Óðinn - 01.03.1908, Blaðsíða 1
ÓÐINN
13. BLAD
MARZ 1008.
iri ar
Bogi Th. Melsteð.
Bogi hefur staðið framarlega þeirra manna,
sem lengi hafa starfað til gagnsmuna og sóma ætt-
jörðu sinni fyrir Ijeleg laun og enn ljelegri þakkif.
í full þrjátíu ár hefur þessi fróði og óþreytandi
námsmaður lagt fram bestu krafta sína til efling-
ar fleslum velferðar-
málum vorum: þing-
málum, búnaðarmál-
um og skólamálum,
sjerstökum málum og
almennum. Tillögur
hans eru orðnar ná-
lega óteljandi, allar
þarflcgar og skynsam-
ar, en aldrei »úr tungl-
skyni spunnara. Bogi
er það sem Englend-
ingar kalla matter-of
facl-man,\)aðer: prakt-
iskur maður, er minna
hirðir um hugsjónir
heldur en hlutina
sjálfa, sem hann hef-
ur fyrir augum, og
minna um andríki
heldur en rök og ráð-
deild. Fyrir þá sök
hafaóvildarmennhans
sífelt legið honum á
hálsi fyrir skort á
andríki og öllum hærri
hugsjónagáfum; og enn
verri menn og vitminni hafa brígslað honum um
heimsku og tossaskap. En Bogi er þvert á móti
mikill skynsemdarmaður, og fáir íslendingar hafa
dvalið erlendis jafnlengi og hann, sem haldið hafa
fullri greind og gætni, eða munað betur staðhætli
og skilyrði hjer heima en hann hefur gert, og
komið þó við svo margvísleg eða ólík málefni.
Flestir, sem ytra dvelja 20 ár eða lengri tíma,
BOGl TH. MELSTEÐ.
virðast hafa orðið meir eða miður idealistar, eða
hugsjónamenn, gagnvart staðliáttum og liverfandi
tíð á ættjörðu þeirra. Athugum t. d. hvernig Bogi
nú ritar um skólamálin lijer á landi, einkum lýð-
háskólana, eða þá hinn skörulega fyrirlestur hans,
er hann flutti við Þjórsárbrú fyrir nokkrum árum.
Bogi Melsteð heldur vel á sínu, er þrek- og elju-
maður mikill; hann ritar aldrei nje les fyrir eigin
hagsmuna eða for-
dildar sakir, heldur
af sterkum viljahvöt-
um, að gagna landi
og þjóð, sem hann í
sannleika ann hug-
ástum. Sá sem þetta
skrifar býr norður
undir »stjörnu« og
nærri Elivogum og
hefur ekki með hönd-
um þau atriði, sem
eftir megi rekja æfi-
feril þessa merkis-
manns. Ætlajegþað
öðrum að gera. Hitt
vaf minn ásetningur,
að vekja athygli vorra
bestu blaðamanna á
þessum landa vorum
og starfl hans. Mun
þeim, ekki síður en
mjer, virðast tími til
.<$ I kominn að veita hon-
um hlýja viðurkenn-
ingu, því heldur sem
alt ol' fáir hafa hing-
að til haldið skildi fyrir hann í fjarlægð hans,
þá er óhlutvandir menn hafa bitið í bak honum
með kvefsni og ódrengskap.
Að endingu skal nefna það sem út er komið
af íslandssögu B. Th. M. (1. bindi og 1. hefti 2.
bindis). Jeg fyrir mitt leyti færi höfundinum heil-
ar þakkir fyrir verk hans — verk, sem enginn
meðalmaður virðist fær uin að byrja, auk heldur