Óðinn - 01.03.1908, Blaðsíða 2
94
Ó Ð I N N *
fullkomna. Þarf til slíks stórvirkis, ef vel á að
takast, ekki einungis vitsmuni mikla og víðtækan
fróðleik, heldur og einkum óþreytandi þrek og
samviskusemi. Það sem út er komið er að vísu
lítið meira en byrjun, en töluvert hefur höfundur-
inn ritað áður um hinn mjög flókna og varhuga-
verða síðasta kafla í sjálfstæðissögu lands vors.
Hef jeg þar ekki heldur fundið neitt verulegt út
á að setja, enda bíð jeg með óþreyju að sjá hvern-
ig höf. skýrir sögu íslands á 11. og 12. öldinni —
hinni svo nefndu »gullöld« — því að þar þykist
jeg hafa frábreytta skoðun öllum, sem ritað hafa
eittvað um þann kafla, því að jeg þakka hinum
fornu biskupum, meira en aðrir liafa gert, það, að
friður og lög náði festu í landinu — alt til þess
er hinn erlendi ójafnaður tók að tviskifta lögum
og löghlýðni hjá þjóð vorri.
Jeg óska höf. allra heilla í þessu mikla starfi
hans sem öðru.
Akureyri 16. mars 1908.
Matth. Jochnmsson.
í landsýn.1
Af hafi sje jeg lwita jökulskalla
sig hefja yfir bláan öldugeim.
Jeg þekki svip og segulmagnið fjalla,
er seiddi mig og fleiri aftur heim.
Pað alt sem best jeg á í sálu minni,
mín œttjörð kœra, fagnar návist þinni.
Hvar sástu slíkan sví/a árdagsljóma
um sœvarflöt og liáan jökuliind ?
Hvar svalar tœrri bládögg vörum blóma ?
Hvar blikar skærri’ og fegri himinlind ?
Ei til það er, þó leitir langt um geima.
Pilt líf og gndi’ er hvergi nema heima.
Pjer reynist vistin Iwergi’ á bygðu bóli,
þó burtu hverfir þú í önnar lönd,
eins unaðsrík sem fyr í fjallaskjóli
og fjörð og vík á móðurjarðar-strönd.
Pjer fjarri syrgir margur glapinn mögur,
vor móðir kær, er tœldu lognar sögur.
Mitt kœra land! I faðmi þinna fjalla
þú felur margan yndislegan reit,
þar silungsár í bláum bugðum falla
um blómalendur, eftir miðri sveít,
en tindar hampa' í himinblámans öldum
hátt yfir bygðum jokulskalla köldum.
Jeg veit það glögt að margt þig skortir, móðir,
sem meginkosti nefna önnur tönd.
Jeg ve.it það glögl að finnast frœgri þjóðir
og fremri, en sú er byggir þína strönd.
En alt um það, hjá arinsteini þtnum
jeg eyða vil þó langhelst dögum mínum.
Pjer vinna alt, sem vinnum, hjá þjer dvelja,
að velferð þinni siarfa’ í hverri grein ;
að hefja þig sitt rjetta takmark tetja
og tína’ úr götu þinni sjerhvern stein,
svo skyldu hugsa börnin þin og breyla,
en burt úr faðmi þínum aldrei leita.
II. S. B.
Eggert Ó. Brím1 prestur.
1) Kvæði þetta er ort er höf, kom heim frá Ameríku í vor sem
leið.
Foreldrar hansvoru: Ólafur Gunnlögsson Briem
Guðbrandssonar sýslu-
manns í Vaðlaþingi,
timburmeistari á Grund,
og Dómliildur Þorsteins-
dóttir Gíslasonar, hrepp-
stjóra og fræðimanns á
Stokkahlöðum. Eggert
er fæddur á Grund 5.
júlí 1840 og ólst upp
hjá foreldrum sinum,
lærði í Reykjavíkurskóla
og útskrifaðist 28. júní
1861. Að þvíbúnuvjek
hann vestur til ísafjarð-
eggert ó. brím ai', og vai' þar til 1865,
var barnakennari á vetr-
um, en við verslun á sumrum. Um liaustið fór
hann á prestaskólann, útskrifaðist þaðan 30. ág.
1867, var þá kallaður aðstoðarprestur lil síra Þór-
arins prófasts Erlendssonar að Hofi í Álptafirði og
vígðist 1. sept. s. á. (1867). Giftisl ungfrú Ragn-
1) Þannig ritaði hann nafn sitt.