Óðinn - 01.03.1908, Qupperneq 9

Óðinn - 01.03.1908, Qupperneq 9
( ') Ð I N N 101 bann og sök í svipinn niðurslegin, saman grið og friðr um stundu dregin, — og nú er beini þakksamlega þeginn. — Pessu verður allur lýður feginn. III. í Ögri’ eru stofur stórar, sterkum viðum hafln eru húsin öll, háir og breiðir bjórar, blýi þökin vafin; — tjöld um víðan völl; þar skulu sveinar sitja og alþjóð manna að sumbli’ og njóta gleði staupa hranna, en höfðingjarnir heima gista ranna og hornasjóinn megindjúpan kanna. Á digrum dyrabröndum, dróttum samanreknum, . rafti’ í ræfrum hám sjer og breiðum böndum, bitum, stoðum þreknum af rauðum rekatrjám að húsbóndinn á hatrekstra með Ströndum, og hávær Rán — er sterk á fjörusöndum rám i barka rymur — köldum höndum rennir stundum kefli þar að löndum. Eru’ um Strendur allar ítök Vatnsfirðinga, kirkja er ræsis1) rík, höppum þangað hallar um Höfn og Almenninga, Hvestu’ og Hælarvík, i Fljóti, Barðsvik, ótal stöðum öðrum, ögrum, gjögrum, snösum, klettaslöðrum, frá vogsbotnum að yztu andnessjöðrum, - ekki þarf að veifa ljeðum fjöðrum. Vel eru veggir þjettir, vandlega þyljur heldar eru hvert í hólf, bekkir bólslrum settir, breiddir selafeldar yflr óklökk gólf, reflar fornir, og á ítrum tjöldum afreksverk úrfyrrum skrifuð öldum, heldur en ekki’ er víða skarað skjöldum, skjómi festur yfir mörgum höldum. Trjóna gín á gandi, gotna sjá menn reyna einvíg, eggjaþing, og á Ognarbrandi örva hregg og fleina Sigmund Súðvíking, á stoðir skorin staða mál og klerka standa’, og sjá má eiga deilu’ á þingum Rafn og Porvarð, Árna og Erlend sterka, Einar og marga fleiri' af Vatnsfirðingum. Talaö er margt i tjöldum, trútt um metnað eigi þjetl og þungleg orð, yflr hvitings öldum er þó gleðinnar fleyi á hvorugt hallað borð, soflð er laust um ljósar sumargrímur, ljettar drengjum höfgar öldurvímur, komið í dansa, knattleika og glímur, kveðnar jafnvel stundum fornar rímur. Heima’ er hófleg kæti, lieldri manna bragur nokkuð annar á; allskyns eftirlæti, allur timadagur þvkir flestum þá, er þeir lita allar hugmóðs slæður eina stundu lagðar vera’ á glæður, í öndveginu báða eins og bræður Björn og Stefán hefja spaka ræður.— »Stundum þessi þræta þung var oss að bera langan lífs um dag; æ var yður að mæta, — úrslit máls að gera oss var aldrei lag, nje þenna tæki stein úr vorum veg'i, - jeg vissí’ ei neinn, er ljeti bugast eigi, nje annan þann, er skrift og bann ei beygi. Betur að lyktum kirkjan sigra megi!« - »Oft hefur okluir sinnast, — ætla’ eg rekka minni lengi þenna leik ; en hvar okkur finnast auðnast næsta sinni, finst mjcr í rökkri ogreyk. Hins jeg óska, að erjudjúpið grynni, og út um síðir heittarloginn brynni, en þvi að eins að öllum sóknum linni að — ekki verði leikra hlutur minni«. Horn með höldum geiga hlaðin silfurbeitum, flest eru staupin stór, megin velskra veiga virðum ornar teitum, þýzkan brimar bjór; þó hæverskir sje halir, verður glaumur hávær stundum, þegar kerastraumur aukast fast, og likt sem Ijúfur draumur liður vikan, styttri’ en dagur naumur. 4 1) Vatnsíjarðarkirkja er helguð Ólafi konungi digra Haraldssyni.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.