Óðinn - 01.03.1908, Side 3

Óðinn - 01.03.1908, Side 3
95 ÓÐINN hildi Þorsteinsdóttur prests Einarssonar á Kálfa- fellsstað 25. maí 1872. Eigi varð þeim barna auð- ið. Býr hún nú í Reykjavík. Höskuldsstaðir á Skagaströnd voru honum veittir 20. apríl 1871, en hann flutti þangað eigi fyrr en sumarið eftir, 1872. Jafnframt brauði sínu tók hann að sjer að þjóna Hofsprestakalli á Skagaströnd, þau ár sem það var prestlaust. Hann var skyldurækinn maður í embætti, mcðan honum vanst heilsa til. Á þjóð- hátiðinni, 2. ágúst 1874, flutti hann messu sama daginn á öllum þeim kirkjum, er hann þá veitti þjónustu. Hann var sáttamaður, og í hjeraðsmál- um og sveitarsökum ljett hann allmikið til sín taka. Heilráður var hann þeim er hans leituðn ; þjettur í lund að eðlisfari og fastheldinn við sínar skoðanir. Vinfastur mjög og tryggur þar sem hann tók því. Sökum vanheilsu fjekk hann lausn frá embætti 1. apríl 1890. Flutti til Reykjavíkur sum- arið eftir, 1891, og settist þar að; andaðist eftir stutta legu 9. mars 1893. Síra Eggert Brím var talinn með lærðustu klerkum hjer á landí á sinni tíð, enda var hann fróður maður og vel að sjer á marga vegu. En einkum var hann stálsleginn í íslenskum fræðum öllum, og íslendingur var hann hinn besti. í íslensk hlöð liefur hann ritað margt og um margs konar efni, og allmargar ritgerðir sögulegs og fornfræðilegs efnis eru eftir hann hjer og hvar í tímaritum, svo sem tímariti Bókmentafjelagsins, Satni lil sögu íslands, Arkiv for nordisk Filologi og víðar. Hann bjó undir prentun útgáfu af sögu Ásmundar Vík- ingssonar og Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá, er háðar komu út í Reykjavík 1866. Allmargar æíiminningar hjó hann sömuleiðis undii prentun. Við skáldskap fjekst hann og dá- lítið, og liggur eftir hann í þeirri grein leikrit um Gissur jarl, sem prentað er í Draupni 1895—1897. Þá er hann var sestur að í Reykjavík, tók hann þegar til ritstarfa, því iðjumaður var hann mikill. Bjó hann þá undir prentun Noregskon- ungasögur, Ólafs sögu Tryggvasonar ásamt æli- sögu Snorra Sturlusonar, tímatali og vísnaskýr- ingum, Rvík 1892, og Ólafs sögu Haraldssonar hins helga með tímatali og vísnaskýringum, Rvík 1893. Bóka- og handritasafn átti hann hæði mikið og gott. Að honum látnum var handritasafnið selt Landsbókasafninu í Reykjavík, en prentuðu bæk- urnar bókasafni íslendinga í Vesturheimi. Ein- hver fágæt smájiver mun próf. Fiske hafa fengið frá honum. •/. Minningarljóð, er síra Valdemar Briem orti eftir Eggert bróður sinn. Rað var hann Eggert Olafsson, hinn annar, er nafn það bar, — hann hjet effir hinum eldri og honum hann líkur var. Ilann líktist honum í öllu ei og eigi var honum jafn, en bar pó með sæmd og sóma hið sama, fræga nafn. Hann líktist honum í andans auð, og opið var honum ílest; hann spekingur var að viti, pað vinir hans pektu best. Hann líktist honum í lærdóms ment, við landið er helst var fest; hinn eldri nam landsins eðli, hinn yngri söguna mest. Hann líktist honum að list og snild, hvort Ijóð eða stíl jeg tel; með feðranna frægu tungu peir fóru svo prýðisvel. Hann líktist honum oð ættlandsást og elskaði land og pjóð; hið þjóðlega pað var einkum, er þeirra næst hjarta stóð. Hann líktist honurn um lundarfar; peim leist ei á nýjan sið, en feðranna fornu háttu peir feldu sig betur við. Hann líktist honum i trygð og trú og trúfastri vina lund og göfugu, góðu hjarta og gjöfulli höfðings-mund. Hann líktist honum að stunda störf, og starfaði dag og nótt með óþreytandi elju, sem æfina þryti skjótt. Ilann líktist honum á lifsins braut, og löng eigi æfln varð. Og eftir var enginn niðji, en eftir var mikiö skarð. Hinn eldri sefur á Ægis-beð, liinn yngri í vígðum reit. Þá skilur ei öld nje alda í andanna björtu sveit.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.