn
tóku þá þetta fyrir satt. Þar rjeðst nú Finnur með
fleirum móti honum og sýnir okkur blátt áfram guð-
ina og sögurnar í kvæðum, sem eru eldri en svo, að á-
hrifin að vestan geti náð til þeirra, hvaðan sem
hugmyndirnar annars sje komnar, og hljóti því
Húgge annaðhvort að gefa sig upp eða sanna, að
þessi kvæði sjen alt að því lieilli öld yngri en
þau sje sögð, og því rangt feðruð. Auðvitað reyn-
ir Búgge svo þetta og berjast þeir þá á ný og
mest um Ragnarsdrápu Braga og Ynglingatal Þjóð-
ólfs og verður Búgge þar sár, þó allir kannist eftir
sem áður við snilli hans og kunnáttu.
()g svo afarörðugt verk og vanþakklátt, sem
liin mikla bókmentasaga Finns er, þar sem kalla
má að á hverri blaðsíðu verði að leysa meira og
minna vonda hnúta og oft að dæma milli lærð-
ustu ritgarpa, þá virðist manni sem þessi sama
aðferð, að gæta jafnan fyrst að þvi, sem næst er,
hafi lyft honum vel yfir marga torfæru. Jeg hef
ofurlítið reynt að kynna mjer einstöku atriði, sem
þar ræðir um, l. a. m. það, sem lærðu mennirnir
hafa skrifað um Njálu, og sýnist sem Finnur liall-
ist þar oftast að þvi sem eðlilegast er, og svo er
víðar, þó gaman væri stundum að malda í móinn,
ef meiri væri þekkingin, þvi liann tekur oft mikið
al' og eggjar stundum hvatskeytlega til andmæla;
en jeg met vísinda- og rannsóknar-aðferð hans
jafnmikils fyrir því. Mjer finst ekki næg rök til
að eigna klaustrunum svo mikið sem hann gerir
og gert hefur verið, þar sem t. a. m. sjest, hve
fjandsamlegir ýmsir biskuparnir voru fornum
fræðum. Landnáma sýnir ljóslega hvernig höfð-
ingjaættirnar geyma sagnirnar og ættfræðina lil
þess að verða ekki rótlausar og slitna ekki alveg
frá höfðingjaættunum í Noregi, þó þær sje þá
burtu þaðan. Þessa livöt, og svo frægðarverk
feðranna, sem utan að því raðast, hafa þeir til að
safna og skrifa, en síður hinir, sem eftir voru í
Noregi. Þessu fylgir og áhuginn á vísunum og
kvæðunum og þau lialda aftur við skáldskapar-
lífinu og glæða það og jeg finn elcki keltnesk
áhrif á það eða þjóðernið fremur en Finnur.
Keltar geyma hjer varla minninguna um það, livaðan
þeir eru og tæplega nöfn feðra sinna. Og spor
ritaldarinnar liggja glögg frá höfðingjasetrunum í
Odda og Haukadal vestur til Breiðafjarðar, fyrst
með Ara og síðan með Snorra til Sturlunga og
ekkert líkara en bækurnar geymist í ættunum og
dreifist í afskriftum milli þeirra, þó þær ílyttust
þar til á ýmsa vegu, og hafi jafnvel sumar geymst
þar alt þangað til þær sigldu til Kaupmannahafnar.
Og þó lærðir eða prestvígðir höfðingjar og höfð-
ingja synir rituðu, þá er það annað en klaustrin.
Það sem víst er um að sje frá klaustrunum, sýnist
hafa sjerstakan keim og margt leiðan keim. Betri
liluti Sverrissögu er ékki einu sinni skrifaður í
klaustri.
Finnur hefur ekki sannfært mig um eign Norð-
manna í Eddukvæðunum, síst svo víðtæka, sem
hann gerir hana, en að láta myndir og orðtæki
kvæðanna sjálfra skýra frá heimkynni þeirra, er í
alla staði skynsamlegt og rjett og hann bendir þar
næmt og skarplega á, hvað eðlilegast er. Og þó
að svo skarpur maður og lærður sem Björn Ólsen
er, finni þar nokkra vörn i máli, þá minkar það
ekki Finn, því það verður aldrei rekið, að myndir
og atvik úr daglegu lífi eru í kvæðunum, sem sjeð
og hugsuð eru í Noregi, eða utan íslands, hvar
sem þetta er fært í Ijóð, þó margt bendi til að það
sje á íslandi. Það er, meðal annars, sama sem
víst, að ein kviðan, að minsta kosti, er ort á
Grænlandi og er eðlilegast að Grænlendingar hafi
flutt með sjer þennan andans arf af íslandi og
haft þar sagnir sínar og fyrirmyndir og þær því
verið þar alþýðueign síðari hluta 10. aldar og æði
rótgrónar og verður það tæpur tími nema fyrir
allra elstu kvæðin, ef mestur hlutinn væri frá
Noregi.
Annars er ekki óeðlilegast að hugsa sjer, að
Eddukvæðin flest sje það sem nú mundi kallað
alþýðukveðskapur og hafi eitt sinn átt höfuðbólin
en búið siðan á kotunum við hlið höfðingja og
höfðingjakvæða og stundum á hetri jörðunum, en
bæði þokað nokkuð smám saman lyrir viðhafnar-
kvæðunum og þólt síðan ekki nógu þörf til að