Óðinn - 01.05.1908, Qupperneq 1

Óðinn - 01.05.1908, Qupperneq 1
ÓÐINN 3. BLAÐ M AÍ 1008. IV. ÁR Jakob Gunnlaugsson er fæddur á Skagaströnd 4. ágúst 1857 og voru foreldrar hans verslunarmaður Gunnlaugur Gutt- ormsson Guðmundssonar sýslumanns frá Kross- vík og kona hans Margrjet Halldórsdóttir prófasts frá Melstað. Tveggja ára gamall misti Jakbob föður sinn, og fluttist móðir hans þá til Eyja- fjarðar og bjó á Stóra- Eyrarlandi; ólst Jakob þar upp og gekk í skóla ávetrumhjá móðurbróð- ur sínum, cand. theol. Jóhannesi Halldórssyni. Vorið 1874 fór Ja- kob til Seyðisfjarðar og var þar við verslun Gránufjelagsins í 8 ár, lengst af bókhaldari. Var sú verslun liin stærsla á Seyðisfirði á þeim árum. Hin sið- ustu 4 árin var hann þó í Kaupmannahöfn á vetrum, á skrifstofu Gránufjelagsins þar, og aflaði sjer jafnframt mentunar í verslunar- fræðum eftir föngum. Vorið 1883 varð liann verslunarstjóri fyr- ir Gránufjelagið á Rauf- arhöfn og giftist sama haustið. Var hann á Raufarhöfn í 10 ár. Á þeim árum tókhanntölu- verðan þátt í sveitamálum og var lengst afhrepps- nefndaroddviti í Presthólahreppi. Hin síðari árin var hann einnig sýslunefndarmaður og amtsráðs- maður. Fyrstu árin sem Jakob var á Raufarhöfn stofn- aði hann lestrarfjelag ásamt helstu mönnum á Sljettu, og voru nálega allir bændur á Sljellu í fje- laginu. Lestrarfjelagið dafnaði vel og átti gott safn af íslenskum bókum, en útlendar bækur voru ekki keyptar. Skrifuðu sveitablaði var haldið út á Sljettunni og stýrði hann því oftast nær. í blaði þessu voru rædd ýms málefni, sem þá voru á dag- skrá í sveitinni, og auk þess flutti það ýmsar fræð- andi og skemtandi greina r, en aldrei voru þar neinar persónulegar deilur. Sljettungar eru tróð- leiksgjarnir menn og studdu þeir vel þessi fyrirtæki. Haustið 1893 sigldi til Kaupmanna- með fjölskyldu ' var þar fyrst Jakob hafnar sína c við skrifstofustörf. En vorið 1894 varð hann kaupmaður á Fjóni, en undi sjer þar ekki og seldi því verslun sína aftur sama haustið. Um þær mundir tók hann að sjer að kaupa og selja vörur fyrir íslenska kaupmenn og fóru þau viðskifti hráðlega mjög í vöxt og leysti liann árið 1896 borgarabrjef sem stórkaupmaður. Nú mun hann liafa cin- hverja þá stærstu um- boðsverslun sem rekin er við ísland. Jakob er giptur danskri konu, sem með mikl- um dugnaði hefur annast hússtjórnina og uppeldi barnanna, sem eru 5 á lífi og öll upp komin; er einn af sonum hans fulltrúi á skrifstofu föður síns og hefur hann numið verslunarfræði í Kaupmanna- liöfn og verið síðan um lengri tíma við stór

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.