Óðinn - 01.02.1907, Síða 5

Óðinn - 01.02.1907, Síða 5
ÓÐINN. 85 til. Hann ann og ættjörð sinni öngu siður en sumir þeirra sem nú bera brigður á það, og jeg veit ekkert ódrengilegt í fari hans og mjer var hann betur en flestir aðrir landar mínir í Höfn eitt sinn þegar á það reyndi. Og það eru atvikin ein, sem valda því, að störf hans hafa hingað til orðið alþýðu manna hjer á landi lítið til gagns eða gleði nema óbeinlínis. Hann vildi víst sjálfur gjarnan, að gagníð væri meira. Hann er maður í hærra lagi vexti og svarar sjer vel og liefur hratt göngulag en mynd- in sýnir andlitið. Hann er kvæntur Emmu Herazcek, danskri konu af suðurþýskum (czechneskum) ættum, en faðir hennar var vopnasmiður. E*au eiga einn son og heitir hann í höfuð á afa sínum, Jóni gamla borgfirðingi föður Finns. Finnur Jónsson er aðeins 48 ára nú, f. 19. Maí 1858 og er nú einn af nafnkendustu löndum sín- um, sem nú lifa, og hefur meiri bókmentastörf af hendi int en nokkur annar þeirra, enda náð þeirri stöðu, sem vísindamanni getur hlotnast hæst, að verða háskólaprófessor, það varð hann 1898 en aukakennari 1890 og áður settur kennari í 3 ár, og þótti þá þegar svo vænlegur til vísindamanns, að liann mun þá hafa átt kost á háskólastöðu annarstaðar. Að þessum manni hafa dugur lians og hæfi- leikar gert hann, og þó hitt ekki síður, að hann er sá lánsmaður, að finna götu sína þegar í öndverðu og lenda hvorki á reiki nje villivegum, sem mörg- um manni hal'a orðið til tafar. Porsteinn Erlingsson. Garðar Gíslason, verslunar-umboðsmaður. Garðar Gíslason verslunar-uniboðsniaður i Leith á Skotlandi á nú orðið marga viðskiftavini lijer viðsvegar um land. Hann er ungur maður og við- skiftarekstur hans að- eins fárra ára gamall. En sýnilegt er, að par stendur duglegur mað- ur á bak við. Garðar er f'æddur 14. júni 1876, sonur Gísla Ásmundssonar, er lengi var bóndi á Þverá i Fnjóskadal, bróðurEin- ars heit. al- þingismanns í Nesi. Gísli er dáinn fyrir fáum árum. Peir eru fjórir bræður, synir Gísla, og er síra Ásmundur á Iiálsi í Fnjóskadal clstur, þá Ingólfur læknir á Vopnafirði, þá Garðar, en Haukur, sem nú hefur nýlokið guðfræðispróíi á háskólauum í Khöfn, yngstur. Garðar var heima hjá foreldrum sínum til 1892. Þá fór hann á Möðruvallaskólann og var þar 2 vetur. Síðan var hann barna- kennari í Húnavatnssýslu og um tíma við verslun á Blönduósi. Pá var hann næst barnakennari á Húsavik og sumarið 1896 kaupamaður uppi á Hólsfiöllum, en næsta vetur barnakennari á Akureyri. Vorið 1897 fór hann að Grund i Eyjafirði og var þar við verslun lil haustsins 1899. Pá sigldi hann til Khafnar og var þar næsta vetur á verslunarskóla, en rjeðst svo til verslunarfjelagsins Cop- land & BeTÍe í Leith. Ekki var liann nema eitthvað eins árs tíma lijá Copl. & Berrie, en byrjaði þá umboðsverslun á eigin spýtur. Pað var 1901. Viðskiptin urðu brátt töluverð, svo að liann varð að leigja sjerstaka verslunarskrifstofu, og eft- ir eitt missiri tók hann sjer aðstoðarmann. Pað var ungur maður enskur, Hay að nafni, sem hafði verið samtímis honum hjá Copl. & Berrie. Ári siðar varð þessi maður verslunarfjelagi Garðars. Viðskifti þeirra hjer hafa stöðugt farið vaxandi. Á síðari árum hafa þeir sent hingað 2—3 skip, sem alveg eru fermd af þeim einum, auk alls þess sem þeir

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.